Aeg-Electrolux L52840 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka
LAVAMAT 52840
Notendahandbók Þvottavél
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 1
Kæri viðskiptavinur.
Þakka þér fyrir að velja eina af okkar hágæða vörum.
Þessi vara sameinar notagildi fallegrar hönnunar og nýjustu tækni.
Þú getur verið viss um að heimilistækin okkar eru hönnuð til að standast hæstu
kröfur í gæðum og notkun. Við setjum markið hátt og samþykkjum einungis það
besta á hverjum tíma.
Að auki muntu komast að því að tekið er tillit til orkusparnaðar- og
umhverfisverndunarsjónarmiða í framleiðslunni.
Til að tryggja hámarks nýtingu og rétta notkun á tækinu biðjum við þig um að
kynna þér vel þessar notendaleiðbeiningar. Geymdu bæklinginn á vísum stað svo
hann sé ávallt til taks ef á þarf að halda og láttu hann fylgja með ef þú selur
tækið eða afhendir það öðrum.
Til hamingju með nýja heimilistækið.
2
Eftirfarandi tákn eru notuð í handbókinni:
Mikilvægar upplýsingar varðandi persónulegt öryggi og hvernig maður kemst hjá því
að valda skemmdum á heimilistækinu
Almennar upplýsingar og góð ráð
Umhverfisupplýsingar
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 2
Efnisyfirlit
Notendahandbók 6
Upplýsingar um öryggismál 6
Lýsing 9
Þvottaefnisskúffa 9
Stjórnborð 10
Gaumljós 10
Fyrsta notkun 11
Dagleg notkun 11
Setjið þvottinn í vélina 11
Mælið skammt af þvottaefni og mýkingarefni 11
Veljið þvottakerfi 12
Veljið vinduhraða eða HALDA SKOLVATNI valkostinn 12
Aukavalhnappur 12
Veljið aukavalið BLETTAÞVOTTUR 13
Veljið HRAÐÞVOTTUR 13
Veljið START/STOPP 13
Veljið TÍMAVAL 13
Veljið AUKASKOLUN 14
Breyta valkosti eða byrja þvottakerfi 14
Rjúfa þvottakerfi 14
Aflýsa þvottakerfi 14
Opna dyrnar eftir að þvottakerfi byrjar 14
Lok þvottakerfis 15
Þvottakerfi 16-17
Upplýsingar um þvottakerfi 18
3
Efnisyfirlit
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 3
Undirbúningur þvottahrings 19
Flokkun á þvotti 19
Hitastig 19
Áður en þvottur er settur í vélina 19
Hámarkshleðsla 20
Þvottahleðsla 20
Fjarlæging bletta 21
Þvottaefni og bætiefni 21
Magn af þvottaefni notað 22
Herslustig vatns 22
Umhirða og hreinsun 23
Kalkhreinsun 23
Eftir hvern þvott 23
Viðhaldsþvottur 23
Þvottur á ytra byrði 23
Þvottaefnishólf 23
Þvottatromla 24
Hurðargúmmí 24
Skolvatnsdæla 25
Sía á vatnsinntaki 26
Neyðartæming 26
Frostvarnir 27
Hvað skal gera ef ... 28
Tæknilegar upplýsingar 32
Notkunargildi 32
4
Efnisyfirlit
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 4
Uppsetning og tenging 33
Umbúðir fjarlægðar 33
Staðsetning og jafnvægisstilling 35
Vatnsinntak 35
Frárennsli 36
Tenging við rafmagn 37
Varanleg tenging 37
Umhverfisvernd 38
Efni í umbúðum 38
Gömul þvottavél 38
Vistfræðileg heillaráð 38
5
Efnisyfirlit
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 5
6
Notendahandbók
Upplýsingar um öryggismál
Fyrir fyrstu notkun
Öryggi AEG/ELECTROLUX heimilistækja er í samræmi við kröfur í iðnaðinum og
lagaskilyrði um öryggi heimilistækja. Sem framleiðendum finnst okkur hins
vegar við bera skyldu til þess að gefa eftirfarandi öryggisaðvaranir. Þú
VERÐUR að lesa þær vandlega áður en þú setur upp eða notar heimilistækið.
