Fjarlæging bletta
Erfiða bletti er oft ekki hægt að fjarlægja eingöngu með vatni og þvottaefni. Því er ráðlegt
að hreinsa blettina fyrir þvott.
Blóð: skolið óstorknað blóð með köldu vatni. Látið storknaða blóðbletti liggja yfir nótt í
vatni með sérstöku þvottaefni og nuddið svo með sápu og vatni.
Olíumálning: vætið með bensínblettahreinsi, leggið flíkina á mjúkt efni og þrýstið létt með
vættri tusku á blettinn; endurtakið nokkrum sinnum.
Blettir úr þornaðri feiti: vætið með terpentínu, leggið flíkina á mjúkt efni og þrýstið létt
með fingurgómum og bómullarklút á blettinn.
Ryð: oxalsýra leyst upp í heitu vatni eða ryðleysir fyrir föt notaður kaldur. Farið varlega með
ryðbletti sem eru ekki nýir þar sem trénistrefjarnar eru orðnar skemmdar og efnið hefur til-
hneigingu til að gatast.
Myglublettir: notið klór, skolið vel (hvítt og fastir litir eingöngu).
Gras: setjið örlitla sápu og notið svo klór (hvítt og fastir litir eingöngu).
Kúlupenni og lím: vætið með asetoni.
1)
, leggið flíkina á mjúkt efni og þrýstið létt á blettinn.
Varalitur: vætið með asetoni eins og að ofan, hreinsið svo bletti með spritti. Notið klór á
allar blettaleifar.
Rauðvín: leggið í bleyti í vatn og þvottaefni, skolið og notið ediksýru eða sítrónusýru, skolið
aftur. Notið klór á allar blettaleifar.
Blek: eftir því um hvers konar blek er að ræða, vætið efnið fyrst með asetoni
1)
, því næst
með ediksýru; notið klór á blettaleifar á hvítu efni og skolið svo vel.
Tjörublettir: notið fyrst blettahreinsi, spritt eða bensínhreinsi, nuddið svo með hreinsikremi.
Þvottaefni og bætiefni
Góður þvottur fer líka eftir vali á þvottaefni og notkun á réttu magni af því til að forðast
sóun og vernda umhverfið.
Þótt þvottaefni brotni niður í náttúrunni, þá innihalda þau efni sem geta raskað viðkvæmu
jafnvægi náttúrunnar ef þau eru í miklu magni.
Val á þvottaefni fer eftir hvað á að þvo (viðkvæmt, ull, bómull o. s. frv.), lit, þvottahitastigi
og óhreinindum.
Hægt er að nota öll almenn þvottaefni í þetta heimilistæki:
• duftþvottaefni fyrir öll efni
• duftþvottaefni fyrir viðkvæm efni (60°C hámark) og ull
• fljótandi þvottaefni, helst fyrir þvott á lágu hitastigi (60°C hámark) fyrir öll efni, eða sér-
stök þvottaefni fyrir ull eingöngu.
Setja verður þvottaefni og önnur bætiefni í viðeigandi hólf á þvottaefnisskúffunni áður en
þvottur hefst.
Ef notað er fljótandi þvottaefni þarf að velja þvottakerfi án forþvottar.
Þvottavélin er með sérstakt hringrásarkerfi sem nýtir þvottaefnið sem best.
Fylgið meðmælum framleiðanda varðandi skammtastærðir og farið ekki yfir «MAX» merkið
á þvottaefnisskúffunni.
Vatnsharka
Vatnsharka er mæld í stigum. Upplýsingar um vatnshörku á hverjum stað er hægt að nálg-
ast hjá viðkomandi vatnsveitu eða staðaryfirvöldum.
1) ekki nota aseton á gervisilki.
Góð ráð 17