KitchenAid 5KFPM775EOB Užívateľská príručka

Kategória
Mixér / kuchynský robot príslušenstvo
Typ
Užívateľská príručka

Táto príručka je tiež vhodná pre

Íslenska
1
Gerðir 5KFPM776 (sýnd),
5KFPM771, 5KFPM775 (ekki sýnd)
ARTISAN
FOODPROCESSOR
INSTRUCTIES EN RECEPTEN
ARTISAN
FOOD PROCESSOR
INSTRUCTIONS AND RECIPES
ROBOT MÉNAGER ARTISAN
MODE D’EMPLOI ET RECETTES
ARTISAN
FOOD PROCESSOR
BEDIENUNGSANLEITUNG UND REZEPTE
FOOD PROCESSOR ARTISAN
ISTRUZIONI PER L’USO E RICETTE
PROCESADOR DE
ALIMENTOS ARTISAN
INSTRUCCIONES Y RECETAS
ARTISAN
MATBEREDARE
INSTRUKTIONER OCH RECEPT
ARTISAN
FOODPROSESSOR
BRUKSANVISNING OG OPPSKRIFTER
ARTISAN
MONITOIMIKONE
KÄYTTÖOHJEET JA RESEPTIT
ARTISAN
FOOD PROCESSOR
INSTRUKTIONER OG OPSKRIFTER
PROCESSADOR DE
ALIMENTOS ARTISAN
INSTRUÇÕES E RECEITAS
ARTISAN
MATVINNSLUVÉL
LEIÐBEININGAR OG UPPSKRIFTIR
ARTISAN
KOyzINOMhxANh
OΔhΓIEΣ KAI ΣyNTAΓEΣ
Íslenska
2
Efnisyfirlit
Öryggisatriði við notkun ................................................................................................ 3
Varúð, rafmagn............................................................................................................. 3
Mikilvæg öryggisatriði ................................................................................................... 4
Fylgihlutir ..................................................................................................................... 5
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
Fyrir fyrstu notkun .................................................................................................. 7
Samsetning vinnsluskálar ....................................................................................... 7
Samsetning fjölnota blaðs og deigblaðs ................................................................ 8
Samsetning sneið- og rifdiska ................................................................................ 8
Samsetning lítillar skálar ......................................................................................... 9
Samsetning kokkaskálar ......................................................................................... 9
Samsetning og notkun eggjaþeytara .................................................................... 10
Samsetning og notkun sítrónupressu ................................................................... 10
Notkun matvinnsluvélarinnar
Fyrir notkun ......................................................................................................... 12
Öryggislás á troðara ............................................................................................. 12
Merki um hámark vökvamagns ............................................................................ 12
kveikja og slökkva á matvinnsluvélinni ............................................................. 12
„Pulse” hnappurinn.............................................................................................. 13
Tvískiptur troðari .................................................................................................. 13
Matvinnsluvélin tekin í sundur ..................................................................................... 13
Meðferð og hreinsun .................................................................................................. 15
Ef vandamál koma upp ............................................................................................... 16
Góð ráð við matvinnslu ............................................................................................... 17
Notkun fjölnota blaðsins ...................................................................................... 17
Notkun sneið- og rifdiska ..................................................................................... 18
Notkun deigblaðsins ............................................................................................ 19
Notkun eggjaþeytara ........................................................................................... 19
Gagnleg ráð ................................................................................................................ 20
Uppskriftir ................................................................................................................... 22
Upplýsingar um ábyrgð og þjónustu
Household KitchenAid™ Evrópuábyrgð fyrir matvinnsluvél .................................... 27
Þjónustumiðstöðvar ............................................................................................. 27
Þjónusta við viðskiptavini...................................................................................... 28
Íslenska
3
Gerðir 5KFPM771, 5KFPM775,
5KFPM776:
230-240 Volt A.C.
Hertz: 50 Hz
ATHUGIÐ: Gerðir 5KFPM771, 5KFPM775
og 5KFPM776 eru með jarðtengda kló. Til
draga úr hættu á raflosti passar þessi
kló aðeins á einn veg í tengilinn. Passi
klóin ekki í tengilinn skal hafa samband
við löggiltan rafvirkja. Reynið ekki
breyta klónni.
Notið ekki framlengingarsnúru.
snúran of stutt skal löggiltan rafvirkja
eða þjónustuaðila til staðsetja tengil
nær tækinu.
Öryggi þitt og annarra er mjög mikilvægt.
Í þessum leiðbeiningum koma fram ýmis öryggisatriði sem nauðsynlegt er
tileinka sér. Lesið því leiðbeiningarnar vel og vandlega og fylgið varúðar og
öryggisreglum svo ekki hljótist skaði af notkuninni.
Þetta er varúðarmerkið.
Þetta merki varar við hættu sem getur valdið þér eða öðrum dauða
eða slysi.
Öll skilaboð um sérstaka varúð koma í kjölfar varúðarmerkisins og
orðanna „HÆTTAeða „VARÚД. Þessi orð þýða:
Ef ekki er farið strax eftir
leiðbeiningum getur það valdið
dauða eða alvarlegu slysi.
Ef ekki er farið eftir leiðbeiningum getur
það valdið dauða eða alvarlegu slysi.
Allar ábendingar um sérstaka varúð skýra hver hin mögulega hætta er, hvernig
draga úr slysahættu og hvað getur gerst ef leiðbeiningum er ekki fylgt.
Öryggisatriði við notkun
Varúð rafmagn
Hætta á raflosti.
Setjið í samband við jarðtengdan
tengil.
Fjarlægið ekki jarðtengingu.
Notið ekki spennubreyti.
Notið ekki framlengingarsnúru.
Sé ekki farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það valdið
dauða, eldsvoða eða raflosti.
VARÚÐ
HÆTTA
VARÚÐ
Íslenska
4
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Við notkun raftækja skal ávallt hafa
ákveðin öryggisatriði í huga, þar á meðal
eftirfarandi:
1. Lesið leiðbeiningarnar vandlega.
2. Til varnar raflosti skal ekki setja
matvinnsluvélina í vatn eða annan
vökva.