Það er mjög mikilvægt að geyma þessa leiðbeiningabók með heimilistækinu til
upplýsingar í framtíðinni. Ef heimilistækið er selt eða gefið nýjum eiganda, eða
ef flutt er og heimilistækið er skilið eftir, tryggið ávallt að bókin fylgi
heimilistækinu svo að nýi eigandinn læri á hvernig það virkar og þekki
viðeigandi aðvaranir.
Þú VERÐUR að lesa leiðbeiningarnar vandlega áður en þú setur upp eða notar
heimilistækið.
Áður en vélin er notuð í fyrsta sinn skal skoða hvort hún hafi nokkuð orðið
fyrir tjóni við flutning. Aldrei skal tengja vél sem hefur orðið fyrir skemmdum.
Hafið samband við söluaðila ef hlutar vélarinnar eru skemmdir.
Ef heimilistækið er afhent að vetri þegar frost er: Geymið þvottavélina við
stofuhita í 24 klukkustundir áður en hún er notuð í fyrsta skipti.
Almennt öryggi
Það er hættulegt að breyta eiginleikum eða á annað borð reyna að breyta
þessari vöru á nokkurn hátt.
Hurðin getur hitnað þegar þvegið er á háum hita. Ekki snerta hana!
Tryggið að lítil gæludýr klifri ekki inn í tromluna. Skoðið inn í tromluna fyrir
notkun til að fyrirbyggja slíkt.
Hlutir eins og smápeningar, nælur, naglar, skrúfur, steinar eða aðrir harðir,
hvassir hlutir geta valdið miklu tjóni og því má alls ekki setja þá í þvottavélina.
Notið einungis ráðlagðan skammt af þvottaefni og mýkingarefni. Þvotturinn
getur skemmst við yfirfyllingu. Farið eftir ráðlögðum skömmtum frá
framleiðanda.
Þvoið litla hluti eins og sokka, reimar, belti sem má þvo o. s. frv. í þvottapoka
eða koddaveri þar sem slíkir hlutir geta runnið niður á milli belgs og innri
tromlu.
Ekki skal nota þvottavélina til að þvo hluti með spöngum í eða ófaldað eða
rifið efni.
Upplýsingar um öryggismál
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 6
7
Takið heimilistækið alltaf úr sambandi og skrúfið fyrir vatnið eftir notkun, þrif
og viðhald.
Reynið ekki undir neinum kringumstæðum að gera við vélina upp á eigin
spýtur. Ef óreyndir aðilar reyna að framkvæma viðgerðir getur það valdið
meiðslum eða alvarlegri bilun. Hafið samband við viðgerðaraðila á staðnum.
Farið alltaf fram á að upprunalegir varahlutir frá framleiðanda séu notaðir.
Uppsetning og tenging
Þetta heimilistæki er ætlað til einka- og heimilisnota. Ekki má nota það til
annars en það var hannað til að gera.
Þegar umbúðirnar eru fjarlægðar, gangið úr skugga um að heimilistækið sé ekki
skemmt. Ef nokkur vafi leikur á því skal ekki nota tækið heldur hafa samband við
viðgerðaraðila.
Fjarlægja verður allar flutningsfestingar og umbúðir fyrir notkun. Alvarlegar
skemmdir geta orðið á eignum og vörunni sjálfri ef ekki er farið eftir þessu. Sjá
viðeigandi kafla í notendahandbókinni.
Þegar búið er að setja upp og tengja heimilistækið, gangið úr skugga um að það
standi ekki eða þrýsti á rafmagnssnúruna, inntaks- eða affallsslönguna.
Ef vélin stendur á teppalögðu gólfi, vinsamlegast stillið fæturna þannig að loft
streymi um neðra byrðið.
Gangið ávallt úr skugga um að hvergi leki vatn úr slöngum og tengingum eftir
uppsetningu.
Ef heimilistækið er í umhverfi sem getur frosið, vinsamlegast lesið kaflann
frosthætta“.
Hvers kyns pípulagningavinna sem þarf við uppsetningu þessa heimilistækis skal
framkvæmd af pípulagningamanni með viðeigandi réttindi eða öðrum aðila sem
hæfur er til verksins.
Hvers kyns rafmagnsvinna sem þarf við uppsetningu þessa heimilistækis skal
framkvæmd af rafvirkja með viðeigandi réttindi eða öðrum aðila sem hæfur er
til verksins.
