IKEA OV33 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka
GÖRLIG
IS
ÍSLENSKA
Á öftustu síðu þessarar handbók er skrá yfir alla veitendur
eftirsöluþjónustu sem útnefndir hafa verið af IKEA og viðeigandi
símanúmer í hverju landi.
ÍSLENSKA
4
Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 4
Öryggisleiðbeiningar 5
Innsetning 7
Vörulýsing 8
Fyrir fyrstu notkun 9
Dagleg notkun 9
Að nota fylgihluti 10
Viðbótarstillingar 11
Góð ráð 11
Umhirða og þrif 12
Bilanaleit 14
Tæknigögn 15
Orkunýtni 16
UMHVERFISMÁL 17
IKEA-ÁBYRGÐ 17
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu og notkun heimilistækisins skal lesa
meðfylgjandi leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn er ekki
ábyrgur fyrir tjóni ef röng uppsetning eða notkun veldur
meiðslum og skemmdum. Alltaf skal geyma leiðbeiningarnar
með tækinu til síðari notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
Börn, 8 ára og eldri og fólk með minnkaða líkamlega-, skyn-
eða andlega getu, eða sem skortir reynslu og þekkingu,
mega nota þetta tæki, ef þau eru undir eftirliti eða hafa verið
veittar leiðbeiningar varðandi örugga notkun tækisins og ef
þau skilja hættuna sem því fylgir.
Leyfðu ekki börnum að leika sér með tækið.
Haltu öllum umbúðum frá börnum og fargaðu þeim á
viðeigandi hátt.
Haltu börnum og gæludýrum fjarri heimilistækinu þegar það
er í gangi eða þegar það kólnar. Aðgengilegir hlutar eru
heitir.
Ef heimilistækið er með barnalæsingu ætti hún að vera
virkjuð.
Börn eiga ekki að hreinsa eða framkvæma notandaviðhald á
heimilistækinu án eftirlits.
ÍSLENSKA
4
Alltaf verður að halda börnum 3 ára og eldri frá þessu
heimilistæki þegar það er í notkun.
Almennt öryggi
Einungis til þess hæfur aðili má setja upp þetta heimilistæki
og skipta um snúruna.
VIÐVÖRUN: Heimilistækið og aðgengilegir hlutar þess hitna
við notkun. Auðsýna ætti aðgát til að forðast að snerta
hitaelementin. Halda skal börnum yngri en 8 ára frá tækinu
nema þau séu undir stöðugu eftirliti.
Notaðu alltaf ofnhanska til að fjarlægja eða setja inn
fylgihluti eða ofnáhöld.
Áður en viðhald hefst skal aftengja tækið frá rafmagni.
Tryggðu að slökkt sé á heimilistækinu áður en þú skiptir um
ljósið til að forðast möguleika á raflosti.
Ekki nota gufuhreinsibúnað til að hreinsa heimilistækið.
Ekki nota sterk tærandi hreinsiefni eða beittar málmsköfur til
að hreinsa glerhurðina þar sem slíkt getur rispað yfirborðið,
sem getur aftur leitt til þess að glerið brotnar.
Ef rafmagnssnúra er skemmd verður framleiðandi, viðurkennd
þjónustumiðstöð, eða svipað hæfur aðili að endurnýja hana
til að forðast hættu vegna rafmagns.
Öryggisleiðbeiningar
Uppsetning
AÐVÖRUN! Einungis löggildur
aðili má setja upp þetta
heimilistæki.
Fjarlægðu allar umbúðir.
Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
Alltaf skal sýna aðgát þegar
heimilistækið er fært vegna þess að það
er þungt. Notaðu alltaf öryggishanska og
lokaðan skóbúnað.
Ekki draga heimilistækið á handfanginu.
Haltu lágmarksfjarlægð frá hinum
heimilistækjunum og einingunum.
Gættu þess að heimilistækinu sé komið
fyrir undir og við hliðina á traustum og
stöðugum hlutum.
Hliðar heimilistækisins verða að standa
beinar og við hlið tækja eða eininga sem
hafa sömu hæð.
ÍSLENSKA 5
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Hætta á eldi og
raflosti.
Allar rafmagnstengingar skulu
framkvæmdar af viðurkenndum rafvirkja.
Heimilistækið verður að vera jarðtengt.
Gakktu úr skugga um að færibreyturnar
á merkiplötunni séu samhæfar við
rafmagnsflokkun aðalæðar aflgjafa.
Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Gakktu úr skugga um að rafmagnsklóin
og snúran verði ekki fyrir skemmdum. Ef
skipta þarf um rafmagnssnúru verður
viðurkennd þjónustumiðstöð okkar að sjá
um það.
Ekki láta rafmagnssnúrurnar komast í
snertingu við hurð tækisins, einkum þegar
hurðin er heit.
Vörn lifandi og einangraðra hluta gegn
raflosti verður að vera fest þannig að
ekki sé hægt að fjarlægja hana án
verkfæra.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga um
að rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ef rafmagnsinnstungan er laus, skal ekki
tengja rafmagnsklóna.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
Notaðu aðeins réttan
einangrunarbúnað:
Línuvarnarstraumloka, öryggi (öryggi
með skrúfgangi fjarlægð úr höldunni),
lekaliða og spólurofa.
