Rauch QUANTRON-Guide | GPS Návod na používanie

Typ
Návod na používanie
NOTENDAHANDBÓK
QUANTRON-Guide
Lesið gaumgæfilega
áður en vélin er tekin í
notkun!
Geymið fyrir síðari notkun
Þessi notenda- og samsetningarhand-
bók fylgir vélinni. Söluaðilar nýrra og
notaðra véla skulu staðfesta skriflega að
notenda- og samsetningarhandbókin
hafi fylgt vélinni til viðskiptavinar. Þýðing notendahandbókar úr frummáli
5902858-b-is-0215
Formáli
Kæri viðskiptavinur.
Við þökkum auðsýnt traust við kaup á stjórntölvunni QUANTRON-Guide fyrir áburðardreifarana
AXIS og MDS. Kærar þakkir! Þú munt ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa öflugu og áreiðan-
legu stjórntölvu. Ef svo ólíklega vill til að vandamál komi upp er þjónustudeild okkar ávallt til
þjónustu reiðubúin.
Vinsamlegast lesið þessa notendahandbók og notendahandbók vélarinnar gaumgæfilega
áður en búnaðurinn er tekinn í notkun og fylgið leiðbeiningunum.
Í handbókinni kann einnig að vera fjallað um búnað sem fylgir ekki með stjórntölvunni.
Eins og notendum er kunnugt um er ekki hægt að fara fram á bætur í ábyrgð vegna tjóns sem
rekja má til mistaka við notkun eða óviðeigandi notkunar.
Tæknilegar endurbætur
Við leitumst stöðugt við að bæta vörur okkar. Af þessum sökum áskiljum okkur rétt til að
bæta og breyta vörum okkar fyrirvaralaust án fyrirheits um að gera sömu bætur eða
breytingar á seldum vélum.
Okkur er ánægja að svara nánari spurningum.
Með kærri kveðju,
RAUCH
Landmaschinenfabrik GmbH
ATHUGIÐ
Gætið að raðnúmeri stjórntölvunnar og vélarinnar.
Stjórntölvan QUANTRON-Guide er kvörðuð í verksmiðju fyrir þyrildreifarann fyrir steinef-
naáburð sem hún fylgir með. Ekki er hægt að tengja hana við aðra vél nema að hún sé fyrst
endurkvörðuð.
Skráið raðnúmer stjórntölvunnar og vélarinnar hér. Athuga verður þessi númer þegar stjórntöl-
van er tengd við vélina.
Raðnúmer stjórntölvu: Raðnúmer þyrildreifara fyrir steinefnaáburð: Framleiðsluár:
Efnisyfirlit
1
Formáli
1 Upplýsingar fyrir notendur 1
1.1 Um þessa notendahandbók. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
1.2 Upplýsingar um framsetningu . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
1.2.1 Leiðbeiningar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
1.2.2 Upptalning . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
1.2.3 Tilvísanir. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 1
1.2.4 Skipulag valmynda, hnappar og notkun valmynda. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 2
2 Uppbygging og virkni 3
2.1 Yfirlit yfir þyrildreifara fyrir steinefnaáburð sem eru studdir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
2.2 Yfirlit yfir samhæfar stjórntölvur . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 3
2.3 Uppbygging stjórntölvunnar QUANTRON-Guide. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 4
2.4 Stjórntæki. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
2.4.1 Yfirlit . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 5
2.4.2 Aðgerðahnappar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6
2.4.3 Flettihjól . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6
2.5 Skjár. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 7
2.6 Yfirlit yfir tákn sem eru notuð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8
3 Uppsetning 9
3.1 Kröfur til dráttarvélar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
3.2 Tengi, innstungur. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
3.2.1 Tenging við rafmagn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 9
3.3 QUANTRON-Guide tengd . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 10
4 Notkun QUANTRON-Guide 13
4.1 Kveikt á stjórntölvunni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 13
4.2 Vélarstillingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14
4.2.1 Ný vél búin til . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 15
4.2.2 Stillingum véla breytt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 16
4.2.3 Hlutabreiddir stilltar (aðeins á AXIS) . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 17
4.2.4 Vélarsnið virkjað. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 18
4.3 Aðalvalmynd QUANTRON-Guide . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 19
4.4 OptiPoint-stillingar yfirfærðar (aðeins á AXIS). . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 21
4.5 Leiðsögn . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23
4.5.1 Spilda búin til . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 23
4.5.2 Dreifing með GPS-Control . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 25
4.6 Minni . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28
4.6.1 Spildugögn vistuð. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28
4.6.2 Spildugögnum hlaðið . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
4.6.3 Spildugögnum eytt . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
4.7 Upplýsingar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 29
4.8 Staðsetning GPS-móttakara vistuð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 30
Efnisyfirlit
2
5 Viðvörunarboð og mögulegar orsakir 33
5.1 Merking viðvörunarboða. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 33
5.2 Bilun/viðvörun. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34
5.2.1 Viðvörunarboð staðfest. . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 34
Ábyrgð A
Atriðisorðaskrá
Upplýsingar fyrir notendur
1
1
1 Upplýsingar fyrir notendur
1.1 Um þessa notendahandbók
Þessi notendahandbók fylgir með stjórntölvunni.
