D I A M A N T Pro
7
ALMENNAR UPPLÝSINGAR
Komdu vélinni fyrir í láréttri stöðu og frá
hitagjöfum og eldfimum hlutum.
Þessa vél ætti aðeins að koma fyrir á vatnsþolnu
vinnuyfirborði sem getur með fullnægjandi hætti
borið þyngd vélarinnar.
Komdu vélinni fyrir á stað sem aðeins er
aðgengilegur starfsfólki sem er þjálfað til að
nota vélina.
Geymdu allar hættulegar umbúðir eins og
plastpoka, frauðplast og hefti þar sem börn ná
ekki til.
Settu vélina í samband við jarðtengingu sem
hefur verið rétt komið fyrir og með rafspennu
sem passar við tækniupplýsingar vélarinnar.
Tryggðu að rafspenna flökti ekki meira en 6%.
Staðsettu rafmagnskapalinn þannig að notendur
falli ekki um hann. Haltu rafmagnskaplinum frá
beittum brúnum og hitagjöfum.
Ekki er hentugt að koma þessari kaffivél fyrir
þar sem háþrýstiþvottabúnaður er hugsanlega
notaður.
Ekki nota vélina utandyra, þar sem hún er óvarin
slæmum veðrum og miklum hitum og kuldum.
Skipta verður um skemmdar rafsnúrur af
framleiðanda, þjónustuaðila eða öðrum
viðurkenndum aðila til að koma í veg fyrir hættu.
Ekki fjarlægja eða afvirkja vélrænan eða
rafrænan öryggisbúnað né hitavarnarbúnað.
Í neyðartilfellum (t.d. ef vélin verður eldi að
bráð eða verður óeðlilega heit eða hávaðasöm)
skal taka hana úr sambandi við rafmagn þegar í
stað og stöðva veitingu vatns.
Ef á ekki að nota vélina í lengri tíma skal taka
hana úr sambandi. Toga skal í klóna í stað
kapalsins þegar vélin er tekin úr sambandi.
Þegar vélinni er komið fyrir í umbúðir fyrir
geymslu skal geyma hana á þurrum stað þar
sem umhverfishiti er yfir 5 °C. Kassa má stafla í
þrjár hæðir af sömu tegundinni. Ekki setja neina
þunga hluti ofan á kassann.
Ef líklegt er að vélinni sé komið fyrir í
hitastigi undir 0 °C meðan á meðhöndlun og
flutningi stendur skal ganga úr skugga um að
þjónustuaðilar tæmi ketil- og vatnskerfi. (Ketill
vélarinnar og vatnskerfið er tómt þegar hún
kemur frá verksmiðjunni.)
Til að tryggja gallalausa vinnslu vélarinnar skal
aðeins nota vara- og fylgihluti sem viðurkenndir
eru af framleiðanda.
Áður en viðhaldsvinna á sér stað og/eða vélin
er færð til skal taka hana úr sambandi við
rafmagn og bíða eftir að hún kólni niður.
Ekki setja neina vökva á vélina.
Kaffivélina má ekki þrífa með
háþrýstiþvottabúnaði.
Aldrei má dýfa vélinni, klónni eða
rafmagnskaplinum í vökva, þar sem hætta er á
rafstuði.
Ekki snerta heitt yfirborð vélarinnar eða
skömmtunarbúnaðarins.
Ekki snerta vélina með höndum eða fótum sem
eru blautir.
Ekki nota vélina ef einhver hluti er blautur, nema
um sé að ræða skömmtunarbúnað.
Þetta tæki er ekki ætlað til notkunar af
einstaklingum (þar á meðal börnum) með
skerta líkamlega, skynjunarlega eða andlega
færni, eða af þeim sem vantar reynslu eða
þekkingu, nema að þeir hafi fengið kennslu
eða leiðbeiningar varðandi notkun á tækinu af
einstaklingi sem ber ábyrgð á öryggi þeirra.
Þessa kaffivél geta börn notað frá 8 ára aldri
sem og einstaklingar sem hafa skerta líkamlega,
skynjunarlega eða andlega færni, eða þeir
einstaklingar sem skortir reynslu og þekkingu,
ef þeir hafa fengið kennslu eða leiðbeiningar
varðandi notkun á búnaðinum á öruggan hátt og
skilja þær hættur sem eru til staðar.
Börn mega ekki leika sér með tækið.
Börn mega ekki sinna þrifum og viðhaldi án
eftirlits.
Ekki nota vélina ef rafmagnskapallinn eða klóin
er skemmd, eða ef vélin hefur dottið. Hafðu
samband við þjónustuaðila vegna viðgerða eða
tryggðu að það sé öruggt að nota vélina.
Ekki hindra loftop með tuskum eða öðrum
hlutum.
Ekki koma aðskotahlutum fyrir í loftopunum.
Athugaðu frárennslið reglulega til að vera viss
um að úrgangsvatn sé tæmt almennilega.
Tækið verður að vera tengt við opinbert
dreifikerfi fyrir rafmagn og hafa nafnspennu upp
á 230 V línu til hlutlausrar spennu og hámark
leyfilegt viðnám kerfis upp á Zhám.=0,08 Ω.
Viðvaranir og varúðarrástafanir