NOTKUNARLEIÐBEININGAR
WIDEX MAGNIFY™ VÖRULÍNAN
MRR2D-tæki
RIC/RITE
(Hátalari í hlust/hátalari í eyra)
HEYRNARTÆKIÐ ÞITT
(Heyrnarsérfræðingur fyllir út þennan hluta)
Þetta er listi yfir kerfin sem í boði eru fyrir heyrnartækið þitt.
Frekari upplýsingar um notkun þessara kerfa má sjá í „Sérstilling“.
Kerfi heyrnartækisins:
KERFI AUKINN HEYRANLEIKI
Almennt
Hljóðlátt umhverfi
Bakgrunnssuð / Hávært umhverfi
Samgöngur
Borgarumhverfi
Áhrif
Samkvæmi
Samkomur
nlist
SÉRSTÖK KERFI AUKINN HEYRANLEIKI
Zen / Slökun
mi
2
SMARTTOGGLE-KERFI AUKINN HEYRANLEIKI
Zen+ / Slökun+
Heiti kerfanna í töflunni eru sjálfgefin. Ef þú hefur valið að nota einhver af
hinum heitunum sem eru í boði skaltu skrifa nýju heitin í töfluna. Þannig
veistu alltaf hvaða kerfi þú ertnota í heyrnartækjunum.
Lestu leiðbeiningarnar
Lestu notkunarleiðbeiningarnar í þessum bæklingi og bæklingnum „Eyrnatól
fyrir Widex-heyrnartæki“ vandlega áður en þú byrjar að nota heyrnartækið.
Þú ættir einnig að lesa notkunarleiðbeiningarnar fyrir hleðslutækið.
Straumspilun hljóðs og þráðlaus stýring
Heyrnartækið býður upp á straumspilun hljóðs og beina þráðlausa stýringu
úr snjallsímum og öðrum tækjum um DEX. Til að fá frekari aðstoð eða upp-
lýsingar skaltu hafa samband við heyrnarsérfræðinginn þinn eða fara á:
https://global.widex.com.
Heyrnartækið virkar þráðlaust með MAGNIFY-snjallforritinu. Við berum
enga ábyrgð ef heyrnartækið er notað með snjallforriti þriðja aðila eða ef
snjallforritið er notað með öðru tæki. Lestu meira um snjallforritið í bæk-
lingnum.
3
CONTENTS
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR.......................................................6
HEYRNARTÆKIÐ ÞITT................................................................................8
Velkomin(n)......................................................................................................8
Heyrnartækið í hnotskurn...........................................................................9
NOTKUNARSKILYRÐI............................................................................... 10
Ábendingar um notkun.................................................................................10
Heyrnartæki með hleðslurafhlöðum........................................................10
Fyrirhuguð notkun.........................................................................................10
Hleðsla.............................................................................................................. 11
Notkunartími og hleðslutími..........................................................................11
Notkunar- og hleðsluskilyrði.........................................................................13
Geymslu- og flutningsskilyrði.......................................................................14
DAGLEG NOTKUN.....................................................................................16
Kveikt og slökkt á heyrnartækinu................................................................ 16
Heyrnartækið sett í eyrað og fjarlægt..........................................................17
SÉRSTILLING.............................................................................................18
Kerfi..................................................................................................................18
Zen-kerfið...................................................................................................20
Hljóðmerki......................................................................................................20
Tenging við gagnstætt heyrnartæki tapaðist ........................................22
4
Hljóð- og kerfisstillingar................................................................................22
Notkun snjallsíma með heyrnartækinu.......................................................25
PÖRUN VIÐ SNJALLSÍMA......................................................................... 26
Tenging við snjallsíma um Bluetooth .....................................................26
Hvernig á að tengja heyrnartækið við snjallforritið...............................26
Hvernig á að slökkva á Bluetooth-tengingunni..................................... 26
Samhæfi við snjallsíma................................................................................. 27
ÞRIF......................................................................................................... 28
Verkfæri..........................................................................................................28
Merghlíf...........................................................................................................29
Þurrkbox.........................................................................................................29
AUKABÚNAÐUR...................................................................................... 30
BILANAGREINING..................................................................................... 31
FERÐAST MEÐ FLUGVÉL.......................................................................... 34
UPPLÝSINGAR VARÐANDI REGLUVERK...................................................35
FCC- og ISED-yfirlýsingar.............................................................................35
Tilskipanir Evrópusambandsins................................................................... 37
Tilskipun 2014/53/ESB.............................................................................. 37
Upplýsingar um förgun............................................................................. 38
TÁKN....................................................................................................... 39
5
MIKILVÆGAR ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Lestu þessar síður vandlega áður en þú byrjar að nota heyrnartækið.
