Straumspilun hljóðs með iPhone
Heyrnartækin þín eru Made for iPhone heyrnartæki. Þetta
merkir að þú getur tekið á móti símtölum og hlustað
á tónlist úr iPhone-símanum þínum beint í gegnum
heyrnartækin.
Frekari upplýsingar um samhæf iOS-tæki, pörun,
straumspilun hljóðs og aðrar gagnlegar aðgerðir færðu hjá
heyrnarsérfræðingnum.
Straumspilun hljóðs með Android-síma
Ef farsíminn þinn styður virknina Audio Streaming for
Hearing Aids (ASHA)getur þú tekið á móti símtölum og
hlustað á tónlist úr farsímanum þínum beint í gegnum
heyrnartækin.
Frekari upplýsingar um samhæf Android-tæki, pörun,
straumspilun hljóðs og aðrar gagnlegar aðgerðir færðu hjá
heyrnarsérfræðingnum.
Bluetooth
Tækið þitt er búið Bluetooth®* þráðlausri tækni sem gerir
þér kleift að straumspila hljóð úr farsímum eða öðrum
samhæfum tækjum.
Í flugvél getur notkun Bluetooth verið takmörkuð,
sérstaklega við flugtak og lendingu. Ef svo er getur
þú slökkt á Bluetooth þráðlausri tækni í heyrnartækinu
gegnum snjallsímaforritið.
* Bluetooth orð- og myndmerki eru í eigu Bluetooth SIG, Inc. og hvers kyns notkun
WS Audiology Denmark A/S á slíkum merkjum er samkvæmt leyfi. Önnur vörumerki og
vöruheiti eru eign viðkomandi eigenda.
19