3. Takið tækið úr sambandi þegar það
er ekki í notkun, áður en það er sett
saman eða tekið í sundur og áður en
það er hreinsað.
4. Forðist að snerta hluta tækisins sem
eru á hreyfingu.
5. Notið ekki tæki með skemmdri snúru
eða kló, tæki sem hefur bilað, dottið
í gólfið eða skemmst á einhvern
hátt. Komið tækinu til viðurkennds
þjónustuaðila til skoðunar, viðgerðar
eða stillingar.
6. Notkun fylgihluta sem framleiðandi
selur ekki eða mælir ekki með geta
valdið eldsvoða, raflosti eða slysum.
7. Notið ekki utanhúss.
8. Haldið höndum og áhöldum frá
blöðum og diskum sem eru á hreyfingu
meðan matvæli eru unnin til
draga úr hættu á alvarlegum slysum
eða skemmdum á matvinnsluvélinni.
Sleikju má nota en aðeins þegar
matvinnsluvélin er ekki í gangi.
9. Hnífar á diskunum eru beittir.
Meðhöndlið þá af varúð.
10. Til draga úr slysahættu skal aldrei
setja blöð eða diska á tækið án þess
fullvissa sig fyrst um skálin
vel fest.
11. Gangið úr skugga um að hlífin yfir
skálinni sé örugglega í læstri stöðu
áður en tækið er sett í gang.
12. Setjið aldrei matvæli í tækið með
höndunum. Notið alltaf troðarann.
13. Reynið ekki þvinga í sundur lásinn
á hlífinni.
14. Þessi vara er eingöngu ætluð til
heimilisnota.
15. Þetta tæki er ekki óhætt láta börn
nota, eða aðra sem e.t.v. eiga við fötlun
að stríða, eða hafa ekki fengið tilhlýðilega
kennslu á tækið. Í slíkum tilfellum þarf
ábyrgur aðili, sem getur tekið ábyrgð á
viðkomandi að kenna á tækið.
16. Leggja þarf áherslu á það vrn að
það á ekki leika sér tækinu.
17. Slökkvið á tækinu og takið úr
sambandi. Meðan skipt er um
aukabúnað, þó sérstaklega þann
búnað sem snýst.
Þessi vara er merkt í samræmi við
ESB-reglugerð 2002/96/EF um ónýtan
rafmagns- og rafeindabúnað (WEEE).
Sé þess gætt að vörunni sé fargað á réttan
hátt er stuðlað að því að koma í veg fyrir
möguleg neikvæð áhrif á umhverfi og
lýðheilsu sem komið geta fram, sé vörunni
ekki fargað eins og til er ætlast.
Táknið
á vörunni eða skjölum sem
henni fylgja þýðir ekki farga henni
með venjulegu heimilissorpi. Þess í stað
skal afhenda hana á förgunarstöð Sorpu
eða sambærilegri afhendingarstöð fyrir
ónýtan rafmagns- og rafeindabúnað.
Vörunni skal fargað í samræmi við reglur á
hverjum stað um förgun sorps.
óskað eftir nánari upplýsingum um
meðferð, endurvinnslu og endurnýtingu
vöru þessarar er jafnaði hægt
leita til yfirvalda á hverjum stað,
sorpförgunarfyrirtækis eða verslunarinnar
þar sem varan var keypt.
GEYMIÐ ÞESSAR LEIÐBEININGAR
Íslenska
5
Hlíf á vinnsluskál með
sérlega víðu (Ultra Wide
Mouth) ílagsopi
Þetta sérlega víða (ultra
wide mouth) ílagsop er eitt
hið stærsta á markaðnum
og tekur við stórum hlutum svo sem
tómötum, agúrkum og kartöflum sem
þarf aðeins lítillega hluta í sundur.
Tvískiptur troðari
Þegar unnið er með litla bita
skal taka litla troðarann innan
úr þeim stóra. Auðvelt er
vinna kryddjurtir, hnetur, stakar
gulrætur og sellerístöngla með
litla troðaranum. Einnig er
hentugt að nota litla troðarann sem 115
ml mælibolla.
2,8 lítra vinnsluskál
Skálin er úr sterku
pólýkarbónat-plasti
og ræður vel við stóra
skammta.
Kokkaskál
(fylgir aðeins með
5KFPM776 gerðinni)
Komið, 4 lítra kokkaskálinni
fyrir ofan í vinnsluskálinni,
sneiðið eða rífið eina matvælategund og
vinnsluskálin helst hrein fyrir aðra tegund.
Lítil skál og lítið blað
950 ml skálin og blað úr ryðfríu
stáli eru tilvalin til að skera niður
og hræra smærri skammta.
Fínn (2 mm) sneiðdiskur
Þessi diskur sker u.þ.b. 1,6
mm sneiðar úr flestum
matvælum, allt frá viðkvæmum
jarðarberjum til hálf-frosins kjöts.
Meðalfínn (4 mm)
sneiðdiskur
Þessi diskur sker u.þ.b. 3,2 mm
sneiðar úr flestum matvælum.
Meðalfínn (4 mm) rifdiskur
Diskurinn rífur u.þ.b. 3,2 mm
ræmur úr flestum þéttum
ávöxtum, grænmeti og osti.
Julienne diskur
(fylgir með gerðum 5KFPM775
og 5KFPM776)
Sneiðir karflur, gulrætur, kúrt,
sumarkúrbít og aðra þétta ávexti og
grænmeti niður í bein 3,5 mm x 2,5 mm
julienne-strá.
Fylgihlutir*
* Ekki er víst að að sumir fylgihlutir sem sýndir eru fylgi, en það
fer eftir gerðinni sem þú keyptir.
Íslenska
6
Fylgihlutir*
Stöng til festa diska og blöð
Stöngin festist ofan á snúningsásinn
á vélinni og undir blöð og diska.
