ZANKER KOB20601XB Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka
KOB20601XB
Notenda‐
leiðbeiningar
IS
Ofn
Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 2
Öryggisleiðbeiningar 3
Vörulýsing 5
Fyrir fyrstu notkun 5
Dagleg notkun 5
Að nota fylgihluti 6
Viðbótarstillingar 6
Góð ráð 7
Umhirða og þrif 12
Bilanaleit 14
Innsetning 14
Tæknilegar upplýsingar 16
Orkunýtni 16
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu og notkun heimilistækisins skal lesa meðfylgjandi
leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn ber ekki ábyrgð á neinum meiðslum
eða skemmdum sem leiða af rangri uppsetningu eða notkun. Geymdu alltaf
leiðbeiningarnar á öruggum stað þar sem auðvelt er að nálgast þær til síðari
notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
Börn, 8 ára og eldri og fólk með minnkaða getu, mega nota þetta tæki, ef
þeim hafa verið veittar leiðbeiningar og/eða eftirlit varðandi örugga notkun
tækisins og ef þau skilja hættuna sem því fylgir.
Leyfðu ekki börnum að leika sér með tækið.
Haltu öllum umbúðum frá börnum og fargaðu þeim á viðeigandi hátt.
Halda skal börnum og gæludýrum fjarri heimilistækinu þegar það er í
gangi eða þegar það kólnar. Aðgengilegir hlutar eru heitir.
Ef heimilistækið er með barnalæsingu ætti hún að vera virkjuð.
Börn eiga ekki að hreinsa eða framkvæma notandaviðhald á
heimilistækinu án eftirlits.
Halda ætti börnum yngri en 3 ára frá heimilistækinu, nema þau séu undir
stöðugu eftirliti.
Almennt öryggi
Einungis til þess hæfur aðili má setja upp þetta heimilistæki og skipta um
rafmagnskapal.
Tækið hitnar að innan þegar það er í gangi. Ekki snerta hitaelementin sem
eru í heimilistækinu. Notaðu alltaf ofnhanska til að fjarlægja eða setja inn
aukahluti eða ofnáhöld.
Áður en viðhald hefst skal aftengja tækið frá rafmagni.
2
Tryggja skal að slökkt sé á tækinu áður en skipt er um ofnljós til að forðast
möguleika á raflosti.
Ekki nota gufuhreinsibúnað til að hreinsa heimilistækið.
Ekki nota sterk tærandi hreinsiefni eða beittar málmsköfur til að hreinsa
glerhurðina þar sem slíkt getur rispað yfirborðið, sem getur aftur leitt til
þess að glerið brotnar.
Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi, viðurkennd
þjónustumiðstöð eða svipað hæfur aðili að endurnýja hana til að forðast
hættu vegna rafmagns.
Öryggisleiðbeiningar
Uppsetning
AÐVÖRUN! Einungis til þess hæfur aðili
má setja upp þetta heimilistæki.
Fjarlægðu allar umbúðir.
Ekki setja upp eða nota skemmt heimilistæki.
Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu sem fylgja
með heimilistækinu.
Farðu alltaf varlega þegar þú hreyfir tækið af því að
það er þungt. Alltaf skal nota öryggishanska.
Ekki draga heimilistækið á handfanginu.
Halda skal lágmarksfjarlægð frá hinum
heimilistækjunum og einingunum.
Gættu þess að tækinu sé komið fyrir undir og við
hliðina á traustum og stöðugum hlutum.
Hliðar heimilistækisins verða að standa beinar og
við hlið tækja eða eininga sem hafa sömu hæð.
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Eldhætta og hætta á raflosti.
Allar tengingar við rafmagn skulu framkvæmdar af
rafverktaka með tilskilin starfsréttindi.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
Gakktu úr skugga um að rafmagnsupplýsingarnar á
merkiplötunni passi við aflgjafann. Ef ekki, skal hafa
samband við rafvirkja.
Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem ekki veldur
raflosti.
Notaðu ekki fjöltengi eða framlengingarsnúrur.
Gakktu úr skugga um að rafmagnsklóin og snúran
verði ekki fyrir skemmdum. Ef skipta þarf um
rafmagnssnúru verður viðurkennd þjónustumiðstöð
okkar að sjá um það.