Upplýsingar um öryggismál
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 7
Notkun
Þetta heimilistæki er ætlað til einka- og heimilisnota. Ekki má nota það til
annars en það var hannað til að gera.
Þvoið einungis þvott sem má setja í þvottavél. Fylgið leiðbeiningum á
þvottamiða fatnaðarins.
Setjið ekki of mikið í vélina. Sjá viðeigandi kafla í notendahandbókinni.
Rennið upp rennilásum, hneppið tölum og tæmið vasa áður en fatnaður er
þveginn. Þvoið ekki slitinn eða rifinn þvott og meðhöndlið bletti, eins og
málningu, blek, ryð og gras á viðeigandi hátt fyrir þvott. Brjóstahaldarar með
spöng mega EKKI fara í þvottavél.
Flíkur sem hafa komist í snertingu við rokgjarnar olíuvörur ættu ekki að fara í
þvottavél. Ef rokgjörn hreinsiefni eru notuð skal fjarlægja slík efni úr flíkinni áður
en hún fer í þvottavélina.
Aldrei toga í rafmagnssnúruna til að fjarlægja klóna úr innstungunni; takið ávallt
beint um klóna sjálfa.
Notið aldrei þvottavél ef rafmagnssnúran, stjórnborðið, vinnuflöturinn eða
undirstaðan eru skemmdar þannig að greiður aðgangur sé að innra byrði
vélarinnar.
Öryggi barna
Ung börn og veikburða einstaklingar mega ekki nota þvottavélina án eftirlits.
Hafa skal eftirlit með að ung börn leiki sér ekki með þetta heimilistæki.
Umbúðirnar (t.d. plastfilma, einangrunarplast) geta verið hættulegar börnum -
hætta á köfnun! Geymið þar sem börn ná ekki til.
Geymið öll þvottaefni á öruggum stað þar sem börn ná ekki til.
Tryggið að börn eða gæludýr klifri ekki inn í tromluna. Vélin er með
öryggisbúnað til að koma í veg fyrir þetta. Til að virkja þennan búnað, snúið
hnappnum (án þess að þrýsta á hann) innan á hurðinni réttsælis þar til grófin er
lárétt. Notið smápening ef þörf krefur.
Til að aflæsa þessum búnaði og gera
mögulegt að loka dyrunum á ný, snúið
hnappnum rangsælis þar til grófin er
lóðrétt.
8
Upplýsingar um öryggismál
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 8
Lýsing á vörunni
Nýja heimilistækið þitt stenst allar nútíma kröfur varðandi skilvirka meðferð á
þvotti og sparneytni á vatni, orku og þvottaefnum.
SPAR-loki tryggir að allt þvottaefni sé notað, dregur úr vatnsnotkun og sparar
þannig orku.
Þvottaefnisskúffa
Hólf fyrir forþvottaferli eða blettahreinsi sem notaður er í aðalþvotti.
Þvottaefni fyrir forþvott er sett í í upphafi þvottakerfisins. Blettahreinsi er bætt út
í við BLETTAÞVOTTUR í aðalþvotti.
Hólf fyrir duft eða fljótandi þvottaefni fyrir aðalþvott.
Hólf fyrir fljótandi bætiefni (mýkingarefni, sterkju).
Lýsing á vörunni
9
1
2
3
4
5
6
Þvottaefnishólf
Stjórnborð
Handfang til að opna hurð
Hurðarumgjörð
Skolvatnsdæla
Stillanlegir fætur
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 9
10
Stjórnborð
Stjórnborð
Gaumljós (7)
Eftir að þrýst er á hnapp 5, kviknar ÞVOTTUR gaumljósið
(
7.1).
Þegar kveikt er á gaumljósi
7.1 er þvottavélin að vinna.
Þegar þvottakerfinu er lokið kviknar á ENDIR gaumljósinu
(
7.2).
Þegar tækið framkvæmir aukaskolun kviknar á AUKASKOLUN gaumljósinu (
7.3).
Til að velja aukaskolun, sjá "Velja AUKASKOLUN".
