6
Notendahandbók
Upplýsingar um öryggismál
Fyrir fyrstu notkun
• Öryggi AEG/ELECTROLUX heimilistækja er í samræmi við kröfur í iðnaðinum og
lagaskilyrði um öryggi heimilistækja. Sem framleiðendum finnst okkur hins
vegar við bera skyldu til þess að gefa eftirfarandi öryggisaðvaranir. Þú
VERÐUR að lesa þær vandlega áður en þú setur upp eða notar heimilistækið.
• Það er mjög mikilvægt að geyma þessa leiðbeiningabók með heimilistækinu til
upplýsingar í framtíðinni. Ef heimilistækið er selt eða gefið nýjum eiganda, eða
ef flutt er og heimilistækið er skilið eftir, tryggið ávallt að bókin fylgi
heimilistækinu svo að nýi eigandinn læri á hvernig það virkar og þekki
viðeigandi aðvaranir.
• Þú VERÐUR að lesa leiðbeiningarnar vandlega áður en þú setur upp eða notar
heimilistækið.
• Áður en vélin er notuð í fyrsta sinn skal skoða hvort hún hafi nokkuð orðið
fyrir tjóni við flutning. Aldrei skal tengja vél sem hefur orðið fyrir skemmdum.
Hafið samband við söluaðila ef hlutar vélarinnar eru skemmdir.
• Ef heimilistækið er afhent að vetri þegar frost er: Geymið þvottavélina við
stofuhita í 24 klukkustundir áður en hún er notuð í fyrsta skipti.
Almennt öryggi
• Það er hættulegt að breyta eiginleikum eða á annað borð reyna að breyta
þessari vöru á nokkurn hátt.
• Hurðin getur hitnað þegar þvegið er á háum hita. Ekki snerta hana!
• Tryggið að lítil gæludýr klifri ekki inn í tromluna. Skoðið inn í tromluna fyrir
notkun til að fyrirbyggja slíkt.
• Hlutir eins og smápeningar, nælur, naglar, skrúfur, steinar eða aðrir harðir,
hvassir hlutir geta valdið miklu tjóni og því má alls ekki setja þá í þvottavélina.
• Notið einungis ráðlagðan skammt af þvottaefni og mýkingarefni. Þvotturinn
getur skemmst við yfirfyllingu. Farið eftir ráðlögðum skömmtum frá
framleiðanda.
• Þvoið litla hluti eins og sokka, reimar, belti sem má þvo o. s. frv. í þvottapoka
eða koddaveri þar sem slíkir hlutir geta runnið niður á milli belgs og innri
tromlu.
• Ekki skal nota þvottavélina til að þvo hluti með spöngum í eða ófaldað eða
rifið efni.
Upplýsingar um öryggismál
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 6