KitchenAid 5KICA0WH Užívateľská príručka

  • Dobrý deň! Prečítal som si návod na použitie výrobníka zmrzliny KitchenAid 5KICA0WH. Som pripravený odpovedať na vaše otázky o tomto zariadení. Návod obsahuje podrobné informácie o použití, receptoch a údržbe prístroja. Neváhajte sa ma na čokoľvek opýtať!
  • Ako dlho treba pred použitím zmraziť misku na zmrzlinu?
    Aký je odporúčaný rýchlostný stupeň pre prípravu zmrzliny?
    Ako sa čistí miska na zmrzlinu?
    Môžem použiť tento prístroj na prípravu sorbetu?
EspañolÍslenska
ROOMIJSMAKER
INSTRUCTIES EN RECEPTEN
ICE CREAM MAKER
INSTRUCTIONS AND RECIPES
SORBETIÈRE
MODE D'EMPLOI ET RECETTES
SPEISEEISMASCHINE
BEDIENUNGSANLEITUNG UND REZEPTE
GELATIERA
ISTRUZIONI PER L’USO E RICETTE
HELADERA
INSTRUCCIONES Y RECETAS
GLASSMASKIN
INSTRUKTIONER OCH RECEPT
ISKREM-MASKIN
BRUKSANVISNING OG OPPSKRIFTER
JÄÄTELÖKONE
KÄYTTÖOHJEET JA RESEPTIT
ISMASKINE
INSTRUKTIONER OG OPSKRIFTER
SORVETEIRA
INSTRUÇÕES E RECEITAS
ÍSGERÐARTÆKI
LEIÐBEININGAR OG UPPSKRIFTIR
ΠΑΓΩΤΟΜΗΧΑΝΗ
OΔHΓIEΣ KAI ΣYNTAΓEΣ
Gerð 5KICA0WH
Ísgerðartæki
Hönnuð sérstaklega til notkunar með öllum
KitchenAid® hrærivélum.
EspañolÍslenska
Efnisyfirlit
Öryggi ísgerðartækisins .....................................................................................................................................................................1
Mikilvæg öryggisatriði ........................................................................................................................................................................1
Hlutar ísgerðartækisins ......................................................................................................................................................................2
Ísgerðartækið sett á hrærivél með hallanlegum haus ..................................................................................................3
Ísgerðartækið sett á hrærivél með lyftanlegri skál ...........................................................................................................5
Ísgerðartækið notað .............................................................................................................................................................................7
Heilræði fyrir gerð hins fullkomna íss .......................................................................................................................................7
Umhirða og hreinsun ..........................................................................................................................................................................8
Uppskriftir ...................................................................................................................................................................................................8
Ábyrgð fyrir fylgihlutum KitchenAid® heimilishrærivéla. ..........................................................................................13
Viðhaldsþjónusta ................................................................................................................................................................................13
Þjónustumiðstöð .................................................................................................................................................................................14
1
EspañolÍslenska
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Þegar rafmagnstæki eru notuð skal alltaf gera viðeigandi varúðarráðstafanir, þar með talið er
eftirfarandi:
1. Lesa skal allar leiðbeiningar.
2. Til að koma í veg fyrir raflost skal aldrei setja hrærivél í vatn eða aðra vökva.
3. Börn mega ekki nota tækið án eftirlits.
4. Taka skal hrærivél úr sambandi þegar hún er ekki í notkun, áður en hlutar hennar eru teknir
af eða settir á og fyrir hreinsun.
5. Forðast skal að snerta hluti sem hreyfast.
6. Ekki skal nota hrærivélina ef snúra eða tengill eru í ólagi eða ef tækið bilar eða ef það dettur
eða skemmist á einhvern hátt. Fara skal með hrærivélina til næsta viðurkennda KitchenAid
þjónustuaðila til skoðunar, viðgerðar eða stillingar á raf-eða vélbúnaði.
7. Notkun aukahluta sem KitchenAid mælir ekki með eða selur geta valdið eldsvoða, raflosti
eða meiðslum.
8. Ekki skal nota hrærivélina utandyra.
9. Ekki skal láta snúruna hanga út af borðbrún.
10. Þessi vara er einungis ætluð til heimilisnota.
GEYMA SKAL ÞESSAR LEIÐBEININGAR
Á ÖRUGGUM ST
Öryggi þitt og annarra er mjög mikilvægt.