1 2 3 4 5 6 7
7.1
7.2
7.3
1
2
3
4
5
6
7
Þvottakerfisskífa
VINDING hnappur
BLETTAÞVOTTUR hnappur
HRAÐÞVOTTUR hnappur
START/STOPP hnappur
TÍMAVAL hnappur
Gaumljós
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 10
Fyrsta notkun
Tryggið að tengingar við rafmagn og vatn séu í samræmi við leiðbeiningar um
uppsetningu og tengingu.
Fjarlægið einangrunarplastið og annað slíkt efni úr tromlunni.
Hellið 2 lítrum af vatni í aðalþvottahólfið á þvottaefnisskúffunni til að virkja
SPAR-lokann. Látið vélina síðan ganga tóma á bómullarstillingu við 90° eða 95°C til
að fjarlægja hvers kyns leifar úr framleiðsluferlinu úr tromlu og belg. Hellið 1/2
skammti af þvottaefni í þvottaefnisskúffuna og setjið hana af stað.
Dagleg notkun
Setjið þvottinn í vélina
1. Opnið dyrnar varlega með því að toga
hurðarhandfangið út á við. Setjið þvottinn í
vélina, einn hlut í einu og hristið úr hverri flík
eins mikið og hægt er.
2. Lokið dyrunum þétt og ákveðið. Það verður að
heyrast smellur til að dyrnar séu alveg lokaðar.
Athugið! Passið að láta þvott ekki
klemmast á milli hurðar og
gúmmíþéttingarinnar.
Mælið skammt af þvottaefni og
mýkingarefni
Nýja heimilistækið þitt var hannað til að
spara vatn, orku og þvottaefni.
1. Dragið þvottaefnisskúffuna út þar til hún
stoppar. Mælið magn þvottaefnis, hellið
því í aðalþvottahólfið og til að
framkvæma forþvott eða til að nota
aukavalið blettaþvottur, hellið þvottaefni
eða blettahreinsi í hólfið sem merkt er .
2. Ef þörf krefur, hellið mýkingarefni í hólfið
merkt (magn má ekki fara upp fyrir
MAX línuna á skúffunni). Lokið skúffunni
varlega.
11
Notkun
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 11
12
Notkun
Veljið þvottakerfi með þvottakerfisskífunni (1)
Hægt er að velja þvottakerfi fyrir hvaða þvott sem er með því að fylgja lýsingu í
þvottakerfistöflunum (sjá «Þvottakerfi»).
Snúið þvottakerfisskífunni á viðkomandi þvottakerfi. Þvottakerfisskífan ákveður
þvottaferlið (t.d. vatnsmagn, tromluhreyfingu, hve oft er skolað) og hitastig vatns
eftir því hvernig þvott á að þvo.
Gaumljósið á hnappi
5 byrjar að blikka.
Þvottakerfisskífan snýst bæði réttsælis og rangsælis. Staða
O er Endurstilling
þvottakerfis/SLÖKKT á vélinni.
Í lok þvottakerfis verður að snúa skífunni í stöðu O til að slökkva á vélinni.
Ef skífan er stillt á annað þvottakerfi á meðan vélin er að þvo, blikkar gult gaumljós
á hnappi
5 þrisvar sinnum og skilaboðin Err birtast á skjánum til að tilkynna um
rangt val. Vélin byrjar ekki á nýju þvottakerfi.
Veljið VINDING eða SKOL STOPP aukavalið (Hnappur 2)
Þegar þvottakerfi hefur verið valið leggur vélin sjálfkrafa til hámarksvinduhraða fyrir
viðkomandi kerfi.
Þrýstið endurtekið á hnapp
2 til að breyta vinduhraða ef óskað er eftir að hann sé
annar en vélin leggur til.
Þá kviknar á viðkomandi ljósi.
SKOL STOPP : Ef þetta er valið tæmist vatnið úr síðasta skoli ekki út til að koma í
veg fyrir að þvottur krumpist. Þegar þvottakerfinu er lokið kviknar á gaumljósi
7.2,
en gaumljósið á hnappi 5 og sömuleiðis
7.1 ljósið eru bæði slökkt og hurðin er læst
til að gefa til kynna að tæma þurfi vatnið af vélinni.
Upplýsingar um hvernig á að tæma vatnið af vélinni eru í kaflanum «Í lok
þvottakerfisins».