Fjölnota blað úr ryðfríu stáli
Fjölnota blað sem sker, hakkar,
blandar, hrærir og maukar á
nokkrum sekúndum.
Deigblað
Deigblaðið er sérhannað til
hræra og hnoða gerdeig.
Eggjaþeytari
Eggjaþeytarinn þeytir hratt rjóma
og eggjahvítur fyrir marens,
frauð og eftirrétti.
Sítrónupressa
(fylgir m gerðum 5KFPM775 og
5KFPM776)
Sítrónupressan
samanstendur af sigti,
tvískiptri keilu,
og stilliarmi.
Notið lausu ytri keiluna
fyrir stærri ávexti eins og
greipaldin og innri keiluna
fyrir sítrónur og súraldin.
Þrælsterk grunnvél
Á vélinni eru
stillingarnar „O“
(slökkt), „I“ (kveikt), og
„Pulse“ (púls) hnappar
ásamt snúningsásnum sem
snýr diskum og blöðum.
Sleif/sleikja
Sérstök lögun auðveldar
fjarlægja matarleifar úr
skálum, af blöðum
og diskum.
Fylgihlutaaskja kokksins
Fallega hönnuð, endingargóð og
fyrirferðarlítil askja sem geymir og ver
diska, blöð og fylgihluti. Fylgihlutataskan
sem fylgir með gerðum 5KFPM775 og
5KFPM776 er hönnuð til halda allt
fimm diskum. Ef aukadiskur er keyptur
er hægt að geyma hann í töskunni með
upprunalegu diskunum fjórum sem fylgja
með þessum tveimur gerðum.
* Ekki er víst að að sumir fylgihlutir sem sýndir eru fylgi, en það
fer eftir gerðinni sem þú keyptir.
5KFPM771 5KFPM775 og
5KFPM776
Íslenska
7
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
Fyrir fyrstu notkun
Áður en matvinnsluvélin er notuð í
fyrsta sinn skal þvo vinnsluskálina, hlífina
á vinnsluskálina, kokkaskálina, litlu
skálina, troðarana fyrir ílagsopið, diska
og blöð, annað hvort í höndunum eða í
uppþvottavél (sjá „Meðferð og hreinsun“
á bls. 15).
Samsetning vinnsluskálar
1. Komið matvinnsluvélinni fyrir á
þurru, sléttu undirlagi og látið
stjórnhnappana vísa að ykkur. Setjið
tækið ekki í samband fyrr en það hefur
verið að fullu sett saman.
2. Hafið handfangið lítillega til vinstri
við miðju og setjið vinnsluskálina
á vélina með gatið í miðjunni yfir
snúningsásnum.
3. Takið um handfangið á vinnsluskálinni
og snúið skálinni til hægri þar til hún
læsist föst.
4. Komið viðeigandi fylgihlutum fyrir í
vinnsluskálinni. Sjá leiðbeiningar um
fylgihluti á bls. 8-11.
5. Setjið hlífina á vinnsluskálina með
ílagsopið aðeins til vinstri við handfang
skálarinnar. Takið um ílagsopið og snúið
hlífinni til hægri þar til hún læsist föst.
ATHUGIÐ: Til að koma í veg fyrir
skemmdir á vinnsluskálinni skal ekki setja
hlífina á hana fyrr en vinnsluskálin er læst á
undirstöðuna.
6. Komið tvískipta troðaranum fyrir í
ílagsopinu.
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
I
O
Pulse
ARTISAN
Framhald á næstu síðu
Íslenska
8
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
7. Setjið í samband í viðurkenndan tengil
(sjá „Rafmagnsöryggi“
á bls. 3).
ATHUGIÐ: Matvinnsluvélin fer ekki í gang
nema vinnsluskálin og hlífin séu rétt læstar
á vélina og troðarinn settur í ílagsopið
línunni sem sýnir hámarksmagn.
Til forðast skemmdir á
vinnsluskálinni skal ekki fjarlægja hana af
undirstöðunni fyrr en búið er fjarlægja
hlífina.
Samsetning fjölnota blaðs og
deigblaðs
Setjið blaðið á stöngina.Snúið blaðinu svo
það falli í réttar skorður á stönginni.
Samsetning sneið- og rifdiska
1. Setjið stöngina á snúningsásinn.
Hætta á raflosti.
Setjið í samband við jarðtengdan
tengil.
Fjarlægið ekki jarðtengingu.
Notið ekki spennubreyti.
Notið ekki framlengingarsnúru.
Sé ekki farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það valdið
dauða, eldsvoða eða raflosti.
VARÚÐ
On
Off
Pulse
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
On
Off
Pulse
Íslenska
9
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
2. Látið diskinn falla yfir málmpinnann
á stönginni þannig hliðin með
blaðinu snúi upp. Ofan á diskinum
er hnúður og raufar neðan á til
auðveldara sé að stilla hann af. Snúið
svo diskinum þar til hann læsist alveg
ofan á pinnann.
Samsetning lítillar skálar
1. Setjið litlu skálina innan í
vinnsluskálina, yfir snúningsásinn.
Snúið litlu skálinni þar til hún fellur í
skorður. Þegar litla skálin er rétt fest
er ekki hægt hreyfa hana innan í
vinnsluskálinni.
2. Látið litla blaðið á stöngina. Það getur
þurft að snúa blaðinu þar til það fellur
í réttar skorður. Á sama hátt setja
litlu skálina innan í kokkaskálina.
3. Til að fjarlægja litlu skálina eftir vinnslu
skal lyfta henni með því nota gripin
tvö sem eru við brún skálarinnar.
Samsetning kokkaskálar (5KFPM776)
Setjið kokkaskálina innan í vinnsluskálina,
yfir snúningsásinn. Snúið kokkaskálinni þar
til hún fellur í skorður. Þegar kokkaskálin er
rétt fest er ekki hægt að hreyfa hana innan
í vinnsluskálinni. Kokkaskálina er aðeins
hægt að nota með sneið- og rifdiskunum
ekki er hægt nota fjölnota blaðið. Til
fjarlægja kokkaskálina eftir vinnslu skal lyfta
henni með því nota gripin tvö sem eru
við brún skálarinnar.
