IKEA RENLIG Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka
RENLIG
IS
ÍSLENSKA
4
Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 4
Öryggisleiðbeiningar
5
Vörulýsing 7
Stjórnborð 8
Fyrir fyrstu notkun 11
Dagleg notkun 11
Góð ráð 14
Þvottastillingar 15
Notkunargildi 18
Umhirða og þrif 19
Bilanaleit 21
Tæknilegar upplýsingar 25
UMHVERFISMÁL 26
IKEA-ÁBYRGÐ 27
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu tækisins og notkun þess, skal lesa
meðfylgjandi leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn er ekki
ábyrgur fyrir tjóni ef röng uppsetning eða notkun veldur
líkamstjóni eða skemmdum. Alltaf skal geyma leiðbeiningarnar
með heimilistækinu til síðari notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
Þetta tæki mega börn nota frá 8 ára aldri og einnig aðilar
með skerta líkamlega hæfni, skynjun eða geðslag eða sem
skortir reynslu eða þekkingu ef viðkomandi hafa fengið
kennslu eða leiðbeiningar um hvernig nota skal tækið á
öruggan hátt og skilja þær hættur sem fylgja notkun þess.
Börn mega ekki leika sér með tækið.
Halda skal börnum undir 3 ára aldri frá tækinu nema þau séu
undir ströngu eftirliti.
Öllum pakkningum skal halda fjarri börnum.
Öllum þvottaefnum skal halda fjarri börnum.
Halda skal börnum og gæludýrum fjarri hurð tækisins þegar
hún er opin.
Heimilistækið er með barnalæsingu, við mælum með notkun
hennar.
Börn mega ekki hreinsa eða framkvæma viðhald á tækinu án
þess að vera undir eftirliti.
ÍSLENSKA 4
Almennt öryggi
Ekki breyta tæknilýsingu fyrir þetta heimilistæki.
Fylgja skal leiðbeiningum um hámarksrúmmál hleðslu upp á 7
kg (sjá kaflann „Þvottakerfistafla“).
Vatnsþrýstingur (lágmark og hámark) verður að vera á milli
0,5 bör (0,05 MPa) og 8 bör (0,8 MPa).
Lofttúðurnar undir tækinu (ef við á) mega ekki vera lokaðar
vegna teppis.
Heimilistækið skal tengja við vatn með nýju slöngunum sem
fylgja með því. Ekki skal endurnýta gamlar slöngur.
Ef rafmagnssnúran er skemmd, verður að fá nýja frá
framleiðanda, þjónustuaðila hans eða svipuðum hæfum aðila
til þess að koma í veg fyrir hættu.
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal slökkva á því og
aftengja aðalklóna frá rafmagnsinnstungunni.
Ekki nota vatnsúða og gufu til að hreinsa heimilistækið.
Þvoðu tækið með rökum og mjúkum klút. Notið aðeins mild
þvottaefni. Ekki nota rispandi efni, stálull, leysiefni eða
málmhluti.
Öryggisleiðbeiningar
Uppsetning
Fjarlægðu umbúðirnar og
flutningsboltana.
Geymdu flutningsboltana. Þegar þú flytur
heimilistækið aftur verður þú að koma í
veg fyrir að tromlan hreyfist.
Farðu alltaf varlega þegar þú hreyfir
tækið af því að það er þungt. Alltaf skal
nota öryggishanska.
Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningum
sem fylgja með tækinu.
Ekki setja upp eða nota heimilistæki þar
sem hitastigið er undir frostmarki eða þar
sem tækið er útsett fyrir veðri og vindum.
Gættu þess að gólfið þar sem tækið er
sett upp sé slétt, stöðugt, hitaþolið og
hreint.
Gættu þess að það sé gott loftflæði á
milli heimilistækisins og gólfsins.
Stilltu fæturna af svo að nauðsynlegt bil
sé á milli heimilistækisins og teppisins.
Ekki setja upp heimilistækið þar sem ekki
er hægt að opna hurðina til fulls.
Tenging við rafmagn
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar
á tegundarspjaldinu passi við aflgjafann.
Ef ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
ÍSLENSKA 5
Ekki nota fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Gætið þess að rafmagnsklóin og snúran
verði ekki fyrir skemmdum. Ef skipta þarf
um rafmagnssnúru verður viðurkennt
þjónustuver okkar að sjá um það.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gætið þess að
rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ekki snerta rafmagnssnúruna eða
rafmagnsklóna með blautum höndum.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Takið alltaf um klóna.