Aukavalhnappur
Hægt er að blanda saman mismunandi aukavali eftir því hvaða þvottakerfi er
valið. Slíkt aukaval verður að fara fram eftir að þvottakerfi hefur verið valið og
áður en þrýst er á hnapp 5. Þegar þrýst hefur verið á þessa hnappa kviknar á
viðkomandi gaumljósum. Þegar þrýst er aftur á hnappana slokknar á ljósunum.
Ef valið er rangt blikkar gula ljósið á hnappnum 5 þrisvar sinnum.
Upplýsingar um hvaða aukaval hvert þvottakerfi býður upp á er að finna í
kaflanum «Þvottakerfi».
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 12
13
Notkun
Veljið aukavalið BLETTAÞVOTTUR (Hnappur 3)
Til að þvo mjög óhreinan eða blettóttan þvott með blettahreinsi (lengri
aðalþvottur með sérstöku blettahreinsunarstigi).
Athugið! Ef nota á blettaþvott þarf að hella blettahreinsi í hólf .
Veljið aukavalið HRAÐÞVOTTUR (Hnappur 4)
Þegar þrýst er á þennan hnapp kviknar viðkomandi gaumljós og þvottatíminn er
styttur fyrir lítið óhreinan þvott. Þetta aukaval hentar vel fyrir flíkur sem búið er
að ganga í eða nota í stuttan tíma.
Veljið aukavalið START/STOPP (Hnappur 5)
Til að setja þvottakerfið sem valið var í gang er þrýst á hnapp 5; viðkomandi rautt
gaumljós hættir þá að blikka.
Gaumljósið
7.2 er kveikt til að sýna að vélin sé farin í gang og að dyrnar séu læstar.
Til að rjúfa þvottakerfi sem er í gangi, þrýstið á hnapp
5: viðkomandi rautt gaumljós
byrjar þá að blikka.
Til að hefja þvott að nýju frá sama stað í þvottakerfinu, þrýstið á hnapp
5 aftur.
Ef þvottaseinkun hefur verið valin byrjar þvottavélin að telja niður.
Veljið aukavalið TÍMAVAL/ÞVOTTASEINKUN (Hnappur 6)
Áður en þvottakerfið er sett af stað, ef óskað er eftir að þvottavélin byrji ekki að
þvo strax, þrýstið endurtekið á hnapp
6 til að velja hvenær vélin á að byrja að þvo.
Það kviknar á viðkomandi ljósi.
Þessi hnappur býður upp á að seinka því að kerfi hefji þvott um 3, 6 eða 9
klukkustundir.
Slíkt aukaval verður að fara fram eftir að þvottakerfi hefur verið valið og áður en
þrýst er á hnapp
5.
Hægt er að aflýsa þvottaseinkun hvenær sem er, áður en þrýst er á hnapp
5.
Ef búið er að þrýsta á hnapp
5:
stillið þvottavélina á START/STOPP með því að þrýsta á hnapp
5;
þrýstið á hnapp 6 einu sinni, seinkunarljósið slokknar;
þrýstið á hnapp
5 aftur til að byrja aftur að þvo.
Mikilvægt!
Það er bara hægt að breyta valinni seinkun með því að velja þvottakerfið upp á
nýtt.
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 13
Dyrnar eru læstar í gegnum allan seinkunartímann. Til að opna dyrnar þarf fyrst
að stilla þvottavélina á START/STOPP með því að þrýsta á hnapp
5 og bíða síðan
í nokkrar mínútur. Eftir að dyrunum er lokað, þrýstið á hnapp
5 aftur.
Ekki er hægt að velja TÍMAVAL með kerfinu VATNSLOSUN
.
Veljið AUKASKOLUN
Þetta heimilistæki er hannað til að spara vatn. Hins vegar, fyrir fólk með
viðkvæma húð (ofnæmi fyrir þvottaefnum), getur verið nauðsynlegt að skola
þvottinn með aukaskammti af vatni (aukaskolun).
Þrýstið samtímis á hnappa
2 og 3 í nokkrar sekúndur: Ljós 7.3 kviknar á skjánum.
Þetta aukaval helst fast. Til að afturkalla það, þrýstið á sömu hnappa aftur þar til
ljós
7.3 slokknar.