Notendahandbókin hefur að geyma mikilvægar upplýsingar um örugga, rétta
og hagkvæma notkun og viðhald á stjórntölvunni. Fara skal eftir því sem fram
kemur í notendahandbókinni til að forðast hættu, draga úr viðgerðakostnaði
og bilanatíma, sem og til að auka áreiðanleika og endingu vélarinnar sem
stjórntölvan stýrir.
Geyma skal notendahandbókina innan seilingar á notkunarstað stjórntölvunnar
(t.d. í dráttarvélinni).
Notendahandbókin leysir rekstraraðila og stjórnendur stjórntölvunnar ekki undan
ábyrgð sinni.
1.2 Upplýsingar um framsetningu
1.2.1 Leiðbeiningar
Aðgerðir sem stjórnendur eiga að framkvæma eru settar fram í númeraröð.
1. Leiðbeiningar um skref 1
2. Leiðbeiningar um skref 2
Leiðbeiningar sem fela aðeins í sér eitt skref eru ekki tölusettar. Það sama á við
þegar ekki skiptir máli í hvaða röð aðgerðir eru framkvæmdar.
Hjá þessum leiðbeiningum stendur áherslupunktur:
Leiðbeiningar
1.2.2 Upptalning
Upptalningar á atriðum sem eru ekki í tiltekinni röð eru settar fram sem listi með
upptalningarpunktum (stig 1) og strikum (strik 2):
Eiginleiki A
- Atriði A
- Atriði B
Eiginleiki B
1.2.3 Tilvísanir
Þegar vísað er í aðra staði í skjalinu er það sett fram með númeri liðar, yfirskrift
og blaðsíðutali:
Dæmi: Sjá einnig kafla 3: Öryggi, bls. 5.
Þegar vísað er í önnur skjöl er það gert með ábendingum eða leiðbeiningum án
þess að tilgreina kafla eða blaðsíðutal:
Dæmi: Fara skal eftir því sem fram kemur í notendahandbók frá framleiðanda
drifskaftsins.
Upplýsingar fyrir notendur 1
2
1.2.4 Skipulag valmynda, hnappar og notkun valmynda
Í valmyndunum eru undirvalmyndir eða valmyndaratriði þar sem hægt er að
velja og breyta stillingum (vallistar, innsláttur á texta og tölum, ræsing aðgerða).
Valmyndir og aðgerðahnappar eru með feitletrun:
Dæmi: Aðalvalmynd opnuð.
Skipulagið og slóðin að tilteknu valmyndaratriði eru auðkennd með >(ör) milli
valmyndarinnar, undirvalmyndarinnar og valmyndaratriðanna:
Stillingar > Almennar þýðir að farið er í valmyndaratriðið Almennar í
gegnum valmyndina Stillingar.
rin > jafngildir því að flettihjólið sé notað.
