• Heimilistækið verður að vera tengt við vatnsveituna
með nýja slöngusettinu sem fylgir með, eða öðru nýju
slöngusetti sem viðurkennd þjónustumiðstöð útvegar.
• Ekki má endurnýta gamlar slöngur.
• Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi,
viðurkennd þjónustumiðstöð eða svipað hæfur aðili að
endurnýja hana til að forðast hættu vegna rafmagns.
• Áður en eitthvert viðhald er framkvæmt skal slökkva á
heimilistækinu og aftengja klóna frá
rafmagnsinnstungunni.
• Ekki skal nota háþrýstan vatnsúða og/eða gufu til að
hreinsa heimilistækið.
• Hreinsaðu tækið með rökum klút. Notaðu aðeins
hlutlaus þvottaefni. Notaðu ekki rispandi efni, stálull,
leysiefni eða málmhluti.
2. ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
2.1 Uppsetning
• Fjarlægðu allar umbúðir og
flutningsboltana.
• Geymdu flutningsboltana á öruggum
stað. Ef færa á heimilistækið í
framtíðinni verður að setja þá aftur í til
að læsa tromlunni til að koma í veg
fyrir innri skemmdir.
• Alltaf skal sýna aðgát þegar
heimilistækið er fært vegna þess að
það er þungt. Notaðu alltaf
öryggishanska og lokaðan skóbúnað.
• Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
• Fylgdu leiðbeiningum um
uppsetningu sem fylgja með
heimilistækinu.
• Ekki setja upp eða nota heimilistæki
þar sem hitastigið er undir frostmarki
eða þar sem tækið er útsett fyrir veðri
og vindum.
• Gólfsvæðið þar sem á að setja upp
heimilistækið verður að vera flatt,
stöðugt, hitaþolið og hreint.
• Gættu þess að loftflæði sé á milli
heimilistækisins og gólfsins.
• Stilltu fæturna af svo nauðsynlegt bil
sé á milli heimilistækisins og gólfsins.
• Ekki setja upp heimilistækið þar sem
ekki er hægt að opna hurðina til fulls.
• Settu ekki ílát til að safna
hugsanlegum vatnsleka undir tækið.
Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að ganga úr
skugga um hvaða aukahluti má nota.
2.2 Tenging við rafmagn
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
• Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu
sem ekki veldur raflosti.
• Gakktu úr skugga um að
rafmagnsupplýsingarnar á
merkiplötunni passi við aflgjafann. Ef
ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
• Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Gakktu úr skugga um að
rafmagnsklóin og snúran verði ekki
fyrir skemmdum. Ef skipta þarf um
rafmagnssnúru verður viðurkennd
þjónustumiðstöð okkar að sjá um það.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga
um að rafmagnsklóin sé aðgengileg
eftir uppsetningu.
• Ekki snerta rafmagnssnúruna eða
rafmagnsklóna með blautum höndum.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
www.aeg.com
4