Einungis fyrir Bretland og Írland: Tækið
er með 13 ampera rafmagnskló. Ef
nauðsynlegt er að skipta um öryggi í
rafmagnsklónni, skal nota 13 ampera
ASTA (BS1362) öryggi.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
Tenging við vatn
Passið að vatnsslöngurnar verði ekki fyrir
skemmdum.
Áður en heimilistækið er tengt við nýjar
lagnir eða pípulagnir sem hafa ekki verið
notaðar í langan tíma, skal láta vatnið
renna þangað til það er hreint.
Í fyrsta skipti sem heimilistækið er notað,
skal tryggja að enginn leki eigi sér stað.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
raflosti, eldi, brunasárum eða því
að heimilistækið skemmist.
Einungis skal nota þetta heimilistæki
innan veggja heimilisins.
Farðu eftir öryggisleiðbeiningunum á
umbúðum þvottaefnisins.
Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
Gættu þess að fjarlægja alla málmhluti
úr þvottinum.
Ekki setja ílát til að safna hugsanlegum
vatnsleka undir tækið. Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð til að
ganga úr skugga um hvaða aukahluti má
nota.
Ekki snerta glerið í hurðinni á meðan
þvottaferill er í gangi. Glerið getur verið
heitt.
Þjónusta
Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið.
Notaðu eingöngu upprunalega varahluti.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
Aftengja skal tækið frá
rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja
henni.
Fjarlægið dyraklemmuna til að koma í
veg fyrir að börn eða dýr geti lokast inni
í tækinu.
ÍSLENSKA 6
Vörulýsing
Yfirlit yfir heimilistækið
1
2
3
4
5
6
1
Þvottaefnisskúffa
2
Stjórnborð
3
Handfang til að opna hurð
4
Merkiplata
5
Aftöppunarsía
6
Stillanlegir fætur
Skömmtunarskúffa þvottaefnis
Hólf fyrir þvottaefni sem notað er fyrir
forþvott og bleyti. Þvottaefni fyrir forþvott og
bleytingarstig er sett í í upphafi
þvottakerfisins.
Hólf fyrir þvottaefnisduft eða fljótandi
þvottaefni sem er notað í aðalþvotti. Ef verið
er að nota fljótandi þvottaefni, skal hella því í
hólfið rétt áður en þvottakerfið er sett af stað.
Hólf fyrir fljótandi aukefni (mýkingarefni,
sterkja).
Fylgdu ráðleggingum framleiðanda varðandi skammtastærðir og farðu aldrei yfir
«MAX» merkið á þvottaefnisskúffunni. Mýkingarefnum eða sterkju verður að hella
í hólfið áður en þvottakerfi er sett af stað.
ÍSLENSKA 7
Barnalæsing
Þetta heimilistæki inniheldur sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir að börn og gæludýr
festist inni í tromlunni.
Gættu þess að börn eða gæludýr klifri ekki inn í tromluna. Vinsamlegast athugaðu tromluna
áður en hún er notuð.
Til að virkja þennan búnað skaltu snúa
hnappinum (án þess að ýta á hann) innan á
hurðinni réttsælis þar til raufin er lárétt.
Notaðu smápening ef þörf krefur.
Til að afvirkja þennan búnað og gera
mögulegt að loka dyrunum á ný skaltu snúa
hnappinum rangsælis þar til raufin er lóðrétt.
Stjórnborð
Lýsing á stjórnborði
21
5678910
43
1
Kerfishnúður
2
Skjár
3
Hnappur fyrir seinkun ræsingar
4
Vísir fyrir læsta hurð
5
Byrja/Hlé-hnappur
6
Aukaskolunarhnappur
7
Straufrítt-hnappur
8
Forþvottarhnappur
9
Valkostahnappur
:
Skyndiþvottarvalkostur
ÍSLENSKA 8
Sparnaðarvalkostur
10
Valkosturinn Vindingarminnkun
og
Halda skolvatni
Kerfishnúður Það gerir þér kleift að kveikja/slökkva á heimilistækinu og/eða
velja þvottakerfi.
Skjár
BA
Skjárinn sýnir eftirfarandi upplýsingar:
A - Barnalæsing
Þessi búnaður gerir þér kleift að fara frá heimilistækinu á
meðan það er í gangi.