Rafmagnsuppsetningin verður að vera
með einangrunarbúnað sem leyfir þér að
aftengja tækið frá stofnæð á öllum
pólum. Einangrunarbúnaðurinn verður
að hafa að lágmarki 3 mm
snertiopnunarvídd.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum,
bruna og raflosti eða sprengingu.
Þetta heimilistæki er eingöngu ætlað til
heimilisnota.
Breyttu ekki tæknilýsingu fyrir þetta
heimilistæki.
Gættu þess að loftræstiop séu ekki
stífluð.
Láttu heimilistækið ekki vera án eftirlits á
meðan það er í gangi.
Slökktu á heimilistækinu eftir hverja
notkun.
Farðu varlega þegar þú opnar hurð
heimilistækisins á meðan það er í gangi.
Heitt loft getur losnað út.
Notaðu ekki heimilistækið með blautar
hendur eða þegar það er í snertingu við
vatn.
Beittu ekki þrýstingi á opna hurð.
Notaðu ekki heimilistækið sem
vinnusvæði eða geymslusvæði.
Opnaðu hurð heimilistækisins varlega.
Notkun hráefna með alkóhóli getur
valdið blöndu alkóhóls og lofts.
Láttu ekki neista eða opinn eld komast í
snertingu við heimilistækið þegar þú
opnar hurðina.
Settu ekki eldfim efni eða hluti sem eru
blautir af eldfimum efnum í, nálægt eða
á heimilistækið.
AÐVÖRUN! Hætta á skemmdum
á heimilistækinu.
Til að koma í veg fyrir skemmdir eða
aflitun á glerungnum:
Settu ekki ofnáhöld eða aðra hluti í
heimilistækið beint á botninn.
Settu ekki álpappír beint í botninn á
rýminu í heimilistækinu.
Settu ekki vatn beint inn í heitt
heimilistækið.
Láttu ekki raka rétti og rök matvæli
vera inni í heimilistækinu eftir að
matreiðslu er lokið.
Farðu varlega þegar þú fjarlægir
aukahluti eða setur þá upp.
ÍSLENSKA
6
Aflitun á glerungnum eða ryðfríu stáli
hefur engin áhrif á getu eða frammistöðu
heimilistækisins.
Notaðu djúpa skúffu fyrir rakar kökur.
Ávaxtasafi veldur blettum sem geta verið
varanlegir.
Þetta heimilistæki er eingöngu til að
matreiða með. Ekk má nota það í öðrum
tilgangi, til dæmis að hita herbergi.
Alltaf skal elda með ofnhurðina lokaða.
Ef heimilistækið er sett upp á bak við
húsgagnaþil (t.d hurð) skaltu gæta þess
að hurðin sé aldrei lokuð þegar
heimilistækið er í notkun. Hiti og raki
geta byggst upp á bak við lokað
húsgagnaþil og valdið síðar skemmdum
á heimilistækinu, húseiningunni eða
gólfinu. Lokaðu ekki húsgagnaþilinu fyrr
en heimilistækið hefur kólnað til fulls eftir
notkun.
Umhirða og hreinsun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum,
eldsvoða eða skemmum á
heimilistækinu.
Áður en viðhald fer fram skal slökkva á
heimilistækinu og aftengja
rafmagnsklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
Gættu þess að heimilistækið sé kalt.
Hætta er á að glerplöturnar brotni.
Endurnýjaðu glerplöturnar í ofnhurðinni
strax þegar þær skemmast. Hafðu
samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
Vertu varkár þegar þú tekur hurðina af
heimilistækinu. Hurðin er þung!
Hreinsaðu heimilistækið reglulega til að
yfirborðsefnin á því endist betur.
Fitu- og matarleifar sem eftir eru í
heimilistækinu geta valdið eldsvoða.
Ef þú notar ofnhreinsi skaltu hlýða
öryggisleiðbeiningunum á umbúðunum.
Innra ljós
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
Sú tegund ljósaperu eða halógenlampa
sem notuð er fyrir þetta tæki er aðeins
ætluð heimilistækjum. Ekki nota það sem
heimilisljós.
Áður en skipt er um ljósið, skal aftengja
heimilistækið frá rafmagnsinntakinu.
Einungis skal nota ljós með sömu
tæknilýsingu.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum
eða köfnun.
Aftengdu tækið frá rafmagni.
Klipptu rafmagnssnúruna af upp við
heimilistækið og fargaðu henni.
Fjarlægðu hurðina til að koma í veg fyrir
að börn eða dýr geti lokast inni í tækinu.
Umbúðaefni:
Umbúðirnar eru umhverfisvænar og
endurvinnanlegar. Plasthlutar eru merktir
með alþjóðlegum skammstöfunum t.d. PE
PS o.s.frv. Fargaðu umbúðaefninu í til
þess ætluðum gámum á
sorpförgunarstöðinni á staðnum.
Þjónusta
Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið.
Notaðu eingöngu upprunalega varahluti.