Heyrnartæki og rafhlöður geta verið hættuleg ef þau eru innbyrt eða
notuð á rangan hátt. Séu þau innbyrt eða notuð á rangan hátt geta þau
valdið alvarlegum meiðslum eða jafnvel dauða. Ef þau hafa verið inn-
byrt skal hringja tafarlaust í 112 eða Eitrunarmiðstöð Landspítalans í
síma 543 2222.
Taktu heyrnartækin úr eyrunum þegar þú ert ekki að nota þau. Þetta
hjálpar til við að lofta um hlustina og koma í veg fyrir eyrnabólgu.
Hafðu strax samband við lækni eða heyrnarsérfræðinginn þinn ef þig
grunar að þú gætir verið með eyrnabólgu eða þú sýnir ofnæmisviðbrögð.
Hafðu samband við heyrnarsérfræðinginn ef heyrnartækið er óþægilegt
eða passar illa og veldur ertingu, roða eða álíka kvillum.
Fjarlægðu heyrnartækin fyrir sturtu, sund eða áður en þú notar hárblás-
ara.
Ekki hafa heyrnartækin í eyrunum þegar þú setur á þig ilmvatn, úða, gel
eða krem.
Ekki þurrka heyrnartækið í örbylgjuofni – það mun skemmast.
Aldrei nota heyrnartæki annarra og ekki leyfa öðrum að nota þín því
það gæti skemmt heyrn þína.
Aldrei nota heyrnartækin í umhverfi þar sem eldfimar loftegundir kunna
að leynast, t.d. í námum.
6
Geymdu heyrnartæki, íhluti þeirra, aukabúnað og rafhlöður þar sem
börn og einstaklingar með skertan vitsmunaþroskaekki til.
Reyndu aldrei að opna eða gera við heyrnartækið upp á eigin spýtur. Haf-
ðu samband við heyrnarsérfræðinginn þinn ef þú þarftláta laga heyrn-
artækið.
Heyrnartækin þín innihalda fjarskiptatækni. Veittu umhverfinu sem þú
notar þau í athygli. Ef einhverjar takmarkanir um notkun eiga við verð-
urðugera ráðstafanir tilfylgja þeim.
Tækið þitt var hannað til að uppfylla alþjóðlega staðla um rafsegulsviðs-
samhæfi. Samt sem áður er enn möguleiki að það geti valdið truflunum á
öðrum rafbúnaði. Ef þú finnur fyrir truflunum skaltu halda þig frá öðrum
rafbúnaði.
Hafðu í hugastraumspilun hljóðs í heyrnartækjunum þínum á háum
hljóðstyrk getur komið í veg fyrir að þú heyrir mikilvæg hljóð eins og
viðvaranir og umferðarhljóð. Við slíkar aðstæður skaltu gæta þess að
hafa hljóðstyrk straumspilaða hljóðsins rétt stilltan.
Láttu ekki heyrnartækin komast í snertingu við mikinn hita eða raka og
þurrkaðu þau strax ef þau blotna eða ef þú svitnar mikið.
Ekki nota neina vökva eða sótthreinsiefni til að hreinsa heyrnartækið.
Hreinsaðu og skoðaðu heyrnartækið á hverjum degi eftir notkun til að
ganga úr skugga um að það sé ekki brotið. Ef heyrnartækið skemmist á
meðan þú ert með það í eyranu og lítil brot verða eftir í hlustinni skaltu
leita til læknis. Ekki reynafjarlægja brotin upp á eigin spýtur.
7
HEYRNARTÆKIÐ ÞITT
Velkomin(n)
Til hamingju með nýja heyrnartækið þitt.