Uppbygging og virkni
3
2
2 Uppbygging og virkni
2.1 Yfirlit yfir þyrildreifara fyrir steinefnaáburð sem eru studdir
2.2 Yfirlit yfir samhæfar stjórntölvur
Aðgerð/valkostir AXIS MDS
Dreifing eftir aksturshraða AXIS-M 20.1 Q
AXIS-M 30.1 Q
AXIS-M 40.1 Q
MDS 10.1 Q
MDS 11.1 Q
MDS 12.1 Q
MDS 17.1 Q
MDS 19.1 Q
Álagsnemar AXIS-M 30.1 W
AXIS-M 40.1 W
AXIS-M 50.1 W
4 hlutabreiddarþrep (VariSpread4) AXIS-M 30.1 W
AXIS-M 40.1 W
8 hlutabreiddarþrep (VariSpread8) AXIS-M 50.1 W
Gerð QUANTRON-A QUANTRON-E QUANTRON-E2
frá og með
hugbúnaðarútgáfu:
2.00.00 3.51.00 2.20.00
Uppbygging og virkni 2
4
2.3 Uppbygging stjórntölvunnar QUANTRON-Guide
Mynd 2.1: Stjórntölvan QUANTRON-Guide
Nr. Heiti Virkni
1 USB-tengi með loki Fyrir gagnaflutning og til að uppfæra tölvuna. Lokið
sér til þess að óhreinindi berist ekki inn í tengið.
2 kisfesting Til að festa stjórntölvuna við dráttarvélina.
3 Stjórnborð Samanstendur af snertihnöppum til að stjórna
tækinu og skjá til að sýna vinnslumyndir.
4 Gagnatengi V24 Raðtengi (RS232) með LH 5000- og
ASD-samskiptareglum sem hentar fyrir
Y-RS232-snúru til tengingar við aðra stjórnstöð.
Innstunga (DIN 9684-1/ISO 11786) til að tengja sjö á
átta pinna snúru fyrir hraðaskynjara.
5 Tenging við
rafmagn
Þriggja pinna innstunga samkvæmt DIN 9680 /
ISO 12369 til að tengja tækið við rafmagn.
6 GPS-móttakari Níu pinna innstunga til að tengja GPS-móttakara við
QUANTRON-Guide.
Uppbygging og virkni
5
2
2.4 Stjórntæki
2.4.1 Yfirlit
Mynd 2.2: Stjórnborð á framhlið QUANTRON-Guide
Nr. Heiti Virkni
1 Flettihjól Til að fara á milli valmynda á fljótlegan hátt og til að
færa inn eða breyta upplýsingum í innsláttarreitum.
2 Aðgerðahnappar Til að velja aðgerðirnar sem birtast við hliðina á
aðgerðahnappinum á skjánum.
3 Valmyndarhnappur Sýnir valmyndirnar sem standa til boða: „Service“,
„Task Manager“ og „Track Leader“
4 Stjórnhnappur Engin virkni
5 Stjórnhnappur Engin virkni
6 Stjórnhnappur Engin virkni
7 Kveikja/slökkva Til að kveikja/slökkva á tækinu
8 Skjár Sýnir vinnslumyndir
Uppbygging og virkni 2
6
2.4.2 Aðgerðahnappar
Vinstra og hægra megin við skjá stjórntölvunnar QUANTRON-Guide eru tvær
lóðréttar raðir sem hvor um sig samanstendur af sex aðgerðahnöppum.
Virkni aðgerðahnappanna fer eftir valmyndinni hverju sinni. Aðgerðir eru
framkvæmdar með því að ýta á aðgerðahnappinn við hliðina á tákninu.
Ef ekki er tákn við hliðina á aðgerðahnappi gegnir hann engu hlutverki í
viðkomandi valmynd.
2.4.3 Flettihjól
Flettihjólið er notað til að fara á milli valmynda á fljótlegan hátt og til að færa inn
eða breyta upplýsingum í innsláttarreitum.
Flettihjólinu er snúið til að fara á milli svæða sem hægt er að velja.
Ýtt er á flettihjólið til að staðfesta valið.
Uppbygging og virkni
7
2
2.5 Skjár
Skjárinn sýnir nýjustu stöðuupplýsingar, val- og innsláttarmöguleika á
stjórntölvunni QUANTRON-Guide.
Helstu upplýsingar um notkun þyrildreifarans fyrir steinefnaáburð koma fram í
vinnslumyndunum
og undirvalmyndum þeirra.
Lýsing á vinnslumyndinni
Mynd 2.3: Síða 1 í QUANTRON-Guide
[1] Síðuhaus
[2] Staðsetning dráttarvélar og vélar
[3] Aðgerðahnappar
[4] Staða GPS-merkis
[5] Vinnslumáti
ATHUGIÐ
Það hvað kemur fram á vinnslumyndinni fer eftir því hvaða stillingar eru valdar
hverju sinni.