Innsetning
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
ÍSLENSKA 7
Samsetning
Farðu eftir
samsetningarleiðbeiningunum
við uppsetningu.
Rafmagnsuppsetning
AÐVÖRUN! Aðeins viðurkenndur
einstaklingur má sjá um
raflagnavinnuna.
Framleiðandinn er ekki ábyrgur
ef þú fylgir ekki
öryggisvarúðarráðstöfununum í
öryggisköflunum.
Þetta heimilistæki er aðeins afhent með
rafmagnssnúru.
Kapall
Kapaltegundir sem viðeigandi eru fyrir
uppsetningu eða endurnýjun:
H07 RN-F, H05 RN-F, H05 RRF, H05 VV-F,
H05 V2V2-F (T90), H05 BB-F
Fyrir þversnið kapalsins vísast til heildarafls
á merkiplötunni. Þú getur einnig vísað til
töflunnar:
Heildarafl (W) Þversnið kapals
(mm²)
að hámarki 1380 3 x 0.75
að hámarki 2300 3 x 1
að hámarki 3680 3 x 1.5
Jarðstrengurinn (grænn / gulur kapall)
verður að vera 2 cm lengri en fasinn og
núllkapallinn (bláir og brúnir kaplar).
Vörulýsing
Almennt yfirlit
1
2 3 4
5
7
8
9
1
2
3
4
6
1
Stjórnborð
2
Hnúður fyrir aðgerðir ofnsins
3
Hnúður fyrir hitastigið
4
Vísir fyrir hitastig
5
Loftop fyrir kæliviftuna
6
Grill
7
Ljós
8
Merkiplata
9
Hillustöður
Fylgihlutir
Vírhilla x 1
Fyrir eldunaráhöld, kökuform, steikur.
Bökunarplata x 1
Fyrir kökur og smákökur.
ÍSLENSKA 8
Fyrir fyrstu notkun
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Fyrsta hreinsun
Fjarlægðu allan aukabúnað úr tækinu.
Sjá kaflann „Umhirða og
hreinsun“.
Hreinsaðu tækið og aukabúnaðinn fyrir
fyrstu notkun.
Settu aukabúnaðinn aftur í upphaflega
stöðu sína.
Forhitun
Forhitaðu tóman ofninn til að brenna burt
þá fitu sem er eftir.
1. Stilltu aðgerðina og
hámarkshitastigið.
2. Láttu heimilistækið vinna í eina
klukkustund.
3. Stilltu aðgerðina og stilltu
hámarkshitastigið.
4. Láttu heimilistækið vinna í 15 mínútur.
Fylgihlutir geta orðið heitari en venjulega.
Heimilistækið getur gefið frá sér lykt og
reyk. Þetta er eðlilegt. Gættu þess að
loftflæði í herberginu sé nægjanlegt.
Vélræna barnalæsingin notuð
Ofninn er með uppsetta barnalæsingu og
hún er virk. Hún er undir stjórnborðinu
hægra megin.
Til að opna ofnhurðina með uppsettri
barnalæsingu skal setja handfang
barnalæsingarinnar upp eins og sést á
myndinni.
Lokaðu ofnhurðinni án þess að toga í
barnalæsinguna.
Til að fjarlægja barnalæsinguna skal opna
ofninn og fjarlægja barnalæsinguna með
torx-lyklinum. Torx-lykillinn er í
fylgihlutapoka ofnsins.
Skrúfaðu skrúfuna aftur inn í gatið þegar þú
hefur fjarlægt barnalæsinguna.
Dagleg notkun
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Virkjun og afvirkjun heimilistækisins
1. Snúðu hnúðnum fyrir ofnstillingar á
ofnstillingu.
2. Snúðu hnúðnum fyrir hitastig á hitastig.
ÍSLENSKA 9
Vísir fyrir hitastig kviknar á meðan hitastigið
í tækinu hækkar.
3. Til að gera tækið óvirkt skal snúa
hnúðnum fyrir pfnaðgerðir og hnúðnum
fyrir hitastig í stöðuna Slökkt.
Ofnaðgerðir
Ofnaðgerð Notkun
Slökkt-staða Slökkt er á heimilistækinu.
Ljós Til að kveikja á ljósinu án eldunaraðgerðar.
Undirhiti Til að baka kökur með stökkum eða hörðum botni. Ein-
ungis neðsta hitaelementið er virkt.
Hefðbundið (yfir-
og undirhiti)
Til að baka og steikja á einni hæð í ofninum. Bæði efsta
og neðsta hitaelementið er virkt á sama tíma.
Grillun Til að grilla flatan mat á miðri ofnhillunni. Til að rista
brauð.
Að nota fylgihluti
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Aukabúnaðurinn settur í
Vírhilla:
Ýttu hillunni milli stýristanganna á
hillustoðinni og gakktu úr skugga um að
fóturinn snúi niður.
Bökunarplata:
Ýttu bökunarplötunni milli stýristanganna á
hillustoðinni.
ÍSLENSKA 10
Viðbótarstillingar
Kælivifta
Þegar tækið gengur kviknar sjálfvirkt á
kæliviftunni til að halda flötum tækisins
svölum. Ef þú slekkur á heimilistækinu
stöðvast kæliviftan.