Breyta valkosti eða byrja þvottakerfi
Hægt er að breyta öllu aukavali áður en þvottakerfi setur það í gang. Áður en
nokkur slík breyting er framkvæmd verður að gera hlé á þvottinum með því að
þrýsta á hnapp
5.
Einungis er hægt að breyta þvottakerfi sem er í gangi með því að byrja það upp
á nýtt. Snúið þvottakerfisskífunni á O og síðan á nýtt þvottakerfi. Setjið nýja
þvottakerfið af stað með því að þrýsta á
5 hnappinn aftur. Þvottavatnið í vélinni
er ekki tæmt.
Rjúfa þvottakerfi
Til að rjúfa þvottakerfi sem er í gangi, þrýstið á hnapp 5, viðkomandi ljós byrjar að
blikka. Þrýstið aftur á hnappinn til að byrja þvott á ný.
Aflýsa þvottakerfi
Snúið þvottakerfisskífunni á O til að aflýsa þvottakerfi sem er í gangi. Nú er hægt
að velja nýtt þvottakerfi.
Opna dyrnar eftir að þvottakerfi byrjar
Stillið þvottavélina fyrst á START/STOPP með því að þrýsta á hnapp 5.
Hægt er að opna dyrnar eftir nokkrar mínútur.
Ef dyrnar aflæsast ekki þýðir það að vélin sé byrjuð að hita sig og að vatnsborðið
sé komið upp fyrir dyrakarminn. Þá er ekki hægt að opna dyrnar.
14
Notkun
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 14
Ef ekki er hægt að opna dyrnar þegar það er nauðsynlegt, verður að slökkva á
vélinni með því að snúa þvottakerfisskífunni á O. Eftir nokkrar mínútur er hægt
að opna dyrnar (fylgist með vatnsborði og hitastigi!).
Eftir að dyrunum er lokað þarf svo að velja þvottakerfi á ný og þrýsta á hnapp
5.
Lok þvottakerfis
Vélin stoppar sjálfkrafa
. Gaumljós á hnappi
5 slokknar og stigljósið 7.2 kviknar.
Ef þvottakerfi eða aukaval sem endar með vatni í vélinni hefur verið valið þá helst
viðkomandi gaumljós kveikt, stigljósið 7.2 kviknar, dyrnar haldast læstar til að
gefa til kynna að nauðsynlegt sé að tæma vatnið af vélinni áður en dyrnar eru
opnaðar.
Til að tæma vatnið úr vélinni:
Snúið þvottakerfisskífunni á
O
veljið VINDING eða kerfið VATNSLOSUN
lækkið vinduhraðann ef þörf krefur með viðkomandi hnappi
þrýstið á hnapp
5
þegar kerfið klárast logar einungis 7.2 gaumljósið.
Snúið þvottakerfisskífunni á
O til að slökkva á þvottavélinni. Fjarlægið þvottinn úr
tromlunni og athugið vandlega að hún sé tóm.
Skrúfið fyrir vatnskranann ef ekki á að þvo meiri þvott. Skiljið dyrnar eftir opnar til
að koma í veg fyrir myglu og óæskilega lykt.
15
Notkun
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 15
16
Þvottakerfi
*Aukavalið BLETTAÞVOTTUR er einungis fyrir 40°C þvott eða meira.
** Ef aukavalið HRAÐÞVOTTUR er notað, þá er mælt með að lækka hámarkshleðslu á
þvotti eins og ráðlagt er. (M. hleðsla = minnkuð þvottahleðsla). Hins vegar er hægt að
fylla vélina eins og venjulega en hún þvær ekki alveg eins vel.