Frekari upplýsingar og birtingarmöguleika er að finna í upprunalegu
notkunarleiðbeiningunum frá Müller-Elektronik.
Upprunalegu notkunarleiðbeiningarnar fylgja með. Ef þær eru ekki til taks
skal snúa sér til söluaðila.
1
2
3
45
3
Uppbygging og virkni 2
8
2.6 Yfirlit yfir tákn sem eru notuð
Stjórntölvan QUANTRON-Guide sýnir tákn fyrir aðgerðir á skjánum.
Tákn Merking
Aftur í næstu skjámynd á undan
Áfram
Vista: Vista spildugögn á USB-lykli
Hlaða: Flytja spildugögn inn af USB-lykli
Reikna út spildujaðar
Sjálfstýring/handstýring
Sýna allan reitinn
Þrívíddarmynd
Tvívíddarmynd
Búa til slóða
Greina hindrun
Kvarða GPS-merki
Uppsetning
9
3
3 Uppsetning
3.1 Kröfur til dráttarvélar
Áður en stjórntölvan er sett upp skal ganga úr skugga um að dráttarvélin uppfylli
eftirfarandi skilyrði:
12 V lágmarksspenna verður ávallt að vera fyrir hendi, einnig þegar fleiri en
eitt raftæki er tengt samtímis (t.d. loftkæling og ljós).
Þriggja pinna rafmagnsinnstunga (DIN 9680/ISO 12369) er á dráttarvélinni.
3.2 Tengi, innstungur
3.2.1 Tenging við rafmagn
Með þriggja pinna rafmagnsinnstungunni (DIN 9680/ISO 12369) fær
QUANTRON-Guide rafmagn frá dráttarvélinni.
[1] Pinni 1: Er ekki notaður
[2] Pinni 2: (15/30): +12 V
[3] Pinni 3: (31): Jörð
Mynd 3.1: Pinnar á rafmagnsinnstungu
Uppsetning 3
10
3.3 QUANTRON-Guide tengd
Tengið stjórntölvuna QUANTRON-Guide við áburðardreifarann, sjá „Yfirlit yfir
tengingu“ á bls. 11.
Framkvæmið eftirfarandi atriði í þessari röð.
Veljið hentugan stað í ökumannshúsi dráttarvélarinnar (innan sjónsviðs
ökumanns) til að festa QUANTRON-Guide við.
Festið QUANTRON-Guide með tækisfestingunni í ökumannshúsi
dráttarvélarinnar.
Tengið rafmagnið frá dráttarvélinni við tengi A á stjórntölvunni.
Tengið tengiskottssnúruna (RS232-tengið) við tengi B á stjórntölvunni
(QUANTRON-A/E/E2 og aksturshraðaskynjari).
Tengið GPS-móttakarann við tengi C á stjórntölvunni.
ATHU GI Ð
Til þess að hægt sé að nota GPS Control-eiginleika QUANTRON-A/E/E2 þarf að
virkja raðsamskipti í valmyndinni Kerfi/prófun í undirvalmyndinni
Gagnaflutningur og undirvalmyndaratriðinu GPS Control!
n VARÚÐ
Skemmdir vegna skammhlaups
Ef kveikt er á stjórntölvunni þegar GPS-móttakarinn er tengdur við
hana getur hann orðið fyrir skemmdum.
Þegar GPS-móttakarinn er tengdur verður að vera slökkt á
stjórntölvunni.
Uppsetning
11
3
Yfirlit yfir tengingu:
Mynd 3.2: Yfirlit yfir tengingu
[1] GPS-snúra og móttakari
[2] Þriggja pinna innstunga samkvæmt DIN 9680 / ISO 12369
[3] Rafgeymir
[4] Y-snúra (þriggja pinna innstunga samkvæmt DIN 9680 / ISO 12369)
[5] Rafmagnstenging QUANTRON-A/E/E2
[6] Rafmagnstenging QUANTRON-Guide
[7] Tengiskottssnúra (V24 RS232-tengi)
[8] Sjö pinna innstunga samkvæmt DIN 9684
[9] Y-snúra (V24 RS232-tengi)
[10] 39 pinna vélarinnstunga
[11] Hreyfiliði skömmtunarops vinstra/hægra megin
+-
3
2
1
10
11 11
km/h
8
45
7
6
9
Uppsetning 3
12
Notkun QUANTRON-Guide
13
4
4 Notkun QUANTRON-Guide
4.1 Kveikt á stjórntölvunni
Skilyrði:
Stjórntölvan hefur verið tengd rétt við þyrildreifarann fyrir steinefnaáburð og
dráttarvélina (sjá dæmi í kafla 3.3: QUANTRON-Guide tengd, bls. 10).
