Heimilistækið tæmist af vatni og vindur.
3. Þegar kerfinu er lokið og vísir fyrir
hurðarlás slokknar geturðu
opnað hurðina.
4. Ýttu á Kveikt/Slökkt í nokkrar
sekúndur til að slökkva á
heimilistækinu.
Heimilistækið tæmir vatnið
og vindur sjálfvirkt eftir um
það bil 18 klukkustundir.
10.16 Valkosturinn SJÁLFVIRK
biðstaða
Aðgerðin SJÁLFVIRK biðstaða slekkur
sjálfkrafa á heimilistækinu til að draga úr
orkunotkun þegar:
• Þú notar ekki heimilistækið í 5 mínútur
áður en þú ýtir á hnappinn Kveikt/Hlé.
Ýttu á hnappinn Kveikt/Slökkt til að
kveikja aftur á heimilistækinu.
• 5 mínútum eftir að þvottakerfi lýkur.
Ýttu á hnappinn Kveikt/Slökkt til að
kveikja aftur á heimilistækinu.
Skjárinn sýnir lok síðasta stillta kerfis.
Snúðu kerfishnappinum til að stilla á
nýja lotu.
Ef þú stillir kerfi eða valkost
sem lýkur með vatn í
tromlunni slekkur aðgerðin
SJÁLFVIRK biðstaða ekki á
heimilistækinu til að minna
þig á að tæma út vatnið.
11. GÓÐ RÁÐ
AÐVÖRUN!
Sjá kafla um Öryggismál.
11.1 Þvotturinn sem fer í vélina
• Skiptu þvottinum niður í: hvítan,
litaðan, gerviefni, viðkvæmt og ull.
• Fylgdu þvottaleiðbeiningunum sem
eru á þvottamiðunum.
• Þvoðu ekki saman hvítan og litaðan
þvott.
• Litaður þvottur getur stundum látið lit
í fyrsta þvotti. Við mælum með að
hann sé þveginn sér í fyrstu skiptin.
• Hnepptu koddaverum saman, lokaðu
rennilásum, krókum og smellum.
Hnýttu belti.
• Tæmdu vasana og brjóttu þvottinn í
sundur.
• Snúðu marglaga efnum, ull, og þvotti
með ámáluðum myndum á rönguna.
• Fjarlægðu erfiða bletti.
• Þvoðu mjög óhreina bletti með
sérstöku þvottaefni.
• Meðhöndlaðu gluggatjöld varlega.
Fjarlægðu krækjurnar eða settu
gluggatjöldin í þvottanet eða
koddaver.
• Þvoðu ekki þvott án falds eða sem
hefur rifnað í heimilistækinu. Notaðu
þvottanet til að þvo lítil og/eða
viðkvæm stykki (t.d. brjóstahaldara
með spöng, belti, sokkabuxur,
o.s.frv.).
• Mjög lítill þvottur í vélinni getur valdið
jafnvægisvandamálum við vindingu. Ef
þetta gerist skaltu laga stykkin í
tromlunni til og hefja vindinguna aftur.
11.2 Erfiðir blettir
Á suma bletti dugar ekki vatn og
þvottaefni.
Við mælum með því eyða þessum
blettum áður en þvotturinn er settur í
heimilistækið.
Sérstakir blettaeyðar eru fáanlegir.
Notaðu réttan blettaeyði fyrir þá gerð
bletta og efnis sem um ræðir.
11.3 Þvottaefni og íblendiefni
• Aðeins skal nota þvottaefni og
íblendiefni sem eru gerð sérstaklega
fyrir þvottavélar:
– duftþvottaefni fyrir allar tegundir
efna,
– duftþvottaefni fyrir viðkvæm efni
(40°C hámark) og ull,
– fljótandi þvottaefni, helst fyrir
þvott á lágu hitastigi (60°C
hámark) fyrir öll efni, eða sérstök
þvottaefni fyrir ull eingöngu.
• Ekki blanda saman ólíkum gerðum
þvottaefna.
• Til að vernda umhverfið skaltu ekki
nota meira en rétt magn af þvottaefni.
www.aeg.com
16