20
VIÐHALD Á GRILLINU
1. SÓT- OG FITUMYNDUN OG FJARLÆGING
Þegar viðarkögglar eru brenndir rólega mynda þeir
tjöru og aðrar lífrænar gufur sem blandast saman
við raka og mynda sót. Sótagnirnar þéttast saman í
hlutfallslega svölum strompinum frá hægbrennandi
eldi. Þar af leiðandi safnast upp sót í strompinum.
Þegar kveikt er í sóti myndast gífurlega heitur eldur.
Fituagnir í loftinu fara í gegnum eldunarsvæðið
og eitthvað af þeirri fitu safnast saman innan á
strompinum, líkt og sótið, sem gæti aukið hættuna
á íkveikju.
ATH: Einnota Traeger bakkarnir fyrir fitubakkann geta
hjálpað við að halda grillinu þínu hreinu og minnkað
hættu á íkveikju.
Athuga verður Traeger Downdraft Exhaust strompinn
að minnsta kosti tvisvar á ári til að athuga hvort sót og/
eða fita hafi safnast upp.
Fita sem lekur af matnum mun fara úr fitubakkanum
í fitubrautina, út úr grillinu í gegnum fiturennuna
og safnast saman í fitufötunni. Þetta eru
hlutarnir í Traeger Grease Management System
(Fitustjórnunarkerfi Traeger, TGMS). Fita mun safnast
upp á öllum þessum stöðum.
Alla hluta TGMS verður að skoða fyrir hverja notkun til
að athuga hvort fita hafi safnast upp.
Ef sót eða fita hafa safnast upp verður að þrífa það
burt til að minnka hættuna á íkveikju.
Þó svo að það sé mikið rými í grillinu skaltu varast að
setja í það of mikið af mat sem getur gefið frá sér mikið
af eldfimri fitu, svo sem meira en hálft kíló af beikoni,
sérstaklega ef ekki hefur verið vel hirt um grillið. Ef
mikið af eldfimri fitu hefur runnið niður við fyrri notkun
er ráðlagt að þrífa þá fitu úr grillinu áður en það er
notað aftur.
2. INNRA YFIRBORÐ ÞRIFIÐ:
HÆTTA! Slökktu á rofanum SLÖKKT (O staða) og
taktu rafmagnssnúruna úr sambandi.
VARÚÐ! Það er auðveldara að þrífa uppsafnaða fitu
þegar grillið er enn volgt—ekki heitt. Gættu þess að
brenna þig ekki. Ráðlagt er að nota hanska.
Þrífðu reglulega fituna úr V-laga fiturennunni og
slöngunni. Ef of mikil fita er látin safnast upp í V-laga
fiturennunni eða er látin stífla slönguna gæti kviknað í
út frá fitunni. Ráðlagt er að þrífa þessa staði reglulega.
Fjarlægðu allar grillgrindur og fitubakkann. Þetta veitir
aðgang að V-laga fiturennunni og opi slöngunnar inni
í grillinu. Skafðu uppsöfnuðu fituna innan úr V-laga
fiturennunni og slöngunni með stífu áhaldi sem er ekki
úr málmi. Hægt er að ýta mestu af uppsöfnuðu fitunni
í gegnum slönguna svo hún falli ofan í fitufötuna.
Þurrkaðu upp eftirstandandi fitu með eldhúsþurrkum
eða einnota klútum. Einnig má nota eldhúsþurrkur eða
einnota klúta til að þurrka af eitthvað af fitunni af innra
yfirborði grillsins.
3. YTRA YFIRBORÐ ÞRIFIÐ:
HÆTTA! Slökktu á aðalrofanum (O staða) og taktu
rafmagnssnúruna úr sambandi.
Notaðu einnota klút eða tusku vætta í volgu sápuvatni
til að þurrka fituna utan á grillinu. EKKI nota ofnhreinsi,
rispandi hreinsiefni eða rispandi svampa á ytri yfirborð
grillsins.
4. GEYMSLA UTANDYRA:
VARÚÐ! Ef grillið er geymt úti þegar rignir verður
að gæta þess að vatn komist ekki inn í kögglasílóið.
Viðarkögglar stækka mikið þegar þeir blotna og þeir
munu stífla rennuna. Settu alltaf Traeger grillhlífina yfir
grillið þitt þegar það er ekki í notkun. Hægt er að kaupa
sérsniðnu grillhlífina á traegergrills.com.
5. GRILLGRINDURNAR ÞRIFNAR:
VARÚÐ! Það er best að þrífa grillgrindurnar þegar þær
eru ennþá volgar. Gættu þess að brenna þig ekki.
Ráðlagt er að geyma þrifabursta með löngu handfangi
nálægt grillinu. Eftir að þú hefur tekið matinn af
grillgrindinni skaltu bursta hana sem snöggvast með
burstanum. Það tekur aðeins mínútu og þá verður
grindin tilbúin næst þegar þú vilt nota grillið.