Þvottakerfi
Þvottakerfi/
Hitastig
Gerð af þvotti Aukaval Lýsing á þvottakerfi
AÐALÞVOTTUR
95°-30°
Hvít og lituð bómull
(venjuleg óhreinindi)
VINDING,
SKOL STOPP,
BLETTAÞV.*,
HRAÐÞV.**,
AUKASKOLUN
Aðalþvottur
Skol
Löng vinda
Hám. hleðsla kg 6
** M. hleðsla kg 3
AÐALÞVOTTUR +
FOR
Þ
V
OTTUR
95°-40°
Hvít og lituð bómull
(mikil óhreinindi)
VINDING,
SKOL STOPP,
HRAÐÞV.**,
AUKASKOLUN
For
þ
v
ottur
/
Aðalþvottur
Skol
Löng vinda
Hám. hleðsla kg 6
** M. hleðsla kg 3
STRAULÉTT
40°
Gerviefni sem þarf að þvo
og vinda varlega
VINDING,
SKOL STOPP,
AUKASKOLUN
Aðalþvottur
Skol
Stutt vinda
Hám. hleðsla kg 1
VIÐKVÆMT
40°-30°
Viðkvæm efni: Til
dæmis gluggatjöld
VINDING,
SKOL STOPP,
BLETTAÞV.*,
HRAÐÞV.**,
AUKASKOLUN
Aðalþvottur
Skol
Stutt vinda
Hám. hleðsla kg 3
** M. hleðsla kg 1,5
STRAUFRÍTT
60°-30°
Gerviefni eða blöndur:
Nærföt, lituð föt, skyrtur
sem hlaupa ekki, blússur
VINDING,
SKOL STOPP,
BLETTAÞV.*,
HRAÐÞV.**,
AUKASKOLUN
Aðalþvottur
Skol
Stutt vinda
Hám. hleðsla kg 3
** M. hleðsla kg 1,5
ULL
HANDÞVOTTUR
40°- Kalt
Sérstakt kerfi fyrir efni
sem þarf að þvo í
höndunum og sér í lagi
fyrir ullarflíkur með nýju
merkinguna «Hrein ný ull,
hleypur ekki, má þvo í
þvottavél»
VINDING,
SKOL STOPP
Aðalþvottur
Skol
Stutt vinda
Hám. hleðsla kg 2
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 16
17
Þvottakerfi
Þvottakerfi
Þvottakerfi/
Hitastig
Gerð af þvotti Aukaval Lýsing á þvottakerfi
NSKOLUN
Sérstök skolun fyrir
handþvottaflíkur
VINDING,
SKOL STOPP,
AUKASKOLUN
Skol
Stutt vinda
Hám. hleðsla kg 6
VATNSLOSUN
Til að tæma síðasta
skolvatnið í þvottakerfum
með aukavalinu
SKOL STOPP
Tæming á vatni
Hám. hleðsla kg 6
VINDING
Þeytivinda fyrir öll efni
VINDING
Vatnslosun og löng vinda
Hám. hleðsla kg 6
STUTT KERFI
30°
Hraður þvottur fyrir
íþróttaföt eða bómull og
gerviefni sem eru lítið
óhrein eða sem var
gengið í einu sinni
VINDING
Aðalþvottur
Skol
Stutt vinda
Hám. hleðsla kg 2
ORKUSPARNAÐUR
60°
Sparneytinn þvottur á
hvítri og litaðri
bómull, lítið-mjög
óhreinum flíkum,
skyrtum, nærfötum
VINDING,
SKOL STOPP,
BLETTAÞV.,
AUKASKOLUN
Aðalþvottur
Skol
Löng vinda á
hámarkshraða
Hám. hleðsla kg 6
O/SLÖKKT
Til að aflýsa þvottakerfi
sem er í gangi eða til að
slökkva á þvottavélinni
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 17
18
Upplýsingar um þvottakerfi
STUTT KERFI
Þetta kerfi er með eftirfarandi aukavali: Lækkun vinduhraða
og TÍMAVAL.
Nota verður þetta kerfi á lítið óhreinar bómullarflíkur.
Lengt þvottakerfis: 30 mínútur
ORKUSPARNAÐUR
Hægt er að nota þetta kerfi á lítið eða venjulega óhreinar
bómullarflíkur. Hitinn lækkar og þvottatími lengist. Þannig
næst góður þvottur sem sparar orku.
O/SLÖKKT
Til að endurstilla þvottakerfi og slökkva á vélinni, snúið
þvottakerfisskífunni á O. Nú er hægt að velja nýtt
þvottakerfi.
Upplýsingar um þvottakerfi
STRAULÉTT
Þetta kerfi þvær og vindur varlega til að forðast krumpur.
Þannig er auðveldara að strauja. Vélin skolar líka meira.
ULL
HANDÞVOTTUR
Þvottakerfi fyrir ull sem má fara í þvottavél , sem og fyrir
ull sem þarf að handþvo og viðkvæm efni með „þvoið í
höndunum“ táknið .