Þetta heyrnartæki er knúið af litíum-jóna-hleðslurafhlöðu og verður að nota
með hleðslutæki af gerðinni WPT1. Rafhlaðan er innbyggð svo ekki er hægt
að skipta henni út.
Við mælum með því að þú notir heyrnartækið reglulega, jafnvel þótt þ
taki nokkurn tíma að venjast því. Óreglulegir notendur njóta yfirleitt ekki alls
ávinnings sem heyrnartæki hafa upp ábjóða.
NOTE
Heyrnartækið þitt og aukabúnaður þess lítur hugsanlega ekki alveg eins út og
myndirnar í þessum bæklingi sýna. Við áskiljum okkur rétt til að gera hverjar
þær breytingar sem við teljum nauðsynlegar.
8
Heyrnartækið í hnotskurn
Heyrnartækið þitt er sýnt hér að neðan – á fyrstu myndinni með eyrnatólinu.
Eyrnatólið samanstendur af eyrnavír með hátalara og eyrnatappa, en það er
sá hluti heyrnartækisins sem þú ert með í eyranu.
1
2
3
1. Þrýstihnappur til að kveikja/slökkva
2. Eyrnavír með hátalara
3. Hljóðnemanet
1
2
3
1. Tenging eyrnavírs
2. Auðkenni fyrir hægra/vinstra heyrn-
artæki
3. Auðkennisplata (gerð og raðnúmer)
Liturinn á auðkenninu fyrir hægra/vinstra heyrnartækið segir þér hvernig þú
getur þekkt vinstra tækið frá því hægra. Heyrnartækið fyrir vinstra eyrað er
með bláu merki. Heyrnartækið fyrir hægra eyrað er með rauðu merki.
Frekari upplýsingar um eyrnatólið erfinna í handbók eyrnatólsins.
9
NOTKUNARSKILYRÐI
Ábendingar um notkun
Heyrnartækin eru ætluð einstaklingum eldri en 36 mánaða þar sem heyrnar-
tap þeirra er á bilinu vægt heyrnartap (0 dB HL) til mjög alvarlegs heyrnar-
taps (115 dB HL) og henta fyrir allar gerðir heyrnarskerðingar.
Heyrnarsérfræðingar sem eru þjálfaðir í heyrnarmeðferðum (heyrnarfræð-
ingar, heyrnartækjasérfræðingar, háls- og eyrnasérfræðingar) skulu sjá um
að stilla þau.
Heyrnartæki með hleðslurafhlöðum
Börn yngri en 36 mánaða og einstaklingar með skertan vitsmunaþroska
ættu EKKI að nota heyrnartæki með hleðslurafhlöðum.
Fyrirhuguð notkun
Heyrnartækin eru ætluð sem hljóðmögnunartæki með loftleiðni til notkunar
í daglegu hljóðumhverfi. Hugsanlega eru heyrnartækin með Zen-kerfi sem
ætlað erveita slakandi hljóðbakgrunn (þ.e. tónlist/suð) fyrir fullorðna
notendur sem óska eftir slíkum bakgrunnshljóðum í þögn.
10
Hleðsla
Við mælum með því að heyrnartækið sé hlaðið daglega. Þessi mynd sýnir
hleðslutækið þitt í hnotskurn:
4
2
2
1
1
3
1. Hleðsluraufar
2. Ljós
3. Lok með lömum
4. Micro USB-tengi
Frekari upplýsingar um hvernig áhlaða heyrnartækið er að finna í not-
kunarleiðbeiningunum fyrir hleðslutækið.
Notkunartími og hleðslutími
Ef þú hleður heyrnartækið í hálfa klukkustund geturðu notað það í u.þ.b.
fjórar klukkustundir. Það tekur u.þ.b. fjórar klukkustundir að hlaða heyrnar-
tækið að fullu.
Þegar heyrnartækið er fullhlaðið geturðu notað það íminnsta kosti sext-
án klukkustundir við venjuleg hlustunarskilyrði áður en hlaða þarf það að
nýju.
11
4 klukkustundir 16 klukkustundir
Þegar viðvörunin um lága hleðslu á rafhlöðunni hljómar geturðu notað tæk-
ið í u.þ.b. 3–4 klukkustundir við venjulega notkun. Heyrnartækið slekkur á
sér þegar mjög lítil hleðsla er á rafhlöðunni.