Öryggishitastillir
Röng notkun tækisins eða bilun í íhlutum
getur orsakað hættulega ofhitnun. Til að
koma í veg fyrir þetta, hefur ofninn
öryggishitastilli sem rýfur
rafmagnstenginguna. Ofninn kveikir
sjálfkrafa á sér aftur þegar hitastigið
lækkar.
Góð ráð
Almennar upplýsingar
Þegar þú forhitar skaltu fjarlægja
vírhillurnar og bakkana úr ofnhólfinu til
að fá sem hröðust afköst.
Heimilistækið hefur fjórar hillustöður.
Teldu hillustöðurnar að neðan frá botni
tækisins.
Raki getur þéttst í heimilistækinu eða á
glerplötum hurðarinnar. Þetta er eðlilegt.
Haltu þig alltaf frá heimilistækinu þegar
þú opnar hurð þess á meðan þú ert að
elda. Ef þú tekur eftir raka inni í ofninum
skaltu halda hurðinni opinni í nokkrar
mínútur.
Hreinsaðu rakann eftir hverja notkun
heimilistækisins.
Ekki setja hlutina beint á botn
heimilistækisins og ekki hylja einingarnar
með álpappír þegar þú eldar. Það getur
breytt árangrinum af bakstrinum og
skemmt glerungshúðina.
Kökur bakaðar
Opnaðu ekki ofnhurðina fyrr en 3/4
baksturstímans eru liðnir
Eldun á kjöti og fiski
Notaðu djúpa pönnu fyrir mjög feitan
mat til að koma í veg fyrir að blettir sem
geta verið varanlegir komi í ofninn.
Láttu kjötið standa í um það bil 15
mínútur áður en þú skerð það svo að
vökvinn seytli ekki út.
Til að koma í veg fyrir of mikinn reyk í
ofninum á meðan verið er að steikja skal
bæta svolitlu vatni í ofnskúffuna. Til að
koma í veg fyrir þéttingu reyks skal bæta
við vatni í hvert sinn sem það gufar upp.
Eldunartímar
Eldunartímar fara eftir tegund matvæla,
þéttni þeirra og magni.
Í byrjun skaltu fylgjast með frammistöðunni
þegar þú eldar. Finndu bestu stillingarnar
(hitastillingu, eldunartíma, o.s.frv.) fyrir
eldunaráhöldin þín, uppskriftir og skammta
þegar þú notar þetta tæki.
ÍSLENSKA 11
Eldunartafla
Magn
(kg)
Matvæli Aðgerð Hillustaða Hitastig (°C) Tími (mín)
1 Svínakjöt / lambakjöt 2 180 110 - 130
1 Kálfakjöt / Nautakjöt 2 190 70 - 100
1,2 Kjúklingur / Kanína 2 190 70 - 80
1,5 Önd 1 160 120 - 150
3 Gæs 1 160 150 - 200
4 Kalkúnn 1 180 210 - 240
1 Fiskur 2 190 30 - 40
1 Fylltir pepperóní-tó-
matar / Steiktar kar-
töflur
2 190 50 - 70
- Skyndikökur 2 160 45 - 55
1 Bökur 2 160 80 - 100
- Smákökur 3 140 25 - 35
2 Lasagna 2 180 45 - 60
1 Hvítt brauð 2 190 50 - 60
1 Pítsa 1 190 25 - 35
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Athugasemdir um hreinsun
Hreinsaðu tækið að framan með mjúkum
klút með volgu vatni og hreinsiefni.
Til að hreinsa málmfleti skal nota sérstakt
hreinsiefni.
Hreinsaðu ofninn að innan eftir hverja
notkun. Uppsöfnun fitu og annarra
matarleifa kann að leiða til eldsvoða.
Hreinsaðu langvarandi óhreinindi með
sérstökum ofnahreinsi.
Hreinsaðu alla aukahluti eftir hverja
notkun og láttu þá þorna. Notaðu
mjúkan klút með volgu vatni og
hreinsiefni.
ÍSLENSKA 12
Ef þú ert með fylgihluti sem matur festist
ekki við skal ekki hreinsa þá með hörðum
efnum, hlutum með beittum brúnum eða í
uppþvottavél. Það getur valdið
skemmdum á viðloðunarfríu húðinni.
Heimilistæki úr ryðfríu stáli eða áli
Hreinsaðu ofnhurðina aðeins
með rökum klút eða svampi.
Þurrkaðu hana með mjúkum klút.
Ekki nota stálull, sýrur eða
svarfefni þar sem þau geta
skemmt yfirborð ofnsins.
Hreinsaðu stjórnborð ofnsins með
sömu varúðarráðstöfunum.
Hurðarþéttingin hreinsuð
Athugaðu reglulega hurðarþéttinguna.
Hurðarþéttingin er umhverfis ramma
ofnrýmisins sjálfs. Ekki nota tækið ef
hurðarþéttingin er skemmd. Hafðu
samband við viðgerðaþjónustuna.
Til að hreinsa hurðarþéttinguna, skal
nota mjúkan klút með volgu vatni og
milda sápu.