On
Off
Pulse
On
Off
Pulse
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
Framhald á næstu síðu
OnOn
OffOff
Pulse
Pulse
On
Off
Pulse
Íslenska
10
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
Samsetning og notkun eggjaþeytara
Með eggjaþeytaranum er gt
þeyta eggjahvítur eða rjóma til gera
tertuskreytingar eða mjúkan marens.
Best er þeyta a.m.k. 240 ml (125 g/
1 bolla) af rjóma eða 3 eggjahvítur í einu.
minna magn þeytt í einu er ekki víst
efnið þeytist nægilega vel.
Samsetning:
Eggjaþeytarinn er í 4 hlutum stöng, hlíf
á stöngina, þeytispaðinn og lok.
1. Setjið stöng eggjaþeytarans á
snúningsásinn. Snúið stönginni hægt
þar til hún fellur alveg ofan á ásinn.
2. Stillið L-laga raufina á þeytispaðanum á
móts við litla hakið í hlífinni og rennið
spaðanum á hlífina. Snúið til læsa
spaðanum.
3. Setjið hlífina og spaðann yfir stöngina.
Þrýstið niður svo hökin á stönginni falli
í raufarnar á spaðanum.
4. Setjið lokið yfir stöngina. Þrýstið niður
til að læsa því föstu.
5. Setjið hlífina á vinnsluskálina með
ílagsopið aðeins til vinstri við
handfangið. Passið pinninn í miðju
eggjaþeytarans falli í gatið í miðju
hlífarinnar. Takið um ílagsopið og snúið
hlífinni til hægri til læsa henni í
réttar skorður. Stingið troðaranum í
ílagsopið. Eggjaþeytarinn er tilbúinn
til notkunar.
6. Styðjið á „I“ (kveikt) hnappinn og þeytið
innihaldið að vild. Styðjið á „O“ (slökkt)
hnappinn þegar innihaldið er tilbúið.
taka í sundur:
1. Takið vélina úr sambandi. Takið hlífina
af vinnsluskálinni með því snúa
henni til hægri.
2. Lyftið eggjaþeytaranum í heilu lagi af
snúningsásnum. Losið þeytt innihaldið
úr vinnsluskálinni.
3. Takið lokið af eggjaþeytaranum.
Þrýstið pinnanum á stönginni niður
til að losa stöngina frá hlífinni. Snúið
þeytispaðanum til að losa hann og
rennið spaðanum af hlífinni.
Samsetning og notkun sítrónupressu
(5KFPM775 og 5KFPM776)
1. Komið vinnsluskálinni fyrir á vélinni og
læsið henni fastri.
2. Setjið sigtið í vinnsluskálina með
klemmuna til vinstri við handfangið á
skálinni.
3. Snúið sigtinu til vinstri þar til klemman
læsist við handfangið.
Lok
Stöng
Þeytispaði
Hlíf á
stöngina
On
Off
Pulse
Íslenska
11
Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun
4. Tvískipta keilan býður upp á 2 stærðir.
Veljið rétta stærð fyrir þá ávexti sem
á að pressa. Notið ytri keiluna fyrir
greipaldin, appelsínur og aðra stóra
ávexti. Fjarlægið ytri keiluna og minni
innri keila kemur í ljós, en hún er
tilvalin fyrir sítrónur og súraldin.
5. Opnlokið og setjkeiluna í sigt
yfir snúningsásnum. Það gæti þurft
snúa keilunni þar til hún fellur í réttar
skorður.
6. Skerið ávöxtinn sem á pressa í
tvennt.
7. Setjið hálfan ávöxtinn yfir keiluna.
8. Setjið lokið á sigtið. Haldið
stilliarminum fast niðri með opnum
lófa til að halda jöfnum þrýstingi.
Þegar sítrónupressan er notuð þarf
stilliarmurinn að vera niðri, þannig
heldur hann ávextinum á keilunni.
ATHUGIÐ: Ekki er mælt með notkun
sítrónupressunnar án stilliarmsins. það
gert þarf að taka stilliarminn úr sigtinu (sjá
14. lið).
9. Setjið sítrónupressuna af stað með því
styðja á „I“ eða „Pulse“ hnappinn.
10. Þegar safinn hefur verið pressaður úr
ávextinum skal styðja á „O“ hnappinn.
ATHUGIÐ: Látið ekki innihaldið fara upp
fyrir strikið á vinnsluskálinni sem sýnir
hámark vökvamagns (sjá bls. 12), annars
getur safi lekið úr skálinni.
11. Takið matvinnsluvélina úr sambandi.
12. Losið sigtið með því snúa því til
hægri. Fjarlægið pressaðan ávöxtinn,
keiluna og sigtið úr vinnsluskálinni.
13. Takið vinnsluskálina af vélinni og hellið
safanum í annað ílát.
14. Það er hægt að losa snúningsarminn
frá skálinni til þess þrifin séu léttari.
Til þess að losa um hann þarf losa
upp klemmuna við botn skálarinnar.
Þá er hægt losa upp arminn.
15. Þegar arminum er aftur komið fyrir
gætið þá þess hakið á haldinu falli
ofan í raufina á skálinni.
On
Off
Pulse
Íslenska
12
Notkun matvinnsluvélarinnar
Fyrir notkun
Gangið úr skugga um vinnsluskálin,
blöðin og hlífin á skálinni séu rétt saman
sett og komið fyrir á vélinni áður en
matvinnsluvélin er tekin í notkun (sjá
„Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun“
sem byrjar á bls. 7).
Öryggislás á troðara
Stóri troðarinn er hluti af
samlæsingaröryggiskerfi vélarinnar.
Matvinnsluvélin gengur ekki nema stóri
troðarinn sé settur í ílagsopið merkinu
um hámarksmagn.
