Rauch AXIS M 20.2 Návod na používanie

Typ
Návod na používanie
NOTENDAHANDBÓK
AXIS-M 20.2
Lesið gaumgæfilega
áður en vélin er tekin
í notkun!
Geymið fyrir síðari notkun
Þessi notenda- og samsetningarhand-
bók fylgir vélinni. Söluaðilar nýrra og
notaðra véla skulu staðfesta skriflega
að notenda- og samsetningarhand-
bókin hafi fylgt vélinni til viðskip-
tavinar.
Þýðing notendahandbókar úr
frummáli
5902289-a-is-1217
Formáli
Kæri viðskiptavinur.
Við þökkum auðsýnt traust við kaup á þyrildreifara fyrir steinefnaáburð af gerðinni AXIS. Kærar
þakkir! Þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa afkastamiklu og áreiðanlegu vél.
Ef svo ólíklega vill til að vandamál komi upp er þjónustudeild okkar ávallt til þjónustu reiðubúin.
Vinsamlegast lesið þessa notendahandbók gaumgæfilega áður en þyrildreifarinn fyrir
steinefnaáburð er tekinn í notkun og fylgið leiðbeiningunum.
Notendahandbókin segir nákvæmlega til um notkun og gefur nytsamlegar ábendingar um sam-
setningu, viðhald og umhirðu.
Í handbókinni kann einnig að vera fjallað um búnað sem fylgir ekki með vélinni.
Eins og notendum er kunnugt um er ekki hægt að fara fram á bætur í ábyrgð vegna tjóns sem
rekja má til mistaka við notkun eða óviðeigandi notkunar.
Tæknilegar endurbætur
Við leitumst stöðugt við að bæta vörur okkar. Af þessum sökum áskiljum okkur rétt til að
bæta og breyta vörum okkar fyrirvaralaust án fyrirheits um að gera sömu bætur eða breyt-
ingar á seldum vélum.
Okkur er ánægja að svara nánari spurningum.
Með kærri kveðju,
RAUCH
Landmaschinenfabrik GmbH
ATHUGIÐ
Færið gerð, raðnúmer og framleiðsluár þyrildreifarans fyrir steinefnaáburð hér inn.
Þessar upplýsingar er að finna á upplýsingaplötu framleiðanda eða á grindinni.
Tilgreinið ávallt þessar upplýsingar við pöntun varahluta eða aukabúnaðar eða ef koma þarf
kvörtun á framfæri.
Gerð: Raðnúmer: Framleiðsluár:
Efnisyfirlit
I
Formáli
1 Fyrirhuguð notkun 1
2 Upplýsingar fyrir notendur 3
2.1 Um þessa notendahandbók. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
2.2 Uppbygging notendahandbókarinnar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
2.3 Upplýsingar um framsetningu texta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
2.3.1 Leiðbeiningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
2.3.2 Upptalning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
2.3.3 Tilvísanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
ryggi 5
3.1 Almennar leiðbeiningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
3.2 Merking öryggisupplýsinga . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
3.3 Almennt um öryggi vélarinnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
3.4 Ábendingar fyrir rekstraraðila. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
3.4.1 Hæfni starfsmanna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
3.4.2 Tilsögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
3.4.3 Slysavarnir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
3.5 Upplýsingar um rekstraröryggi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
3.5.1 Vélin sett niður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
3.5.2 Fyllt á vélina . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
3.5.3 Atriði sem þarf að skoða áður en vélin er tekin í notkun . . . . . . . . . . . . . . . . 8
3.5.4 Hættusvæði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
3.5.5 Vinnsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
3.6 Notkun áburðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
3.7 Vökvakerfi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
3.8 Viðhald og viðgerðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
3.8.1 Hæfni starfsmanna sem annast viðhald. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
3.8.2 Slithlutir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
3.8.3 Viðhalds- og viðgerðavinna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 11
3.9 Umferðaröryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
3.9.1 Skoðanir áður en ekið er af stað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12
3.9.2 Vélin flutt milli staða . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
3.10 Hlífðarbúnaður á vélinni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
3.10.1 Staðsetning hlífðarbúnaðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
3.10.2 Virkni hlífðarbúnaðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
3.11 Límmiðar með viðvörunum og leiðbeiningum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
3.11.1 Límmiðar með viðvörunum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17
3.11.2 Límmiðar með leiðbeiningum og upplýsingaplata framleiðanda . . . . . . . . . 18
3.12 Upplýsingaplata framleiðanda og gerðarviðurkenningarspjald . . . . . . . . . . . . . . . . 19
3.13 Glitaugu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19
Efnisyfirlit
II
4 Tæknilýsing 21
4.1 Framleiðandi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21
4.2 Lýsing á vélinni. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21
4.2.1 Yfirlit yfir vélarhluta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 22
4.2.2 Gírkassi fyrir eiginleikann M EMC. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
4.2.3 Hræribúnaður . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 24
4.3 Vélarupplýsingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
4.3.1 Útfærslur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
4.3.2 Tæknilýsing grunnútfærslu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 26
4.3.3 Tæknilýsing stækkunarviðbóta . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28
4.4 Listi yfir fáanlegan aukabúnað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
4.4.1 Stækkunarviðbætur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
4.4.2 Yfirbreiðsla . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
4.4.3 Yfirbreiðsluviðbót . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.4 Rafknúin fjarstýring fyrir AP-Drive yfirbreiðsluna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.5 TELIMAT T 25 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.6 Tvíátta eining ZWE 25 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.7 Þríátta eining DWE 25 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.8 Tele-Space-drifskaft . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.9 Drifskaft með öryggiskúplingu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
4.4.10 Aukaljós . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31
4.4.11 Stöðuhjól ASR 25 með festingu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31
4.4.12 Jaðardreifibúnaður GSE 30 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 31
4.4.13 Vökvaknúin fjarstýring FHD 30-60 fyrir GSE 30 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
4.4.14 Dreifiuggasett Z14, Z16, Z18 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
4.4.15 Prófunarsett PPS5 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
4.4.16 Áburðargreiningarkerfi DiS . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
