1.
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Fyrir uppsetningu og notkun skal lesa
þessa handbók vandlega:
• Til að tryggja öryggi þitt og öryggi
eigna þinna
• Til að vernda umhverfið
• Til að tryggja rétta notkun heimilis-
tækisins.
Geymdu þessar leiðbeiningar alltaf með
heimilistækinu, líka ef þú flytur eða gefur
það einhverjum öðrum.
Framleiðandinn er ekki ábyrgur fyrir tjóni
vegna rangrar uppsetningar eða notkun-
ar.
1.1 Öryggi barna og
viðkvæmra einstaklinga
• Látið ekki fólk, þar með talin börn,
sem hefur skerta líkamlega skynjun,
skert andlegt atgervi eða sem skortir
reynslu og þekkingu, nota heimilistæk-
ið. Þau verða að hafa fengið kennslu
eða tilsögn í notkun heimilistækisins
hjá einstaklingi sem er ábyrgur fyrir
öryggi þeirra. Leyfið ekki börnum að
leika sér með tækið.
• Haldið öllum umbúðum frá börnum.
Hætta er á köfnun eða meiðslum.
• Haldið öllum þvottaefnum frá börnum.
• Haldið börnum og gæludýrum frá
heimilistækinu þegar hurðin er opin.
• Áður en hurð heimilistækisins er lokað
skal gæta þess að börn og gæludýr
séu ekki inni í tromlunni.
• Ef heimilistækið er með barnalæsingu
er mælt með því að hún sé höfð á.
1.2 Almennt öryggi
• Ekki nota heimilistækið sem atvinnu-
tæki. Þetta heimilistæki er eingöngu til
heimilisnota.
• Ekki breyta tæknilýsingu fyrir þetta
heimilistæki. Það skapar hættu á
meiðslum og tjóni á heimilistækinu.
• Setjið ekki eldfim efni eða hluti sem
eru blautir með eldfimum efnum í á
heimilistækið eða nálægt því. Hætta á
sprengingu eða eldsvoða.
• Fylgið öryggisleiðbeiningum á þvott-
aefnisumbúðunum til að koma í veg
fyrir brunasár á augum, munni og hálsi.
• Gætið þess að fjarlægja alla málmhluti
úr þvottinum. Harðir og oddhvassir
hlutir geta valdið skemmdum á heimil-
istækinu.
• Ekki snerta glerið í hurðinni á meðan
þvottaferill er í gangi. Glerið getur ver-
ið heitt (á aðeins við um heimilistæki
með hurðina framan á).
1.3 Meðferð og þrif
• Slökkvið á heimilistækinu og takið raf-
magnsklóna úr sambandi við innstung-
una.
• Ekki nota heimilistækið án síanna.
Gætið þess að setja síurnar rétt í.
Röng ísetning getur valdið vatnsleka.
1.4 Innsetning
• Heimilistækið er þungt, farið varlega
við að flytja það.
• Ekki flytja heimilistækið án flutnings-
boltanna, annars gætu innri íhlutir
þess skemmst og lekar eða bilanir orð-
ið.
• Ekki setja upp skemmt heimilistæki
eða tengja það við rafmagn.
• Gætið þess að fjarlægja allar umbúðir
og flutningsbolta.
• Gætið þess að rafmagnsklóin sé ekki
tengd við rafmagnsinnstungu meðan á
uppsetningu stendur.
• Vinna við rafmagnstengingar, pípul-
agnir og uppsetningu heimilistækisins
skal eingöngu framkvæmd af fagfólki.
Það er til að forðast hættu á skemmd-
um á heimilistækinu eða meiðslum.
• Ekki koma heimilistækinu fyrir þar sem
hitastigið er lægra en 0 °C.
• Þegar heimilistækið er sett upp á
teppalögðu gólfi skal gæta þess að
loftstreymi sé á milli heimilistækisins
og teppisins. Stillið fæturna af svo að
nauðsynlegt bil sé á milli heimilistækis-
ins og teppisins.
ÍSLENSKA 3