2.5 Innri lýsing
AÐVÖRUN!
Hætta á meiðslum.
• Varðandi ljósin inn í þessari vöru og
ljós sem varahluti sem seld eru
sérstaklega: Þessi ljós eru ætluð að
standast öfgakenndar aðstæður í
heimilistækjum eins og hitastig, titring,
raka eða til að senda upplýsingar um
rekstrarstöðu tækisins. Þau eru ekki
ætluð til að nota í öðrum tækjum og
henta ekki sem lýsing í herbergjum
heimila.
• Til að endurnýja innbyggða ljósið skal
hafa samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
2.6 Þjónusta
• Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið. Notaðu eingöngu
upprunalega varahluti.
• Vinsamlegast athugaðu að ef að þú
eða einhver sem ekki er fagmaður
gerir við getur það haft
öryggisafleiðingar og gæti ógilt
ábyrgðina.
• Eftirfarandi varahlutir verða í boði í 10
ár eftir að tegund er hætt í framleiðslu:
Mótor og mótorburstar, skipting milli
mótors og tromlu, dæla, höggvarar og
gormar, þvottatromla, tromlustjarna og
tilheyrandi kúlulegur, hitarar og
hitaelement, þar á meðal hitadælur,
lagnir og skyldur búnaður, þar á
meðal slöngur, lokar, síur og
vatnsstopp, áprentuð rafrásarspjöld,
rafmagnsskjáir, þrýstirofar, hitamælar
og skynjarar, hugbúnaður og
fastbúnaður þar á meðal
endurræsingarhugbúnaður, hurð,
hurðarlöm og innsigli, önnur innsigli,
læsibúnaður hurðar, jaðartæki úr
plasti, svo sem skammtarar fyrir
þvottaefni. Vinsamlegast athugaðu að
suma þessara varahluta geta aðeins
atvinnuviðgerðaraðilar fengið og ekki
eru allir varahlutir viðeigandi fyrir allar
gerðir.
2.7 Förgun
AÐVÖRUN!
Hætta á meiðslum eða
köfnun.
• Aftengdu heimilistækið frá rafmagns-
og vatnsinntaki.
• Klipptu rafmagnssnúruna af upp við
heimilistækið og fargaðu henni.
• Fjarlægðu hurðarlokuna til að koma í
veg fyrir að börn eða gæludýr lokist
inni í tromlunni.
• Fargaðu heimilistækinu í samræmi við
staðbundnar kröfur um förgun
úrgangsrafmagns- og
rafeindabúnaðar (WEEE).
3. VÖRULÝSING
3.1 Sérstakir eiginleikar
Nýja þvottavélin þín stenst allar
nútímakröfur um skilvirka meðferð á
þvotti með lítilli notkun vatns, orku og
þvottaefnis og réttri umhirðu fataefna.
• ProSense tæknin greinir þvottamagn
og skilgreinir lengd kerfis á 30
sekúndum. Þvottakerfið er sérsniðið
að þvottahleðslunni og tegund
fataefna án þess að taka lengri tíma,
orku og vatn en nauðsynlegt er.
• Gufan er hröð og auðveld leið til að
hressa upp á fötin. Mildu gufukerfin
fjarlægja lykt og draga úr krumpum í
þurrum fataefnum svo ekki er mikil
þörf á að strauja.
Viðbætt gufa valkosturinn, klárar
hverja lotu með mildri gufu og slakar á
þráðunum og dregur úr krumpum í
efni. Auðveldara verður að strauja!
• Þökk sé Mýkri þvottur valkostinum,
dreifist mýkingarefnið jafnt um
þvottinn og gengur djúpt inn í
efnisþræðina og styður fullkomna
mýkt.
www.aeg.com6