Þetta er auðveldasta leiðin til að hreinsa af
óhreinindi. Það kemur í veg fyrir að blettir
brenni inn.
Hreinsiefni
Athugið hvort hreinsiefni sem nota á til að
þrífa ofninn séu hentug að mælt sé með not-
kun þeirra af framleiðandanum
Notið ALDREI bleikingarefni því þau geta gert
yfirborðið matt. Forðist einnig gróf ræstiefni.
Þrif að utan
Strjúkið reglulega af stjórnborðinu, ofnhurð-
inni og hurðarþéttingunni með mjúkum klút
sem er vel undinn upp úr volgu vatni með
dálitlu af þvottalegi.
Til að koma í veg fyrir að glerið í hurðinni
skemmist eða veikist þá forðist eftirfarandi:
• Skúringa- og bleikingarefni
• Sápuvætta skúringapúða sem henta ekki
fyrir potta með festulausu yfirborði
• Brillo/Ajax skúringapúða eða stálullarpúða
• Ofnahreinsipúða með sterkum efnum eða
sprautubrúsa
•Ryðhreinsiefni
• Blettahreinsi fyrir böð og vaska
Hreinsið glerið í hurðinni að utan- og innan-
verðu með volgu sápuvatni.
Ef glerið verður mjög óhreint að innanverðu
er mælt með því að nota hreinsiefni t.d. "Hob
Brite" Notið ekki málningarsköfur til að þrífa
bletti.
Pyrolytic þrif
Ofninn hefur glerungshúð sem þolir hátt hita-
stig.
Þegar þrifið er með pyrolytic hreinsi getur
hitastig inn í ofninum farið upp í 500°C sem
brennir matarleifar.
Til að gæta fyllsta öryggis við sjálfhreinsunina
þá læsist ofnhurðin sjálfkrafa þegar hitastigið
inni í ofninum nálgast 300°C.
Eftir að þrifnu er lokið mun ofnhurðin verða
læst þangað til ofninn hefur kólnað niður.
Kæliviftan er í gangi á meðan á eldun stendur
þangað til ofninn hefur kólnað niður. Það er
ráðlagt að fjarlægja allar matarleifar með
blautum svampi eftir eldun.
Hins vegar er nauðsynlegt að þrífa meira af
og til með því að nota pyrolytic hreinsunar-
kerfi.
Hægt er að velja tvo mismunandi stig af pyr-
olytic hreinsunarkerfum, sem fer eftir hversu
óhreinn ofninn er.
Ef ofninn er ekki mikið óhreinn mælum við
með því að valið sé pyrolytic 1 (P I) í tímast-
illisskjánum.
Það er ráðlegt að þurrka yfir ofninn með
blautum heitum svampi eftir hvert pyrolytic
hreinsunarkerfi.
Ef ofninn er mikið óhreinn mælum við með því
að valið sé pyrolytic 2 (P 2) í tímastillisskján-
um.
Á meðan á pyrolytic hreinsunarkerfinu stend-
ur er ekki mögulegt að nota ofninn í 2 klukku-
tíma þegar Pyr 1 kerfið er valið og allt að 2 ½
klukkutíma þegar Pyr 2 kerfið er valið.
Pyro mælir með að pyrolytic hreinsunar-
kerfið sé gerð eftir þó nokkra bakstra og
steikingar og veltur á hve óhreinn ofninn
er.
Hljóðmerki heyrist og merkið Pyro birtist
á skjánum í um. 15 sekúndur og þá heyr-
ist annað hljóðmerki.
Veljið hentugasta pyrolytic hreinsunar-
kerfið, sem fer eftir hversu óhreinn ofninn
er.
Pyro áminning er sýnd í hvert skipti sem
slökkt er á ofninum svo framalega sem
engin heil hreinsun er gerð.
Hvernig á að nota pyrolytic
hreinsunarkerfið
Ađvörun Fjarlægið laus óhreinindi
og tryggið að ofninn sé tómur áður
en pyrolytic hreinsunarkerfið er sett
í gang. Skiljið ekkert inni í ofninum
(t.d. pönnur, grindur, bökunarplötur,
steikarplötu o.s.frv.) þar sem þau
geta skemmst.
Ađvörun Tryggið að ofnhurðin sé
lokuð áður en pyrolytic
hreinsunarkerfið er sett í gang.
Ađvörun Þegar pyrolytic
hreinsunarkerfið er í gangi, er
ráðlagt að nota ekki helluborðið þar
sem það gæti valdið ofhitnun og
skemmt ofninn.
Ađvörun Á meðan á pyrolytic
hreinsunarkerfinu stendur verður
ofnhurðin mjög heit. Haldið börnum
frá vélinni þangað til hún er orðin
köld.
Veljið þessa aðferð til að hreinsa ofninn með
pyrolysis.
progress 17