• Starfandi vatnsþrýstingur (lágmarks og hámarks) verð-
ur að vera á milli 0,5 bör (0,05 MPa) og 8 bör (0,8 MPa)
• Lofttúðurnar undir tækinu (ef við á) mega ekki vera
lokaðar vegna teppis.
• Heimilistækið skal tengja við vatn með nýju slöngun-
um sem fylgja með því. Ekki skal endurnýta gamlar
slöngur.
2.
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
2.1 Uppsetning
• Fjarlægið umbúðirnar og flutnings-
boltana.
• Geymið flutningsboltana. Þegar þú
hreyfir heimilistækið aftur verður þú að
koma í veg fyrir að tromlan hreyfist.
• Ekki setja upp eða nota skemmt heim-
ilistæki.
• Ekki setja upp eða nota heimilistæki
þar sem hitastigið er undir frostmarki
(minna en 0 °C) eða þar sem tækið er
útsett fyrir veðri og vindum.
• Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningum
sem fylgja með tækinu.
• Gætið þess að gólfið þar sem tækið er
sett upp sé slétt, stöðugt, hitaþolið og
hreint.
• Ekki setja upp heimilistækið þar sem
ekki er hægt að opna tækið að fullu.
• Farðu alltaf varlega þegar þú hreyfir
tækið af því að það er þungt. Alltaf
skal nota öryggisgleraugu.
• Gættu þess að það sé gott loftflæði á
milli heimilistækisins og gólfsins.
• Stillið fæturna af svo að nauðsynlegt
bil sé á milli heimilistækisins og teppi-
sins.
Rafmagnstenging
AÐVÖRUN
Eldhætta og hætta á raflosti.
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
• Gætið þess að rafmagnsupplýsingarn-
ar á tegundarspjaldinu passi við af-
lgjafann. Ef ekki, skal hafa samband
við rafvirkja.
• Alltaf nota rétt uppsetta innstungu
sem gefur ekki raflost.
• Ekki nota fjöltengi eða framlengingar-
snúrur.
• Gætið þess að rafmagnsklóin og snúr-
an verði ekki fyrir skemmdum. Ef
skipta þarf um rafmagnssnúru verður
þjónustuver okkar að sjá um það.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok uppsetn-
ingarinnar. Gætið þess að rafmagns-
klóin sé aðgengileg eftir uppsetningu.
• Ekki toga í rafmagnssnúruna til að taka
heimilistækið úr sambandi. Togið alltaf
í rafmagnsklóna.
• Ekki snerta rafmagnssnúruna eða raf-
magnsklóna með blautum höndum.
• Þetta heimilistæki samræmist EBE-til-
skipunum.
Tenging við vatn
• Passið að vatnsslöngurnar verði ekki
fyrir skemmdum.
• Heimilistækið skal tengja við vatn með
nýju slöngunum sem fylgja með því.
Ekki skal endurnýta gamlar slöngur.
• Áður en heimilistækið er tengt við ný-
jar pípur eða pípur sem hafa ekki verið
notaðar í langan tíma, skal láta vatnið
renna þangað til það er hreint.
• Í fyrsta skipti sem heimilistækið er not-
að, skal tryggja að enginn leki eigi sér
stað.
4
www.aeg.com