Ekki láta rafmagnssnúrurnar komast í snertingu við
hurð tækisins, einkum þegar hurðin er heit.
Raflostsvörn lifandi og einangraðra hluta verður að
vera fest þannig að ekki sé hægt að fjarlægja hana
án verkfæra.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok uppsetningarinnar.
Gakktu úr skugga um að rafmagnsklóin sé
aðgengileg eftir uppsetningu.
Ef rafmagnsinnstungan er laus, skal ekki tengja
rafmagnsklóna.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr sambandi.
Taktu alltaf um klóna.
Notaðu aðeins réttan einangrunarbúnað:
Línuvarnarstraumloka, öryggi (öryggi með
skrúfgangi fjarlægð úr höldunni), lekaliða og
spólurofa.
Rafmagnsuppsetningin verður að vera með
einangrunarbúnað sem leyfir þér að aftengja tækið
frá stofnæð á öllum pólum. Einangrunarbúnaðurinn
verður að hafa að lágmarki 3 mm snertiopnunarvídd.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-tilskipunum.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni, bruna,
raflosti eða sprengingu.
Þetta heimilistæki er eingöngu ætlað til heimilisnota.
Breyttu ekki tæknilýsingu fyrir þetta heimilistæki.
Gættu þess að loftræstiop séu ekki stífluð.
Láttu heimilistækið ekki vera án eftirlits á meðan það
er í gangi.
Slökktu á heimilistækinu eftir hverja notkun.
Farðu varlega þegar þú opnar hurð heimilistækisins
á meðan það er í gangi. Heitt loft getur losnað út.
Notaðu ekki heimilistækið með blautar hendur eða
þegar það er í snertingu við vatn.
Beittu ekki þrýstingi á opna hurð.
Notaðu ekki heimilistækið sem vinnusvæði eða
geymslusvæði.
3
Opnaðu hurð heimilistækisins varlega. Notkun
hráefna með alkóhóli getur valdið blöndu alkóhóls
og lofts.
Láttu ekki neista eða opinn eld komast í sneringu við
heimilistækið þegar þú opnar hurðina.
Settu ekki eldfim efni eða hluti sem eru blautir af
eldfimum efnum nálægt eða á heimilistækið.
Notaðu ekki örbylgjuaðgerðina til að forhita ofninn.
AÐVÖRUN! Hætta á skaða á tækinu.
Til að koma í veg fyrir skemmdir eða aflitun á
glerungnum:
Settu ekki ofnáhöld eða aðra hluti í
heimilistækið beint á botninn.
Settu ekki álpappír beint á botn
heimilistækisins.
Settu ekki vatn beint inn í heitt heimilistækið.
Láttu ekki raka rétti og rök matvæli vera inni í
heimilistækinu eftir að matreiðslu er lokið.
Farðu varlega þegar þú fjarlægir aukahluti eða
setur þá upp.
Aflitun á glerungnum hefur engin áhrif á getu eða
frammistöðu heimilistækisins. Það er ekki galli
samkvæmt lögum um ábyrgð.
Notaðu djúpa skúffu fyrir rakar kökur. Ávaxtasafi
veldur blettum sem geta verið varanlegir.
Þetta heimilistæki er eingöngu til að matreiða með.
Ekk má nota það í öðrum tilgangi, til dæmis að hita
herbergi.
Alltaf skal elda með ofnhurðina lokaða.
Ef heimilistækið er sett upp á bak við húsgagnaþil
(t.d hurð) skaltu gæta þess að hurðin sé aldrei lokuð
þegar heimilistækið er í notkun. Hiti og raki geta
byggst upp á bak við lokað húsgagnaþil og valdið
síðari skemmdum á heimilistækinu, húseiningunni
eða gólfinu. Lokaðu ekki húsgagnaþilinu fyrr en
heimilistækið hefur kólnað til fulls eftir notkun.
Umhirða og hreinsun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
eldsvoða eða því að heimilistækið
skemmist.
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal slökkva á því
og aftengja aðalklóna frá rafmagnsinnstungunni.
Gættu þess að heimilistækið sé kalt. Hætta er á að
glerplöturnar brotni.
