IKEA RENLIGFWM8 70309642 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka
RENLIG
FWM8
IS
ÍSLENSKA
4
Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 4
Öryggisleiðbeiningar 5
Vörulýsing 7
Stjórnborð 8
Fyrir fyrstu notkun 10
Stillingar 11
Dagleg notkun 11
Þvottastillingar 14
Notkunargildi 17
Góð ráð 18
Umhirða og þrif 19
Bilanaleit 21
Tæknilegar upplýsingar 24
UMHVERFISMÁL 25
IKEA-ÁBYRGÐ 25
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu tækisins og notkun þess, skal lesa
meðfylgjandi leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn er ekki
ábyrgur fyrir tjóni ef röng uppsetning eða notkun veldur
líkamstjóni eða skemmdum. Alltaf skal geyma leiðbeiningarnar
með heimilistækinu til síðari notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
Þetta tæki mega börn nota frá 8 ára aldri og einnig aðilar
með skerta líkamlega hæfni, skynjun eða geðslag eða sem
skortir reynslu eða þekkingu ef viðkomandi hafa fengið
kennslu eða leiðbeiningar um hvernig nota skal tækið á
öruggan hátt og skilja þær hættur sem fylgja notkun þess.
Börn mega ekki leika sér með tækið.
Halda skal börnum undir 3 ára aldri frá tækinu nema þau séu
undir ströngu eftirliti.
Öllum pakkningum skal halda fjarri börnum.
Öllum þvottaefnum skal halda fjarri börnum.
Halda skal börnum og gæludýrum fjarri hurð tækisins þegar
hún er opin.
Heimilistækið er með barnalæsingu, við mælum með notkun
hennar.
ÍSLENSKA
4
Börn mega ekki hreinsa eða framkvæma viðhald á tækinu án
þess að vera undir eftirliti.
Almennt öryggi
Ekki breyta tæknilýsingu fyrir þetta heimilistæki.
Fylgja skal leiðbeiningum um hámarksrúmmál hleðslu upp á 8
kg (sjá kaflann „Þvottakerfistafla“).
Vatnsþrýstingur (lágmark og hámark) verður að vera á milli
0,5 bör (0,05 MPa) og 8 bör (0,8 MPa).
Lofttúðurnar undir tækinu (ef við á) mega ekki vera lokaðar
vegna teppis.
Heimilistækið skal tengja við vatn með nýju slöngunum sem
fylgja með því. Ekki skal endurnýta gamlar slöngur.
Ef rafmagnssnúran er skemmd, verður að fá nýja frá
framleiðanda, þjónustuaðila hans eða svipuðum hæfum aðila
til þess að koma í veg fyrir hættu.
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal slökkva á því og
aftengja aðalklóna frá rafmagnsinnstungunni.
Ekki nota vatnsúða og gufu til að hreinsa heimilistækið.
Þvoðu tækið með rökum og mjúkum klút. Notið aðeins mild
þvottaefni. Ekki nota rispandi efni, stálull, leysiefni eða
málmhluti.
Öryggisleiðbeiningar
Uppsetning
Fjarlægðu umbúðirnar og
flutningsboltana.
Geymdu flutningsboltana. Þegar þú flytur
heimilistækið aftur verður þú að koma í
veg fyrir að tromlan hreyfist.
Farðu alltaf varlega þegar þú hreyfir
tækið af því að það er þungt. Alltaf skal
nota öryggishanska.
Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningum
sem fylgja með tækinu.
Ekki setja upp eða nota heimilistæki þar
sem hitastigið er undir frostmarki eða þar
sem tækið er útsett fyrir veðri og vindum.
Gættu þess að gólfið þar sem tækið er
sett upp sé slétt, stöðugt, hitaþolið og
hreint.
Gættu þess að það sé gott loftflæði á
milli heimilistækisins og gólfsins.
Stilltu fæturna af svo að nauðsynlegt bil
sé á milli heimilistækisins og teppisins.
Ekki setja upp heimilistækið þar sem ekki
er hægt að opna hurðina til fulls.
ÍSLENSKA 5
Tenging við rafmagn
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar
á tegundarspjaldinu passi við aflgjafann.
Ef ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
Ekki nota fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Gætið þess að rafmagnsklóin og snúran
verði ekki fyrir skemmdum. Ef skipta þarf
um rafmagnssnúru verður viðurkennt
þjónustuver okkar að sjá um það.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gætið þess að
rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ekki snerta rafmagnssnúruna eða
rafmagnsklóna með blautum höndum.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Takið alltaf um klóna.