4.4.17 Bók með dreifitöflum. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 32
4.4.18 SpreadLight-vinnuljós (aðeins á vélum með stjórntölvu) . . . . . . . . . . . . . . . 33
5 Útreikningur á öxulþunga 35
6 Flutningur án dráttarvélar 39
6.1 Almennar öryggisleiðbeiningar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39
6.2 Lestun og losun, vélin sett niður. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 39
7 Vélin tekin í notkun 41
7.1 Við afhendingu vélarinnar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 41
7.2 Kröfur til dráttarvélar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
7.3 Drifskaft sett upp á vélinni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 42
7.3.1 Drifskaft með brotbolta sett á . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 43
7.3.2 Drifskaft með öryggiskúplingu sett á. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 45
7.3.3 Drifskaftshlífin sett á . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 46
7.4 Vélin tengd við dráttarvélina. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48
7.4.1 Skilyrði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48
7.4.2 Tengt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 49
Efnisyfirlit
III
7.5 Stýring skömmtunarops tengd. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52
7.5.1 Vökvastýring skömmtunarops tengd: Útfærsla K/D . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52
7.5.2 Vökvastýring skömmtunarops tengd: Útfærsla R. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 52
7.5.3 Rafstýring skömmtunarops tengd: Útfærsla C . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54
7.5.4 Rafstýring skömmtunarops tengd: Útfærsla Q/W/EMC . . . . . . . . . . . . . . . . 54
7.6 Uppsetningarhæð stillt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55
7.6.1 Öryggi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55
7.6.2 Mesta leyfilega uppsetningarhæð að framan (V) og aftan (H) . . . . . . . . . . . 56
7.6.3 Uppsetningarhæð A og B samkvæmt dreifitöflu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 57
7.7 Fyllt á vélina. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60
7.8 Notkun dreifitöflu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61
7.8.1 Upplýsingar um dreifitöfluna. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61
7.8.2 Stillingar samkvæmt dreifitöflu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 61
7.9 Stilling jaðardreifibúnaðarins GSE. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 68
7.10 Stilling aukabúnaðarins TELIMAT . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69
7.10.1 Stilling TELIMAT . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69
7.10.2 Kastlengd leiðrétt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71
7.10.3 Ábendingar varðandi dreifingu með TELIMAT. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71
7.11 Stillingar fyrir ótilgreindar áburðartegundir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73
7.11.1 Skilyrði . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 73
7.11.2 Ein yfirferð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 74
7.11.3 Þrjár yfirferðir framkvæmdar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75
7.11.4 Unnið úr niðurstöðum og lagfæringar gerðar ef þörf krefur . . . . . . . . . . . . . 77
8 Vinnsla 79
8.1 Öryggi . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 79
8.2 Leiðbeiningar um vinnslu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 80
8.3 Notkun dreifitöflu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81
8.4 Dreifimagn stillt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81
8.4.1 Útfærsla Q/W/EMC . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 81
8.4.2 Útfærsla K/D/R/C . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 82
8.5 Vinnslubreidd stillt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83
8.5.1 Val á réttri dreifiskífu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 83
8.5.2 Dreifiskífur teknar af og settar upp. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 84
8.5.3 Útrennslisstaður stilltur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86
8.6 Uppsetningarhæð prófuð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 86
8.7 Snúningshraði aflúttaks stilltur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87
8.8 Dreifing á spilduenda. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 87
8.9 Dreifing með skiptingu hlutabreiddar (VariSpread) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 90
8.10 Dreifingarprófun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91
8.10.1 Fundið út hvert útrennslismagnið á að vera. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 91
8.10.2 Dreifingarprófun framkvæmd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 94
8.11 Afgangar tæmdir úr karinu. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 98
8.12 Vélin sett niður og hún aftengd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 99
Efnisyfirlit
IV
9 Bilanir og mögulegar orsakir 101
10 Viðhald og viðgerðir 105
10.1 Öryggi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 105
10.2 Slithlutir og skrúfaðar festingar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106
10.2.1 Slithlutir athugaðir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106
10.2.2 Skrúfaðar festingar athugaðar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 106
10.2.3 Skrúfaðar festingar á álagsnema athugaðar. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 107
10.3 Viðhaldsáætlun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 109
10.4 Hlífðargrind í kari opnuð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 110
10.5 Hreinsun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112
10.5.1 Aurhlíf tekin af. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 112
10.5.2 Aurhlíf sett á . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113
10.6 Staða dreifiskífunafar athuguð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 113
10.7 Drif hræribúnaðar athugað . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 114
10.8 Skipt um dreifiugga. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 116
10.9 Skömmtunaropið stillt. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 118
10.10Útrennslisstaður stilltur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 120
10.11Gírolía (ekki fyrir EMC-vélar) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122
10.11.1Magn og tegundir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 122
10.11.2Olíuhæð athuguð, skipt um olíu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 123
10.12Smuráætlun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 125
11 Förgun 127
11.1 Öryggi. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 127
11.2 Förgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 128
Atriðisorðaskrá A
Ábyrgð
Fyrirhuguð notkun
1
1
1 Fyrirhuguð notkun
Eingöngu má nota AXIS-þyrildreifara fyrir steinefnaáburð með þeim hætti sem
lýst er í þessari notendahandbók.