NSKOLUN
Þetta kerfi skolar og vindur föt sem hafa verið þvegin í
höndunum.
Vélin skolar þrisvar og svo vindur hún að lokum á
hámarkshraða.
Hægt er að lækka hraðann með því að þrýsta á hnapp 2.
VATNSLOSUN
Til að tæma síðasta skolvatnið í þvottakerfum með
aukavalinu SKOL STOPP.
Snúið þvottakerfisskífunni fyrst á O, veljið svo þvottakerfið
Vatnslosun og þrýstið á hnapp 5.
VINDING
Sérstök vinda fyrir handþvegnar flíkur og eftir kerfi með
aukavalinu Skol stopp. Áður en þetta kerfi er valið verður að
snúa þvottakerfisskífunni á O. Hægt er að velja hraðann með
viðkomandi hnappi til að laga sig að því efni sem á að vinda.
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 18
Undirbúningur þvottahrings
Flokkun á þvotti
Fylgið þvottatáknum á hverri flík ásamt þvottaleiðbeiningum framleiðanda. Flokkið
þvottinn eins og hér segir: Hvítt, litað, gerviefni, viðkvæmt, ull.
Hitastig
Áður en þvottur er settur í vélina
Þvoið aldrei hvítan og litaðan þvott saman. Hvítt getur litast í þvotti.
Ný föt geta litað í fyrsta þvotti; því borgar sig að þvo þau sér fyrst.
Tryggið að engir málmhlutir verði eftir í þvotti (t.d. hárspennur, nælur,
prjónar).
Hneppið koddaverum saman, festið rennilása, króka og smellur. Bindið föst hvers
konar belti eða bönd.
Fjarlægið erfiða bletti fyrir þvott.
Nuddið sérstaklega óhreina bletti með sérstöku þvottaefni eða kremi.
Farið sérstaklega varlega með gluggatjöld. Fjarlægið króka eða bindið þá saman í
poka eða neti.
19
Undirbúningur þvottahrings
95° eða 90°
fyrir eðlileg óhreinindi á hvítri bómull og líni (t.d.
viskustykkjum, handklæðum, borðdúkum, lökum ...).
60°/50°
fyrir eðlileg óhreinindi, litaföst efni, (t.d. skyrtur, náttkjóla,
náttföt ...) á lín, bómull eða gervitrefjar og fyrir lítil óhreinindi
á hvítri bómull (t.d. nærfötum).
40°-30°- Kalt
fyrir viðkvæma hluti (t.d. netgluggatjöld), blandaðan þvott
þar á meðal gervitrefjar og ull með merkingunni «Hrein ný ull,
hleypur ekki, má þvo í þvottavél».
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 19
20
Hámarkshleðsla
Ráðlögð hámarkshleðsla er tilgreind í þvottakerfistöflunum.
Viðmiðunarreglur:
Bómull, lín: Full tromla en ekki of þétt hlaðið í hana;
Gerviefni: Tromlan ekki meira en full til hálfs
;
Viðkvæm efni og ull: Ekki meira en þriðjungshleðsla í tromlu.
Þvottur með hámarkshleðslu nýtir vatn og orku á sem bestan hátt.
Hlaðið minna í vélina ef þvottur er mjög óhreinn.
Þvottur með hámarkshleðslu nýtir vatn og orku á sem bestan hátt. Hlaðið minna í
vélina ef þvottur er mjög óhreinn.
Þvottahleðsla
Eftirfarandi þyngdir eru til viðmiðunar:
Undirbúningur þvottahrings
1200 g
baðsloppur
100 gservíetta
700 gpúðaver
500 glak
200 gkoddaver
250 gborðdúkur
200 ghandklæði
100 gviskustykki
200 gnáttkjóll
100 gdömunærbuxur
600 gkarlmannsvinnuskyrta
200 gkarlmannsskyrta
500 gkarlmannsnáttföt
100 gblússa
100 gkarlmannsnærbuxur
132966580_IS.qxd 28/02/2008 8.48 Pagina 20
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32
  • Page 33 33
  • Page 34 34
  • Page 35 35
  • Page 36 36
  • Page 37 37
  • Page 38 38
  • Page 39 39
  • Page 40 40

Aeg-Electrolux L52840 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka

V iných jazykoch