Einungis fyrir Bretland og Írland: Tækið
er með 13 ampera rafmagnskló. Ef
nauðsynlegt er að skipta um öryggi í
rafmagnsklónni, skal nota 13 ampera
ASTA (BS1362) öryggi.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
Tenging við vatn
Passið að vatnsslöngurnar verði ekki fyrir
skemmdum.
Áður en heimilistækið er tengt við nýjar
lagnir eða pípulagnir sem hafa ekki verið
notaðar í langan tíma, skal láta vatnið
renna þangað til það er hreint.
Í fyrsta skipti sem heimilistækið er notað,
skal tryggja að enginn leki eigi sér stað.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
raflosti, eldi, brunasárum eða því
að heimilistækið skemmist.
Einungis skal nota þetta heimilistæki
innan veggja heimilisins.
Farðu eftir öryggisleiðbeiningunum á
umbúðum þvottaefnisins.
Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
Gættu þess að fjarlægja alla málmhluti
úr þvottinum.
Ekki setja ílát til að safna hugsanlegum
vatnsleka undir tækið. Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð til að
ganga úr skugga um hvaða aukahluti má
nota.
Ekki snerta glerið í hurðinni á meðan
þvottaferill er í gangi. Glerið getur verið
heitt.
Þjónusta
Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið.
Notaðu eingöngu upprunalega varahluti.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
Aftengja skal tækið frá
rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja
henni.
Fjarlægið dyraklemmuna til að koma í
veg fyrir að börn eða dýr geti lokast inni
í tækinu.
ÍSLENSKA
6
Vörulýsing
Yfirlit yfir heimilistækið
1 2 3
5
6
4
1
Borðflötur
2
Þvottaefnisskammtari
3
Stjórnborð
4
Hurðarhandfang
5
Merkiplata
6
Fætur fyrir jafnvægi heimilistækisins
Skömmtunarskúffa þvottaefnis
Þvottaefnishólf fyrir þvottastig. Ef þú notar
fljótandi þvottaefni skaltu setja það í rétt áður
en þú byrjar kerfið.
Hólf fyrir fljótandi aukefni (mýkingarefni,
sterkja).
Speldi fyrir þvottaefni í duft- eða
vökvaformi.
Fylgdu ráðleggingum framleiðanda varðandi skammtastærðir og farðu aldrei yfir
MAX merkið í skömmtunarskúffu þvottaefnis. Mýkingarefnum eða sterkju verður
að hella í hólfið áður en þvottakerfi er sett af stað.
VARÚÐ! Ef þú vilt framkvæma forþvott skaltu hella þvottaefninu inn á milli
fatnaðarins í tromlunni.
ÍSLENSKA 7
VARÚÐ! Eftir því hvaða tegund þvottaefnis þú ert að nota (duft eða fljótandi)
skaltu tryggja að speldið sem er sett í aðal þvottahólfið sé í óskaðri stöðu.
Barnalæsing
Þetta heimilistæki inniheldur sérstakar aðgerðir til að koma í veg fyrir að börn og gæludýr
festist inni í tromlunni.
Gættu þess að börn eða gæludýr klifri ekki inn í tromluna. Vinsamlegast athugaðu tromluna
áður en hún er notuð.
Til að virkja þennan búnað skaltu snúa
hnappinum (án þess að ýta á hann) innan á
hurðinni réttsælis þar til raufin er lárétt.
Notaðu smápening ef þörf krefur.
Til að afvirkja þennan búnað og gera
mögulegt að loka dyrunum á ný skaltu snúa
hnappinum rangsælis þar til raufin er lóðrétt.
Stjórnborð
Lýsing á stjórnborði
90°
60°
40°
1400
900
700
30°
21
5678910
43
1
Kerfishnúður
2
Skjár
3
Hnappur fyrir seinkun ræsingar
4
Vísir fyrir læsta hurð
5
Byrja/Hlé-hnappur
6
Aukaskolunarhnappur
ÍSLENSKA 8
7
Skyndiþvottarhnappur
8
Hnappurinn Halda skolvatni
9
Vindingarminnkun
10
Hnappur fyrir hitastig
Kerfishnúður Það gerir þér kleift að kveikja/slökkva á heimilistækinu og/eða
velja þvottakerfi.
Skjár
CA B
Skjárinn sýnir eftirfarandi upplýsingar:
A - Vísir fyrir seinkun ræsingar
Vísirinn kviknar á skjánum þegar tengdur valkostur er stilltur.
B - Barnalæsing
Þessi búnaður gerir þér kleift að fara frá heimilistækinu á
meðan það er í gangi.