Endurnýjaðu glerplöturnar í ofnhurðinni strax þegar
þær skemmast. Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
Vertu varkár þegar þú tekur hurðina af
heimilistækinu. Hurðin er þung!
Hreinsaðu heimilistækið reglulega til að
yfirborðsefnin á því endist betur.
Hreinsaðu tækið með rökum og mjúkum klút.
Notaðu aðeins mild þvottaefni. Ekki nota rispandi
efni, stálull, leysiefni eða málmhluti.
Ef þú notar ofnhreinsi skaltu hlýða
öryggisleiðbeiningunum á umbúðunum.
Ekki skal hreinsa hvataglerunginn (ef við á) með
neins konar hreinsiefni.
Ofnljósið
Sú tegund ljósaperu eða halógenlampa sem notuð
er fyrir þetta tæki er aðeins ætluð heimilistækjum.
Ekki nota það sem heimilisljós.
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
Áður en skipt er um ljósið, skal aftengja
heimilistækið frá rafmagnsinntakinu.
Einungis skal nota ljósaperur sem hafa sömu
eiginleika.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni eða
köfnun.
Aftengja skal tækið frá rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja henni.
Fjarlægið dyraklemmuna til að koma í veg fyrir að
börn eða dýr geti lokast inni í tækinu.
Þjónusta
Hafðu samband við viðurkennda þjónustumiðstöð til
að gera við heimilistækið.
Notaðu eingöngu upprunalega varahluti.
4
Vörulýsing
Almennt yfirlit
6
7
8
9
4
3
2
1
10
21 3 4 5
1
Stjórnborð
2
Ljós fyrir hitastig / tákn / vísir
3
Hnappur fyrir hitastigið
4
Hnappur fyrir aðgerðir ofnsins
5
Aflljós / tákn / vísir
6
Loftop fyrir kæliviftuna
7
Hitaelement
8
Ljós
9
Vifta
10
Hillustöður
Aukabúnaður
Vírhilla
Fyrir eldunaráhöld, kökuform, steikur.
Bökunarplata úr áli
Fyrir kökur og smákökur.
Fyrir fyrstu notkun
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
Fyrsta hreinsun
Fjarlægðu allan aukabúnað úr tækinu.
Sjá kaflann „Umhirða og hreinsun“.
Hreinsaðu tækið fyrir fyrstu notkun.
Settu aukabúnaðinn aftur í upphaflega stöðu sína.
Forhitun
Forhitaðu tóman ofninn til að brenna burt þá fitu sem er
eftir.
1. Stilltu aðgerðina og hámarkshitastigið.
2. Láttu heimilistækið vinna í eina klukkustund.
3. Stilltu aðgerðina og stilltu hámarkshitastigið.
4. Láttu heimilistækið vinna í 15 mínútur.
Aukahlutir geta orðið heitari en venjulega. Heimilistækið
getur gefið frá sér lykt og reyk. Þetta er eðlilegt. Gættu
þess að loftflæði í herberginu sé nægjanlegt.
Dagleg notkun
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
5
Virkjun og afvirkjun heimilistækisins
Það fer eftir gerðinni hvort
heimilistækið þitt er með ljós,
hnappatákn, eða vísa:
Ljósið kviknar þegar heimilistækið
vinnur.
Táknið sýnir hvort hnappurinn
stjórnar ofnaðgerðum eða hitastiginu.
Vísirinn kviknar þegar ofninn hitnar.
1. Snúðu hnúðnum fyrir ofnaðgerðir til að velja
ofnaðgerð.
2. Snúðu hnúðnum fyrir hitastig til að velja hitastig.
3. Til að slökkva á tækinu, skal snúa hnúðnum fyrir
ofnaðgerðir og hitastig í stöðuna Slökkt.
Ofnaðgerðir
Ofnaðgerð Notkun
Slökkt-staða Slökkt er á heimilistækinu.
Eldun með blæstri Til að steikja eða steikja og baka mat með sama eldunarhitastig, á fleiri
en einni hillu, án þess að bragð smitist á milli.
Yfir- / undirhiti Til að baka eða steikja mat á einni hillustöðu.
Undirhiti Til að baka kökur með stökkum botni og til að sjóða niður matvæli.