Mörg mikilvæg öryggisatriði eru í þessari handbók og á tækinu. Alltaf skal lesa öll
öryggisfyrirmæli vel og fara eftir þeim.
Þetta er öryggisviðvörunarmerki.
Þetta er merki um mögulega hættu sem getur ógnað lífi eða heilsu
þinni og annarra.
Öllum öryggisviðvörunarmerkjum fylgja fyrirmæli og annaðhvort orðið
“HÆTTA eða “VIÐVÖRUN. Þessi orð merkja:
Þú átt á hættu að deyja eða slasast
alvarlega ef þú ferð ekki strax eftir
fyrirmælunum.
Þú átt á hættu að deyja eða slasast
alvarlega ef þú ferð ekki eftir
fyrirmælunum.
Öll öryggisfyrirmælin gefa til kynna í hverju möguleg hætta er fólgin, hvernig hægt er
að draga úr likum á meiðslum og hvað getur gerst sé ekki farið eftir leiðbeiningum.
Öryggi Ísgerðartækisins
HÆTTA
VIÐVÖRUN
2
EspañolÍslenska
Hlutar Ísgerðartækisins
HrærisleikjaTengist við drifsamstæðuna
og dreifir, skefur og blandar rjómaíshræruna í
frystiskálinni.
ATHUGASEMD: Frystiskálin verður að vera
fullkomlega frosin til að hægt sé að búa til
rjómaís.
MIKILVÆGT: Aldrei þvo frystiskálina í
uppþvottavél.
Frystiskál — Þegar vökvinn sem á milli laga
skálarinnar er fullkomlega frosinn veitir hann,
jafna frystingu rjómaíshrærunnar gegnum allt
blöndunarferlið.
Drifsamstæða — Festist við mótorhausinn
fyrir ofan hringinn á hræraraöxlinum og
knýr hrærisleikjuna á öllum evrópskum
KitchenAid® borðhrærivélum.
3
EspañolÍslenska
Að setja saman frystiskál og hrærisleikju:
ATHUGIĐ: Nota skal frystiskálina strax eftir
að hún hefur verið tekin úr frysti þar sem hún
byrjar fljótlega að þiðna.
MIKILVÆGT: Ekki hella rjómaíshræru í
frystiskálina fyrr en allir hlutar hafa verið settir
saman og hrærivélin er sett af stað.
1. Setjið hraðastillinguna hrærivélarinnar á “O”
(AF) og taktu hana úr sambandi.
2. Hallaðu mótorhausnum aftur og fjarlægðu
hræriskálina.
3. Settu hrærisleikjuna í frystiskálina.
4. Settu frystiskálina á skálafestinguna.
5. Snúðu frystiskálinni rangsælis (í átt að
”)
til að festa hana. Frystiskálin ætti að falla
þétt á skálafestinguna.
Ísgerðartækið sett á hrærivél
með hallanlegum haus*
#
!
5
4
)
/
.
5
N
P
L
U
G
B
E
F
O
R
E
I
N
S
E
R
T
I
N
G
O
F
R
E
M
O
V
I
N
G
P
A
R
T
S
C
A
U
T
I
O
N
:
U
n
p
l
u
g
b
e
f
o
r
e
i
n
s
e
r
t
i
n
g
o
f
r
e
m
o
v
i
n
g
p
a
r
t
s
SKÁLAFESTING
* Fyrir hrærivélar með lyftanlegri skál,
sjá blaðsíður 5 og 6.
4
EspañolÍslenska
Áfesting drifsamstæðu:
1. Gættu þess að hraðastýringin sé enn á “O
(af) og að hrærivélin sé ekki í sambandi.
2. Lyftið mótorhúsinu, og frystiskálin og
frystiskálin og hrærisleikjan ættu að vera á
sínum stað.
3. Finndu út gerð hrærivélarinnar þinnar með
því að athuga með gorm á hræraraöxlinum,
og stilltu síðan drifsamstæðunni upp fyrir
rétta staðsetningu eins og sýnt er á myndinni.
4. Renndu drifsamstæðunni upp í
mótor-
húsið þar til hún gengur ekki lengra.