Fyrir stöðuga notkun skal setja stóra
troðarann alla leið inn í sérlega víða
(ultra wide mouth) ílagsopið og nota litla
troðarann (sjá bls. 13 fyrir fulla lýsingu).
Merki um hámark vökvamagns
Þetta strik í vinnsluskálinni sýnir
hámarksmagn vökva sem matvinnsluvélin
getur unnið í einu.
kveikja („I“) og slökkva („O“) á
matvinnsluvélinni
1. Styðjið á „I“ hnappinn til setja
matvinnsluvélina í gang. Vélin
gengur þá samfellt og ljós kviknar á
stjórnborðinu.
2. Styðjið á „O“ hnappinn til slökkva á
vélinni. Ljósið á stjórnborðinu slökknar
og sjálfvirk bremsa stöðvar blaðið eða
diskinn innan nokkurra sekúndna.
3. Bíðið þar til blaðið eða diskurinn
hefur stöðvast alveg áður en hlífin er
tekin af vinnsluskálinni. Gætið þess
slökkva á matvinnsluvélinni áður en
hlíf vinnsluskálarinnar er fjarlægð, eða
áður en matvinnsluvélin er tekin úr
sambandi.
ATHUGIÐ: Fari matvinnsluvélin ekki í
gang skal gæta þess vinnsluskálin og
hlífin séu rétt læstar við undirstöðuna
og troðarinn hafi verið settur í ílagsopið
merkinu um hámarksmagn (sjá
„Matvinnsluvélin undirbúin fyrir notkun“
sem byrjar á bls. 7).
I
O
Pulse
ARTISAN
VARÚÐ
Hætta af blöðum á hreyfingu.
Notið alltaf troðarann.
Haldið fingrum frá opum.
Geymið þar sem börn ná ekki til.
Sé það ekki gert getur óvarkárni
orsakað að viðkomandi missi
fingur eða hljóti skurðarsár.
Íslenska
13
Notkun matvinnsluvélarinnar
„Pulse“ (púls) hnappurinn
„Pulse“ hnappurinn gerir kleift hafa
betri stjórn á lengd og krafti vinnslunnar.
Það er tilvalið þegar vinnslan á vera
stutt. Styðjið á „Pulse“ hnappinn og haldið
honum niðri til setja vinnslu af stað
og sleppið honum til hætta. Ljósið á
stjórnborðinu kviknar í hvert sinn sem
þrýst er á „Pulse“ hnappinn.
Tvískiptur troðari
(5KFPM771)
Fyrir stöðuga vinnslu
minni hluta skal
setja tveggja hluta
troðarann í ílagsopið
og snúa síðan litla
troðaranum í miðjunni
réttsælis til að aflæsa
honum og fjarlægja.
Notið ílagsopið í miðjunni og troðarann
til að bæta í litlum og mjóum matvælum
eða til að bæta við vökva meðan vélin er
í gangi. Þegar ekki er verið nota litla
ílagsopið skal læsa litla troðaranum með
því að snúa honum til vinstri.
Lítill troðari
Stór troðari
Tvískiptur
tro<eth>ari
Matvinnsluvélin tekin í sundur
ATHUGIÐ: Ef erfitt reynist
troðaranum úr ílagsopinu er líklegt
matvæli hafi fest í læsingunni. Til losa
troðarann skal leggja hlífina í bleyti í heitt
vatn eða þvo hana í uppþvottavél.
1. Styðjið á „O” hnappinn.
2. Takið matvinnsluvélina úr sambandi
áður en hún er sundur.
3. Snúið hlífinni á vinnsluskálinni til vinstri
og fjarlægið.
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
Íslenska
14
4. Ef notaður er diskur skal fjarlægja hann
áður en skálin er los. Setj tvo fingur
undir diskinn sitt hvorum megin og lyftið
honum beint upp. Fjarlægið stöngina.
5. Þegar litla skálin eða kokkaskálin eru
notaðar skal fjarlægja þær með
því að taka í gripin tvö sem eru við
brún skálarinnar.
6. Snúið vinnsluskálinni til vinstri til að losa
hana af vélinni. Lyftið til að fjarlægja.
7. Fjölnota blaðið má taka af skálinni
áður en innihaldið er losað úr henni.
Einnig má halda blaðinu á sínum stað
á meðan matvælin eru losuð: takið um
botninn á vinnsluskálinni og setjið einn
fingur upp í miðjuopið til halda við
blaðið. Losið síðan matvælin úr skálinni
og af blaðinu með sleikju.
On
Off
Pulse
Matvinnsluvélin tekin í sundur
On
Off
Pulse
I
O
Pulse
ARTISAN
Íslenska
15
Meðferð og hreinsun
1. Styðjið á „O” hnappinn.
2. Takið matvinnsluvélina úr sambandi
áður en hún er hreinsuð.
3. Strjúkið grunnvélina og snúruna
með heitum sápuklút og síðan með
rökum klút. Þurrkið með mjúkum
klút. Notið ekki hreinsiefni eða svampa
sem geta rispað.
4. Alla aðra hluta matvinnsluvélarinnar
þvo í uppþvottavél. Gætið þess
raða þeim ekki upp við hitald
uppþvottavélarinnar. Séu hlutar
matvinnsluvélarinnar þvegnir í höndum
skal forðast notkun hreinsiefna og
svampa sem rispa. Slíkt getur rispað
eða skýjað vinnsluskálina eða hlífina.
Þurrkið alla hluti vel eftir þvott.
5. Til að forðast skemmdir á öryggiskerfi
vélarinnar skal ávallt geyma
vinnsluskálina og hlífina í ólæstri stöðu
þegar vélin er ekki í notkun.
6. Vefjið rafmagnssnúrunni um
vinnsluskálina. Klemmið klóna fasta
við snúruna.
7. Diska, blöð og stangir sem búið er
taka í sundur skal geyma í þar til
gerðri öskju þar sem börn ekki til.
Hætta á skurðsárum.
Meðhöndlið blöðin af varúð.
Sé það ekki gert er hætta á að geta
skorið sig.