Blástursgrill Til að steikja stærri kjötstykki eða alifuglakjöt með beinum á einni hillu.
Einnig til að gera gratín-rétti og til að brúna.
Grillun Til að grilla flöt matvæli og rista brauð.
Afþíða Þessa aðferð má nota til að afþíða frosinn mat eins og grænmeti og
ávexti. Afþíðingartíminn fer eftir magni og stærð frosna matarins.
Að nota fylgihluti
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
Aukabúnaðurinn settur í
Vírhilla:
Ýttu hillunni milli stýristanganna á hillustoðinni og gakktu
úr skugga um að fóturinn snúi niður.
Viðbótarstillingar
Kælivifta
Þegar tækið gengur kviknar sjálfvirkt á kæliviftunni til að
halda flötum tækisins svölum. Ef þú slekkur á tækinu,
heldur kæliviftan áfram að starfa þangað til hitastig
heimilistækisins hefur lækkað.
6
Öryggishitastillir
Röng notkun tækisins eða bilun í íhlutum getur orsakað
hættulega ofhitnun. Til að koma í veg fyrir þetta, hefur
ofninn öryggishitastilli sem rýfur rafmagnstenginguna.
Ofninn kveikir sjálfkrafa á sér aftur þegar hitastigið
lækkar.
Góð ráð
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
Hitastig og bökunartímar í töflunum eru
einungis til viðmiðunar. Þeir eru háðir
uppskriftunum og gæðum og magni þess
innihaldsefnis sem er í notkun.
Almennar upplýsingar
Heimilistækið hefur fjórar hillustöður. Teldu
hillustöðurnar að neðan frá botni tækisins.
Tækið er með sérstakt kerfi sem setur loftið í
hringrás og endurnýtir stöðugt gufuna. Með þessu
kerfi getur þú eldað í gufukenndu umhverfi og haldið
matnum mjúkum að innan og stökkum að utan. Það
minnkar eldunartíma og orkunotkun niður í lágmark.
Raki getur þéttst í heimilistækinu eða á glerplötum
hurðarinnar. Þetta er eðlilegt. Haltu þig alltaf frá
heimilistækinu þegar þú opnar hurð þess á meðan
þú ert að elda. Til að minnka rakaþéttinguna skaltu
láta heimilistækið ganga í 10 mínútur áður en þú
byrjar að elda.
Þurrkaðu burt raka eftir hverja notkun tækisins.
Ekki setja hlutina beint á botn heimilistækisins og
ekki hylja einingarnar með álpappír þegar þú eldar.
Það getur breytt árangrinum af bakstrinum og
skemmt glerungshúðina.
Kökur bakaðar
Opnaðu ekki ofnhurðina fyrr en 3/4 baksturstímans
eru liðnir.
Ef þú notar tvær bökunarplötur á sama tíma skaltu
hafa eina tóma hæð á milli þeirra.
Eldun á kjöti og fiski
Notaðu djúpa pönnu fyrir mjög feitan mat til að koma
í veg fyrir að blettir sem geta verið varanlegir komi í
ofninn.
Láttu kjötið standa í um það bil 15 mínútur áður en
þú skerð það svo að vökvinn seytli ekki út.
Til að koma í veg fyrir of mikinn reyk í ofninum á
meðan verið er að steikja skal bæta svolitlu vatni í
ofnskúffuna. Til að koma í veg fyrir þéttingu reyks
skal bæta við vatni í hvert sinn sem það gufar upp.
Eldunartímar
Eldunartímar fara eftir tegund matvæla, þéttni þeirra og
magni.
Í byrjun skaltu fylgjast með frammistöðunni þegar þú
eldar. Finndu bestu stillingarnar (hitastillingu,
eldunartíma, o.s.frv.) fyrir eldunaráhöldin þín, uppskriftir
og skammta þegar þú notar þetta tæki.
