• Þegar þú eldar lengur en 30 mínútur,
eða þegar þú eldar mikið magn matar,
skaltu bæta við vatni eftir þörfum.
• Settu matinn í rétt eldunarílát og settu
eldunarílátin á hillurnar. Gættu þess að
það sé fjarlægð á milli hillanna til að láta
gufuna fara í hringrás í kringum sérhvert
ílát.
• Eftir sérhverja notkun skal fjarlægja
vatnið úr vatnsskúffunni, tengislöngum og
gufukatlinum. Sjá kaflann „Meðferð og
þrif“.
• Töflurnar gefa upplýsingar fyrir
dæmigerða rétti.
• Hefja skal ferlið með köldu heimilistækinu
nema gögnin í töflunni gefi annað til
kynna.
• Nota skal uppskrift sem er næstum því sú
sama, ef þú finnur ekki stillingar fyrir
uppskriftina þína.
• Þegar þú eldar hrísgrjón skaltu nota
hlutfallið 1,5 : 1 – 2 : 1 af vatni á móti
hrísgrjónum af því að hrísgrjónin taka í
sig vatn.
Gufuvatnstafla
Tími (mín) Vatn í vatnsskúffunni (ml)
15 - 20 300
30 - 40 600
50 - 60 800
Full gufa / ECO-gufa
AÐVÖRUN! Ekki opna hurð
heimilistækisins þegar aðgerðin
er í gangi. Hætta er á bruna.
Aðgerðin á við allar tegundir af mat,
ferskum eða frosnum. Þú getur notað hana
til að elda, hita, afþíða, sjóða við vægan
hita eða snöggsjóða, grænmeti, kjöt, fisk,
pasta, hrísgrjón, sykurmaís, símiljugrjón og
egg.
Þú getur útbúið heila máltíð í einu. Til að
elda hvern rétt á réttan hátt skal nota þá
eldunartíma sem eru nokkurn veginn þeir
sömu. Bættu mesta magni vatns sem þarf
fyrir einn af réttunum sem verið er að elda.
Settu réttina í rétt eldunarílát og settu
eldunarílátin á vírhillurnar. Stilltu
fjarlægðina á milli eldunaríláta til að láta
gufuna streyma.
Sæfing með aðgerðinni Full gufa
• Með þessari aðgerð getur þú sæft ílát
(t.d. barnapela).
• Settu hreinu ílátin á miðja hilluna sem er í
fyrstu hillustöðu. Gættu þess að
opnunarhornið sé lítið.
• Fylltu vatnsskúffuna með hámarksmagni
vatns og stilltu tímann á 40 mín.
Grænmeti
Matvæli Hitastig (°C) Tími (mín) Hillustaða Vatn í vatnsskúf-
funni (ml)
Ætiþistlar 96 50 - 60 1 800
Eggaldin 96 15 - 25 1 450
ÍSLENSKA 4