B – Tölustafur:
Lengd valins þvottakerfis. Eftir að þvottakerfi er valið er
lengd þess sýnd í klukkustundum og mínútum (t.d. ).
Lengt þvottakerfis er reiknuð sjálfkrafa miðað við
ráðlagða hámarkshleðslu fyrir viðkomandi gerð af efni.
Eftir að þvottakerfi byrjar er tíminn sem eftir er uppfærður
á mínútu fresti.
Seinkuð ræsing. Hin valda seinkun birtist á skjánum í
nokkrar sekúndur, síðan birtist aftur lengd hins valda
þvottakerfis. Tímalengd seinkunar styttist um eina einingu
á hverri klukkustund og þegar 1 klukkustund er eftir styttist
tíminn hverja mínútu.
Aðvörunarkóðar. Ef upp koma notkunarvandamál birtast
hugsanlega aðvörunarkóðar, t.d.
(sjá efnisgreinina
«Bilanaleit»).
Rangt val á valkosti. Ef valkostur sem ekki er samhæfur
við stillt þvottakerfi er valinn birtast skilaboðin neðst
á skjánum í nokkrar sekúndur. Rauði vísirinn sem in-
nbyggður er í hnapp byrjar að leiftra.
Lok þvottakerfis. :Þegar þvottakerfinu er lokið birtist leif-
trandi núll
, vísirinn og vísirinn á hnappi slokkna.
Hægt er að opna hurðina.
Hnappur fyrir seinkaða
ræsingu
Með þessum hnappi er hægt að seinka kerfinu um 30 mín. - 60
mín. - 90 mín., 2 klst. og síðan í 1 klst. þrepum upp í hámark 20
klukkustundir.
Vísir fyrir læsta hurð Vísirinn kviknar þegar þvottakerfið byrjar og gefur til kynna
hvort hægt sé að opna hurðina:
Vísir logar: Ekki er hægt að opna hurðina. Heimilistækið star-
far eða hefur hætt að starfa með vatn ennþá í belgnum.
Vísir slökktur: Hægt er að opna hurðina. Þvottakerfinu er lokið
eða vatnið hefur verið tæmt úr vélinni.
Vísir leiftrar: Hurðin opnast eftir örfáar mínútur.
ÍSLENSKA 9
Byrja/Hlé hnappur Þessi hnappur gerir þér kleift að ræsa eða rjúfa valin þvottakerfi.
Aukaskolunarhnappur Þetta heimilistæki er hannað til að spara orku. Ef nauðsynlegt er
að skola þvottinn með aukamagni af vatni (aukaskolun), veldu
þá þennan valkost. Nokkrar viðbótarskolanir eru þá gerðar.
Mælt er með þessum valkosti fyrir fólk sem er með ofnæmi fyrir
þvottaefnum og á svæðum þar sem vatnið er mjög mjúkt.
Viðeigandi vísir kviknar.
Straufrítt-hnappur Með þessu valkosti er þvotturinn varlega þveginn og undinn til
að forðast krumpur. Þannig er auðveldara að strauja.
Ennfremur framkvæmir heimilistækið viðbótarskolun í sumum
þvottakerfum.
Í bómullarkerfum er hámarksvindingarhraði sjálfvirkt minnkaður.
Tengdur vísir kviknar.
Forþvottarhnappur
Með því að velja þennan valkost framkvæmir heimilistækið
forþvott á undan aðalþvotti. Heildarþvottatíminn lengist. Mælt er
með þessum valkosti fyrir mjög óhreinan þvott.
Viðeigandi vísir kviknar.
Valkostahnappur Með því að ýta á þennan hnapp getur þú stillt:
Skyndiþvottarvalkost : Heimilistækið framkvæmir stutta
lotu fyrir lítið óhreinan þvott eða þvott sem bara þarf að fríska
aðeins upp á.
Við mælum með að minni þvottur sé settur í vélina.
Viðeigandi vísir kviknar.
Sparnaðarvalkost :
Með þessum valkosti getur þú ná góðum þvottaárangri og
minnkað orkunotkun um leið.
Heimilistækið framlengir þvottatímann og minnkar hitann.
Tengdur vísir kviknar.
ÍSLENSKA 10
Vindingarminnkunarh-
nappur
Með því að ýta á þennan hnapp getur þú breytt hraða vindin-
gar innan valins þvottakerfis.
Viðeigandi vísir kviknar.