Heyrnartap, hljóðumhverfi og straumspilun eru þættir sem hafa áhrif á áætl-
aðan notkunartíma. Ef þú t.d. notar straumspilunarþjónustuna styttist not-
kunartími heyrnartækisins.
12
Notkunar- og hleðsluskilyrði
Heyrnartækið þitt var hannað tilstarfa við daglegar aðstæður og það
virkar við umhverfisaðstæður sem þér finnast þægilegar. Þú getur not
heyrnartækið í flugi en þú ættirfjarlægja það áður en þú ferð í sturtu eða
sund eða ferð að sofa.
Notkunarskilyrði
Lágmark Hámark
Hitastig 0°C 40°C
Rakastig 10% 95%
Loftþrýstingur 750 mbör 1060 mbör
Hleðsluskilyrði
Lágmark mark
Hitastig 0°C 30°C
Rakastig 10% 95%
13
Langtímageymsla þegar tækið er ekki í notkun
Ef þú ætlar ekkinota heyrnartækið í lengri tíma skaltu hlaða þaðfullu
og geyma það í hulstrinu sem þú fékkst með heyrnartækinu. Mundu að slök-
kva á heyrnartækinu fyrir geymslu.
Á sex mánaða fresti þarfhlaða heyrnartækið til að forðast óendurkræfa
afhleðslu rafhlöðunnar. Ekki er hægthlaða rafhlöðu sem hefur afhlaðist
of mikið og því þarfskipta um hana. Við mælum hins vegar með því
tækið sé hlaðið oftar en á sex mánaða fresti.
Geymslu- og flutningsskilyrði
Heyrnartækið þitt er viðkvæmt fyrir erfiðum skilyrðum eins og miklum hita.
Ekki ætti að geyma eða flytja það í beinu sólarljósi og aðeins í samræmi við
eftirfarandi skilyrði.
Geymsluskilyrði
Lágmark Hámark
Hitastig 10°C 40°C*
Rakastig 20% 80%
*Ráðlagt hitastig er 10°C til 25°C.
Flutningsskilyrði
Lágmark mark
Hitastig -20°C 55°C
14
Lágmark Hámark
Rakastig 10% 95%
Tækni- og viðbótarupplýsingar um heyrnartækin þín erfinna á https://
global.widex.com.
15
DAGLEG NOTKUN
Kveikt og slökkt á heyrnartækinu
Hægt er að kveikja á heyrnartækinu á tvo vegu:
1. Ýttu á þrýstihnappinn og haltu honum niðri í nokkrar sekúndur. Eftir
nokkrar sekúndur mun heyrnartækið spila hljóðmerki til að gefa til
kynna að kveikt sé á því nema þú hafir í samráði við heyrnarsérfræðing-
inn gert þessa aðgerð óvirka.
2. Taktu heyrnartækið úr hleðslutækinu og það kviknar sjálfkrafa á því eftir
nokkrar sekúndur. Heyrnartækið mun spila hljóðmerki til að gefa til
kynna að kveikt sé á því.
Hægt er að slökkva á heyrnartækinu á tvo vegu:
1. Settu heyrnartækið í hleðslutækið og hleðsla hefst.
2. Ýttu á þrýstihnappinn og haltu honum niðri í nokkrar sekúndur. Lokat-
ónn mun hljóma.
16
Heyrnartækið sett í eyrað og fjarlægt
1. Settu eyrnatólið í eyrað á meðan þú heldur í neðri
hluta eyrnavírsins. Gagnlegt getur veriðtoga eyr-
að upp og aftur á sama tíma.
2. Settu síðan heyrnartækið bak við eyrað. Heyrnartæk-
ið ætti að hvíla þægilega á eyranu nálægt höfðinu.
Byrjaðu á því að losa heyrnartækið sem er bak
við eyrað. Taktu síðan eyrnatólið varlega út úr
hlustinni á meðan þú heldur í neðri hluta eyr-
navírsins.
Heyrnartækið getur verið búið ýmsum gerðum af eyrnatólum. Frekari upp-
lýsingar um eyrnatólið er að finna í handbókinni fyrir eyrnatól.