AXIS-þyrildreifarar fyrir steinefnaáburð eru smíðaðir með fyrirhugaða notkun fyrir
augum.
Þá má eingöngu nota til dreifingar á þurrum, kornóttum og kristölluðum
áburði, fræjum og sniglakorni.
Annars konar notkun er ekki í samræmi við fyrirhugaðan tilgang vélarinnar.
Framleiðandi ber ekki ábyrgð á því tjóni sem af kann að hljótast. Notandinn ber
sjálfur alla ábyrgð.
Til fyrirhugaðrar notkunar telst jafnframt að fara eftir öllum fyrirmælum
framleiðanda um notkun, viðhald og viðgerðir. Notið eingöngu upprunalega
varahluti frá framleiðanda.
Þeir einir mega nota AXIS-þyrildreifara fyrir steinefnaáburð og sinna viðhaldi og
viðgerðum á honum sem þekkja eiginleika vélarinnar og er kunnugt um hætturnar
sem af henni geta stafað.
Við notkun vélarinnar er mikilvægt að farið sé eftir leiðbeiningum framleiðanda
um notkun, viðhald og öryggi í þessari notendahandbók sem og
öryggisupplýsingum og viðvörunartáknum á vélinni.
Þegar vélin er notuð skal fara eftir þeim reglum sem eiga við um slysavarnir
hverju sinni, umferðarreglum sem og öðrum almennt viðurkenndum reglum um
öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum.
Óheimilt er að breyta AXIS-þyrildreifaranum fyrir steinefnaáburð á eigin spýtur. Ef
gerðar eru breytingar á eigin spýtur tekur ábyrgð framleiðanda ekki til þess tjóns
sem af kann að hljótast.
Í eftirfarandi köflum er þyrildreifarinn fyrir steinefnaáburð kallaður „vél“.
Rangnotkun sem sjá má fyrir
Með öryggisupplýsingum og viðvörunartáknum á AXIS-þyrildreifaranum fyrir
steinefnaáburð vekur framleiðandi athygli á rangnotkun sem sjá má fyrir. Fara
verður eftir þessum öryggisupplýsingum og viðvörunartáknum. Þannig má koma
í veg fyrir að AXIS-þyrildreifarinn fyrir steinefnaáburð sé notaður með öðrum hætti
en gert er ráð fyrir í notendahandbókinni.
Fyrirhuguð notkun 1
2
Upplýsingar fyrir notendur
3
2
2 Upplýsingar fyrir notendur
2.1 Um þessa notendahandbók
Þessi notendahandbók fylgir með vélinni.
Notendahandbókin hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um örugga, rétta og
hagkvæma notkun og viðhald á vélinni. Fara skal eftir því sem fram kemur í no-
tendahandbókinni til að forðast hættu, draga úr viðgerðakostnaði og bilanatíma,
sem og til að auka áreiðanleika og endingu vélarinnar.
Geyma skal öll fylgiskjöl vélarinnar, þ.e. þessa notendahandbók og öll skjöl frá
söluaðila vélarinnar, innan seilingar á notkunarstað vélarinnar (t.d. í dráttarvélin-
ni).
Þegar vélin er seld skal notendahandbókin fylgja með henni.
Er ætluð fyrir rekstraraðila vélarinnar sem og fyrir stjórnendur vélarinnar og þá
sem annast viðhald hennar. Hver sá sem annast eftirfarandi störf við vélina skal
lesa notendahandbókina vandlega og fylgja henni í hvívetna:
stjórnun,
viðhald og þrif,
viðgerðir.