Valkosturinn Halda skolvatni
Stilltu þennan valkost til að koma í veg fyrir að þvottur krumpist.
Tromlan snýst reglulega til að koma í veg fyrir að þvotturinn
krumpist.
Viðeigandi vísir kviknar.
Vatn er í tromlunni þegar kerfinu er lokið. Hurðin helst
læst. Þú verður að tæma vatnið af til að aflæsa
hurðinni. Til að tæma af vatnið sjá «Við lok kerfisins».
Fyrir fyrstu notkun
1. Tryggðu að tengingar við rafmagn og
vatn séu í samræmi við leiðbeiningar um
uppsetningu.
2. Taktu allt tau úr tromlunni.
3. Helltu 2 lítrum af vatni í aðalþvottahólfið
á þvottaefnisskúffunni til að virkja
SPAR-lokann.
Veldu bómullarstillingu fyrir tóma vél á
hæsta hita til að fjarlægja hvers kyns leifar
úr framleiðsluferlinu úr tromlu og þvottakari.
Helltu 1/2 skammti af þvottaefni í
aðalþvottahólfið og settu heimilistækið í
gang.
Dagleg notkun
Þvottur settur í vélina
Skrúfaðu frá vatnskrananum. Tengdu klóna
við rafmagnsinnstunguna.
1. Togaðu í hurðarhandfangið til að opna
hurð heimilistækisins.
2. Settu þvottinn í tromluna, eitt stykki í
einu.
3. Hristu stykkin áður en þau eru sett inn í
heimilistækið.
Gættu þess að setja ekki of mikinn þvott í
tromluna. Sjá hám. hleðsla sem gefin er til
kynna í „Þvottakerfistafla“.
4. Lokaðu hurðinni.
VARÚÐ!
Gættu þess
að ekki sé
þvottur á
milli
þéttigúmmís
og hurðar.
Þá er hætta á vatnsleka eða skemmdum á
þvotti.
ÍSLENSKA 11
Mældu þvottaefni og mýkingarefni
Helltu þvottaefninu í
aðalþvottahólfið
eða í viðeigandi hólf
ef valið þvottakerfi/
valkostur krefst þess
(sjá nánari
upplýsingar í
„Þvottaefnisskúffan“).
Til að hella réttu
magni þvottaefnis í
hófið, sjá nánar í
„Gráður vatnshörku“.
Helltu mýkingarefni í
hólfið sem er merkt
(má ekki fara yfir
«MAX» mörkin í
skúffunni).
Lokaðu skúffunni varlega
Kerfi stillt
1. Snúðu kerfishnúðnum til að kveikja á
heimilistækinu og stilla kerfið:
Vísir hnappsins
leiftrar.
Skjárinn sýnir hvað kerfið tekur
langan tíma.
2. Ef nauðsyn krefur skaltu breyta
vindingarhraða, eða bæta við tiltækum
valkostum. Þegar þú virkjar valkost
kviknar vísir fyrir stillta valkostinn.
Ef þú stillir eitthvað rangt sýnir
skjárinn skilaboðin
.
Til að fá lýsingu á hverri
þvottalotu, samhæfni milli
þvottakerfa og valkosta, skal
skoða kaflann «Þvottakerfi».
Kerfi sett í gang án seinkunar á ræsingu
Ýttu á hnappinn
Vísirinn fyrir hnappinn hættir að
leiftra og helst logandi.
Kerfið byrjar, hurðin læsist og vísirinn
logar.
Tími kerfisins styttist í einnar mínútu
skrefum.
Aftöppunardælan getur gengið í
stuttan tíma í upphafi
þvottalotunnar.
Kerfi sett í gang með valkosti um seinkun
ræsingar
1. Ýttu aftur og aftur á hnappinn þar til
skjárinn sýnir seinkunina sem þú vilt
stilla. Vísir fyrir seinkun ræsingar kviknar.
2. Ýttu á hnappinn :
Hurðin er læst og vísirinn logar.
Heimilistækið hefur niðurtalninguna.
Að niðurtalningu lokinni fer kerfið
sjálfkrafa í gang.
Þú getur hætt við eða breytt
stillingu valkostsins áður en þú
ýtir á hnappinn . Eftir að hafa
ýtt á hnappinn getur þú
aðeins hætt við valkostinn
.
Til að hætta við valkostinn :
a. Ýttu á hnappinn til að stilla að
heimilistækið geri hlé. Vísir
hnappsins leiftrar.
b. Ýttu á hnappinn þar til skjárinn
sýnir .