Bökunar- og steikingartafla
Kökur
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Þeyttar up-
pskriftir
170 2 165 2 (1 og 3) 45 - 60 Í kökuformi
Smjördeig-
skökudeig
170 2 160 2 (1 og 3) 20 - 30 Í kökuformi
Súrmjólkur-
ostakaka
170 1 165 2 70 - 80 Í 26 cm kö-
kuformi
7
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Eplakaka
(Eplabaka)
170 1 160 2 (1 og 3) 80 - 100 Í tveimur 20
cm kökufor-
mum á vír-
hillu
Fyllt rúlluka-
ka
175 2 150 2 60 - 80 Á bökunar-
plötu
Opin ávax-
tabaka
170 2 160 2 (1 og 3) 30 - 40 Í 26 cm kö-
kuformi
Ávaxtakaka 170 2 155 2 50 - 60 Í 26 cm kö-
kuformi
Svampkaka
(Fitulaus
svampkaka)
170 2 160 2 90 - 120 Í 26 cm kö-
kuformi
Jólakaka /
kaka með rí-
kulegum
ávöxtum
170 2 160 2 50 - 60 Í 20 cm kö-
kuformi
Plómuter-
ta
1)
170 2 165 2 20 - 30 Í brauðformi
Litlar kökur 170 3 166 3 (1 og 3) 25 - 35 Á bökunar-
plötu
Smákökur
1)
150 3 140 3 (1 og 3) 30 - 35 Á bökunar-
plötu
Marengska-
ka
100 3 115 3 35 - 40 Á bökunar-
plötu
Smábrauð
1)
190 3 180 3 80 - 100 Á bökunar-
plötu
Choux
1)
190 3 180 3 (1 og 3) 15 - 20 Á bökunar-
plötu
Ávaxtabökur
á diski
180 3 170 2 25 - 35 Í 20 cm kö-
kuformi
Viktoríu-
samloka
180 1 eða 2 170 2 45 - 70 Vinstri +
hægri í kö-
kuformi 20
cm
Ávaxtakaka
með miklum
ávöxtum
160 1 150 2 110 - 120 Í 24 cm kö-
kuformi
8
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Viktoríu-
samloka
1)
170 1 160 1 50 - 60 Í 20 cm kö-
kuformi
1) Forhita ofninn í 10 mínútur.
Brauð og pítsa
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Hvítt
brauð
1)
190 1 195 1 60 - 70 1 - 2 stykki,
500 gr hvert
stykki
Rúgbrauð 190 1 190 1 30 - 45 Í brauðformi
Rúnnstyk-
ki
1)
190 2 180 2 (1 og 3) 25 - 40 6 - 8 rún-
nstykki á
bökunarplö-
tu
Pítsa
1)
190 1 190 1 20 - 30 Í djúpri ofn-
skúffu
Skonsur
1)
200 3 190 2 10 – 20 Á bökunar-
plötu
1) Forhita ofninn í 10 mínútur.
Bökur
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Pasta-baka 180 2 180 2 40 - 50 Í formi
Grænmetis-
baka
200 2 200 2 45 - 60 Í formi
Opnar egg-
jabökur
190 1 190 1 40 - 50 Í formi
Lasagna 200 2 200 2 25 - 40 Í formi
Cannelloni 200 2 200 2 25 - 40 Í formi
Yorkshire-
búðingur
1)
220 2 210 2 20 - 30 6-búðinga
form
1) Forhita ofninn í 10 mínútur.
9
Kjöt
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Nautakjöt 200 2 190 2 50 - 70 Á vírhillu og
djúpri ofn-
skúffu
Svínakjöt 180 2 180 2 90 - 120 Á vírhillu og
djúpri ofn-
skúffu
Kálfakjöt 190 2 175 2 90 - 120 Á vírhillu og
djúpri ofn-
skúffu
Ensk nau-
tasteik, létt-
steikt
210 2 200 2 44 - 50 Á vírhillu og
djúpri ofn-
skúffu
Ensk nau-
tasteik, milli-
steikt
210 2 200 2 51 - 55 Á vírhillu og
djúpri ofn-
skúffu
Ensk nau-
tasteik,
gegnsteikt
210 2 200 2 55 - 60 Á vírhillu og
djúpri ofn-
skúffu
Svínabógur 180 2 170 2 120 - 150 Í djúpri ofn-
skúffu
Svínaskanki 180 2 160 2 100 - 120 2 stykki í
djúpri ofn-
skúffu
Lambakjöt 190 2 190 2 110 - 130 Læri
Kjúklingur 200 2 200 2 70 - 85 Heill
Kalkúnn 180 1 160 1 210 - 240 Heill
Önd 175 2 160 2 120 - 150 Heil
Gæs 175 1 160 1 150 - 200 Heil
Kanína 190 2 175 2 60 - 80 Skorin í bita
Héri 190 2 175 2 150 - 200 Skorinn í bi-
ta
Fasani 190 2 175 2 90 - 120 Heill
10
Fiskur
Matvæli Yfir- / undirhiti Blástursofn Tími (mín) Athugasem-
dir
Hitastig (°C) Hillustaða Hitastig (°C) Hillustaða
Silungur /
kólguflekkur
190 2 175 2 (1 og 3) 40 - 55 3 - 4 fiskar
Túnfiskur /
lax
190 2 175 2 (1 og 3) 35 - 60 4 - 6 flök
Að grilla
Forhitaðu tóman ofninn í 10 mínútum
fyrir matreiðslu.