Þegar rétt er sett saman eiga sveigðar
ytri brúnir drifsamstæðunnar að vera
fyrir miðju mótor hússins. Ef þær eru ekki
fyrir miðju skal renna drifsamstæðunni
annað hvort fram eða aftur þar til hún er
fyrir miðju á mótorhúsinu. Gættu þess að
drifsamstæðan sé tryggilega á sínum stað
með því að þrýsta upp á við.
ATHUGIĐ: Ef drifsamstæðan passar ekki
á mótorhúsið skal reyna að nota hina hlið
drifsamstæðunnar.
5. Láttu mótorhúsið siga til að tengja
drifsamstæðuna við hrærisleikjuna. Ef
drifsamstæðan tengist ekki hrærisleikjunni
skal renna drifsamstæðunni annað
hvort fram eða aftur þar til hún tengist
hrærisleikunni almennilega.
6. Gættu þess að mótorhúsið sé að fullu niðri.
7. Setjið læsinguna í LÆSTA stöðu.
8. Áður en byrjað er að hræra skal prófa
læsinguna með því að reyna að lyfta
mótorhúsinu.
9. Settu hrærivélina í samband við
jarðtengdan tengil.
MÓTORHÚS
HRÆRARAÖXULL
* Fyrir hrærivélar með lyftanlegri skál,
sjá blaðsíður 5 og 6.
Ísgerðartækið sett á hrærivél
með hallanlegum haus*
Gormur
Ekkert þrep
Enginn gormur
Þrep
Breiðari endi
(merktur “A”)
Mjórri endi
(merktur “B”)
5
EspañolÍslenska
Ísgerðartækið sett á hrærivél með lyftanlegri skál*
Að setja saman frystiskál og hrærisleikju:
ATHUGIĐ: Nota skal frystiskálina strax eftir að
hún hefur verið tekin úr frystinum þar sem
hún byrjar fljótlega að þiðna.
MIKILVÆGT: Ekki hella rjómaíshræru í
frystiskálina fyrr en allir hlutar hafa verið settir
saman og hrærivélin hefur verið gangsett.
1. Snúðu hraðastýringu hrærivélarinnar á “O”
(AF) og taktu hana úr sambandi.
2. Settu lyftihandfang skálarinnar í niður-
stöðu og fjarlægðu hræriskálina.
3. Festu frystiskálina á sinn stað yfir
staðsetningarpinnana.
4. Ýttu afturhlið frystiskálarinnar niður þar til
skálarpinninn smellur inn í fjaðurlásinn.
ATHUGIĐ: Frystiskálin er hönnuð til að
passa á allar hrærivélar með lyftanlegri skál.
Ef skálarpinninn aftan á skálinni er of stuttur
eða of langur til að smella inn í fjaðurlásinn
skal fjarlægja skálina og snúa henni svo
að skálarpinninn hinum megin snúi að
fjaðurlásnum. Endurtaktu skref 3 og 4.
5. Settu hrærisleikjuna í frystiskálina.
Pinni of
stuttur
Pinni
fellur rétt í
STAÐSETNINGARPINNAR
* Fyrir hrærivélar með hallanlegum haus, sjá
blaðsíður 3 og 4.
6
EspañolÍslenska
Áfesting drifsamstæðu:
1. Gættu þess að hraðastýringin sé enn á “O
(af) og að hrærivélin sé ekki í sambandi.
2. Gættu þess að lyftihandfang skálarinnar
sé enn í niður-stöðu og að frystiskálin og
hrærisleikjan séu á sínum stað.
3. Finndu út gerð hrærivélarinnar
þinnar með því að athuga með
gorm á hræraraöxlinum, stilltu síðan
drifsamstæðunni upp fyrir rétta
staðsetningu eins og sýnt er á myndinni.
4. Renndu drifsamstæðunni upp á mótor-
húsið þar til hún gengur ekki lengra. Þegar
rétt er sett saman eiga sveigðar ytri brúnir
drifsamstæðunnar að vera fyrir miðju
mótorhússins. Ef þær eru ekki fyrir miðju
skal renna drifsamstæðunni annað hvort
fram eða aftur þar til
hún er fyrir
miðju á mótorhúsinu.
Gættu þess að
drifsamstæðan sé tryggilega á sínum stað
með því að þrýsta upp á við.
ATHUGIĐ: Ef drifsamstæðan passar ekki
á mótorhúsið skal reyna að nota hina hlið
drifsamstæðunnar.
