• Aflitun á glerungnum eða ryðfríu stáli
hefur engin áhrif á getu eða frammistöðu
heimilistækisins.
• Notaðu djúpa skúffu fyrir rakar kökur.
Ávaxtasafi veldur blettum sem geta verið
varanlegir.
• Þetta heimilistæki er eingöngu til að
matreiða með. Ekk má nota það í öðrum
tilgangi, til dæmis að hita herbergi.
• Alltaf skal elda með ofnhurðina lokaða.
• Ef heimilistækið er sett upp á bak við
húsgagnaþil (t.d hurð) skaltu gæta þess
að hurðin sé aldrei lokuð þegar
heimilistækið er í notkun. Hiti og raki
geta byggst upp á bak við lokað
húsgagnaþil og valdið síðari skemmdum
á heimilistækinu, húseiningunni eða
gólfinu. Lokaðu ekki húsgagnaþilinu fyrr
en heimilistækið hefur kólnað til fulls eftir
notkun.
Umhirða og hreinsun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
eldsvoða eða því að
heimilistækið skemmist.
• Áður en viðhald fer fram skal slökkva á
heimilistækinu og aftengja
rafmagnsklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
• Gættu þess að heimilistækið sé kalt.
Hætta er á að glerplöturnar brotni.
• Endurnýjaðu glerplöturnar í ofnhurðinni
strax þegar þær skemmast. Hafðu
samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
• Vertu viss um að ofnrýmið og hurðin séu
þurrkuð eftir hverja notkun. Gufa sem
kemur meðan á notkun heimilistækisins
stendur þéttist á veggjum ofnrýmisins og
getur valdið tæringu.
• Hreinsaðu heimilistækið reglulega til að
yfirborðsefnin á því endist betur.
• Feiti og matarleifar sem verða eftir í
heimilistækinu geta valdið eldsvoða og
rafneistahlaupi þegar örbylgjuaðgerðin
er í gangi.
• Ef þú notar ofnhreinsi skaltu hlýða
öryggisleiðbeiningunum á umbúðunum.
Notkun glervöru
Meðhöndlun glervörunnar án viðeigandi
varúðar getur leitt til að hún brotni, flísist úr
henni, sprungur myndist eða verulegar
rispur:
• Ekki hella köldu vatni eða öðrum vökvum
á glervöruna vegna þess að skyndileg
lækkun hitastigs kann að valda því að
glerið brotni samstundis. Glerbrot geta
verið afskaplega beitt og erfitt að
staðsetja þau.
• Settu ekki heitar glervörur á blautt eða
kalt yfirborð, beint á eldhúsbekk eða
málmflöt; eða meðhöndlaðu heitar
glervörur með blautum klút.
• Notaðu ekki eða gerðu við glervöru sem
flísast hefur úr, er sprungin eða er
verulega rispuð.
• Misstu ekki eða sláðu glervöru utan í
harða hluti eða berðu áhöldum í hana.
• Ekki skal hita tóma eða næstum tóma
glervöru í örbylgjuofni, eða ofhita olíu
eða smjör í örbylgjuofni (notaðu
lágmarkseldunartíma).
Leyfðu heitri glervöru að kólna í kæligrind,
pottaleppi eða þurrum klút. Gakktu úr
skugga um að glervaran sé nægilega köld
fyrir þvott, kælingu eða frystingu.
Forðastu að meðhöndla heita glervöru (þar
með talið vöru með sílikon-gripflötum) án
þurra pottaleppa.
Forðastu misnotkun örbylgjuofns (þ.e. láta
ofninn ganga án álags eða á litlu álagi).
Ofnljósið
• Sú tegund ljósaperu eða halógenlampa
sem notuð er fyrir þetta tæki er aðeins
ætluð heimilistækjum. Ekki nota það sem
heimilisljós.
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
ÍSLENSKA 8