Gætið þess sérstaklega að farið sé að eftirfarandi:
kaflanum um öryggisatriði,
viðvörunum í texta hvers kafla fyrir sig.
Notendahandbókin leysir ekki rekstraraðila og stjórnendur vélarinnar undan
ábyrgð sinni.
2.2 Uppbygging notendahandbókarinnar
Betriebsanleitung Notendahandbókin skiptist niður í sex svið eftir efnisatriðum:
Upplýsingar fyrir notendur
Öryggisleiðbeiningar
Vélarupplýsingar
Leiðbeiningar um notkun vélarinnar
- Flutningur
- Vélin tekin í notkun
- Strávinnsla
Ábendingar um hvernig skal greina og gera við bilanir og
Veglur um viðhald og viðgerðir.
Upplýsingar fyrir notendur 2
4
2.3 Upplýsingar um framsetningu texta
2.3.1 Leiðbeiningar
Aðgerðir sem stjórnendur eiga að framkvæma eru settar fram í númeraröð.
1. Leiðbeiningar um skref 1
2. Leiðbeiningar um skref 2
Leiðbeiningar sem fela aðeins í sér eitt skref eru ekki tölusettar. Það sama á við
þegar ekki skiptir máli í hvaða röð aðgerðir eru framkvæmdar.
Hjá þessum leiðbeiningum stendur áherslupunktur:
Leiðbeiningar
2.3.2 Upptalning
Upptalningar á atriðum sem eru ekki í tiltekinni röð eru settar fram sem listi með
upptalningarpunktum (stig 1) og strikum (strik 2):
Eiginleiki A
- Atriði A
- Atriði B
Eiginleiki B
2.3.3 Tilvísanir
Þegar vísað er í aðra staði í skjalinu er það sett fram með númeri liðar, yfirskrift
og blaðsíðutali:
Dæmi: Sjá einnig kafla 3: Öryggi, bls. 5.
Þegar vísað er í önnur skjöl er það gert með ábendingum eða leiðbeiningum án
þess að tilgreina kafla eða blaðsíðutal:
Dæmi: Fara skal eftir því sem fram kemur í notendahandbók frá framleiðanda
drifskaftsins.
Öryggi
5
3
ryggi
3.1 Almennar leiðbeiningar
Í kaflanum Öryggi koma fram helstu öryggisupplýsingar sem og vinnuverndar- og
umferðarreglur sem tengjast meðhöndlun uppsettu vélarinnar.
Það að farið sé eftir leiðbeiningunum í þessum kafla er grundvallarforsenda fyrir
því að hægt sé að tryggja öryggi og fyrirbyggja bilanir á vélinni.
Í öðrum köflum notendahandbókarinnar er að finna frekari öryggisupplýsingar
sem einnig skal fylgja í hvívetna. Viðvaranirnar standa á undan viðkomandi
aðgerðum.
Öryggisupplýsingar um íhluti frá birgjum er að finna í samsvarandi fylgiskjölum frá
birgjum. Einnig skal fara eftir þessum öryggisupplýsingum.
3.2 Merking öryggisupplýsinga
Í þessari notendahandbók eru öryggisupplýsingar flokkaðar eftir vægi og líkum á
hættu hverju sinni.
Hættutáknin vekja athygli á þeim hættum við meðhöndlun vélarinnar sem ekki er
unnt að fyrirbyggja við hönnun hennar. Öryggisupplýsingarnar eru settar fram
með eftirfarandi hætti:
Dæmi
Merkiorð
Tákn Skýring
n HÆTTA
Lífshætta ef ekki er farið eftir öryggisupplýsingum
Lýsing á hættu og mögulegum afleiðingum hennar.
Ef ekki er farið eftir þessum öryggisupplýsingum hefur það alvarleg
slys í för með sér, jafnvel banaslys.
Ráðstafanir til að forðast hættu.
Öryggi 3
6
Hættustig öryggisupplýsinga
Hættustigið er gefið til kynna með merkiorðinu. Hættustigin eru flokkuð með
eftirfarandi hætti:
n HÆTTA
Tegund og orsök hættu
Hér er varað við hættu sem ógnar lífi og heilsu fólks.
Ef ekki er farið eftir þessum öryggisupplýsingum hefur það alvarleg
slys í för með sér, jafnvel banaslys.
Gera verður þær ráðstafanir sem lýst er til að afstýra hættu.
n VIÐVÖRUN
Tegund og orsök hættu
Hér er varað við aðstæðum sem kunna að stefna heilsu fólks í
hættu.
Ef ekki er farið eftir þessum öryggisupplýsingum mun það hafa
alvarleg slys í för með sér.
Gera verður þær ráðstafanir sem lýst er til að afstýra hættu.
n VARÚÐ
Tegund og orsök hættu
Hér er varað við aðstæðum sem kunna að stefna heilsu fólks í
hættu eða geta leitt til tjóns eða umhverfisspjalla.
Ef ekki er farið eftir þessum öryggisupplýsingum mun það valda
slysum, tjóni eða spjöllum á umhverfinu.