Ofnhurðin hreinsuð
Ofnhurðin er með tvær glerplötur. Þú getur
fjarlægt ofnhurðina og innri glerplötuna til
að hreinsa hana.
Ofnhurðin getur lokast ef þú
reynir að fjarlægja innri
glerplötuna áður en þú fjarlægir
ofnhurðina.
VARÚÐ! Ekki nota heimilistækið
án innri glerplötunnar.
1
Opnaðu hurðina til
fulls og haltu
hurðarlömunum
tveimur.
2
Lyftu og snúðu
örmunum á
lömunum tveimur.
3
Lokaðu ofnhurðinni
hálfa leið að fyrstu
lokunarstöðu.
Togaðu síðan fram
á við og fjarlægðu
hurðina úr sæti sínu.
4
Settu hurðina á
mjúkan klút á
stöðugu undirlagi.
5
Losaðu læsingarnar
til að fjarlægja innri
glerplötuna.
6
90°
Snúðu festingunum
tveimur um 90° og
fjarlægðu þær úr
sætum sínum.
ÍSLENSKA 13
7
2
1
Lyftu fyrst varlega
og fjarlægðu síðan
glerplötuna.
Togaðu hurðarklæðninguna fram á við til
að fjarlægja hana.
Hreinsaðu glerplötuna með vatni og sápu.
Þurrkaðu glerplötuna varlega.
Þegar hreinsun er lokið skaltu setja
glerplötuna og ofnhurðina í. Framkvæmdu
skrefin hér að ofan í öfugri röð.
Gakktu úr skugga um að þú setjir innri
glerplötuna rétt í sætin.
Skipt um ljósiđ
Settu klút á botn heimilistćkisins. Ţađ kemur í
veg fyrir skemmdir á glerhlíf ljóssins og á
ofnrýminu.
AÐVÖRUN! Hćtta á raflosti!
Aftengdu öryggiđ áđur en ţú
skiptir um peru.
Ofnljósiđ og glerhlífin geta veriđ
heit.
1. Slökktu á heimilistćkinu.
2. Taktu öryggin úr öryggjahólfinu eđa
slökktu á útsláttarrofanum.
3. Snúđu glerhlífinni rangsćlis til ađ
fjarlćgja hana.
4. Hreinsađu glerhlífina.
5. Endurnýjađu peruna í ofnljósinu međ 25
W, 230 V (50 Hz), 300°C hitaţolinni
ljósaperu fyrir ofn (tegund tengingar:
E14).
6. Settu glerhlífina á.
Bilanaleit
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
ÍSLENSKA 14
Hvað skal gera ef...
Vandamál Hugsanleg orsök Úrlausn
Ofninn hitnar ekki. Slökkt er á ofninum. Kveiktu á ofninum.
Ofninn hitnar ekki. Öryggi hefur sprungið. Gakktu úr skugga um að
öryggi sé orsök bilunarinnar.
Ef öryggið springur aftur og
aftur skal hafa samband við
rafvirkjameistara.
Ljósið virkar ekki. Ljósið er bilað. Endurnýjaðu ljósið.
Gufa og raki sest á matinn
og inn í ofnrýmið.
Þú hafðir réttinn of lengi inni
í ofninum.
Ekki hafa réttina lengur í ofn-
inum en 15 - 20 mínútur eftir
að eldunarferli er lokið.
Þjónustugögn
Ef þú getur ekki leyst vandamálið sjálf(ur)
skaltu hafa samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
Þau nauðsynlegu gögn sem
þjónustumiðstöðin þarf á að halda eru á
merkiplötunni. Merkiplatan er á fremri
ramma ofnrýmis heimilistækisins. Ekki skal
fjarlægja merkiplötuna úr rými tækisins.
Við mælum með að þú skrifir upplýsingarnar hérna:
Gerð (MOD.) .........................................
Vörunúmer (PNC) .........................................
Raðnúmer (S.N.) .........................................
Tæknigögn
Tæknilegar upplýsingar
Mál (innri)
Breidd
Hæð
Dýpt
408 mm
329 mm
416 mm
Svæði bökunarplötu 1140 cm²
Efra hitunarelement 800 W
Neðra hitunarelement 1000 W
ÍSLENSKA 15
Grill 1650 W
Heildarmálgildi 1850 W
Spenna 220 - 240 V
Tíðni 50 Hz
Fjöldi aðgerða 3
Orkunýtni
Vöruupplýsingar í samræmi við ESB 66/2014
Auðkenning gerðar GÖRLIG 103.007.86
Orkunýtnistuðull 106,4
Orkunotkun með venjulegu álagi, hefðbundin stilling 0,83 kWh/hringrás
Fjöldi holrúma 1
Hitagjafi Rafmagn
Magn 55 l
Tegund ofns Innbyggður ofn
Massi 24.9 kg
EN 60350-1 - Rafmagnseldunartæki til
heimilisnota - 1. hluti: Eldavélar, ofnar,
gufuofnar og grill - Aðferðir til að mæla
frammistöðu.
Orkusparnaður
Ofninn inniheldur aðgerðir sem
hjálpa þér að spara orku við
hversdagslega matreiðslu.