Ýttu aftur á hnappinn til að setja
kerfið samstundis í gang.
ÍSLENSKA 12
Rof á kerfi og valkostum breytt
Aðeins er hægt að breyta ákveðnum
valkostum áður en þeir fara í gang.
1. Ýttu á hnappinn
Vísirinn blikkar.
2. Breyttu valkostunum.
3. Ýttu aftur á hnappinn .
Kerfið heldur áfram.
Hætt við kerfi í gangi
1. Snúðu kerfishnúðnum í stöðuna til að
hætta við kerfið og slökkva á
heimilistækinu.
2. Snúðu kerfishnúðnum aftur til að kveikja
á heimilistækinu. Nú getur þú stillt nýtt
þvottakerfi.
Heimilistækið gæti tæmt af sér
vatnið áður en byrjað er á nýju
kerfi. Í því tilfelli skaltu gæta þess
að þvottaefnið sé enn í
þvottaefnishólfinu og ef ekki, fylla
aftur á hólfið.
Að opna hurðina
Á meðan kerfi eða er í gangi er hurð
heimilistækisins læst. Vísirinn logar.
VARÚÐ! Ef hitastigið og
vatnsyfirborðið í tromlunni er of
hátt og tromlan snýst ennþá er
ekki hægt að opna hurðina.
Til að opna hurðina á fyrstu mínútum
lotunnar eða þegar er í gangi:
1. Ýttu á hnappinn til að heimilistækið
geri hlé.
2. Bíddu þar til vísirinn slokknar.
3. Þú getur opnað hurðina.
4. Lokaðu hurðinni og snertu hnappinn
aftur. Kerfið (eða ) heldur áfram.
Við lok þvottakerfis
Heimilistækið stoppar sjálfkrafa.
Hljóðmerkið heyrist (ef það er virkjað).
Á skjánum birtist
.
Það slokknar á vísinum fyrir
-
hnappinn.
Hurðarlæsingarvísirinn
slokknar.
Snúðu kerfishnúðnum í stöðuna til að
slökkva á heimilistækinu.
Þú getur opnað hurðina.
Taktu þvottinn úr heimilistækinu. Gættu
þess að tromlan sé tóm.
Skrúfaðu fyrir kranann.
Hafðu hurðina og þvottaefnishólfið
hálfopin til að koma í veg fyrir myglu og
ólykt.
Þvottakerfinu er lokið, en það er vatn í
tromlunni:
Tromlan snýst reglulega til að hindra að
þvotturinn krumpist.
Vísirinn
helst logandi til að minna þig
á að tappa af vatninu.
Vísirinn fyrir hurðarlásinn
logar. Slökkt
er á vísi hnapps . Hurðin helst læst.
Þú verður að tappa vatninu af til að
opna hurðina.
Vatni tappað af:
1. Til að tappa vatninu af.
Stilltu kerfi
eða .
Ýttu á hnappinn
Heimilistækið
tæmist af vatni og vindur.
2. Þegar kerfinu er lokið og vísir fyrir
hurðarlás slokknar geturðu opnað
hurðina.
3. Snúðu kerfishnúðnum í stöðuna til að
slökkva á heimilistækinu.
Biðstaða
Nokkrum mínútum eftir að þvottakerfi
klárast fer orkusparnaðarkerfið í gang.
Birtustig skjásins minnkar. Með því að ýta á
ÍSLENSKA 13
einhvern hnapp á heimilistækinu fer það úr
orkusparnaðastillingunni.
Góð ráð
Flokkun á þvotti
Fylgdu þvottatáknunum á hverri flík og
þvottaleiðbeiningum framleiðanda.
Flokkaðu þvottinn sem hér segir Hvítt, litað,
gerviefni, viðkvæmt, ull.
Blettir fjarlægðir
Erfiða bletti er oft ekki hægt að fjarlægja
eingöngu með vatni og þvottaefni. Því er
ráðlegt að meðhöndla þá fyrir þvott.
Blóð: Meðhöndlaðu ferska bletti með köldu
vatni. Láttu storknaða blóðbletti liggja yfir
nótt í vatni með blettahreinsi og nuddaðu
svo með sápu og vatni.
Olíumálning: Vættu með
bensínblettahreinsi, leggðu flíkina á mjúkt
efni og þrýstu létt á blettinn; gerðu þetta
nokkrum sinnum.