VARÚÐ
I
O
Pulse
ARTISAN
5KFPM771 5KFPM775 og
5KFPM776
Íslenska
16
Ef vandamál koma upp
•Efmatvinnsluvélinferekkiígang,
skal athuga eftirfarandi:
Aðgætið hvort vinnsluskálin og hlífin á
hana séu réttilega læstar fastar á vélina
og hvort troðarinn hafi verið settur í
ílagsopið að merkinu um hámarksmagn.
Fyrir stöðuga vinnslu minni hluta skal
setja tveggja hluta troðarann í ílagsopið
og snúa síðan litla troðaranum í
miðjunni réttsælis til aflæsa honum
og fjarlægja. Ef svo er, skal taka
matvinnsluvélina úr sambandi og setja
hana síðan aftur í samband.
Fari matvinnsluvélin enn ekki í gang skal
athuga hvort öryggi á greininni sem
matvinnsluvélin er í sambandi við í
lagi og hvort skammhlaup hafi orðið.
•Efmatvinnsluvélinrífurekkieða
sker þegar diskurinn er notaður:
Skal ganga úr skugga um hlið
disksins sem er með hnífinn ofan á
snúi upp á pinnanum. Ofan á diskinum
er hnúður og raufar neðan á til
auðveldara sé að stilla hann af.
•Eflokmatvinnsluvélarinnarlokast
ekki þegar verið er nota diskinn:
Skal ganga úr skugga um diskurinn
rétt settur á, með hnúðinn ofan á og
rétt settur ofan á pinnann.
•Efmatvinnsluvélinslekkurásérí
vinnslu:
Matvinnsluvélin gæti hafa ofhitnað. Ef
mótor hitnar umfram ákveðið hitastig
slekkur hann sjálfvirkt á sér til forðast
skemmdir. Þetta ætti aðeins örsjaldan
geta gerst. Ef það gerist skal styðja
á „O“ hnappinn og bíða í 15 mínútur
á meðan vélin kólnar áður en haldið
er áfram. Fari matvinnsluvélin enn ekki
í gang, skal bíða aðrar 15 mínútur á
meðan vélin kólnar enn frekar.
•Eferfittreynistaðnátroðaranum
úr ílagsopinu:
Líklegt er matvæli hafi fest í
læsingunni. Til að losa troðarann skal
leggja hlífina í bleyti í heitt vatn eða þvo
hana í uppþvottavél.
Takist ekki leysa vandann með
framangreindum ráðum, skal skoða
kaflann um KitchenAid ábyrgð og
þjónustu á bls. 27-28.
Hætta á raflosti.
Setjið í samband við jarðtengdan
tengil.
Fjarlægið ekki jarðtengingu.
Notið ekki spennubreyti.
Notið ekki framlengingarsnúru.
Sé ekki farið eftir þessum
leiðbeiningum getur það valdið
dauða, eldsvoða eða raflosti.
VARÚÐ
Íslenska
17
Góð ráð við matvinnslu
NOTKUN FJÖLNOTA
BLAÐSINS
Til saxa ferska ávexti eða
grænmeti:
Afhýðið, kjarnhreinsið og/eða fjarlægið
fræ. Skerið matvælin í bita, 2,54 til 3,81
sm á stærð. Vinnið matvælin í æskilega
stærð með því styðja á „Pulse“
hnappinn, í 1 til 2 sekúndur í einu. Skafið
hliðar skálarinnar ef þurfa þykir.
Til mauka soðna ávexti og
grænmeti (annað en kartöflur):
Bætið við 60 ml bolla) af vökva úr
uppskriftinni fyrir hvern bolla af matvælum.
Vinnið matvælin í stuttum lotum þar
til allt er orðið fínhakkað. Vinnið síðan
samfellt þar til æskilegri áferð er náð.
Skafið hliðar skálarinnar ef þurfa þykir.
Til útbúa kartöflustöppu:
Setjið kokkaskálina (5KFPM776) ofan
í vinnsluskálina. Notið rifdisk og rífið
niður heitar, soðnar kartöflur. Fjarlægið
kokkaskálina með kartöflunum. Setjið
fjölnota blaðí vinnsluskálina og
bætþar í rifnum kartöflunum, mjúku
smjöri, mjólk og kryddi. Styðjið á
„Pulsehnappinn 3 til 4 sinnum, 2 til
3 sekúndur í einu, þar til mjólkin hefur
hrærst vel saman við og áferðin er slétt.
Gætið þess að ofvinna ekki. Á gerðum
matvinnsluvéla, öðrum en 5KFPM776,
nota vinnsluskálina fyrir allt ferlið.
Til saxa þurrkaða (eða klístraða)
ávexti:
Matvælin ættu að vera köld. Bætið við
30 gr (¼ bolla) af hveiti úr uppskriftinni
fyrir hver 60 gr bolla) af þurrkuðum
ávöxtum. Vinnið ávextina með því
styðja stutt í einu á „Pulse“ hnappinn, þar
til réttri áferð er náð.
Til fínsaxa sítrónubörk:
Flysjið litaða hlutann (án hvítu himnunnar)
með beittum hníf utan af sítrónunni.
Skerið börkinn í litla strimla. Vinnið þar til
hann er fínsaxaður.
Til hakka hvítlauk eða saxa ferskar
kryddjurtir eða lítið magn grænmetis:
Hafið vélina í gangi og setjið matvælin
niður um ílagsopið. Vinnið þar til allt
er hakkað. Bestur árangur fæst ef
vinnsluskálin og kryddjurtirnar eru vel
þurrar áður en byrjað er vinna.
Til saxa hnetur eða búa til
hnetusmjör:
Vinnið allt að 375 gr (3 bolla) af hnetum
í æskilega áferð með því styðja stutt í
einu á „Pulse“ hnappinn, 1 til 2 sekúndur
í einu. Til grófari áferð: vinnið
minni skammta í einu, styðjið á „Pulse“
hnappinn 1 til 2 sinnum, 1 til 2 sekúndur
í einu. Styðjið oftar á „Pulse“ hnappinn til
fá fínni áferð. Til búa til hnetusmjör
skal vinna samfellt þar til sléttri áferð er
náð. Geymið í kæli.
