3.
Þegar þvottaferlinum er lokið og
hurðarlæsingartáknið hverfur get-
urðu opnað hurðina
4.
Slökkvið á heimilistækinu.
Heimilistækið tæmist af vatni og
þeytivindur sjálfkrafa eftir um það
bil 18 tíma.
10. GÓÐ RÁÐ
10.1 Þvotturinn sem fer í
vélina
• Skiptið þvottinum niður í: hvítan, litað-
an, gerviefni, viðkvæmt og ull.
• Fylgið þvottaleiðbeiningunum sem eru
á þvottamiðunum.
• Þvoið ekki saman hvítan og litaðan
þvott.
• Litaður þvottur getur stundum látið lit í
fyrsta þvotti. Við mælum með að hann
sé þveginn sér í fyrstu skiptin.
• Hneppið koddaverum saman, festið
rennilása, króka og smellur. Hnýtið
belti.
• Tæmið vasana og brjótið þvottinn í
sundur.
• Snúið marglaga efnum, ull, og þvotti
með ámáluðum myndum á rönguna.
• Fjarlægið erfiða bletti.
• Þvoið mjög óhreina bletti með sér-
stöku þvottaefni.
• Meðhöndlið gardínur varlega. Fjarlæg-
ið krækjurnar eða setjið gluggatjöldin í
þvottanet eða koddaver.
• Í þessu heimilistæki má ekki þvo :
– Þvott án falds eða þvott sem hefur
rifnað
– Brjóstahaldara með spöngum.
– Notið þvottanet til að þvo lítil stykki.
• Mjög lítill þvottur í vélinni getur valdið
skorti á jafnvægi í þeytivindingu. Ef
þetta gerist skaltu laga stykkin í troml-
unni til og hefja þeytivindinguna aftur.
10.2 Erfiðir blettir
Á suma bletti dugar ekki vatn og þvotta-
efni.
Við mælum með því eyða þessum blett-
um áður en þvotturinn er settur í heimil-
istækið.
Sérstakir blettaeyðar eru fáanlegir. Notið
réttan blettaeyði fyrir þá gerð bletta og
efnis sem um ræðir.
10.3 Þvottaefni og aukefni
• Notið aðeins þvottaefni og aukefni
sem eru gerð sérstaklega fyrir þvotta-
vélar.
• Ekki blanda saman ólíkum gerðum
þvottaefna.
• Til að vernda umhverfið skal ekki nota
meira en nákvæmlega rétt magn af
þvottaefni.
• Fylgið leiðbeiningunum sem er að
finna á umbúðum þvottaefnanna.
• Notið rétt þvottaefni fyrir gerð og lit
þess efnis sem á að þvo, hitastig
þvottaferilsins og óhreinindastig.
• Ef þú notar þvottaefni á fljótandi formi
skaltu ekki stilla á forþvott.
• Ef heimilistækið þitt er ekki með
þvottaefnishólf með flipabúnaði, skal-
tu setja þvottaefnið í með skömmtun-
arkúlu.
10.4 Herslustig vatns
Ef herslustig vatnsins á þínu svæði er
hátt eða meðalhátt, mælum við með að
þú notir vatnsmýkingarefni fyrir þvotta-
vélar. Á svæðum þar sem herslustig
vatns er mjúkt er ekki nauðsynlegt að
nota vatnsmýkingarefni.
Til að komast að því hvað herslustig
vatns er þar sem þú býrð, skaltu hafa
samband við vatnsveituna á staðnum.
Fylgið leiðbeiningunum sem er að finna
á umbúðum efnanna.
Jafngildir kvarðar mæla herslustig vatns:
• Þýskar gráður (dH°).
• Franskar gráður (°TH).
• mmol/l (millimol fyrir hvern lítra - al-
þjóðleg eining fyrir herslustig vatns).
• Clarke-gráður.
20
www.aeg.com