Þurrir fitublettir: Vættu með terpentínu,
leggðu flíkina á mjúkt efni og þrýstu létt
með fingurgómum og bómullarklút á
blettinn.
Ryð: Oxalsýra leyst upp í heitu vatni eða
ryðleysir fyrir föt notaður kaldur. Farðu
varlega með ryðbletti sem eru ekki nýir þar
sem trénistrefjarnar eru orðnar skemmdar
og efnið hefur tilhneigingu til að gatast.
Myglublettir: Notaðu klór, skolaðu vel
(aðeins hvít bómull og litekta).
Grasgræna: Settu örlitla sápu og notaðu
svo klór (aðeins hvít bómull og litekta).
Kúlupenni og lím: Bleyttu með asetóni
1)
,
leggðu flíkina á mjúkt efni og þrýstu létt á
blettinn.
Varalitur: Vættu með asetóni eins og að
ofan, hreinsaðu svo bletti með spritti.
Notaðu klór á allar blettaleifar.
Rauðvín: Leggðu í bleyti í vatn og
þvottaefni, skolaðu og notaðu edikssýru
eða sítrónusýru, skolaðu aftur. Notaðu klór
á allar blettaleifar.
Blek: Það fer eftir tegund bleks, en fyrst ætti
að væta efnið með asetóni
1)
, síðan með
ediksýru; notaðu klór á allar blettaleifar á
hvítu efni og skolaðu svo vandlega.
Tjörublettir: Notaðu fyrst blettahreinsi, spritt
eða bensínhreinsi, nuddaðu svo með
hreinsikremi.
Vatnsharka
Harka vatns er flokkuð í svokölluðum
„stigum“ hörku. Upplýsingar um vatnshörku
á hverjum stað er hægt að nálgast hjá
viðkomandi vatnsveitu eða
staðaryfirvöldum
Einkenni
Hörkustig vatns
Þýsk °dH Frönsk °T.H.
Mjúkt 0-7 0-15
Miðlungs 8-14 16-25
Hart 15-21 26-37
Mjög hart > 21 > 37
1)
Ekki nota asetón á gervisilki
ÍSLENSKA 14
Bæta þarf við vatnsmýkingarefni
þegar harka vatns er
miðlungsmikil. Fylgið
leiðbeiningum framleiðanda.
Síðan er alltaf hægt að laga
þvottaefnisskammtinn (minnka) út
frá vatnshörku sé vatnið mjúkt.
Þvottastillingar
Tafla yfir kerfi
Vinsamlegast skoðaðu alltaf þvottamiðann á flíkinni og veldu þvottakerfi
samkvæmt því sem þar stendur.
Kerfi
Hitasvið
Hámarkshleðsla
Hámarksvindin-
garhraði
Lýsing á kerfi
(Tegund hleðslu og óhreinindastig)
BÓMULL
90° - 60° - 40° -
30°
7 kg
1400 s/mín
Hvít bómull og lituð bómull. Venjuleg óhreinindi og
lítil óhreinindi.
+ valkostur
BÓMULL VIST-
VÆNT
1)
60°C - 40°C
7 kg
1400 s/mín
Hvít bómull og litekta bómull. Venjuleg óhreinindi.
Orkunotkunin minnkar og tími þvottakerfisins lengist.
GERVIEFNI
60° - 40° - 30°
3 kg
900 s/mín
Fatnaður úr gerviefnum eða blönduðum efnum.
Venjuleg óhreinindi.
VIÐKVÆMT
40° - 30°
3 kg
700 s/mín
Viðkvæm efni eins og akrýl, viskós, pólýester.
Venjuleg óhreinindi.
HANDÞVOTTUR
40° - 30° -
(Kalt)
2 kg
900 s/mín
Viðkvæm efni með þvottamiðanum „handþvottur“.
2)
ÍSLENSKA 15
Kerfi
Hitasvið
Hámarkshleðsla
Hámarksvindin-
garhraði
Lýsing á kerfi
(Tegund hleðslu og óhreinindastig)
ULL
40°
2 kg
900 s/mín
Ull sem þvo má í vél og ull sem þvo má í höndu-
num
2)
GALLABUXUR
40°
3 kg
1200 s/mín
Föt úr gallaefni og peysur. Einnig fyrir dökkan
þvott.