Gera verður þær ráðstafanir sem lýst er til að afstýra hættu.
ATHUGIÐ
Í almennum leiðbeiningum koma fram ábendingar um notkun og gagnlegar
upplýsingar, en ekki er varað við hættu.
Öryggi
7
3
3.3 Almennt um öryggi vélarinnar
Þessi vél er smíðuð samkvæmt nýjustu tækni og viðurkenndum tæknireglum.
Engu að síður er ekki hægt að útiloka að af notkun og viðhaldi hennar hljótist
hætta fyrir notandann eða annað fólk sem og að vélin eða aðrir hlutir verði fyrir
tjóni.
Af þessum sökum skal eingöngu nota vélina
þegar hún er í fullkomnu lagi,
með tilliti til öryggisatriða og þeirrar hættu sem af henni getur stafað.
Skilyrði fyrir þessu er að notandi hafi lesið og skilið efni notendahandbókarinnar
Sem og að notandi þekki og fari eftir viðeigandi reglum um slysavarnir,
umferðarreglum sem og öðrum almennt viðurkenndum reglum um öryggi og
hollustuhætti á vinnustöðum.
3.4 Ábendingar fyrir rekstraraðila
Rekstraraðili er ábyrgur fyrir því að vélin sé notuð með fyrirhuguðum hætti.
3.4.1 Hæfni starfsmanna
Þeir sem annast stjórnun, viðhald eða viðgerðir á vélinni skulu lesa
notendahandbókina vandlega áður en þeir taka til starfa.
Eingöngu þeir starfsmenn sem hlotið hafa tilsögn og hafa leyfi rekstraraðila
mega stjórna vélinni.
Starfsfólk sem er í starfsþjálfun má ekki vinna við vélina nema undir eftirliti
reynds aðila.
Eingöngu hæfir starfsmenn sem annast viðhald mega sinna viðhaldi og
viðgerðum.
3.4.2 Tilsögn
Söluaðilar, fulltrúar frá verksmiðju eða starfsmenn fyrirtækisins RAUCH veita
rekstraraðila tilsögn í stjórnun og viðhaldi vélarinnar.
Rekstraraðila ber að sjá til þess að nýir starfsmenn sem annast stjórnun og
viðhald á vélinni fái ítarlega tilsögn með hliðsjón af þessari notendahandbók.
Öryggi 3
8
3.4.3 Slysavarnir
Fara skal eftir gildandi reglum um öryggi og slysavarnir á hverjum stað.
Rekstraraðila vélarinnar ber að sjá til þess að þessum reglum sé framfylgt.
Jafnframt skal gæta að eftirfarandi atriðum:
Látið vélina aldrei vinna án eftirlits.
Aldrei má fara upp á vélina á meðan verið er að vinna með hana eða flytja
hana milli staða.
Ekki má stíga upp á vélarhluta vélarinnar.
Klæðist aðskornum fatnaði. Forðist vinnufatnað með ólum, kögri eða öðrum
hlutum sem kunna að festast í vélinni.
Við meðhöndlun íðefna skal fara eftir öryggisupplýsingum frá viðkomandi
framleiðanda. Klæðast skal hlífðarbúnaði ef þörf krefur.
3.5 Upplýsingar um rekstraröryggi
Notið vélina eingöngu þegar rekstraröryggi hennar er tryggt. Þannig má komast
hjá hættulegum aðstæðum.
3.5.1 Vélin sett niður
Setja skal vélina niður á slétt og stöðugt undirlag með karið tómt.
Ef vélin er sett niður án dráttarvélar skal opna skömmtunaropið að fullu.
Slakað er á einvirkum stýringum skömmtunarops.
3.5.2 Fyllt á vélina
Þegar fyllt er á vélina má dráttarvélin ekki vera í gangi. Taka skal lykilinn úr
svissinum svo ekki sé hætta á að dráttarvélin sé sett í gang í ógáti.
Notið viðeigandi hjálpartæki til að fylla á (t.d. hjólaskóflu eða snigil).
Ekki má fylla meira á vélina en upp að brúnum hennar. Athugið áfyllinguna,
t.d. í gluggunum á karinu (fer eftir gerð).
Þegar fyllt er á vélina verða hlífðargrindur að vera lokaðar. Þannig er komið í
veg fyrir truflanir vegna kekkja eða annarra aðskotahluta við dreifingu.
3.5.3 Atriði sem þarf að skoða áður en vélin er tekin í notkun
Áður en vélin er tekin í notkun sem og fyrir hverja notkun eftir það skal ávallt
ganga úr skugga um að rekstraröryggi vélarinnar sé tryggt.
Er allur hlífðarbúnaður á vélinni á sínum stað og í lagi?
Er búið að festa allan festibúnað og allar burðartengingar tryggilega og eru
þessi atriði í lagi?
Eru dreifiskífur og festingar þeirra í lagi?
Hefur hlífðargrindunum á karinu verið lokað og læst?