C – Tölustafur:
Lengd valins þvottakerfis. Eftir að þvottakerfi er valið er
lengd þess sýnd í klukkustundum og mínútum (til dæmis
) . Lengt þvottakerfis er reiknuð sjálfkrafa miðað við
ráðlagða hámarkshleðslu fyrir viðkomandi gerð af efni.
Eftir að þvottakerfi byrjar er tíminn sem eftir er uppfærður
á mínútu fresti.
Seinkuð ræsing. Hin valda seinkun birtist á skjánum í
nokkrar sekúndur, síðan birtist aftur lengd hins valda
þvottakerfis. Tímalengd seinkunar styttist um eina einingu
á hverri klukkustund og þegar 1 klukkustund er eftir styttist
tíminn hverja mínútu.
Aðvörunarkóðar. Ef upp koma notkunarvandamál birtast
hugsanlega aðvörunarkóðar, til dæmis (sjá efnisgreinina
«Bilanaleit»).
Rangt val á valkosti. Ef valkostur sem ekki er samhæfur við
stillt þvottakerfi er valinn birtast skilaboðin neðst á
skjánum í nokkrar sekúndur. Rauði vísirinn sem in-
nbyggður er í hnapp byrjar að leiftra.
Lok þvottakerfis. :Þegar þvottakerfinu er lokið birtist leif-
trandi núll , vísirinn og vísirinn á hnappi slokkna.
Hægt er að opna hurðina.
Hnappur fyrir seinkaða
ræsingu
Með þessum hnappi er hægt að seinka kerfinu um 30 mín. - 60
mín. - 90 mín., 2 klst. og síðan í 1 klst. þrepum upp í hámark 20
klukkustundir.
ÍSLENSKA 9
Vísir fyrir læsta hurð Vísirinn kviknar þegar þvottakerfið byrjar og gefur til kynna
hvort hægt sé að opna hurðina:
Vísir logar: Ekki er hægt að opna hurðina. Heimilistækið star-
far eða hefur hætt að starfa með vatn ennþá í belgnum.
Vísir slökktur: Hægt er að opna hurðina. Þvottakerfinu er lokið
eða vatnið hefur verið tæmt úr vélinni.
Vísir leiftrar: Hurðin opnast eftir örfáar mínútur.
Byrja/Hlé hnappur Þessi hnappur gerir þér kleift að ræsa eða rjúfa valin þvottakerfi.
Aukaskolunarhnappur Þetta heimilistæki er hannað til að spara orku. Ef nauðsynlegt er
að skola þvottinn með aukamagni af vatni (aukaskolun), veldu
þá þennan valkost. Nokkrar viðbótarskolanir eru þá gerðar.
Mælt er með þessum valkosti fyrir fólk sem er með ofnæmi fyrir
þvottaefnum og á svæðum þar sem vatnið er mjög mjúkt.
Skyndiþvottarhnappur Þegar ýtt er á þennan hnapp framkvæmir heimilistækið stutta lo-
tu fyrir lítið óhreina hluti eða fyrir þvott sem aðeins þarf að fríska
upp á. Við mælum með að minni þvottur sé settur í vélina. Viðei-
gandi vísir kviknar.
Halda skolvatni hnap-
pur
Stilltu þennan valkost til að koma í veg fyrir að þvottur krumpist.
Tromlan snýst reglulega til að koma í veg fyrir að þvotturinn
krumpist.
Vatn er í tromlunni þegar kerfinu er lokið. Hurðin helst
læst. Þú verður að tæma vatnið af til að aflæsa
hurðinni. Til að tæma af vatnið sjá «Við lok kerfisins».
Vindingarminnkunarh-
nappur
Með því að ýta á þennan hnapp getur þú breytt hraða vindin-
gar innan valins þvottakerfis.
Viðeigandi vísir kviknar.
Hitastigshnappur Þegar kerfi er valið leggur heimilistækið sjálfkrafa til sjálfgefið hi-
tastig. Með þessum hnappi geturðu hækkað eða lækkað þvotta-
hitastigið. Ef þú velur stöðuna framkvæmir heimilistækið þvott
með köldu vatni.
Viðeigandi vísir kviknar.
Fyrir fyrstu notkun
1. Tryggðu að tengingar við rafmagn og
vatn séu í samræmi við leiðbeiningar um
uppsetningu.
2. Taktu allt tau úr tromlunni.
ÍSLENSKA 10
Stillingar
Hljóðmerki
Heimilistækið er með hljóðgjafa sem gefur
merki í eftirfarandi tilfellum:
Í lok kerfis;
ef bilun á sér stað.
Með því að ýta á hnappa og í einu í
um 6 sekúndur er slökkt á hljóðmerkinu
(nema ef bilun hefur átt sér stað).