Til hakka soðið eða hrátt kjöt,
fuglakjöt eða sjávarrétti:
Matvælin ættu að vera vel kæld. Sker
í 2,5 cm bita. Vinnið allt að 450 gr í
æskilega stærð með því styðja stutt í
einu á „Pulse“ hnappinn, 1 til 2 sekúndur í
einu. Skafið hliðar skálarinnar ef þurfa þykir.
Til gera brauð-, köku- eða
kexmylsnu:
Brjótið matvælin í 4 til 5 cm stykki. Vinnið
þar til fínni áferð er náð. Ef notuð eru
stærri stykki skal styðja 2 til 3 sinnum á
„Pulse“ hnappinn, 1 til 2 sekúndur í einu.
Vinnið síðan þar til fínni áferð er náð.
Til bræða súkkulaði í uppskrift:
Setjið súkkulaði og sykur úr uppskriftinni
saman í vinnsluskálina. Vinnið þar til allt er
fínhakkað. Hitið vökvann úr uppskriftinni.
Hafið vélina í gangi og hellið heitum
vökvanum niður um ílagsopið. Vinnið þar
til sléttri áferð er náð.
Íslenska
18
Góð ráð við matvinnslu
Til rífa harðan ost eins og
Parmesan og Pecorino:
Reynið aldrei að vinna ost sem er svo
harður að ekki er hægt stinga í
hann með beittum hníf. Hægt er
nota fjölnota blaðið til rífa harðan
ost. Skerið ostinn í 2,5 cm bita. Setjið í
vinnsluskálina. Vinnið með því styðja
stutt í einu á „Pulse“ hnappinn, þar til
osturinn hefur verið grófhakkaður. Vinnið
samfellt þar til allt er orðið fínrifið. Einnig
bæta við ostbitum gegnum litla
ílagsopið á meðan vélin er vinna.
NOTKUN SNEIÐ- OG
RIFDISKA
ATHUGIÐ: Þegar verið er
skera og troða matvælum ofan
í sérlega víða (ultra wide mouth) ílagsopið,
skal ekki fara upp fyrir strikið sem sýnir
hámarksmagn. Þannig getur troðarinn
virkjað öryggiskerfið og vélin farið í gang.
Til skera fína strimla eða stöngla
úr grænmeti og ávöxtum:
Skerið matvælin þannig
þau komist lárétt í
ílagsopið. Setjið matvælin
lárétt í ílagsopið. Vinnið
með því að nota jafnan
þrýsting og búið til ílangar
sneiðar. Endurraðið
sneiðunum og raðið lárétt
eða lóðrétt í ílagsopið.
Vinnið með því nota jafnan þrýsting.
Til sneiða eða rífa ílanga og frekar
mjóa ávexti og grænmeti, svo sem
sellerí, gulrætur og bananar:
Skerið matvælin þannig
þau passi lárétt eða
lóðrétt í ílagsopið og
fyllið opið vel þannig
matvælin haldist kyrr.
Vinnið með því nota
jafnan þrýsting. Einnig
nota litla troðarann
í tvískipta troðaranum. Setjið matvælin
lóðrétt í opið og notið litla troðarann til
vinna hann.
Til sneiða eða rífa kringlótta ávexti
og grænmeti, svo sem lauk, epli og
paprikur:
Afhýðið, kjarnhreinsið og/eða fjarlægið
fræ. Skerið í 2 eða 4 hluta svo allt komist
vel um ílagsopið. Setjið í ílagsopið. Vinnið
með því að nota jafnan þrýsting.
Til sneiða eða rífa smáa ávexti og
grænmeti, svo sem jarðarber, sveppi
og radísur:
Setjið matvælin í lóðréttum eða láréttum
lögum í ílagsopið. Fyllið opið svo matvælin
haldist kyrr en fyllið þó ekki uppfyrir
merkið um hámarksmagn. Vinnið með því
nota jafnan þrýsting. Einnig nota
litla troðarann í tvískipta troðaranum.
Setjið matvælin lóðrétt í opið og notið litla
troðarann til að vinna þau.
Íslenska
19
Góð ráð við matvinnslu
Til rífa
spínat
og önnur
salatblöð:
Raðið blöðunum
saman, rúllið
þeim upp og
látið þau standa upp á endann í ílagsopinu.
Vinnið með því nota jafnan þrýsting.
Til að sneiða hrátt kjöt eða fuglakjöt,
eins og fyrir austurlenska matargerð:
Skerið matvælin eða rúllið þeim upp svo
þau passi í ílagsopið. Pakkið matvælunum
og frystið þau þar til þau eru hörð
viðkomu, 30 mínútur til 2 klst., eftir þykkt.
Athugið að hægt stinga í matvælin
með beittum hníf. Ef ekki skal láta þau
þiðna lítillega. Vinnið með því nota
jafnan þrýsting.
Til sneiða soðið kjöt eða fuglakjöt,
eins og salami, pepperoni o.fl.:
Matvælin ættu að vera vel kæld. Skerið í
bita sem passa í ílagsopið. Vinnið með því
nota þéttan, jafnan þrýsting.
Til rífa þéttan og mjúkan ost:
Þéttur ostur ætti vera vel kældur. Til
sem bestum árangri með mjúkan ost,
svo sem mozzarella, skal frysta hann í 10
til 15 mínútur áður en hann er unninn.
Skerið svo passi í ílagsopið. Vinnið með því
nota jafnan þrýsting.
Til skera eða rífa perulaga mat
eins og sætar kartöflur, eggaldin og
kúrbít:
Setjið matinn á hliðina þannig stærri
endinn sé vinstra megin við ílagsopið
þegar staðið er fyrir framan vélina. Vinnið
matinn með jöfnum þrýstingi á troðarann.