Er málið fyrir rétta læsingu hlífðargrinda á réttu bili? Sjá mynd 10.6 á bls. 111.
Er ekkert fólk á hættusvæðinu umhverfis vélina?
Er drifskaftshlífin í lagi?
Öryggi
9
3
3.5.4 Hættusvæði
Efni sem kastast frá getur valdið alvarlegum áverkum (t.d. á augum).
Ef staðið er milli dráttarvélarinnar og vélarinnar er mikil hætta á slysum, jafnvel
banaslysum, þar sem dráttarvélin getur runnið af stað eða vélin hreyfst úr stað.
Myndin hér að neðan sýnir hættusvæðin umhverfis vélina.
Mynd 3.1: Hættusvæði umhverfis tengitæki
[A] Hættusvæði við dreifingu
[B] Hættusvæði við tengingu/aftengingu vélarinnar
Gætið þess að ekkert fólk sé innan dreifingarsvæðis [A] vélarinnar.
Ef fólk er á hættusvæði vélarinnar skal tafarlaust drepa á bæði vélinni og
dráttarvélinni.
Ef beita þarf lyftibúnaði dráttarvélartengisins skal vísa öllum af hættusvæðinu
[B].
3.5.5 Vinnsla
Verði truflanir á virkni vélarinnar skal undir eins stöðva hana og ganga
tryggilega frá henni. Látið sérþjálfaða starfsmenn gera við bilunina án tafar.
Farið aldrei upp á vélina þegar kveikt er á dreifibúnaðinum.
Þegar unnið er með vélina verða hlífðargrindurnar á karinu að vera lokaðar.
Hvorki má opna né fjarlægja hlífðargrindina við vinnslu.
Vélarhlutar sem snúast geta valdið alvarlegum slysum. Af þessum sökum
verður að gæta þess að líkamshlutar eða fatnaður fari aldrei nálægt hlutum
sem snúast.
Setjið aldrei aðskotahluti (t.d. skrúfur, bolta eða rær) í karið.
Efni sem kastast frá getur valdið alvarlegum áverkum (t.d. á augum). Af
þessum sökum skal gæta þess að ekkert fólk sé innan dreifingarsvæðis
vélarinnar.
Hætta verður dreifingu ef vindhraði er of mikil, því þá er ekki hægt að hafa
stjórn á dreifingarsvæðinu.
Farið aldrei upp á vélina eða dráttarvélina undir háspennulínum.
A
B
Öryggi 3
10
3.6 Notkun áburðar
Ef áburðurinn er ekki af réttri gerð eða er ekki notaður á viðeigandi hátt getur það
leitt til alvarlegra slysa eða umhverfisspjalla.
Þegar áburður er valinn skal leita upplýsinga um áhrif hans á fólk, umhverfið
og vélina.
Fara skal eftir leiðbeiningum framleiðanda áburðarins.
3.7 Vökvakerfi
Mikill þrýstingur er á vökvakerfinu.
Vökvi sem sprautast út undir þrýstingi getur valdið alvarlegum meiðslum og
umhverfisspjöllum. Gæta skal að eftirfarandi atriðum til að fyrirbyggja hættu:
Gætið þess að vinnsluþrýstingur fari ekki yfir leyfileg mörk þegar unnið er með
vélina.
Áður en hvers kyns viðhald fer fram skal hleypa öllum þrýstingi af
vökvakerfinu. Drepið á dráttarvélinni og komið í veg fyrir að hægt sé að setja
hana aftur í gang í ógáti.
Þegar leitað er að leka skal ávallt bera hlífðargleraugu og hlífðarhanska.
Ef glussi veldur áverkum skal umsvifalaust leita læknis þar sem slíkt getur
leitt til alvarlegra sýkinga.
Gætið þess að enginn þrýstingur sé á vökvakerfi dráttarvélarinnar og
vélarinnar þegar vökvaslöngur eru tengdar við dráttarvélina.
Tengið vökvaslöngur vökvakerfis dráttarvélarinnar og dreifarans eingöngu
með tengjum af þeirri gerð sem mælt er fyrir um.
Gætið þess að óhreinindi berist ekki inn í vökvakerfið. Hengið tengin
eingöngu í þar til ætlaðar festingar. Notið rykhetturnar. Hreinsið af tengjum
áður en tengt er.
Athugið reglulega hvort íhlutir vökvakerfisins og vökvaslöngur hafa orðið fyrir
hnjaski, s.s. vegna skurða og núnings, álags, brota, sprungna, gata o.s.frv.
Jafnvel þótt geymsluskilyrði séu rétt og álag innan leyfilegra marka á sér alltaf
stað eðlilegt slit í slöngum og slöngutengjum. Af þessum sökum er geymslu-
og notkunartími þeirra takmarkaður.
Notkunartími slanga er að hámarki sex ár, að meðtöldum geymslutíma í að
hámarki tvö ár.
Framleiðslumánuður og -ár slöngu kemur fram á tengibúnaði hennar.