5. Áður en byrjað er að hræra skal lyfta skálinni til
að tengja hrærisleikjuna við drifsamstæðuna.
Ef drifsamstæðan tengist ekki hrærisleikjunni
skal renna drifsamstæðunni annað
hvort fram eða aftur þar til hún tengist
hrærisleikunni almennilega.
6. Settu hrærivélina í samband við
jarðtengdan tengil.
Ísgerðartækið sett á hrærivél með lyftanlegri skál*
MÓTOR
HÚS
HRÆRARAÖXULL
* Fyrir hrærivélar með hallanlegum haus, sjá
blaðsíður 3 og 4.
Gormur
Ekkert þrep
Enginn gormur
Þrep
Breiðari endi
(merktur “A”)
Mjórri endi
(merktur “B”)
7
EspañolÍslenska
Ísgerðartækið notað
Notkun:
MIKILVÆGT: Ef hrærunni er hellt í frystiskálina
áður en hrærivélin er sett í gang er mögulegt
að hræran frjósi of fljótt og festi hrærisleikjuna.
1. Geymdu frystiskálina í frystinum í það
minnsta 15 klukkustundir.
2. Undirbúðu rjómaíshræruna fyrirfram (sjá
„Heilræði fyrir fullkominn rjómaís“).
3. Settu saman og tengdu frystiskálina,
hrærisleikjuna og drifsamstæðuna.
4. Stilltu hraða hrærivélarinnar á 1 (HRÆRA)
og helltu rjómaíshrærunni í frystiskálina;
hrærðu í 20-30 mínútur, eða þar til
óskuðum þéttleika er náð. Bættu við öllu
hráefni í föstu formi, svo sem ávöxtum,
hnetum, sælgæti eða súkkulaðibitum, eftir
að hafa hrært í 12-15 mínútur.
ATHUGIĐ: Ef hrærisleikjan byrjar að renna til
og smellir heyrast er það vísbending um að
rjómaísinn sé tilbúinn.
5. Fjarlægðu hrærisleikjuna og frystiskálina
og færðu ísinn með gúmmíspaða eða
plast- eða tréskeið yfir á ábætisdiska eða í
loftþétt ílát til geymslu.
ATHUGIĐ: Ísgerðarvélin gerir mjúkan rjómaís.
Fyrir meiri þéttleika skal geyma rjómaísinn í
loftþéttu íláti í frystinum í 2-4 klukkustundir.
MIKILVÆGT: Ekki geyma rjómaísinn í
frystiskálinni í frystinum. Ef reynt er að skafa
harðan rjómais upp úr frystiskálinni með
málmausu eða –áhöldum getur það skemmt
frystiskálina.
Frystiskálin verður að vera fullkomlega
frosin til að hægt sé að búa til rjómaís eða
aðra frosna eftirrétti.
Fyrir besta árangur skal geyma
frystiskálina innst í frystinum, þar sem
kuldinn er mestur, í að minnsta kosti 15
klukkustundir. Með því að setja frystinn á
köldustu stillingu tekur styttri tíma að gera
þéttan rjómaís í frystiskálinni.
Með því að geyma frystiskálina alltaf í
frystinum hefur þú þann sveigjanleika að
geta búið til frosnu uppáhaldseftirréttina
þína þegar þér dettur í hug.
Fyrir uppskriftir sem þarf að for-elda skal leyfa
blöndunni að kólna til fulls í kæliskápnum.
Kæla þarf allar hræruuppskriftir til fulls í
kæliskápnum áður en rjómaís er gerður.
Í flestar rjómaísuppskriftir þarf blöndu af
rjóma, mjólk, eggjum og sykri. Sú gerð
rjóma sem þú velur ákvarðar hversu fyllt
bragðið verður og hversu rjómakennd
áferðin á lokaafurðinni verður. Því hærri
prósenta fitu sem er í rjómanum, þeim
mun fyllri og rjómakenndari verður
rjómaísinn þinn. Hægt er að nota hvaða
blöndu sem er, svo framarlega sem
vökvamálið helst það sama. Hægt er
að gera léttari rjómaís með því að nota
meiri mjólk en rjóma, eða með því að
sleppa rjómanum. Það gengur að nota
undanrennu, en það verður áberandi
munur á áferð.