Matvæli Magn Hitastig (°C) Tími (mín) Hillustaða
Stykki (g) Fyrri hlið Seinni hlið
Nautalund 4 800 250 12 - 15 12 - 14 3
Nautasteikur 4 600 250 10 - 12 6 - 8 3
Pylsur 8 - 250 12 - 15 10 - 12 3
Svínakóte-
lettur
4 600 250 12 - 16 12 - 14 3
Kjúklingur
(klofinn í
tvennt)
2 1000 250 30 - 35 25 - 30 3
Kebab 4 - 250 10 - 15 10 - 12 3
Kjúklingab-
ringa
4 400 250 12 - 15 12 - 14 3
Hamborgari 6 600 250 20 - 30 - 3
Fiskflak 4 400 250 12 - 14 10 - 12 3
Ristaðar
samlokur
4 - 6 - 250 5 - 7 - 3
Ristað
brauð
4 - 6 - 250 2 - 4 2 - 3 3
Blástursgrill
Notaðu þessa aðgerð við
hámarkshitastig 200°C.
11
Matvæli Magn Hitastig (°C) Tími (mín) Hillustaða
Stykki (g) Fyrri hlið Seinni hlið
Úrbeinaðir
leggir (kal-
kúnn)
1 1000 200 30 - 40 20 - 30 3
Kjúklingur
(klofinn í
tvennt)
2 1000 200 25 - 30 20 - 30 3
Kjúklinga-
leggir
6 - 200 15 - 20 15 - 18 3
Akurhæna 4 500 200 25 - 30 20 - 25 3
Grænmetis-
gratín
- - 200 20 - 25 - 3
Hörpudiskur - - 200 15 - 20 - 3
Makríll 2 - 4 - 200 15 - 20 10 - 15 3
Fisksneiðar 4 - 6 800 200 12 - 15 8 - 10 3
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
Athugasemdir um hreinsun
Hreinsaðu tækið að framan með mjúkum klút með
volgu vatni og hreinsiefni.
Til að hreinsa málmfleti skal nota sérstakt
hreinsiefni.
Hreinsaðu ofninn að innan eftir hverja notkun.
Uppsöfnun fitu og annarra matarleifa kann að leiða
til eldsvoða.
Hreinsaðu langvarandi óhreinindi með sérstökum
ofnahreinsi.
Hreinsaðu alla aukahluti eftir hverja notkun og láttu
þá þorna. Notaðu mjúkan klút með volgu vatni og
hreinsiefni.
Ef þú ert með fylgihluti sem matur festist ekki við
skal ekki hreinsa þá með hörðum efnum, hlutum
með beittum brúnum eða í uppþvottavél. Það getur
valdið skemmdum á viðloðunarfríu húðinni.
Heimilistæki úr ryðfríu stáli eða áli
Hreinsaðu ofnhurðina aðeins með rökum
klút eða svampi. Þurrkaðu hana með
mjúkum klút.
Ekki nota stálull, sýrur eða svarfefni þar
sem þau geta skemmt yfirborð ofnsins.
Hreinsaðu stjórnborð ofnsins með sömu
varúðarráðstöfunum.
Hurðarþéttingin hreinsuð
Athugaðu reglulega hurðarþéttinguna.