Almennar vísbendingar
Gættu þess að ofnhurðin sé almennilega
lokuð þegar tækið er í gangi. Ekki opna
hurðina of oft á meðan eldað er. Haltu kanti
hurðarinnar hreinum og gættu þess að hann
sé vel festur á sínum stað.
Notaðu málmdiska til að bæta
orkusparnað.
Þegar mögulegt er skal ekki forhita ofninn
áður en matur er settur inn.
Þegar eldun tekur lengri tíma en 30 mínútur
skaltu lækka ofnhitann eins mikið og hægt
er 3 - 10 mínútum áður en eldun er lokið,
eftir því hversu langan tíma tekur að elda.
Hitinn inni í ofninum mun halda áfram að
elda.
Notaðu afgangshitann til að hita upp aðra
rétti.
Hafðu eins stutt hlé í bakstrinum og
mögulegt er þegar þú undirbýrð nokkra
rétti í einu.
ÍSLENSKA 16
Halda mat heitum
Veldu lægstu mögulegu hitastillingu til að
nota afgangshita og halda máltíð heitri.
UMHVERFISMÁL
Endurvinna þarf öll efni merkt tákninu .
Setjið umbúðirnar í viðeigandi sorpílát til
endurvinnslu. Leggið ykkar að mörkum til
verndar umhverfinu og heilsu manna og
dýra og endurvinnið rusl sem fylgir
raftækjum og raftrænum búnaði. Hendið
ekki heimilistækjum sem merkt eru með
tákninu
í venjulegt heimilisrusl. Farið með
vöruna í næstu endurvinnslustöð eða hafið
samband við sveitarfélagið.
IKEA-ÁBYRGÐ
Hvað gildir IKEA-ábyrgðin lengi?
Þessi ábyrgð gildir í fimm (5) ár frá
upphaflegum kaupdegi heimilistækis þíns
hjá IKEA, nema heimilistækið nefnist
LAGAN, en þá gildir ábyrgðin í tvö (2) ár.
Framvísa þarf upprunalegu sölukvittuninni
til sönnunar á kaupunum. Ef gert er við
heimilistækið á meðan það er í ábyrgð,
framlengir það ekki ábyrgðartíma tækisins,
Hvaða heimilistæki eru ekki í fimm (5) ára
ábyrgð hjá IKEA?
Heimilistækjalínan sem nefnist LAGAN og
öll heimilistæki keypt hjá IKEA fyrir 1. ágúst
2007.
Hver sér um þjónustuna?
Þjónustuaðili IKEA veitir þjónustuna í
gegnum eigin viðgerðarþjónustu eða
samþykkta samstarfsviðgerðarþjónustu.
Hvað nær þessi ábyrgð yfir?
Ábyrgðin nær yfir bilanir á heimilistækinu,
sem orsakast af göllum í smíði þess eða
efniviði frá þeim degi sem það var keypt
hjá IKEA. Þess ábyrgð gildir eingöngu fyrir
heimilisnotkun. Undantekningarnar eru
taldar upp undir fyrirsögninni "Hvað nær
þessi ábyrgð ekki yfir?" Innan
ábyrgðartímans nær ábyrgðin yfir kostnað
af viðgerð vegna bilunar, þ.e. viðgerðir,
varahluti, vinnu og ferðir, að því tilskildu að
heimilistækið sé aðgengilegt til að gera við
án sérstakra útgjalda. Um þessa skilmála
gilda viðmiðunarreglur ESB (Nr. 99/44/EG)
og reglugerðir hlutaðeigandi lands. Íhlutir
sem teknir eru úr þegar skipt er um íhluti
verða eign IKEA.
Hvað gerir IKEA til að leysa vandamálið?
Þjónustuaðili, skipaður af IKEA, mun skoða
vöruna og taka einn ákvörðun um það hvort
þessi ábyrgð nái yfir hana. Ef ábyrgðin telst
ná yfir heimilistækið mun þjónustuaðili IKEA
eða samþykkt samstarfsfyrirtæki annað
hvort gera við gölluðu vöruna eða skipta
henni fyrir sömu eða sambærilega vöru, og
er ákvörðun um það alfarið í þeirra
höndum.
Hvað nær þessi ábyrgð ekki yfir?
Venjulegt slit.
Skemmdir af ásettu ráði eða vegna
vanrækslu, skemmdir vegna þess að
notkunarleiðbeiningum hefur ekki verið
fylgt, skemmdir vegna rangrar
uppsetningar eða vegna þess að tengt
ÍSLENSKA
17
er við ranga rafspennu, skemmdir sem
stafa af efnafræðilegum eða
rafefnafræðilegum viðbrögðum, ryði,
tæringu eða vatni, þar með talið en ekki
eingöngu skemmdir sem stafa af miklu
kalki í vatni og skemmdir sem stafa af
óeðlilegum umhverfisaðstæðum.
Hluti sem eyðast eins og rafhlöður og
perur.
Hluti sem hafa enga virkni eða eru
eingöngu til skrauts og hafa ekki áhrif á
venjulega notkun tækisins, þar með
taldar rispur og hugsanlegan litamun.