FITUGERÐIR RJÓMA %
Þung-rjómi .......................................................................36%
(Venjulegur íslenskur rjómi.)
Þeytirjómi .......................................................................... 30%
(Ekki til í verslunum á Íslandi.)
Léttrjómi ............................................................................18%
(Matreiðslurjómi er 15%.)
Hálfur og hálfur .............................................................10%
(Kaffirjómi er 12%.)
Þegar hrærðar eru rjómaísuppskriftir sem
kalla á hráefni í föstu formi, svo sem ávexti,
hnetur, sælgæti eða súkkulaðibita, er best
að bíða með að bæta þeim við þar til á
lokamínútum hræriferlisins.
Rjómaísgerð er tvíþætt framkvæmd:
umbreyting og þroski. Umbreytingarferlið
er að gera hræru að rjómaís, þar sem
þéttleiki rjómaíssins verður svipaður
mjúkís. Þroskunarferlið á sér stað í
frystinum þar sem rjómaísinn harðnar á
2-4 klukkustundum.
(framhald á blaðsíðu 8)
Heilræði fyrir gerð hins fullkomna íss
8
EspañolÍslenska
Fylgdu ráðlögðum hrærivélarhraða. Meiri hraði
hægir á umbreytingarferlinu.
Rúmtak hræru eykst verulega meðan á
umbreytingarferlinu stendur.
Upphaflegt magn hræru til að framleiða 1,9 l af
rjómaís ætti ekki að fara yfir 1.365 ml.
Hafðu í huga að frysting dregur úr sætleika
þannig að uppskriftir verða ekki eins sætar
þegar þær hafa verið frystar.
(framhald) Heilræði fyrir gerð hins fullkomna íss (framhald)
Umhirða og hreinsun
Leyfðu frystiskálinni að ná stofuhita áður en
reynt er að hreinsa hana.
Drifsamstæðuna og hrærisleikjuna má þvo
í uppþvottavél.
Þvoðu frystiskálina í volgu vatni með mildu
hreinsiefni. Þurrkaðu vandlega frystiskálina
áður en hún er sett í frysti.
MIKILVÆGT: Aldrei þvo frystiskálina í
uppþvottavélinni. Aðeins handþvo hana í
volgu vatni og með mildu hreinsiefni.
Franskur vanillurjómaís
600 ml hálfur og hálfur
(kannski nota
kaffirjóma)
8 eggjarauður
230 g sykur
600 ml þeytirjómi (kannski
blanda venjulegan
rjóma með mjólk)
4 teskeiðar vanilla
Ögn af salti
Hitaðu (kaffirjómann) í miðlungsstórum skaftpotti á meðalhita
þar til orðinn mjög heitur en sýður ekki, hræra oft. Taka af
hitanum; setja til hliðar.
Settu eggjarauður og sykur í hræriskál. Festu skál og þeytara
við hrærivélina. Settu á hraða 2 og hrærðu í um 30 sekúndur,
eða þar til þetta er orðið vel blandað og aðeins farið að
þykkna. Haltu áfram á hraða 2 og bættu kaffirjómanum smátt
og smátt út í; hrærðu þar til blandað. Settu kaffirjómablönduna
aftur í miðlungsstóran skaftpott, eldaðu á meðalhita þar til litlar
bólur myndast með brúnunum og rýkur úr blöndunni; hrærðu
stöðugt. Ekki sjóða. Færðu kaffirjómablönduna í stóra skál,
hrærðu saman við rjóma, vanillu og salti. Breiddu yfir skálina
og kældu vandlega, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát með
stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á HRÆRA
(Hraði 1) í 15 til 20 mínútur eða þar til óskuðum þéttleika er
náð. Færðu rjómaísinn strax á ábætisdiska, eða frystu hann í
loftþéttu íláti.
Afrakstur: 16 skammtar (120 ml hver skammtur).
TILBRIGÐI
Ferskur jarðaberjarjómaís
Settu saman í meðalstóra skál 500 g söxuð fersk jarðaber
(eða annan ferskan ávöxt) og 2 til 3 teskeiðar sykur, ef ósk
er. Láttu standa meðan rjómaísinn er í vinnslu. Bættu út í á
síðustu 3 til 5 mínútum frystitímans.
Afrakstur: 20 skammtar (120 ml hver skammtur).
