Aukavalið VIÐKVÆMT
Með þetta aukaval virkt meðhöndlar vélin betur viðkvæman þvott. Vélin bætir einu skoli
við þvottakerfið fyrir bómull og gerviefni. Viðkomandi tákn birtist á skjánum.
Þetta aukaval er ekki hægt að velja með aukavalinu Aukaskoli.
Mælt er með að nota þetta aukaval á þvott sem er ekki litafastur og er þveginn oft.
Aukavalið AUKASKOL (viðbótarskol)
Þetta heimilistæki er hannað til að spara vatn. Hins vegar, fyrir fólk með viðkvæma húð
(ofnæmi fyrir þvottaefnum) getur verið nauðsynlegt að skola þvottinn með aukaskammti
af vatni (aukaskol). Viðeigandi tákn mun birtast á skjánum og þá er þetta aukaval virkt
fyrir þvottakerfið sem stillt er á.
Ef óskað er eftir að hafa þetta kerfi áfram virkt skal ýta samtímis á hnappa 2 og 3 í nokkr-
ar sekúndur: viðeigandi tákn birtist þá á skjánum. Ef óskað er eftir að hætta við skal ýta á
sömu hnappana þar til táknin hverfa.
Veljið aukavalið Tími (hnappur 6)
Þetta aukaval breytir þvottatímanum sem þvottavélin leggur sjálfkrafa til.
Með því að ýta á þennan hnapp stendur eftirfarandi aukaval til boða:
DAGLEGUR ÞVOTTUR: Þegar þrýst er einu sinni á hnapp 6 birtist samsvarandi tákn á skján-
um og þvottatíminn er styttur fyrir þvott sem þveginn er daglega. Styttur þvottatími er
sýndur á skjánum.
SKYNDIÞVOTTUR: Með því að ýta á hnapp 6 tvisvar, helst samsvarandi tákn áfram kveikt
og þvottatíminn er minnkaður til að þvo lítið óhreinan þvott eða eða lítið notaðar flíkur.
Styttur þvottatími er sýndur á skjánum.
Veljið aukavalið BYRJA/HLÉ (hnappur 7)
Til að setja þvottakerfið sem valið var í gang er þrýst á hnapp 7 ; viðkomandi rautt gaumlj-
ós hættir þá að blikka.
Táknið fyrir HURÐ birtist á skjánum til að sýna að heimilistækið hafi farið í gang og að
hurðin sé læst.
Til að gera hlé á þvottakerfi sem er í gangi er þrýst á hnapp 7 ; viðkomandi rautt gaumlj-
ós byrjar þá að blikka.
Til að byrja að nýju frá sama stað, þrýstið á hnapp 7 aftur. Ef þvottaseinkun hefur verið
valin byrjar þvottavélin að telja niður.
Ef valið er rangt blikkar gula gaumljósið á hnappi 7 þrisvar sinnum og Err skilaboðin birt-
ast á skjánum í nokkrar sekúndur.
Veljið aukavalið ÞVOTTASEINKUN (hnappur 8)
Áður en þvottakerfið er sett af stað , ef óskað er eftir að þvottavélin byrji ekki að þvo
strax, þrýstið endurtekið á hnappinn til að velja hvenær vélin á að byrja að þvo.
Viðkomandi tákn birtist á skjánum Með þessum hnappi er hægt að seinka þvotti um 30
mín. 60 mín. 90 mín., 2 klst. og síðan í 1 klst. þrepum upp í hámark 20 klukkustundir.
Valin seinkun birtist á skjánum í um 3 sekúndur og síðan birtist lengd valins kerfis aftur.
Slíkt aukaval verður að fara fram eftir að þvottakerfi hefur verið valið og áður en þrýst er
á hnapp 7 .
Hægt er að hætta við eða breyta seinkun hvenær sem er, áður en þrýst er á hnapp 7 .
12
Dagleg notkun