Ef vökvalagnir eru skemmdar eða slitnar skal skipta um þær.
Nýjar slöngur verða að uppfylla tæknikröfur framleiðanda. Einkum þarf að
gæta að mismunandi upplýsingum um leyfilegan hámarksþrýsting á
vökvalögnunum sem skipta á um.
Öryggi
11
3
3.8 Viðhald og viðgerðir
Þegar unnið er að viðhaldi og viðgerðum þarf að gera ráð fyrir frekari hættu sem
ekki er um að ræða við stjórnun vélarinnar.
Sýnið ávallt sérstaka aðgát þegar unnið er að viðhaldi og viðgerðum. Farið
sérstaklega gætilega og forðist hættu.
3.8.1 Hæfni starfsmanna sem annast viðhald
Aðeins faglærðum starfsmönnum er heimilt að vinna við suðu, í rafkerfinu og
í vökvakerfinu.
3.8.2 Slithlutir
Viðhald og viðgerðir skulu fara fram á nákvæmlega þeim tímum sem
tilgreindir eru í þessari notendahandbók.
Viðhald og viðgerðir á íhlutum frá birgjum skulu einnig fara fram á tilskildum
tímum. Upplýsingar um þetta er að finna í samsvarandi fylgiskjölum frá
birgjum.
Mælt er með því að ástand vélarinnar, einkum festinga, plasthluta sem
tengjast öryggi, vökvakerfis, skömmtunarbúnaðar og dreifiugga sé kannað
hjá söluaðila í lok hvers notkunartímabils.
Varahlutir skulu að lágmarki uppfylla tæknilegar kröfur framleiðanda. Uppfylla
má tæknikröfur með því að nota upprunalega varahluti frá framleiðanda.
Sjálflæsandi rær má aðeins nota einu sinni. Notið ávallt nýjar sjálflæsandi rær
til að festa vélarhluta (t.d. þegar skipt er um dreifiugga).
3.8.3 Viðhalds- og viðgerðavinna
Drepa skal á dráttarvélinni áður en þrif, viðhald eða viðgerðir fara fram.
Bíðið þar til allir snúningshlutar vélarinnar hafa stöðvast.
Sjáið til þess að enginn geti sett vélina í gang í leyfisleysi. Takið lykilinn úr
svissi dráttarvélarinnar.
Rjúfið ávallt strauminn milli dráttarvélarinnar og vélarinnar áður en viðhald og
viðgerðir fara fram.
Takið strauminn af rafkerfinu áður en unnið er í því.
Gangið úr skugga um að dráttarvélinni og vélinni hafi verið lagt með
viðeigandi hætti. Þær eiga að standa á sléttum og stöðugum fleti, tryggt á að
vera að þær renni ekki af stað og karið á að vera tómt.
Hleypið öllum þrýstingi af vökvakerfinu áður en viðhald eða viðgerðir fara
fram.
Ef vinna þarf með aflúttakið á hreyfingu má enginn vera nálægt aflúttakinu
eða drifskaftinu.
Öryggi 3
12
Þegar stíflur eru fjarlægðar úr karinu má ekki nota til þess hendur eða fætur,
heldur eingöngu viðeigandi verkfæri. Til að koma í veg fyrir stíflur skal
eingöngu fylla á karið með hlífðargrindina á.
Áður en vélin er þrifin með vatni, háþrýstidælu eða öðrum hreinsiefnum skal
hylja alla þá hluta vélarinnar sem vökvi má ekki berast í (t.d. sléttar legur,
rafmagnsinnstungur).
Athugið reglulega hvort rær, boltar og skrúfur eru vel hertar. Herðið á lausum
tengingum.
3.9 Umferðaröryggi
Þegar ekið er á almennum vegum verður dráttarvélin með uppsettu vélinni að
vera í samræmi við gildandi umferðarreglur. Umráðamaður og ökumaður
dráttarvélarinnar eru ábyrgir fyrir því að þessum reglum sé fylgt.
3.9.1 Skoðanir áður en ekið er af stað
Af öryggisástæðum er mikilvægt að gengið sé úr skugga um að vinnsluskilyrði
séu í lagi, umferðaröryggi sé tryggt og að farið sé að gildandi reglum á hverjum
stað áður en ekið er af stað.
Er heildarþyngd innan leyfilegra marka? Gætið að leyfilegum öxulþunga,
leyfilegu hemlaálagi og leyfilegri burðargetu hjólbarða; Sjá einnig
„Útreikningur á öxulþunga“ á bls. 35.
Var vélin sett rétt upp?
Er hætta á að áburður hellist niður meðan á akstri stendur?
- Athugið hversu mikill áburður er í karinu.
- Skömmtunaropin verða að vera lokuð.
- Ef einvirkir vökvatjakkar eru á vélinni skal einnig skrúfa fyrir krana.
- Slökkvið á stjórntölvunni.
Athugið þrýsting í hjólbörðum og virkni hemlakerfis á dráttarvél.