Hljóðmerki eru aftur virk ef þrýst er á þessa
tvo hnappa aftur
Barnalæsing
Þetta tæki gerir notandanum kleift að skilja
við það í vinnslu án þess að þurfa að hafa
áhyggjur af að börn geti slasað sig eða
valdið tjóni á heimilistækinu. Þessi aðgerð
helst einnig virkjuð þegar heimilstækið er
ekki í gangi.
Hægt er að stilla þennan valkost á tvo
vegu:
Áður en þrýst er á hnapp : Er
ómögulegt að setja heimilistækið í gang.
Eftir að ýtt er á hnapp : Er ómögulegt
að breyta nokkru öðru þvottakerfi eða
valkosti.
Til að gera þennan valkost virkan eða
óvirkan skal ýta samtímis í um 6 sekúndur á
hnappa og þangað til táknið birtist
eða hverfur af skjánum.
Varanleg viðbótarskolun
Með þessum valkosti getur þú varanlega
verið með viðbótarskolun þegar þú stillir
nýtt kerfi.
Til að virkja/afvirkja þennan valkost
skaltu snerta hnappana
og
samtímis þar til vísirinn kviknar/
slokknar.
Dagleg notkun
Þvottur settur í vélina
Skrúfaðu frá vatnskrananum. Tengdu klóna
við rafmagnsinnstunguna.
1. Togaðu í hurðarhandfangið til að opna
hurð heimilistækisins.
2. Settu þvottinn í tromluna, eitt stykki í
einu.
3. Hristu stykkin áður en þau eru sett inn í
heimilistækið.
Gættu þess að setja ekki of mikinn þvott í
tromluna. Sjá hám. hleðsla sem gefin er til
kynna í „Þvottakerfistafla“.
4. Lokaðu hurðinni.
VARÚÐ!
Gættu þess
að ekki sé
þvottur á
milli
þéttigúmmís
og hurðar.
Þá er hætta á vatnsleka eða skemmdum á
þvotti.
ÍSLENSKA 11
Notkun þvottaefnis og bætiefna
1. Mældu
þvottaefnið og
mýkingarefnið.
2. Settu þvottaefnið
og mýkingarefnið
í hólfin.
3. Lokaðu
þvottaefnisskúffun
ni varlega.
Fljótandi þvottaefni eða duft
A
Sjálfgefin staða
speldisins er A
(þvottaefnisduft).
Til að nota fljótandi
þvottaefni:
1. Taktu skúffuna út.
Ýttu á brún skúffunnar
þar sem örin (PUSH)
er til að fjarlægja
skúffuna á auðveldan
hátt.
B
2. Aðlagaðu speldið í
stöðu B.
3. Settu skúffuna aftur
í hólfið.
Þegar þú notar fljótandi
þvottaefni:
Ekki nota hlaupkennd eða
þykk fljótandi þvottaefni.
Ekki setja meiri vökva en 120
ml.
Ekki stilla seinkaða ræsingu.
A
Þegar speldið er í
stöðu B og þú vilt
nota þvottaefnisduft:
1. Taktu skúffuna út.
2. Aðlagaðu speldið
í stöðu A.
3. Settu skúffuna
aftur í hólfið.
Kerfi stillt
1. Snúðu kerfishnúðnum til að kveikja á
heimilistækinu og stilla kerfið:
Vísir hnappsins leiftrar.
Skjárinn sýnir hvað kerfið tekur
langan tíma.
2. Ef nauðsyn krefur skaltu breyta
hitastiginu og vindingarhraða, eða
bæta við tiltækum valkostum. Þegar þú
virkjar valkost kviknar vísir fyrir stillta
valkostinn.
Ef þú stillir eitthvað rangt sýnir
skjárinn skilaboðin .
Til að fá lýsingu á hverri
þvottalotu, samhæfni milli
þvottakerfa og valkosta, skal
skoða kaflann «Þvottakerfi».
Kerfi sett í gang án seinkunar á ræsingu
Ýttu á hnappinn
Vísirinn fyrir hnappinn hættir að
leiftra og helst logandi.
Kerfið byrjar, hurðin læsist og vísirinn
logar.
Tími kerfisins styttist í einnar mínútu
skrefum.
Aftöppunardælan getur gengið í
stuttan tíma í upphafi
þvottalotunnar.
ÍSLENSKA 12
Kerfi sett í gang með valkosti um seinkun
ræsingar
1. Ýttu aftur og aftur á hnappinn
þar til
skjárinn sýnir seinkunina sem þú vilt
stilla. Vísir fyrir seinkun ræsingar kviknar.