9
EspañolÍslenska
(framhald) Franskur vanillurjómaís (framhald)
TILBRIGÐI
Kex- og krem rjómaís
Bættu 100 g af söxuðu súkkulaðikexi með kremi á milli (eða
öðru kexi, hnetum eða sælgæti) út í á síðustu 1 til 2 mínútum
frystitímans.
Afrakstur: 19 skammtar (120 ml hver skammtur).
Rjómaís með “þreföldu” súkkulaði
450 ml þeytirjómi (kannski
blanda venjulegan
rjóma með mjólk), skipt
niður
30 g extra dökkt súkkulaði
(kannski suðusúkkulaði),
skorið í bita
30 g dökkt súkkulaði, skorið
í bita
450 ml hálfur og hálfur
(kannski nota
kaffirjóma)
230 g sykur
40 g ósætt kakóduft
8 eggjarauður
4 teskeiðar vanilla
Ögn af salti
50 g mjólkursúkkulaði,
saxað
Settu 120 ml af rjóma, suðusúkkulaði og dökku súkkulaði í
lítinn skaftpott. Hitaðu á meðal-lágum hita þar til súkkulaðið
bráðnar, hrærðu oft. Taka af hitanum; setja til hliðar. Hitaðu
kaffirjómann í miðlungsstórum skaftpotti á meðalhita þar til
hann er orðinn mjög heitur en sýður ekki, hræra oft. Taka af
hitanum; setja til hliðar.
Settu sykur og kakóduft í litla skál. Sett til hliðar. Settu
eggjarauður í hræriskál. Festu skál og þeytara við hrærivélina.
Settu á hraða 2 og bættu smátt og smátt sykurblöndunni;
hrærðu í um 30 sekúndur, eða þar til þetta er orðið vel blandað
og aðeins farið að þykkna. Haltu áfram á hraða 2 og bættu
súkkulaðiblöndunni og kaffirjómanum smátt og smátt út í;
hrærðu þar til þetta er vel blandað.
Settu kaffirjómablönduna aftur í miðlungsstóran skaftpott;
hrærðu stöðugt og eldaðu á meðalhita þar til litlar bólur myndast
með brúnunum og rýkur úr blöndunni. Ekki sjóða. Færðu
kaffirjómablönduna í stóra skál, hrærðu saman við 330 ml sem
eftir eru af rjóma, vanillu og salti. Breiddu yfir skálina og kældu
vandlega, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát með
stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á HRÆRA
(Hraði 1) í 10 til 15 mínútur eða þar til óskuðum þéttleika er
náð; bættu mjólkursúkkulaðinu saman við á síðustu 1 til 2
mínútum frystitímans. Færðu rjómaísinn strax á ábætisdiska,
eða frystu hann í loftþéttu íláti.
Afrakstur: 16 skammtar (120 ml hver skammtur).
10
EspañolÍslenska
Karamellu-pekan rjómaís
850 ml nýmjólk
1 dós ósætt niðursoðin
mjólk
230 ml tilbúið heitt
karamellu- eða
sælgætiskaramellukrem
(um 340 g)
1 pakki vanillu-
skyndiblanda
1 teskeið vanilla
Ögn af salti
50- 100 g grófsaxaðar
pekan-hnetur
Settu allt hráefnið, nema pekan-hneturnar í miðlungsstóra
skál. Þeyttu þar til þetta er vel blandað og búðingurinn er
uppleystur. Breiddu yfir skálina og kældu vandlega, að minnsta
kosti í 6 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutunum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát
með stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á
HRÆRA (Hraði 1) í 15 til -20 mínútur eða þar til óskuðum
þéttleika er náð; bættu pekan-hnetunum saman við á síðustu
mínútu frystitímans. Færðu rjómaísinn strax á ábætisdiska, eða
frystu hann í loftþéttu íláti.
Afrakstur: 16 skammtar (120 ml hver skammtur).
Piparkökurjómaís
150 g piparkökur, brotnar í
lita bita
600 ml nýmjólk
100 g sykur
1 matskeiðar hunang
6 eggjarauður
Hitaðu nýmjólkina í miðlungsstórum skaftpotti þar til orðinn
mjög heit en sýður ekki, hrærðu oft. Taktu af hitanum og
bættu í litlum piparkökubitum.