NOTKUN DEIGBLAÐSINS
Deigblaðið er sérhannað til
hræra og hnoða gerdeig
fljótt og vel. Ekki þarf nema
einnar mínútu vinnslustíma eða minna til
mynda deigkúlu. Ef hnoðað er lengur
en eina mínútu losnar deigið í sundur
og loðir við hliðar skálarinnar. Best er
hnoða ekki í uppskriftir með meira en 50
til 375 gr (-3 bolla) af hveiti.
NOTKUN
EGGJAÞEYTARA
Til gera mjúkan
eggjahvítumarens:
Látið 3 eggjahvítur og ¼ teskeið af
cream of tartar í vinnsluskálina með
þeytispaðanum í. Vinnið þar til freyðir, um
30 til 45 sekúndur. Hafið vélina í gangi og
bætið smám saman við 40 gr (¹/
³
bolla)
af sykri gegnum litla ílagsopið. Vinnið
þar til stífir toppar myndast, um til 3
mínútur. Stöðvið vélina eftir þörfum til
aðgæta áferð hrærunnar.
Til þeyta rjóma:
Setjið rjóma í vinnsluskálina með
þeytispaðanum í. Vinnið í 30 sekúndur.
Hafið vélina í gangi og bætið við 2
matskeiðum af flórsykri gegnum litla
ílagsopið. Vinnið þar til mjúkir toppar
myndast, um 30 til 40 sekúndur. Stöðvið
vélina eftir þörfum til að aðgæta áfe
hrærunnar. Hafið vélina í gangi og bætið ½
teskeið af vanilludropum, ef vill, gegnum
litla ílagsopið. Vinnið þar til allt er vel
þeytt. Gætið þess samt ofvinna ekki.
Íslenska
20
Gagnleg ráð
1. Til að forðast skemmdir á blaðinu eða
mótornum, skal ekki vinna matvæli sem
eru svo hörð eða gegnfrosin að ekki sé
hægt að stinga í þau með beittum hníf.
Ef biti af hörðum matvælum, svo sem
gulrót, festist á blaðinu skal stöðva
vélina og taka blaðið úr. Fjarlægið
matvælin varlega af blaðinu.
2. Þegar verið er skera og troða
matvælum ofan í sérlega víða (ultra
wide mouth) ílagsopið, skal ekki fara
upp fyrir merkið um hámarksfyllingu.
Þannig getur troðarinn virkjað
öryggiskerfið og vélin farið í gang.
3. Yfirfyllið ekki vinnsluskálina eða litlu
skálina. Þegar unnar eru þunnar
blöndur má fylla vinnsluskálina
½ eða ²⁄
³
. Þegar unnar eru þykkari
blöndur má fylla vinnsluskálina ¾
. Vökva má fylla upp merkinu um
hámarksvökvamagn, eins og lýst er á
bls. 12. Þegar hakkað er ætti ekki
fylla vinnsluskálina meira en ¹⁄
³
til ½
. Notið litlu skálina fyrir allt 240 ml
(1 bolla) af vökva eða 65 gr bolla)
af þurrefnum.
4. Komið sneiðdiskunum þannig fyrir
skurðhliðin sé aðeins til hægri við
ílagsopið. Þannig nær blaðið snúast
heilan hring áður en það kemst í
snertingu við matvælin.
5. Til að nýta hraða vélarinnar skal setja
matvæli sem á hakka niður um litla
ílagsopið á meðan vélin er í gangi.
6. Mismunandi matvæli þurfa
mismunandi þrýsting til sem
bestum árangri við rif og sneiðingu.
Almenna reglan er nota léttan
þrýsting við mjúk, viðkvæm matvæli
(jarðarber, tómata o.fl.), miðlungs
þrýsting fyrir miðlungs þétt matvæli
(kúrbít, kartöflur o.fl.) og þéttan
þrýsting fyrir hörð matvæli (gulrætur,
epli, harðan ost, hálf-frosið kjöt o.fl.).
7. Mjúkur og miðlungsharður ostur
getur smurst út eða rúllast upp á
rifdiskinn. Til að forðast þetta skal
aðeins rífa vel kældan ost.
8. Stundum geta
mjó matvæli, svo
sem gulrætur og
sellerí fallið um
koll í ílagsopinu og
sneiðarnar orðið
ófjafnar. Til
forðast þetta er
best að skera matvælin í marga bita
og fylla vel í ílagsopið. Til vinna
lítil eða mjó matvæli er litli troðarinn
í tvískipta troðaranum sérlega
handhægur.
9. Þegar unnið er deig í kökur eða
brauð skal fyrst nota fjölnota blaðið
til að hræra feiti og sykur. Bætið
þurrefnunum í síðast. Setjið hnetur
og ávexti ofan á hveitiblönduna til
forðast að það verði of mikið hakkað.
Vinnið hnetur og ávexti með því
styðja stutt í einu á „Pulse“ hnappinn
þar til það hefur blandast öðrum
efnum. Gætið þess ofvinna ekki.
10. Þegar rifin eða sneidd matvæli safnast
fyrir í annarri hlið skálarinnar er
best að stöðva vélina og dreifa úr
matvælunum með sleikju.
11. Þegar unnin matvæli ná upp undir rif-
eða sneiðdiskinn skal tæma skálina.
12. Fáeinir stærri matvælabitar geta setið
eftir ofan á diskinum eftir sneiðingu
eða rif. Þá skera í höndum og
bæta við blönduna.
13. Skipuleggið vinnsluna til að minnka
uppþvott. Vinnið þurr og þétt efni á
undan vökva.
14. Til hreinsa matvælin auðveldlega
af fjölnota blaðinu skal aðeins tæma
vinnsluskálina, setja lokið aftur á og
setja vélina af stað í 1 til 2 sekúndur,
þá losna afgangar af blaðinu.
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28

KitchenAid 5KFPM775EOB Užívateľská príručka

Kategória
Mixér / kuchynský robot príslušenstvo
Typ
Užívateľská príručka
Táto príručka je tiež vhodná pre

V iných jazykoch