Skemmdir sem verða fyrir slysni vegna
aðskotahluta eða -efna, hreinsunar eða
losunar stíflna í síum, frárennsliskerfum
eða sápuhólfum.
Skemmdir á eftirfarandi hlutum:
keramíkgleri, aukahlutum, leirtaus- og
hnífaparakörfum, aðrennslis- og
frárennslisrörum, þéttum, perum og
peruhlífum, skjáum, hnöppum, hlífum og
hlífapörtum. Nema sannanlegt sé
skemmdirnar séu tilkomnar vegna
framleiðslugalla.
Tilfelli þegar tæknimaður skoðar
heimilistækið og finnur engan galla.
Viðgerðir ekki framkvæmdar af
þjónustuaðilum skipuðum af okkur
og/eða samþykktum þjónustuaðila sem
við eigum samning við eða notaðir hafa
verið varahlutir sem ekki eru
upprunalegir.
Viðgerðin er tilkomin vegna
uppsetningar sem var röng eða ekki í
samræmi við tæknilýsingu.
Notkun heimilistækisins annars staðar en
inni á heimilinu, þ.e. í atvinnuskyni.
Skemmdir við flutninga. Ef viðskiptavinur
flytur vöruna heim til sín eða á annað
heimilisfang, er IKEA ekki ábyrgt fyrir
hugsanlegum skemmdum sem verða við
flutningana.
Hins vegar ef IKEA afhendir vöruna á
afhendingarheimilisfang
viðskiptavinarins, þá nær þessi ábyrgð
yfir skemmdir sem verða við flutningana.
Kostnað við að setja upp IKEA-
heimilistækið í fyrsta sinn. Hins vegar ef
þjónustuaðili IKEA eða samþykkt
samstarfsviðgerðarþjónusta gerir við eða
skiptir heimilistækinu samkvæmt
skilmálum þessarar ábyrgðar, mun
þjónustuaðilinn eða samþykkta
samstarfsviðgerðarþjónustan setja
heimilistækið aftur upp eftir viðgerðina
eða setja upp nýja heimilistækið, ef með
þarf.
Þessi takmörkun á ekki við um verk sem
unnið er án mistaka af sérhæfðum aðila
með tilskilin réttindi sem notar upprunalega
varahluti okkar, í þeim tilgangi að aðlaga
heimilistækið að tæknilegum öryggiskröfum
annars ESB-lands.
Hvernig landslögin gilda
IKEA-ábyrgðin veitir þér tiltekin lagaleg
réttindi, sem samræmast eða ná út fyrir
kröfurnar í viðkomandi landi. Þessir
skilmálar takmarka þó ekki á neinn hátt
réttindi neytenda sem lýst er í lögum
viðkomandi lands.
Gildissvæði
Fyrir heimilistæki sem keypt eru í einu ESB-
landi og síðan flutt til annars ESB-lands
gildir þessi þjónusta innan ramma þeirra
ábyrgðarskilmála sem teljast eðlilegir í nýja
landinu. Skuldbinding til að gera við
heimilistækið innan ramma ábyrgðarinnar
er eingöngu til staðar ef heimilistækið
samræmist og er sett upp í samræmi við:
tæknikröfur landsins þar sem
ábyrgðarkrafan er gerð;
samsetningarleiðbeiningarnar og
öryggisupplýsingarnar í
notendahandbókinni;
Sérstök eftirsöluþjónusta (After Sales
Service) fyrir IKEA-heimilistæki:
Ekki hika við að hafa samband við
eftirsöluþjónustu IKEA til að:
ÍSLENSKA
18
1. óska eftir viðgerð sem þessi ábyrgð nær
yfir;
2. fá leiðbeiningar um hvernig á að setja
IKEA-heimilistækið inn í til þess ætlaða
IKEA-eldhúsinnréttingu. Þjónustan veitir
ekki nánari leiðbeiningar í tengslum við:
uppsetningu á IKEA-eldhúsi í heild;
tengingu við rafmagn (ef kló og
snúra fylgja ekki með tækinu) eða við
vatn eða gas, þar sem samþykktur
viðgerðaraðili þarf að sjá um slíkar
tengingu.
3. óska eftir nánari útskýringu á efni
notendahandbókarinnar eða
tæknilýsingu IKEA-heimilistækisins.
Til þess að við getum aðstoðað þig sem
best skaltu lesa samsetningarleiðbeiningar
og/eða notendahandbókarhluta þessa
bæklings vandlega áður en þú hefur
samband við okkur.
Leiðir til að ná í okkur ef þú þarfnast
aðstoðar
Á öftustu síðu þessarar handbók er skrá yfir
alla tengiliði á vegum IKEA og viðeigandi
símanúmer í hverju landi.
Til þess að geta veitt þér hraðari
þjónustu mælum við með því að
þú notir eingöngu símanúmerin
sem gefin eru upp aftast í þessari
handbók. Notaðu alltaf númerin
sem gefin eru upp í bæklingnum
fyrir það tiltekna heimilistæki sem
þú þarft aðstoð fyrir. Áður en þú
hringir í okkur skaltu vera viss um
að hafa handtækt IKEA-
vörunúmerið (8 stafa talnarunu)
fyrir heimilistækið sem þú þarft
aðstoð okkar við.