2. Ýttu á hnappinn :
Hurðin er læst og vísirinn logar.
Heimilistækið hefur niðurtalninguna.
Að niðurtalningu lokinni fer kerfið
sjálfkrafa í gang.
Þú getur hætt við eða breytt
stillingu valkostsins áður en þú
ýtir á hnappinn . Eftir að hafa
ýtt á hnappinn
getur þú
aðeins hætt við valkostinn .
Til að hætta við valkostinn :
a. Ýttu á hnappinn til að stilla að
heimilistækið geri hlé. Vísir
hnappsins leiftrar.
b. Ýttu á hnappinn þar til skjárinn
sýnir
.
Ýttu aftur á hnappinn til að setja
kerfið samstundis í gang.
Rof á kerfi og valkostum breytt
Aðeins er hægt að breyta ákveðnum
valkostum áður en þeir fara í gang.
1. Ýttu á hnappinn
Vísirinn blikkar.
2. Breyttu valkostunum.
3. Ýttu aftur á hnappinn
.
Kerfið heldur áfram.
Hætt við kerfi í gangi
1. Snúðu kerfishnúðnum í stöðuna til að
hætta við kerfið og slökkva á
heimilistækinu.
2. Snúðu kerfishnúðnum aftur til að kveikja
á heimilistækinu. Nú getur þú stillt nýtt
þvottakerfi.
Heimilistækið gæti tæmt af sér
vatnið áður en byrjað er á nýju
kerfi. Í því tilfelli skaltu gæta þess
að þvottaefnið sé enn í
þvottaefnishólfinu og ef ekki, fylla
aftur á hólfið.
Að opna hurðina
Á meðan kerfi eða er í gangi er hurð
heimilistækisins læst. Vísirinn logar.
VARÚÐ! Ef hitastigið og
vatnsyfirborðið í tromlunni er of
hátt og tromlan snýst ennþá er
ekki hægt að opna hurðina.
Til að opna hurðina á fyrstu mínútum
lotunnar eða þegar er í gangi:
1. Ýttu á hnappinn til að heimilistækið
geri hlé.
2. Bíddu þar til vísirinn slokknar.
3. Þú getur opnað hurðina.
4. Lokaðu hurðinni og snertu hnappinn
aftur. Kerfið (eða ) heldur áfram.
Við lok þvottakerfis
Heimilistækið stoppar sjálfkrafa.
Hljóðmerkið heyrist (ef það er virkjað).
Á skjánum birtist
.
Það slokknar á vísinum fyrir
-
hnappinn.
Hurðarlæsingarvísirinn slokknar.
Snúðu kerfishnúðnum í stöðuna
til að
slökkva á heimilistækinu.
Þú getur opnað hurðina.
Taktu þvottinn úr heimilistækinu. Gættu
þess að tromlan sé tóm.
Skrúfaðu fyrir kranann.
ÍSLENSKA
13
Hafðu hurðina og þvottaefnishólfið
hálfopin til að koma í veg fyrir myglu og
ólykt.
Þvottakerfinu er lokið, en það er vatn í
tromlunni:
Tromlan snýst reglulega til að hindra að
þvotturinn krumpist.
Vísirinn
helst logandi til að minna þig
á að tappa af vatninu.
Vísirinn fyrir hurðarlásinn
logar. Slökkt
er á vísi hnapps . Hurðin helst læst.
Þú verður að tappa vatninu af til að
opna hurðina.
Vatni tappað af:
1. Til að tappa vatninu af.
Stilltu kerfi
eða .
Ýttu á hnappinn Heimilistækið
tæmist af vatni og vindur.
2. Þegar kerfinu er lokið og vísir fyrir
hurðarlás slokknar geturðu opnað
hurðina.
3. Snúðu kerfishnúðnum í stöðuna til að
slökkva á heimilistækinu.
Biðstaða
Ef þú slekkur ekki á heimilistækinu virkjast
orkusparnaðarstaðan nokkrum mínútum
eftir að þvottakerfinu lýkur.
Orkusparnaðarstaðan minnkar orkunotkun
þegar heimilistækið er í biðstöðu:
Það slokknar á öllum vísum.
Vísir hnappsins
leiftrar hægt.
Ýttu á einn af hnöppunum til að afvirkja
orkusparnaðarstöðuna.
Þvottastillingar
Tafla yfir kerfi
Vinsamlegast skoðaðu alltaf þvottamiðann á flíkinni og veldu þvottakerfi
samkvæmt því sem þar stendur.