Settu eggjarauður, hunang og sykur í hræriskál. Festu skál
og þeytara við hrærivélina. Settu á hraða 4 og hrærðu í um
30 sekúndur, eða þar til orðið vel blandað og aðeins farið að
hvítna.
Eldaðu nýmjólkur- og piparkökublönduna þar til piparkökurnar
bráðna, hrærðu stöðugt. Bættu smátt og smátt við
eggjarauðu-, hunangs- og sykurblöndunni. Ekki sjóða. Taktu
af hitanum; settu til hliðar. Breiddu yfir skálina og kældu
vandlega, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutunum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát
með stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram
á HRÆRA (Hraði 1) í 10 til 15 mínútur eða þar til óskuðum
þéttleika er náð. Færðu rjómaísinn strax á ábætisdiska, eða
frystu hann í loftþéttu íláti.
Afrakstur: 8 skammtar (120 ml hver skammtur).
11
EspañolÍslenska
Rjómakenndur sítrónu-appelsínu Gelato-ís
Flóaðu mjólk með appelsínuberki, sítrónuberki og
kaffibaunum í þungum, miðlungsstórum skaftpotti.
Þeyttu eggjarauður og sykur í miðlungsstórri skál þar til þetta
blandast. Þeyttu smátt og smátt helmingi mjólkurblöndunnar
saman við eggjarauðurnar. Settu eggjarauðurnar aftur í
skaftpottinn með því sem eftir er af mjólkinni. Hrærðu saman
á lágum hita þar til blandan þykknar lítillega og skilur eftir far á
skeiðarbotni þegar fingur er dreginn yfir, í um 8 mínútur; ekki
sjóða. Síaðu í miðlungsstóra skál. Geymdu í kæli þar til þetta er
orðið vel kælt.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum með
fylgihlutnum. Snúðu á Hræra. Notaðu ílát með stút og helltu
blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á Hræra í 15 til 20 mínútur
eða þar til óskuðum þéttleika er náð. Færðu rjómaísinn í loftþétt
ílát og frystu í nokkrar klukkustundir til að gera bragðinu kleift
að þroskast. Er hægt að undirbúa allt að 4 daga fram í tímann.
Ef gegnfrosinn skal mýkja lítillega í kæliskáp, um 20 mínútum
áður en borið er fram.
Afrakstur: 8 skammtar (120 ml hver skammtur).
500 ml léttmjólk (1,5%)
4 (5 x 2 cm) lengjur
appelsínubörkur
4 (5 x 2 cm) lengjur
sítrónubörkur
6 kaffibaunir
5 eggjarauður
170 g sykur
Ferskur hindberjavatnsís (Sorbet)
750 g hindber
90 ml vatn
300 ml Einfalt síróp
(uppskrift fer á eftir)
Settu hindber og vatn í skál matvinnsluvélar sem búin er
málmblaði. Hakkaðu þar til orðið mjög mjúkt; helltu gegnum
fínmöskva sigti, presaðu síðan létt maukið í sigtinu til að
ná sem mestum vökva og mögulegt er án þess að þrýsta
maukinu gegnum sigtið. Fleygðu maukinu. Helltu vökvanum
í loftþétt ílát og geymdu í kæliskáp þar til þetta er vandlega
kælt, að minnsta kosti í 8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Settu saman
kældan hindberjasafann og einfalda sírópið kælt. Notaðu
ílát með stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram
á HRÆRA (Hraði 1) í 7 til 12 mínútur eða þar til óskuðum
þéttleika er náð. Færðu vatnsísinn strax í loftþétt ílát og frystu í
að minnsta kosti 2 klukkustundir áður en borið er fram.
Afrakstur: 8 skammtar (230 ml hver skammtur).
500 g sykur
500 ml vatn
Settu sykur og vatn saman í skaftpott. Láttu suðuna koma upp
á miðlungsháum hita; eldaðu og hrærðu þar til sykurinn leysist
fullkomlega upp, um 10 mínútur. Færðu í ísbað, hrærðu þar til
orðið er vel kælt. Geymdu í kæli þar til á að nota það.
