Til að fá lýsingu á hverju
þvottaferli, samhæfni milli
þvottakerfa og valkosta, skal
skoða kaflann «Þvottakerfi».
AÐVÖRUN! Ef þú snýrð
þvottakerfisskífunni yfir á annað
þvottakerfi á meðan tækið er í
gangi, leiftrar rauði vísirinn á
hnappi 3var sinnum til að
gefa til kynna rangt val.
Heimilistækið byrjar ekki á nýju
þvottakerfi.
Stilltu hitastigið með því að ýta á hnapp
Þegar kerfi er valið leggur heimilistækið
sjálfkrafa til sjálfgefið hitastig. Ýttu á hnapp
aftur og aftur til að hækka eða lækka
hitastigið, ef þú vilt að þvotturinn sé
þveginn á öðru hitastigi.
Ef þú velur stöðuna framkvæmir
heimilistækið þvott með köldu vatni.
Viðeigandi vísir kviknar.
Minnkaðu vinduhraðann með því að ýta á
hnapp
Með því að velja kerfi stingur heimilistækið
sjálfvirkt upp á hámarksvinduhraða sem í
boði er fyrir það kerfi (sjá töflu um
þvottakerfi).
• Veldu stöðuna ef þú vilt minnka
lokavindingu um hálfan hraða.
• Veldu stöðuna ef þú vilt koma í veg
fyrir að þvotturinn þinn krumpist.
Viðeigandi vísir kviknar.
Veldu tiltæka valkosti með því að ýta á
hnappana og
Hægt er að blanda saman mismunandi
valkostum eftir því hvaða þvottakerfi er
valið. Þá verður að velja eftir að þvottakerfi
hefur verið valið og áður en kerfið er sett af
stað.
Þegar ýtt er á þessa hnappa kviknar á
viðkomandi vísum. Þegar ýtt er aftur á þá
slokknar á vísunum. Ef rangur valkostur er
valinn leiftrar rauði vísirinn í hnappinum
3 sinnum.
Hvað varðar samhæfni milli
þvottakerfa og valkosta, sjá
kaflann «Þvottakerfi».
Veldu þvottaseinkun með því að ýta á
hnappinn
Áður en þvottakerfið er sett af stað, ef
óskað er eftir að þvottavélin byrji ekki að
þvo strax skal ýta endurtekið á hnapp til
að velja hvenær vélin á að byrja að þvo.
Viðeigandi vísir kviknar.
Þú verður að velja þennan valkost eftir að
þvottakerfi hefur verið stillt og áður en
kerfið er ræst.
Hægt er að afturkalla eða breyta
þvottaseinkun hvenær sem er, áður en ýtt er
á hnapp
.
Að velja þvottaseinkun:
1. Veldu kerfið og óskaða valkosti.
2. Veldu þvottaseinkun með því að ýta á
hnappinn
.
3. Ýttu á hnapp
:
• Tækið byrjar að telja niður;
• Kerfið byrjar þegar tíminn sem valinn
var er liðinn.
ÍSLENSKA
12