Kerfi
Hitasvið
Hámarkshleðsla
Hámarksvindin-
garhraði
Lýsing á kerfi
(Tegund hleðslu og óhreinindastig)
BÓMULL
90° - 60° - 40° -
30° - (Kalt)
8 kg
1400 s/mín
Hvít bómull og lituð bómull. Venjuleg óhreinindi og
lítil óhreinindi.
BÓMULLAR-
SPARKERFI
1)
60°C - 40°C
8 kg
1400 s/mín
Hvít bómull og litekta bómull. Venjuleg óhreinindi.
Orkunotkunin minnkar og tími þvottakerfisins lengist.
ÍSLENSKA 14
Kerfi
Hitasvið
Hámarkshleðsla
Hámarksvindin-
garhraði
Lýsing á kerfi
(Tegund hleðslu og óhreinindastig)
GERVIEFNI
60° - 40° - 30° -
(Kalt)
3 kg
900 s/mín
Fatnaður úr gerviefnum eða blönduðum efnum.
Venjuleg óhreinindi.
VIÐKVÆMT
40° - 30° -
(Kalt)
3 kg
700 s/mín
Viðkvæm efni eins og akrýl, viskós, pólýester.
Venjuleg óhreinindi.
HANDÞVOTTUR -
ULL
40° - 30° -
(Kalt)
2 kg
900 s/mín
Ull sem þvo má í vél, ull sem þvo má í höndunum
og viðkvæm efni með þvottamiðann «handþvot-
tur».
2)
BLANDA 20°
20°C
2 kg
900 s/mín
Sérstakt kerfi fyrir bómull, gerviefni og blönduð efni
sem eru lítið óhrein. Stilltu á þetta kerfi til að minnka
orkunotkun. Gættu þess að þvottaefnið sé fyrir lágt
hitastig svo að árangur af þvottinum verði góður
3)
.
SKOL
8 kg
1400 s/mín
4)
Til að skola og vinda þvottinn. Öll efni.
TÆMING
8 kg Til að tæma vatnið úr tromlunni. Öll efni.
VINDING
8 kg
1400 s/mín
Til að vinda þvottinn og til að tæma vatnið úr trom-
lunni. Öll efni.
AUÐVELT AÐ
STRAUJA
60° - 40° - 30° -
(Kalt)
1 kg
900 s/mín
Gerviefni sem þvo á varlega. Venjuleg og lítil óh-
reinindi.
5)
FRÍSKA 20 MÍN.
30°C
1 kg
900 s/mín
Fatnaður úr gerviefnum og viðkvæmum efnum. Lí-
tið óhreinn fatnaður eða fatnaður til að hressa upp
á.
ÍSLENSKA 15
Kerfi
Hitasvið
Hámarkshleðsla
Hámarksvindin-
garhraði
Lýsing á kerfi
(Tegund hleðslu og óhreinindastig)
SÆNGUR
40°C - 30°C
3 kg
700 s/mín
Sérstakt kerfi til að þvo eina ábreiðu, sæng, rúm-
teppi og þess háttar úr gerviefni.
GALLABUXUR
60° - 40° - 30° -
(Kalt)
3 kg
900 s/mín
Föt úr gallaefni og peysur. Einnig fyrir dökkan
þvott.
STUTT KERFI
30°C
3 kg
700 s/mín
Stutt kerfi fyrir gerviefni og viðkvæman fatnað sem
er lítið óhreinn eða fyrir fatnað sem þarf að fríska
upp á.
KVEIKT/SLÖKKT
Staða til að slökkva á heimilistækinu eða/og endurstilla þvottakerfi.
1)
Stöðluð kerfi fyrir Energy Label orkuneyslutölur. Samkvæmt reglugerð 1061/2010 eru þessi þvottakerfi «Staðlað
60°C bómullarþvottakerfi» og «Staðlað 40°C bómullarþvottakerfi» hvort um sig. Þau eru skilvirkustu kerfin hvað varðar
samsetningu orkunotkunar og vatnsnotkunar til að þvo venjulega óhreinan bómullarþvott.
Vatnshitastig þvottastigsins getur verið frábrugðið skráðu hitastigi fyrir valið kerfi.
2)
Meðan á þessu kerfi stendur snýst tromlan hægt til að tryggja varfærinn þvott. Það kann að líta út eins og tromlan
snúist ekki eða snúist ekki rétt. Líttu á þetta sem venjulega virkni heimilistækisins.
3)
Tækið setur í gang stutt upphitunarkerfi ef hitastig vatnsins er undir 20°C. Tækið getur sýnt stillingu hitastigs sem
„kalt“.
4)
Sjálfgefinn vindingarhraði er 700 s/mín.
5)
Til að draga úr krumpum í þvottinum stillir þetta kerfi hitastig vatnsins og framkvæmir mjúkt þvotta- og vindingar-
stig. Heimilistækið bætir við nokkrum skolunum.