Hurðarþéttingin er umhverfis ramma ofnrýmisins
sjálfs. Ekki nota tækið ef hurðarþéttingin er skemmd.
Hafðu samband við viðurkennda þjónustumiðstöð.
Til að hreinsa hurðarþéttinguna vísast til almennra
upplýsinga um hreinsun.
Ofnhurðin hreinsuð
Ofnhurðin er með tvær glerplötur. Þú getur fjarlægt
ofnhurðina og innri glerplötuna til að hreinsa hana.
Ofnhurðin getur lokast ef þú reynir að
fjarlægja innri glerplötuna áður en þú
fjarlægir ofnhurðina.
12
VARÚÐ! Ekki nota heimilistækið án innri
glerplötunnar.
1
Opnaðu hurðina til fulls
og haltu hurðarlömunum
tveimur.
1
2
Lyftu og snúðu örmunum
á lömunum tveimur.
2
3
Lokaðu ofnhurðinni hálfa
leið að fyrstu
lokunarstöðu. Togaðu
síðan fram á við og
fjarlægðu hurðina úr sæti
sínu.
3
4
Settu hurðina á mjúkan
klút á stöðugu undirlagi.
4
5
Losaðu læsingarkerfið til
að fjarlægja innri
glerplötuna.
5
90°
6
Snúðu festingunum
tveimur um 90° og
fjarlægðu þær úr sætum
sínum.
6
2
1
7
Lyftu fyrst varlega og
fjarlægðu síðan
glerplötuna.
7
Hreinsaðu glerplötuna með vatni og sápu. Þurrkaðu
glerplötuna varlega.
Þegar hreinsun er lokið skaltu setja glerplötuna og
ofnhurðina í. Framkvæmdu skrefin hér að ofan í öfugri
röð.
Sáldprentunarsvæðið verður að snúa að innri hlið
hurðarinnar. Gakktu úr skugga um eftir uppsetninguna
að yfirborð glerplöturammans á
sáldprentunarsvæðunum sé ekki gróft viðkomu.
Gakktu úr skugga um að þú setjir innri glerplötunar rétt í
sætin.
Skipt um ljósið
Settu klút á botn heimilistækisins. Það kemur í veg fyrir
skemmdir á glerhlíf ljóssins og á ofnrýminu.
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti! Aftengdu
öryggið áður en þú skiptur um peru.
Ofnljósið og glerhlífin geta verið heit.
1. Slökktu á heimilistækinu.
2. Taktu öryggin úr öryggjahólfinu eða slökktu á
útsláttarrofanum.
Baklýsingin
1. Snúðu glerhlífinni rangsælis til að fjarlægja hana.
2. Hreinsaðu glerhlífina.
3. Endurnýjaðu peruna með viðeigandi hitaþolinni
peru sem þolir 300 °C.
4. Settu glerhlífina á.
13
Bilanaleit
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
Hvað skal gera ef...
Vandamál Hugsanleg orsök Úrlausn
Ofninn hitnar ekki. Slökkt er á ofninum. Kveiktu á ofninum.
Ofninn hitnar ekki. Öryggi hefur sprungið. Gakktu úr skugga um að öryggi sé
orsök bilunarinnar. Ef öryggið
springur aftur og aftur skal hafa
samband við rafvirkjameistara.
Ljósið virkar ekki. Ljósið er bilað. Endurnýjaðu ljósið.
Gufa og raki sest á matinn og inn í
ofnrýmið.
Þú hafðir réttinn of lengi inni í ofni-
num.
Ekki hafa réttina lengur í ofninum en
15 - 20 mínútur eftir að eldunarferli
er lokið.
Þjónustugögn
Ef þú getur ekki leyst vandamálið sjálf(ur) skaltu hafa
samband við söluaðila eða viðurkennda
þjónustumiðstöð.
Þau nauðsynlegu gögn sem þjónustumiðstöðin þarf á
að halda eru á merkiplötunni. Merkiplatan er á fremri
ramma ofnrýmis heimilistækisins. Ekki skal fjarlægja
merkiplötuna úr rými tækisins.
Við mælum með að þú skrifir upplýsingarnar hérna:
Gerð (MOD.) .........................................
