10
Íslenska
ATHUGASEMD: Hvíla verður hrærivélina í að
minnsta kosti 1 klukkustund eftir að 900 g (2
pund) af deigi hafa verið pressuð út.
Deig
• Þaðerbaraspurningumæfinguaðbúatil
pasta heima hjá sér. Ef þú hefur ekki búið til
pasta gætir þú þurft að gera deigið nokkrum
sinnum áður en þú verður ánægð(ur) með
það. Við mælum með því að þú gerir tilraunir
með einföldu eggjanúðlupasta-uppskriftina á
blaðsíðu 11.
• Hlutfallvökvaámótihveitierlitið,semgerir
pastadeigið þétt og leðurkennt, en samt þjált.
Það er afskaplega mikilvægt að vera með rétt
hlutfall hráefna svo að þéttleiki deigsins sé
réttur, þar sem erfitt er að vinna með deig
sem er of rakt eða of þurrt. Til að hjálpa
þér að ná árangri með þéttleikann tiltaka
pastauppskriftirnar í þessari bók sigtað hveiti.
Fylgdu þessu verklagi til að sigta hveiti: Settu
þurra mæliskál á stóran vaxpappír og haltu
sigtinu beint uppi yfir skálinni. Mokaðu hveiti
upp í sigtið og sigtaðu þar til hveitið hefur
fyllt skálina. Notaðu flata brún spaða til að
fjarlægja umframhveiti úr mæliskálinni.
• Stundumkunnaaðveraeftiróblandaðir
bitar af deigi í skálinni eftir upphaflega
blöndun með flötum hrærara. Þessir bitar
munu sameinast nægilega vel þegar hnoðað
er með borðhrærivélinni og síðan hnoðað
í höndunum, en það þéttir og mýkir áferð
deigsins.
• Margirþættir,einsograki,tegundþess
hveitis sem notað er og stærð eggja, geta
haft áhrif á þéttleika deigsins. Til að bæta
upp rakar aðstæður skal byrja upphaflega
blöndunarferlið með aðeins sigtuðu hveiti
og eggjum. Athugaðu með réttan þéttleika
deigsins með því að klípa saman lítinn bita
af því þegar búið er að hræra með flata
hræraranum. Deigið ætti að haldast saman
án þess að loða við fingur þína. Nauðsynlegt
getur verið að bæta við svolitlu vatni eða
hveiti til að ná réttum þéttleika deigsins.
•Eftilbúiðdeigiðerofrakteðaklístraðtilað
pressast út skal einfaldlega sáldra hveiti yfir,
eða klappa hveiti inn í deigið áður en það er
sett í pressuna.
Notkun pastapressunnar og KitchenAid
®
borðhrærivélarinnar
•Langarnúðlurogmakkarónureigaþaðtil
að krullast í ýmsar áttir þegar þær pressast í
gegnum plötuna. Klippa má af fyrstu 25 sm
(10 tommur) af krulluðum núðlum og setja
þær aftur í trektina og pressa aftur. Pasta
pressast hægt út í fyrstu en síðan hraðar eftir
því sem meira deig er pressað út.
• Aðskildupastaðstraxeftirútpressun.Leggðu
tilbúnar núðlur á þurrku sem liggur á sléttum
fleti og togaðu í sundur frá þurrari endum
þráðanna. Þurrkaðu í einföldu lagi. Setja má
langa pastaþræði á KitchenAid
®
þurrkgrind
(KPDR).
• Heimagertpastahegðarséröðruvísienpasta
sem keypt er í búð. Af því að langar núðlur
bogna þegar þær þorna og eru viðkvæmari,
útheimta þær varlega meðhöndlun fyrir suðu.
Pastað þitt geymt
• Geymamáþurrkaðpastanánastóendanlega
í loftþéttu gler- eða plastíláti, á svölum,
dimmum stað. Hins vegar skal ekki geyma
þurrkað heilhveitipasta í meira en 1 mánuð
þar sem það getur þránað.
• Tilaðgeymafersktpastaskalloftþurrka
það í 1 klukkustund, pakka því síðan inn í
loftþéttan plastpoka og geyma í kæli í allt að
5 daga. Til frystingar skal tvípakka pastanu og
þá má geyma það frosið í allt að 4 mánuði.
Ekki skal þíða frosið pasta áður en það er
notað - það ætti að fara beint úr frystinum í
sjóðandi vatn.
Ábendingar um pastagerð
Hætta á matareitrun
Ekki láta matvæli sem innihalda
rotgjarnt innihald, svo sem egg,
mjólkurvörur og kjöt, standa meira en
eina klukkustund án kælingar.
Að öðrum kosti er hætta á
matareitrun eða veikindum.
VIÐVÖRUN