Afrakstur: 750 ml síróp
Einfalt síróp
12
EspañolÍslenska
Aðrar tegundir vatnsíss
(Sorbet)
Settu eftirfarandi magn
af hráefnem í staðinn fyrir
hráefnin sem talin eru upp á
blaðsiðunni á undan til að gera
þessar tegundir vatnsíss:
Bragð Ávöxtur Vatni bætt við
Einföldu
sírópi
bætt við
Sítróna
475 ml
sítró-
nusafi
ekkert 300 ml
Mangó
475 ml,
saxað
60 til 120 ml 300 ml
Kíví
475 ml,
saxað
135 ml súraldinsafi 300 ml
Ananas
475 ml,
saxað
75 ml súraldinsafi 300 ml
Bláber 1,2 L 90 ml súraldinsafi 300 ml
Mangó vatnsís með myntubragði
230 g sykur
700 ml nýmjólk
60 ml reyrsykurssíróp
3 þroskuð mangó,
afhýdd, fræhreinsuð og
söxuð (um 700 ml)
2 matskeiðar ferskur
súraldin- eða sítrónusafi
2 teskeiðar fínsöxuð
mynta, ef óskað er
Settu sykur, mjólk og maíssíróp í miðlungsstóran skaftpott.
Hitaðu við meðalhita, hrærðu oft, þar til þetta verður mjög
heitt en ekki sjóðandi. Taktu af hitanum; settu til hliðar.
Settu mangó og súraldinsafa í skál matvinnsluvélar; notaðu
fjölnotablaðið til að hakka þar til þetta verður orðið mjúkt. Bættu
mangóblöndunni og myntunni út í mjólkurblönduna. Breiddu
yfir skálina og kældu vandlega, að minnsta kosti í
8 klukkustundir.
Settu saman og tengdu frystiskálina, hrærisleikjuna og
drifsamstæðuna eins og sagt er fyrir um í leiðbeiningunum
með fylgihlutnum. Snúðu á HRÆRA (Hraði 1). Notaðu ílát með
stút og helltu blöndunni í frystiskálina. Haltu áfram á HRÆRA
(Hraði 1) í 7 til 12 mínútur eða þar til óskuðum þéttleika er náð.
Færðu vatnsísinn strax á framreiðsludiska, eða frystu hann í
loftþéttu íláti.
Afrakstur: 14 skammtar (120 ml hver skammtur).
13
EspañolÍslenska
KITCHENAID TEKUR EKKI ÁBYRGÐ Á AFFLEIDUM SKEMMDUM.
Ábyrgð fyrir fylgihlutum KitchenAid
®
heimilishrærivéla
Viðhaldsþjónusta
Öll þjónusta á hverjum stað skal veitt af
viðurkenndum KitchenAid þjónustuaðila.
Hafa skal samband við söluaðila til að
fá upplýsingar um næstu viðurkenndu
KitchenAid þjónustumiðstöð.
EINAR FARESTVEIT & CO.hf
Borgartúni 28
120 REYKJAVIK
ISLAND
Sími í verslun: 520 7901
Skrifstofa: 520 7900
Fax: 520 7910
ef@ef. is
Lengd
ábyrgðar:
Full ábyrgð í tvö ár frá
kaupdegi.
KitchenAid
greiðir fyrir:
Varahluti og
viðgerðarkostnað til að
lagfæra galla í efni eða
handverki. Viðurkennd
KitchenAid þjónustumiðstöð
verður að veita þjónustuna.
KitchenAid
greiðir ekki fyrir:
A. Viðgerðir þegar
Ísgerðartækið er
notuð til annarra
aðgerða er venjulegrar
heimilismatreiðslu.
B. Skemmdir sem verða
fyrir slysni, vegna
breytinga, misnotkunar,
ofnotkunar, eða
uppsetningar/notkunar
sem ekki er í samræmi
við raforkulög í landinu.
14
EspañolÍslenska
® Skrásett vörumerki KitchenAid, BNA Bandarikin.
Vörumerki KitchenAid, BNA Bandarikin.
Lögun standhrærivélarinnar er vörumerki KitchenAid, BNA Bandaríkin
© 2006. Allur réttur Öll réttindi áskilinn.
Efnislýsing getur breyst án fyrirvara.
Þjónustumiðstöð
EINAR FARESTVEIT & CO.hf
Borgartúni 28
120 REYKJAVIK
ISLAND
Sími í verslun: 520 7901
Skrifstofa: 520 7900
Fax: 520 7910
ef@ef. is
www.KitchenAid.com
9709864 (4042dZw806)
/