Örbylgjuhamur
Örbylgja
Almennt:
VARÚÐ! Láttu heimilistækið ekki
ganga þegar enginn matur er í
því.
• Þegar þú hefur slökkt á heimilistækinu
skaltu láta matinn standa í nokkrar
mínútur. Sjá örbylgjueldunartöflurnar:
Kólnunartími.
• Fjarlægðu umbúðir úr álfilmu, málmílát,
o.s.frv. áður en þú matreiðir matinn.
• Ekki ráðlagt að not meira en eina hæð
þegar örbygjustilling er notuð.
• Ef mögulegt er skaltu alltaf hræra í
matnum áður en hann er borinn fram.
Eldun:
• Ef mögulegt er skaltu elda mat undir loki
úr efni sem hentar til notkunar í
örbylgjuofninum. Aðeins skaltu elda mat
án loks ef þú vilt halda skorpunni.
• Ekki ofelda réttina með því að stilla orku
og tíma of hátt. Maturinn getur þornað
upp, brunnið við, eða staðið í ljósum
logum.
• Ekki skal nota heimilistækið til að sjóða
egg í skurninni, eða snigla, því þau geta
sprungið. Með spælegg skal fyrst stinga
á rauðunni.
• Gataðu nokkrum sinnum húð eða hýði á
kartöflum, tómötum, pylsum og svipuðum
matvælum með gaffli áður en þú eldar
svo að maturinn springi ekki.
• Fyrir kældan eða frosinn mat skal setja
lengri eldunartíma.
• Hræra verður af og til í réttum sem
innihalda sósu.
• Snúðu stærri stykkjum þegar
eldunartíminn er hálfnaður.
• Ef mögulegt er skal skera grænmeti niður
í bita af svipaðri stærð.
• Notaðu flata, breiða diska.
• Notaðu ekki eldunaráhöld úr postulíni,
keramík eða leir með gljáalausum
botnum eða litlum götum, t.d. á
handföngum. Raki sem fer inn í götin
getur valdið því að eldunaráhöldin
springi þegar þau eru hituð.
Að afþíða kjöt, alifuglakjöt, fisk:
• Settu frosinn, óinnpakkaðan mat á lítinn
disk á hvolfi, með ílát fyrir neðan, eða á
afþíðingargrind eða plastsigti þannig að
afþíddur vökvi renni burt.
• Snúðu matnum þegar afþíðingartíminn er
hálfnaður. Ef mögulegt er skaltu skipta
upp og síðan fjarlægja þau stykki sem
byrjuð eru að þiðna.
Að afþíða smjör, tertuhluta, kvarg:
• Ekki skal afþíða til fulls í heimilistækinu
heldur láta það þiðna fullkomlega við
stofuhita. Það gefur jafnari árangur.
Fjarlægðu allar málm- eða álumbúðir
eða hluti fyrir afþíðingu.
Að afþíða ávexti, grænmeti:
• Ef ávextir eða grænmeti eiga að haldast
hráir, skaltu ekki afþíða þá til fulls í
heimilistækinu heldur láta þá þiðna
fullkomlega við stofuhita.
• Þú getur notað meiri örbylgjuorku til að
elda ávexti og grænmeti án þess að
afþíða þá fyrst.
Tilbúnar máltíðir:
• Tilbúnar máltíðir í málmumbúðum eða
plastbökkum með málmloki er aðeins
hægt að afþíða eða hita í
örbylgjuofninum ef þær eru sérstaklega
merktar sem hentugar til notkunar í
örbylgjunni.
• Þú verður að fylgja leiðbeiningum
framleiðandans sem prentaðar eru á
umbúðirnar (t.d. fjarlægja málmlokið og
stinga gat á plastfilmuna).
ÍSLENSKA
13