BLANDA 20°
20°C
3 kg
900 s/mín
Sérstakt kerfi fyrir bómull, gerviefni og blönduð efni
sem eru lítið óhrein. Stilltu á þetta kerfi til að minnka
orkunotkun. Gættu þess að þvottaefnið sé fyrir lágt
hitastig svo að árangur af þvottinum verði góður
3)
Í BLEYTI
30°C
7 kg Forþvottur - Leggur í bleyti í um 40 mínútur -
Stöðvast með vatn í belgnum. Sérstakt kerfi fyrir
mjög óhreinan þvott. Í lok þessa tíma mun heimilis-
tækið stöðvast sjálfvirkt með vatn í belgnum. Áður en
næsta þvottastig hefst er nauðsynlegt að tæma af
vatnið (lestu „Við lok kerfisins“).
4)
STUTT KERFI
30°C
3 kg
700 s/mín
Stutt kerfi fyrir gerviefni og viðkvæman fatnað sem
er lítið óhreinn eða fyrir fatnað sem þarf að fríska
upp á.
Rinse
7 kg
1400 s/mín
Til að skola og vinda þvottinn. Öll efni.
Drain
7 kg Til að tæma vatnið úr tromlunni. Öll efni.
Spin
7 kg
1400 s/mín
Til að vinda þvottinn og til að tæma vatnið úr trom-
lunni. Öll efni.
ÍSLENSKA 16
Kerfi
Hitasvið
Hámarkshleðsla
Hámarksvindin-
garhraði
Lýsing á kerfi
(Tegund hleðslu og óhreinindastig)
KVEIKT/SLÖKKT
Staða til að slökkva á heimilistækinu eða/og endurstilla þvottakerfi.
1)
Stöðluð kerfi fyrir Energy Label orkuneyslutölur. Samkvæmt reglugerð 1061/2010 eru þessi þvottakerfi «Staðlað
60°C bómullarþvottakerfi» og «Staðlað 40°C bómullarþvottakerfi» hvort um sig. Þau eru skilvirkustu kerfin hvað varðar
samsetningu orkunotkunar og vatnsnotkunar til að þvo venjulega óhreinan bómullarþvott.
Vatnshitastig þvottastigsins getur verið frábrugðið skráðu hitastigi fyrir valið kerfi.
2)
Meðan á þessari lotu stendur snýst tromlan hægt til að tryggja varfærinn þvott. Ef svo virðist sem tromlan snúist ekki
eða snúist ekki rétt skaltu líta á þetta sem venjulega virkni heimilistækisins.
3)
Tækið setur í gang stutt hitunarkerfi ef hitastig vatnsins er undir 20°C. Tækið getur sýnt stillingu hitastigs sem „kalt“.
4)
Þetta kerfi er ekki hægt að nota fyrir mjög viðkvæm efni eins og silki eða ull. Helltu þvottaefninu fyrir leggja-í-bleyti
kerfið í hólfið sem merkt er
. Í lokin á bleytinu (eftir að hafa tæmt af vatnið) getur þú valið óskað þvottakerfi. Fyrst
skaltu slökkva á heimilistækinu, síðan velja kerfið og ræsa það.
Samhæfni kerfisvalkosta
Kerfi
1)
2) 3) 4)
ÍSLENSKA 17
Kerfi
1)
2) 3) 4)
1)
Þessi valkostur er aðeins virkur við 40°C og 60°C.
2)
Þegar þú stillir þennan valkost mælum við með að þú minnkir magn þvottsins. Hægt er að fullhlaða vélina en þá
verður þvottaárangurinn ekki góður. Ráðlögð hleðsla: Bómull: 3.5 kg, gerviefni og viðkvæm efni: 1.5 kg.
3)
Ef notað er fljótandi þvottaefni þarf að velja kerfi án FORÞVOTTAR.
4)
Hámarkshleðsla með valkostinum Straufrítt er 1,5 kg.
Notkunargildi
Upplýsingarnar í þessari töflu eru til viðmiðunar. Mismunandi ástæður geta
orðið
til þess að breyta upplýsingunum: magn og gerð þvottar, hitastig vatnsins
og umhverfishitastig.