Samhæfni kerfisvalkosta
Kerfi
1)
ÍSLENSKA 16
Kerfi
1)
1)
Þegar þú stillir þennan valkost mælum við með að þú minnkir magn þvottsins. Hægt er að fullhlaða vélina en þá
verður þvottaárangurinn ekki góður. Ráðlögð hleðsla: Bómull: 4 kg, gerviefni og viðkvæm efni: 1,5 kg.
Notkunargildi
Upplýsingarnar í þessari töflu eru til viðmiðunar. Mismunandi ástæður geta
orðið til þess að breyta upplýsingunum: magn og gerð þvottar, hitastig vatnsins
og umhverfishitastig.
Við upphaf þvottakerfisins birtir skjárinn lengd kerfisins fyrir hámarkshleðsluge-
tu.
Á meðan á þvottakerfinu stendur er lengd kerfisins reiknuð út sjálfkrafa og
stytta hana til muna ef magn þvotts er undir hámarkshleðslugetu vélarinnar (t.d.
Bómull 60°C, hámarkshleðslugeta 8 kg, lengd þvottakerfisins er meiri en 2 klst.;
ef raunveruleg hleðsla er 1 kg, þá mun lengd þvottakerfisins verða styttri en 1
klst.).
Á meðan heimilistækið reiknar út raunverulega lengd kerfisins blikkar punktur á
skjánum.
ÍSLENSKA 17
Kerfi Hleðsla
(kg)
Orkunotkun
(kWh)
Vatnsnotkun
(lítrar)
Viðmiðunar-
lengd kerfis
(mínútur)
Raki sem eftir
er (%)
1)
Bómull 60°C 8 1,35 70 159 52
Bómull 40°C 8 0,87 69 158 52
Gerviefni 40°C 3 0,60 56 103 35
Viðkvæmur þvottur
40°C
3 0,55 59 81 35
Ull/Handþvottur
30°C
2 0,30 53 57 30
Venjuleg kerfi fyrir bómullarefni
Venjulegt 60°C bó-
mull
8 0,96 52 244 52
Venjulegt 60°C bó-
mull
4 0,73 40 210 52
Venjulegt 40°C bó-
mull
4 0,62 41 196 52
1)
Við lok vindingar.
Slökkt (W) Biðhamur (W)
0.48 0.48
Upplýsingarnar í töflunum hér að ofan eru í samræmi við reglugerð Framkvæmdastjórnar
ESB 1015/2010 sem innleiðir tilskipun 2009/125/EB.
Góð ráð
Þvotturinn sem fer í vélina
Skiptu þvottinum niður í: hvítan, litaðan,
gerviefni, viðkvæmt og ull.
Fylgdu þvottaleiðbeiningunum sem eru á
þvottamiðunum.
Þvoðu ekki saman hvítan og litaðan
þvott.
Litaður þvottur getur stundum látið lit í
fyrsta þvotti. Við mælum með að hann sé
þveginn sér í fyrstu skiptin.
Hnepptu koddaverum saman, lokaðu
rennilásum, krókum og smellum. Hnýttu
belti.
Tæmdu vasana og brjóttu þvottinn í
sundur.
Snúðu marglaga efnum, ull, og þvotti
með ámáluðum myndum á rönguna.
Fjarlægðu erfiða bletti.
Þvoðu mjög óhreina bletti með sérstöku
þvottaefni.
ÍSLENSKA 18
Meðhöndlaðu gluggatjöld varlega.
Fjarlægðu krækjurnar eða settu
gluggatjöldin í þvottanet eða koddaver.
Þvoðu ekki þvott án falds eða sem hefur
rifnað í heimilistækinu. Notaðu þvottanet
til að þvo lítil og/eða viðkvæm stykki (t.d.
brjóstahaldara með spöng, belti,
sokkabuxur, o.s.frv.).
Mjög lítill þvottur í vélinni getur valdið
jafnvægisvandamálum við vindingu. Ef
þetta gerist skaltu laga stykkin í
tromlunni til og hefja vindinguna aftur.
Erfiðir blettir
Á suma bletti dugar ekki vatn og þvottaefni.
Við mælum með því eyða þessum blettum
áður en þvotturinn er settur í heimilistækið.
Sérstakir blettaeyðar eru fáanlegir. Notaðu
réttan blettaeyði fyrir þá gerð bletta og
efnis sem um ræðir.
