GÓÐ RÁÐ
ÞVOTTURINN SEM FER Í
VÉLINA
• Skiptið þvottinum niður í: hvítan, litað-
an, gerviefni, viðkvæmt og ull.
• Fylgið þvottaleiðbeiningunum sem eru
á þvottamiðunum.
• Þvoið ekki saman hvítan og litaðan
þvott.
• Litaður þvottur getur stundum látið lit í
fyrsta þvotti. Við mælum með að hann
sé þveginn sér í fyrstu skiptin.
• Hneppið koddaverum saman, festið
rennilása, króka og smellur. Hnýtið bel-
ti.
• Tæmið vasana og brjótið þvottinn í
sundur.
• Snúið marglaga efnum, ull, og þvotti
með ámáluðum myndum á rönguna.
• Fjarlægið erfiða bletti.
• Þvoið mjög óhreina bletti með sérstöku
þvottaefni.
• Meðhöndlið gardínur varlega. Fjarlægið
krækjurnar eða setjið gluggatjöldin í
þvottanet eða koddaver.
• Í þessu heimilistæki má ekki þvo :
– Þvott án falds eða þvott sem hefur
rifnað
– Brjóstahaldara með spöngum.
– Notið þvottanet til að þvo lítil stykki.
• Mjög lítill þvottur í vélinni getur valdið
skorti á jafnvægi í þeytivindingu. Ef
þetta gerist skaltu laga stykkin í troml-
unni til og hefja þeytivindinguna aftur.
ERFIÐIR BLETTIR
Á suma bletti dugar ekki vatn og þvott-
aefni.
Við mælum með því eyða þessum blettum
áður en þvotturinn er settur í heimilistæk-
ið.
Sérstakir blettaeyðar eru fáanlegir. Notið
réttan blettaeyði fyrir þá gerð bletta og
efnis sem um ræðir.
ÞVOTTAEFNI OG AUKEFNI
• Notið aðeins þvottaefni og aukefni sem
eru gerð sérstaklega fyrir þvottavélar.
• Ekki blanda saman ólíkum gerðum
þvottaefna.
• Til að vernda umhverfið skal ekki nota
meira en nákvæmlega rétt magn af
þvottaefni.
• Fylgið leiðbeiningunum sem er að finna
á umbúðum þvottaefnanna.
• Notið rétt þvottaefni fyrir gerð og lit
þess efnis sem á að þvo, hitastig þvott-
aferilsins og óhreinindastig.
• Ef þú notar þvottaefni á fljótandi formi
skaltu ekki stilla á forþvott.
• Ef heimilistækið þitt er ekki með þvott-
aefnishólf með flipabúnaði, skaltu setja
þvottaefnið í með skömmtunarkúlu.
HERSLUSTIG VATNS
Ef herslustig vatnsins á þínu svæði er hátt
eða meðalhátt, mælum við með að þú
notir vatnsmýkingarefni fyrir þvottavélar. Á
svæðum þar sem herslustig vatns er mjúkt
er ekki nauðsynlegt að nota vatnsmýking-
arefni.
Til að komast að því hvað herslustig vatns
er þar sem þú býrð, skaltu hafa samband
við vatnsveituna á staðnum.
Fylgið leiðbeiningunum sem er að finna á
umbúðum efnanna.
Jafngildir kvarðar mæla herslustig vatns:
• Þýskar gráður (dH°).
• Franskar gráður (°TH).
• mmol/l (millimol fyrir hvern lítra - al-
þjóðleg eining fyrir herslustig vatns).
• Clarke-gráður.
Tafla sem sýnir herslustig vatns
Stig Gerð
Herslustig vatns
°dH °T.H. mmól/l Clarke
1 mjúkt 0-7 0-15 0-1.5 0-9
2 miðlungs 8-14 16-25 1.6-2.5 10-16
ÍSLENSKA
19