Kerfi Hleðsla
(kg)
Orkunotkun
(kWh)
Vatnsnotkun
(lítrar)
Viðmiðunar-
lengd kerfis
(mínútur)
Raki sem eftir
er (%)
1)
Bómull 60°C 7 1.35 67 150 52
Bómull 40°C 7 0.85 67 140 52
Gerviefni 40°C 3 0.55 42 90 35
Viðkvæmur þvottur
40°C
3 0.55 63 65 35
Ull/Handþvottur
30°C
2 0.25 55 60 30
Venjuleg kerfi fyrir bómullarefni
Venjulegt 60°C bó-
mull
7 1.01 52 180 52
Venjulegt 60°C bó-
mull
3.5 0.78 44 149 52
Venjulegt 40°C bó-
mull
3.5 0.61 44 140 52
1)
Við lok vindingar.
Slökkt (W) Biðhamur (W)
0,10 0,98
ÍSLENSKA 18
Slökkt (W) Biðhamur (W)
Upplýsingarnar í töflunum hér að ofan eru í samræmi við reglugerð Framkvæmdastjórnar
ESB 1015/2010 sem innleiðir tilskipun 2009/125/EB.
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
AÐVÖRUN! Slökktu á tækinu
áður en þú framkvæmir einhverja
hreinsun eða viðhaldsverk.
Viðhaldsþvottur
Þvottur við lágan hita getur valdið
uppbyggingu leifa innan á tromlunni.
Við mælum með viðhaldsþvotti með
reglulegu millibili.
Viðhaldsþvottur:
Tromlan ætti ekki að hafa neinn þvott í
sér.
Veldu heitasta bómullarþvottakerfið.
Notaðu venjulegan skammt af
þvottaefni, verður að vera vistvænt duft.
Að hreinsa þvottaefnisskúffuna og
skúffuhólfið
Þvottaefnis- og aukefnaskúffuna ætti að
þvo reglulega.
Til að fjarlægja
skúffuna skaltu ýta
flipanum niður og
toga hana út.
Til að styðja við
hreinsun skaltu einnig
fjarlægja efri hluta
aukefnahólfsins.
Notaðu stífan bursta
til að hreinsa og
fjarlægja allar leifar
af þvottaefni.
Skolaðu alla hluti sem
hafa verið fjarlægðir
úr
þvottaefnisskúffunni
undir krananum til að
fjarlægja allar leifar
af uppsöfnuðu dufti.
Notaðu fyrrnefndan
bursta til að hreinsa
skúffuhólfið og
tryggðu að efri og
neðri hlutar þess séu
vel hreinsaðir.
Eftir að hafa hreinsað skúffuna og
skúffuhólfið skaltu setja allt á sinn stað og
keyra skolkerfi án þvottar í tromlunni til að
skola burt öllum leifum.
ÍSLENSKA 19
Aftöppunarsían hreinsuð
Gerðu sem hér segir:
A B
Settu ílát nálægt
dælunni (A) til að
taka við því sem lekur
út.
Losaðu
neyðartæmingarslön
guna (B), settu hana í
ílátið og taktu
hlífðarlokið af henni.
1
2
Þegar allt vatnið er
komið út skal skrúfa
síuhlífina af og
fjarlægja hana.
Hafðu ávallt tusku við
höndina til að þurrka
upp leka þegar sían
er fjarlægð.
Fjarlægðu alla
aðskotahluti úr
síuhjólinu með því að
snúa því.
Notaðu blýant til að
athuga hvort að
síuhjólið aftast í
dæluhúsinu geti
snúist. (Það er eðlilegt
að síuhjólið snúist
skrykkjótt.) Ef ekki er
hægt að snúa
síuhjólinu skaltu
vinsamlegast hafa
samband við
viðurkennda
þjónustumiðstöð.
1
2
Settu lokið aftur á
neyðartæmingarslön
guna og komdu henni
fyrir á sínum stað.
Skrúfaðu síuna alla
leið inn.
Inntakssía og síuloki hreinsuð
Ef það tekur langan tíma að fylla tækið með
vatni, eða ef það fyllist ekki, þá leifrar vísir
ræsihnappsins rauður. Athugaðu hvort
vatnsinntakssían og síulokinn séu stífluð (sjá
frekari ítaratriði í kaflanum „Bilanaleit“).
Gerðu sem hér segir:
Skrúfaðu fyrir
kranann.
Skrúfaðu slönguna
af krananum.
Hreinsaðu síuna í
slöngunni með
stífum bursta.
Skrúfaðu
inntaksslönguna
aftur vandlega á
kranann.
ÍSLENSKA 20
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32

IKEA RENLIG Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka

V iných jazykoch