Þvottaefni og íblendiefni
Aðeins skal nota þvottaefni og
íblendiefni sem eru gerð sérstaklega fyrir
þvottavélar:
duftþvottaefni fyrir allar tegundir
efna,
duftþvottaefni fyrir viðkvæm efni
(40°C hámark) og ull,
fljótandi þvottaefni, helst fyrir þvott á
lágu hitastigi (60°C hámark) fyrir öll
efni, eða sérstök þvottaefni fyrir ull
eingöngu.
Ekki blanda saman ólíkum gerðum
þvottaefna.
Til að vernda umhverfið skaltu ekki nota
meira en rétt magn af þvottaefni.
Fylgja skal leiðbeiningunum sem er að
finna á umbúðum þvottaefnanna.
Nota skal rétt þvottaefni fyrir gerð og lit
þess efnis sem á að þvo, hitastig
þvottaferilsins og óhreinindastig.
Ef heimilistækið þitt er ekki með
þvottaefnishólf með flipabúnaði skaltu
setja fljótandi þvottaefni í með
skömmtunarkúlu (fáanleg hjá
framleiðanda þvottaefnisins).
Vistfræðileg heillaráð
Stilltu kerfi án forþvottar þegar þveginn
er venjulega óhreinn þvottur.
Byrjaðu alltaf þvottakerfi með fulla vél af
þvotti.
Ef þörf er á má nota blettaeyði þegar þú
stillir kerfi með lágu hitastigi.
Til að nota rétt magn af þvottaefni skaltu
kynna þér herslustig vatnsins þar sem þú
býrð
Herslustig vatns
Ef herslustig vatnsins á þínu svæði er hátt
eða meðalhátt, mælum við með að þú notir
vatnsmýkingarefni fyrir þvottavélar. Á
svæðum þar sem herslustig vatns er mjúkt er
ekki nauðsynlegt að nota
vatnsmýkingarefni.
Til að komast að því hvert herslustig vatns
er þar sem þú býrð skaltu hafa samband
við vatnsveituna á staðnum.
Notaðu rétt magn af vatnsmýkingarefni.
Hlýddu leiðbeiningunum sem er að finna á
umbúðum vörunnar.
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Hreinsun að utan
Hreinsaðu heimilistækið eingöngu með
sápu og volgu vatni. Þurrkaðu alla fleti til
fulls.
ÍSLENSKA 19
VARÚÐ! Ekki nota áfengi,
leysiefni eða íðefnavörur.
Kalkhreinsun
Ef herslustig vatnsins á þínu svæði er hátt
eða meðalhátt, mælum við með að þú notir
vatnskalkshreinsivöru fyrir þvottavélar.
Kannaðu tromluna reglulega til að
fyrirbyggja uppsöfnun kalkskánar og
ryðagna.
Aðeins skal nota sérstakar vörur fyrir
þvottavélar til að fjarlægja ryðagnir. Gerðu
þetta þegar enginn þvottur er í vélinni.
Fylgdu alltaf leiðbeiningunum
sem er að finna á umbúðum
vörunnar.
Viðhaldsþvottur
Á kerfum með lágum hita er mögulegt að
eitthvað af þvottaefni verði eftir í tromlunni.
Þvoðu reglulega viðhaldsþvott. Það er gert
þannig:
Taktu þvottinn úr tromlunni.
Stilltu bómullarkerfið með hæsta hitastigi
og svolitlu þvottaefni.
Hurðarþétting
Skoðaðu
hurðarþéttinguna
reglulega og
fjarlægðu allar agnir
að innanverðu.
Þvottaefnisskammtarinn hreinsaður
Skammtaraskúffu þvottaefnis og aukefna
ætti að hreinsa reglulega.
Taktu skúffuna út.
Til að auðvelda
hreinsun ætti að
fjarlægja efri hluta
aukefnahólfsins.
Hreinsaðu alla
fjarlægða hluti úr
skammtaraskúffun
ni undir krananum
til að fjarlægja
allar uppsafnaðar
duftleifar.
Notaðu burstann
til að hreinsa
skúffuhólfið og
tryggðu að efri og
neðri hlutar þess
séu vel hreinsaðir.
Eftir að hafa
hreinsað
skammtarann og
skúffuhólfið, skal
setja það á sinn
stað.
Inntakssía og síuloki hreinsuð
Ef það tekur langan tíma að fylla tækið með
vatni, eða ef það fyllist ekki, þá leiftrar vísir
ræsihnappsins rauður. Athugaðu hvort
vatnsinntakssían og síulokinn séu stífluð (sjá
frekari ítaratriði í kaflanum „Bilanaleit“).
Gerðu sem hér segir:
ÍSLENSKA
20
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32

IKEA RENLIGFWM8 70309642 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka

v iných jazykoch