GEYMDU SÖLUKVITTUNINA!
Hún er þín staðfesting á
kaupunum og skilyrði þess að
ábyrgðin gildi. Athugaðu að á
kvittuninni sést jafnframt IKEA-
vöruheiti og -númer (8 stafa
talnaruna) hvers heimilistækis
sem þú keyptir.
Þarftu frekari hjálp?
Til að fá svör við öðrum spurningum sem
ekki tengjast eftirsöluþjónustu
heimilistækisins þíns skaltu hringja í
þjónustusíma næstu IKEA-verslunar. Við
mælum með að lesa bæklingana sem fylgdu
heimilistækinu áður en þú hefur samband
við okkur.
ÍSLENSKA 19
Country Phone number Call Fee Opening time
België
070 246016
Binnenlandse gesprekskosten 8 tot 20 Weekdagen
Belgique Tarif des appels nationaux 8 à 20. En semaine
България
00359888164080
0035924274080
Такса за повикване от страната От 9 до 18 ч в работни дни
Česká republika 246 019721 Cena za místní hovor 8 až 20 v pracovních dnech
Danmark 70 15 09 09 Landstakst
lør. - søn. 09.00 - 18.00
man. - fre. 09.00 - 20.00
Deutschland +49 1806 33 45 32*
* 0,20 €/Verbindung aus dem Fest-
netz max. 0,60 €/Verbindung
aus dem Mobilfunknetz
Werktags von 8.00 bis 20.00
Ελλάδα 211 176 8276 Υπεραστική κλήση 8 έως 20 κατά τις εργάσιμες ημέρες
España 91 1875537 Tarifa de llamadas nacionales De 8 a 20 en días laborables
France 0170 36 02 05 Tarif des appels nationaux 9 à 21. En semaine
Hrvatska 00385 1 6323 339 Trošak poziva 27 lipa po minuti
radnim danom od ponedjeljka
do petka od 08:00 do 16:00
Ireland 0 14845915 National call rate 8 till 20 Weekdays
Ísland 5880503 Innanlandsgjald fyrir síma 9 til 18. Virka daga
Italia 02 00620818
Tariffa applicata
alle chiamate nazionali
dalle 8 alle 20 nei giorni feriali
Κυπρος 22 030 529 Υπεραστική κλήση 8 έως 20 κατά τις εργάσιμες ημέρες
Lietuva 5 230 06 99 Nacionalinių pokalbių tarifai
Pr. - Ketv.: 8:00 - 12:00, 12:45 - 17:00
Pnkt.: 8:00 - 12:00, 12:45 - 15:45
Magyarország 061 998 0549 Belföldi díjszabás Hétköznap 8 és 10 óra között
Nederland
0900 235 45 32 en/of
0900 BEL IKEA
15 cent/min., starttarief 4.54 cent
en gebruikelijke belkosten
ma - vr 08.00 - 20.00,
zat 09.00 - 20.00 (zondag gesloten)
Norge 815 22052 Takst innland 8 til 20 ukedager
Österreich 0810 300486 max. 10 Cent/min. Mo - Fr 8.00 - 20.00 Uhr
Polska 801 400 711 Stawka wg taryfy krajowej Od 8 do 20 w dni robocze
Portugal 211557985 Chamada Nacional
9 às 21. Dias de Semana
*excepto feriados
România 021 211 08 88 Tarif apel naţional 8 - 20 în zilele lucrătoare
Россия 8 495 6662929
Действующие телефонные
тарифы
с 8 до 20 по рабочим дням
Время московское
Schweiz
031 5500 324
Tarif für Anrufe im Bundesgebiet 8 bis 20 Werktage
Suisse Tarif des appels nationaux 8 à 20. En semaine
Svizzera
Tariffa applicata
alle chiamate nazionali
dalle 8 alle 20 nei giorni feriali
Slovensko (02) 3300 2554 Cena vnútroštátneho hovoru 8 až 20 v pracovných dňoch
Suomi 030 6005203
Lankapuhelinverkosta
0,0835 €/puhelu + 0,032 €/min
Matkapuhelinverkosta 0,192 €/min
arkipäivisin 8.00 - 20.00
Sverige 0775 700 500 lokalsamtal (lokal taxa)
mån-fre 8.30 - 20.00
lör-sön 9.30 - 18.00
Türkiye 212 244 0769 Ulusal arama ücreti Hafta içi saat 09:00’dan 18:00’a kadar
Україна 044 586 2078 Міжміськи дзвінки платні 9 - 21 В робочі дні
United Kingdom 020 3347 0044 National call rate 9 till 21. Weekdays
Србија
+381 11 7 555 444
(ако позивате изван Србије)
011 7 555 444
(ако позивате из Србије)
Цена позива у националном
саобраћају
Понедељак – субота: 09 – 20
Недеља: 09 – 18
Eesti, Latvija, Slovenija www.ikea.com
20
*
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24

IKEA OV33 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka

v iných jazykoch