Vörunúmer (PNC) .........................................
Raðnúmer (S.N.) .........................................
Innsetning
AÐVÖRUN! Sjá kafla um Öryggismál.
14
Innbygging
589
598
594
114
19
21540
570
558
min. 550
20
600
min. 560
3
9
min. 550
20
590
min. 560
589
598
594
114
19
21540
570
558
3
9
Heimilistækið fest við skápinn
A
B
Rafmagnsuppsetning
Framleiðandinn er ekki ábyrgur ef þú
fylgir ekki öryggisvarúðarráðstöfununum
í öryggisköflunum.
Þetta tæki er afhent með rafmagnskló og -snúru.
Kapall
Kapaltegundir sem viðeigandi eru fyrir uppsetningu eða
endurnýjun:
H07 RN-F, H05 RN-F, H05 RRF, H05 VV-F, H05 V2V2-
F (T90), H05 BB-F
Fyrir þversnið kapalsins vísast til heildarafls á
merkiplötunni. Þú getur einnig vísað til töflunnar:
Heildarafl (W) Þversnið kapals (mm²)
að hámarki 1380 3 x 0.75
að hámarki 2300 3 x 1
að hámarki 3680 3 x 1.5
Jarðstrengurinn (grænn / gulur kapall) verður að vera 2
cm lengri en fasinn og núllkapallinn (bláir og brúnir
kaplar).
15
Tæknilegar upplýsingar
Tæknilegar upplýsingar
Spenna 230 V
Tíðni 50 Hz
Orkunýtni
Upplýsingablað og upplýsingar í samræmi við ESB 65-66/2014
Nafn afhendingaraðila Zanker
Auðkenning gerðar KOB20601XB
Orkunýtnistuðull 105.2
Orkunýtniflokkur A
Orkunotkun með venjulegu álagi, hefðbundin stilling 0.83 kWh/hringrás
Orkunotkun með venjulegu álagi, viftudrifin stilling 0.81 kWh/hringrás
Fjöldi holrúma 1
Hitagjafi Rafmagn
Magn 53 l
Tegund ofns Innbyggður ofn
Massi 27.5 kg
EN 60350-1 - Rafmagnseldunartæki til heimilisnota - 1.
hluti: Eldavélar, ofnar, gufuofnar og grill - Aðferðir til að
mæla frammistöðu.
Orkusparnaður
Heimilistækið inniheldur eiginleika sem hjálpa þér að
spara orku við hversdagslega matreiðslu.
Almennar vísbendingar
Gættu þess að ofnhurðin sé almennilega lokuð
þegar tækið er í gangi og haltu henni lokaðri
eins mikið og hægt er meðan á matreiðslu
stendur.
Notaðu málmdiska til að auka orkusparnaðinn.
Ef hægt er skal setja matinn inn í ofninn án
þess að hita hann.
Þegar eldun tekur lengri tíma en 30 mínútur
skaltu lækka ofnhitann eins mikið og hægt er 3
- 10 mínútum áður en eldun er lokið, eftir því
hversu langan tíma tekur að elda. Hitinn inni í
ofninum mun halda áfram að elda.
Notaðu afgangshitann til að hita upp annan
mat.
Eldun með viftu - þegar hægt er skaltu nota
eldunaraðgerðir með viftu til að spara orku.
Halda matnum heitum - ef þú vilt nota
afgangshitann til að halda máltíðinni heitri skaltu
velja lægstu mögulegu hitastillingu.
UMHVERFISMÁL
Endurvinna þarf öll efni merkt tákninu . Setjið
umbúðirnar í viðeigandi sorpílát til endurvinnslu. Leggið
ykkar að mörkum til verndar umhverfinu og heilsu
manna og dýra og endurvinnið rusl sem fylgir raftækjum
og raftrænum búnaði. Hendið ekki heimilistækjum sem
merkt eru með tákninu í venjulegt heimilisrusl. Farið
með vöruna í næstu endurvinnslustöð eða hafið
samband við sveitarfélagið.
16
*
17
18
19
www.electrolux.com/shop
867323744-A-442015
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20

ZANKER KOB20601XB Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka

V iných jazykoch