17
SÉRSTILLING
Kerfi
Þetta er yfirlit yfir kerfi sem þú getur valið úr. Fáðu leiðbeiningar hjá heyrn-
arsérfræðingnum.
KERFI NOTKUN
Almennt Sjálfvirkt kerfi með áherslu á besta hljóð við all-
ar aðstæður
Hljóðlátt umhverfi Sérstakt kerfi fyrir hlustun í hljóðlátu umhverfi
Bakgrunnssuð / Hávært
umhverfi Sérstakt kerfi fyrir hlustun í háværu umhverfi
Samgöngur Fyrir hlustun í aðstæðum þar sem hávaði frá
bílum, lestum o.s.frv. er til staðar
Áhrif Notaðu þetta kerfi ef þú kýst skýrt og skarpt
hljóð
Borgarumhverfi Fyrir hlustun í aðstæðum með breytilegu hljóð-
stigi (í matvöruverslunum, á háværum vinnu-
stöðum eða við álíka aðstæður)
Samkvæmi Fyrir hlustun í aðstæðum þar sem margir eru
að tala í einu
18
KERFI NOTKUN
Samkomur Notaðu þetta kerfi ef þú ert á lítilli samkomu,
t.d. við kvöldverð með fjölskyldunni
Tónlist Til að hlusta á tónlist
SÉRSTÖK KERFI NOTKUN
Zen / Slökun Spilar tóna eða suð sem afslappandi bak-
grunnshljóð. Frekari upplýsingar er að finna í
„Zen-kerfið“
Sími Þetta kerfi er hannað til að hlusta á símtöl
SMARTTOGGLE-
KERFI NOTKUN
Zen+ Þetta kerfi er svipað og Zen en gerir þér kleift
að hlusta á mismunandi tóna eða suð með fjar-
stýringu (RC-DEX eða forrit)
Heiti kerfanna á listanum eru sjálfgefin. Heyrnarsérfræðingurinn þinn getur
einnig valið annað heiti á kerfið af forvöldum lista. Þá er mun auðveldara
fyrir þig að velja rétt kerfi fyrir hver hlustunarskilyrði.
Heyrnarsérfræðingurinn getur virkjað eiginleikann fyrir aukinn heyranleika,
allt eftir því hvert heyrnartap þitt er. Spurðu heyrnarsérfræðinginn hvort þ
myndi gagnast þér.
19
Ef þarfir þínar og óskir breytast með tímanum getur heyrnarsérfræðingurinn
auðveldlega breytt valinu á kerfinu.
Zen-kerf
Heyrnartækið þitt gæti verið búið einstöku valfrjálsu hlustunarkerfi sem nefnist
Zen. Það býr til tóna (og stundum suð) í bakgrunninum.
Ef hljóð lækka eða þol þitt fyrir hljóðum minnkar, tal verður óskýrara eða
eyrnasuð eykst skaltu hafa samband við heyrnarsérfræðinginn þinn.
Notkun á Zen-kerfinu getur komið í veg fyrirþú heyrir hversdagsleg
hljóð, þ.m.t. tal. Ekki ættinota það þegar mikilvægt er að geta heyrt
slík hljóð. Stilltu heyrnartækið á kerfi annað en Zen við þessar aðstæður.
Hljóðmerki
Biddu heyrnarsérfræðinginn þinn um að slökkva á þessum hljóðmerkjum ef
þú þarft ekki á þeimhalda.
Hljóðmerki kerfis
Heyrnartækið þitt spilar hljóð til að láta þig vita hvaða kerfi þú virkjaðir eða
að þú hafir skipt um kerfi. Þessi hljóð geta verið SmartSpeak (töluð skilaboð)
eða SmartTones (hljóðmerki), allt eftir því hvernig heyrnarsérfræðingurinn
þinn hefur sett upp heyrnartækið.
20
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32
  • Page 33 33
  • Page 34 34
  • Page 35 35
  • Page 36 36
  • Page 37 37
  • Page 38 38
  • Page 39 39
  • Page 40 40
  • Page 41 41
  • Page 42 42
  • Page 43 43
  • Page 44 44