Eru ljósabúnaður og merkingar vélarinnar í samræmi við reglur um akstur á
almennum vegum í viðkomandi landi? Gætið þess að staðsetningin sé eins
og reglur mæla fyrir um.
Öryggi
13
3
3.9.2 Vélin flutt milli staða
Þegar vélin er uppsett á dráttarvél breytast aksturs-, stýris- og
hemlunareiginleikar dráttarvélarinnar. Ef vélin er of þung léttir það til dæmis mikið
á framöxli dráttarvélarinnar og hefur þannig áhrif á stýriseiginleika.
Hagið aksturslagi eftir breyttum aksturseiginleikum.
Gætið þess að skyggni sé nægilegt meðan á akstri stendur. Ef nægilegt
skyggni er ekki fyrir hendi (t.d. þegar bakkað er) þarf að notast við
merkjamann.
Virðið leyfilegan hámarkshraða.
Forðist krappar beygjur þegar ekið er upp, niður eða þversum í brekku. Hætta
er á að ökutækið velti þegar þyngdarpunkturinn færist til. Sýnið sérstaka
aðgát þegar ekið er á ósléttu og mjúku undirlagi (t.d. þegar ekið er inn á spildu
eða yfir vegkanta).
Til að koma í veg fyrir að vélin sveiflist til og frá skal stilla beislið á lyftitenginu
þannig að það geti ekki hreyfst til hliðanna.
Bannað er að standa á vélinni meðan á akstri og vinnslu stendur.
Öryggi 3
14
3.10 Hlífðarbúnaður á vélinni
3.10.1 Staðsetning hlífðarbúnaðar
Mynd 3.2: Hlífðarbúnaður, límmiðar með viðvörunum og leiðbeiningum á framhlið
2
1
3
5
5
6
7
9
4
4
8
10
11
12
[1] Hlífðargrind í kari
[2] Leiðbeiningar um læsingu hlífðargrindar
[3] Læsing hlífðargrindar
[4] Hvít glitaugu að framan
[5] Leiðbeiningar um læsingu aurhlífar
[6] Leiðbeiningar um snúningshraða aflúttaks
[7] Leiðbeiningar um mestu burðargetu
[8] Viðvörun um útkast efnis
[9] Viðvörun um að lesa skuli notendahandbókina
[10] Hlíf yfir dreifiskífum
[11] Gerðarviðurkenningarspjald
[12] Upplýsingaplata framleiðanda
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32
  • Page 33 33
  • Page 34 34
  • Page 35 35
  • Page 36 36
  • Page 37 37
  • Page 38 38
  • Page 39 39
  • Page 40 40
  • Page 41 41
  • Page 42 42
  • Page 43 43
  • Page 44 44
  • Page 45 45
  • Page 46 46
  • Page 47 47
  • Page 48 48
  • Page 49 49
  • Page 50 50
  • Page 51 51
  • Page 52 52
  • Page 53 53
  • Page 54 54
  • Page 55 55
  • Page 56 56
  • Page 57 57
  • Page 58 58
  • Page 59 59
  • Page 60 60
  • Page 61 61
  • Page 62 62
  • Page 63 63
  • Page 64 64
  • Page 65 65
  • Page 66 66
  • Page 67 67
  • Page 68 68
  • Page 69 69
  • Page 70 70
  • Page 71 71
  • Page 72 72
  • Page 73 73
  • Page 74 74
  • Page 75 75
  • Page 76 76
  • Page 77 77
  • Page 78 78
  • Page 79 79
  • Page 80 80
  • Page 81 81
  • Page 82 82
  • Page 83 83
  • Page 84 84
  • Page 85 85
  • Page 86 86
  • Page 87 87
  • Page 88 88
  • Page 89 89
  • Page 90 90
  • Page 91 91
  • Page 92 92
  • Page 93 93
  • Page 94 94
  • Page 95 95
  • Page 96 96
  • Page 97 97
  • Page 98 98
  • Page 99 99
  • Page 100 100
  • Page 101 101
  • Page 102 102
  • Page 103 103
  • Page 104 104
  • Page 105 105
  • Page 106 106
  • Page 107 107
  • Page 108 108
  • Page 109 109
  • Page 110 110
  • Page 111 111
  • Page 112 112
  • Page 113 113
  • Page 114 114
  • Page 115 115
  • Page 116 116
  • Page 117 117
  • Page 118 118
  • Page 119 119
  • Page 120 120
  • Page 121 121
  • Page 122 122
  • Page 123 123
  • Page 124 124
  • Page 125 125
  • Page 126 126
  • Page 127 127
  • Page 128 128
  • Page 129 129
  • Page 130 130
  • Page 131 131
  • Page 132 132
  • Page 133 133
  • Page 134 134
  • Page 135 135
  • Page 136 136
  • Page 137 137
  • Page 138 138
  • Page 139 139
  • Page 140 140

Rauch AXIS M 20.2 Návod na používanie

Typ
Návod na používanie

v iných jazykoch