Tryggt er að spennan sé að minnsta kosti 12 V.
1. Ýtið á hnappinn til að KVEIKJA/SLÖKKVA.
Að nokkrum sekúndum liðnum birtist upphafsskjámyndin með því sem
var notað síðast.
ATHUGIÐ
Notendahandbókin lýsir virkni stjórntölvunnar fyrir eftirfarandi
hugbúnaðarútgáfur:
QUANTRON-Guide 04.10.04
TRACK-Leader II 2.11.03
Notkun QUANTRON-Guide 4
14
4.2 Vélarstillingar
Áður en byrjað er að dreifa skal tilgreina með hvaða þyrildreifara fyrir
steinefnaáburð og hvaða stillingum á að vinna.
Í valmyndinni Vélalisti eru færðar inn upplýsingar fyrir þyrildreifara fyrir
steinefnaáburð sem er þegar fyrir hendi eða nýrri vél er bætt við.
1. Ýtið á valmyndarhnappinn á stjórntölvunni.
Þá opnast aðalvalmyndin.
Mynd 4.1: Aðalvalmynd QUANTRON-Guide
2. Opnið valmyndina Serial Interface.
Mynd 4.2: Valmyndin „Serial Interface“
Notkun QUANTRON-Guide
15
4
3. Ýtið á aðgerðahnappinn Stillingar.
Skjárinn sýnir lista yfir vistaðar vélar.
Mynd 4.3: Valmyndin „Vélalisti“
[1] Listi yfir vistaða þyrildreifara fyrir steinefnaáburð
[2] Aðgerðahnappur til að búa til nýja vél
[3] Stillingar valinnar vélar
[4] Virk vél (snið með grænum bakgrunni)
4.2.1 Ný vél búin til
1. Ýtið á aðgerðahnappinn Ný vél.
2. Gefið nýja sniðinu heiti.
Nýja vélin er skráð á listann.
ATHUGIÐ
Engin gögn eru yfirfærð úr stjórntölvunni QUANTRON-A/E2 yfir í stjórntölvuna
QUANTRON-Guide.
1
2
3
4
Notkun QUANTRON-Guide 4
16
4.2.2 Stillingum véla breytt
1. Veljið vélarsnið.
2. Ýtið á flettihjólið.
Mynd 4.4: Vélarsnið
[1] Virkjun vélarsniðs
[2] Stilling hlutabreidda
[3] Stillingafærslur
[4] Heiti vélarsniðs
3. Athugið stillingar þyrildreifarans fyrir steinefnaáburð og breytið þeim eftir
þörfum.
Í töflunni hér fyrir neðan eru taldir upp stillingamöguleikar fyrir RAUCH-vörur.
Valmynd Lýsing
Vinnustilling Óskgildi yfirfærð
Unnið með svæðakort
Skipting hlutabreiddar
Unnið með eiginleikann Section-Control
Samskiptareglur LH 5000 (raðsamskipti, t.d. dreifing með
svæðakortum)
ASD (unnið með SectionControl)
Gerð tækis Áburðardreifari (kg)
Flutningshraði í botum 19 200
Mál Vinnslubreidd vélar: Stillt vinnslubreidd
áburðardreifara færð inn.
Staðsetning GPS-móttakara, stillt á 0.
Staðsetningin er sótt frá TECU.
Fjöldi hlutabreidda 8
4
1
2
3
4
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32
  • Page 33 33
  • Page 34 34
  • Page 35 35
  • Page 36 36
  • Page 37 37
  • Page 38 38
  • Page 39 39
  • Page 40 40
  • Page 41 41
  • Page 42 42

Rauch QUANTRON-Guide | GPS Návod na používanie

Typ
Návod na používanie