13
Íslenska
Heilræði
Saxa ávexti og grænmeti: Settu 2 bolla (475
ml) af ávaxta- eða grænmetisbitum í könnuna.
Stilltu á PÚLS-ham (
) settu lokið á og blanda
á SAXA (
)
, láta púlsa nokkrum sinnum, í um
2 til 3 sekúndur í hvert skipti, þar til óskuðum
þéttleika er náð.
Mauka ávexti: Settu 2 bolla (475 ml) af
niðursoðnum eða soðnum ávöxtum í
könnuna. Bættu við 2 til 4 matskeiðum (30 til
60 ml) af ávaxtasafa eða vatni fyrir hvern bolla
(240 ml) af ávöxtum. Settu lokið á og blandaðu
á MAUKA (
) í um 5 til 10 sekúndur.
Mauka grænmeti: Settu 2 bolla (475 ml) af
niðursoðnu eða soðnu grænmeti í könnuna.
Bættu við 2 til 4 matskeiðum (30 til 60 ml) af
seyði, vatni eða mjólk fyrir hvern bolla (240
ml) af grænmeti. Settu lokið á og blandaðu á
MAUKA (
) í um 10 til 20 sekúndur.
Mauka kjöt: Settu mjúkt, soðið kjöt skorið í
teninga í könnuna. Bættu við 3 til 4 matskeiðum
(45 til 60 ml) af seyði, vatni eða mjólk fyrir hvern
bolla (240 ml) af kjöti. Settu lokið á og blandaðu
á HRÆRA (
)
í um 10 sekúndur. Stöðvaðu
blandarann og skafðu hliðarnar á könnunni
með sleif. Settu lokið á og blandaðu á MAUKA
(
) 10 til 20 sekúndur í viðbót.
Mauka kotasælu eða ricotta ost: Settu
kotasælu eða ricotta ost í könnuna. Settu lokið á
og blandaðu á BLANDA (
) þar til orðið jafnt,
um 25 til 35 sekúndur. Stöðvaðu Blandarann
og skafðu hliðarnar með sleif eftir þörfum. Ef
nauðsyn krefur skal bæta 1 matskeið (15 ml)
af undanrennu fyrir hvern bolla (240 ml) af
kotasælu. Notaðu blönduna sem undirstöðu
fyrir fitusnauðar ídýfur og smurálegg.
Blanda saman fljótandi hráefni fyrir
bakaðar vörur: Helltu fljótandi hráefnum í
könnuna. Settu lokið á og blandaðu á KREISTA
(
) þar til efnin eru vandlega blönduð
saman, í um 10 til 15 sekúndur. Helltu fljótandi
blöndunni yfir þurrefnin og hrærðu vel.
Taka kekki úr kjötsósu: Ef sósa eða kjötsósa
verður kekkjótt skal setja hana í könnuna.
Settu lokið á og blandaðu á BLANDA ( ) þar
til orðið jafnt, um 5 til 10 sekúndur.
Blanda saman hveiti og vökva til
þykkingar: Settu hveiti og vökva í könnuna.
Settu lokið á og blandaðu á HRÆRA (
)
þar
til orðið jafnt, um 5 til 10 sekúndur.
Undirbúa jafning: Settu mjólk, hveiti og salt, ef
óskað er, í könnuna. Settu lokið á og blandaðu
á HRÆRA (
)
þar til orðið vel blandað saman,
í um 5 til 10 sekúndur. Helltu blöndunni í
skaftpott og sjóddu samkvæmt venju.
Undirbúa pönnuköku- og vöffludeig úr
blöndu: Settu blöndu og annað hráefni
í könnuna. Settu lokið á og blandaðu á
BLANDA (
) þar til vel blandað, í um 10 til
20 sekúndur. Stöðvaðu blandarann og skafðu
hliðarnar á könnunni með sleif eftir þörfum.
Rífa ost: Skerðu mjög kaldan ost í 1,5 sm teninga.
Settu allt að ½ bolla (120 ml) af osti í könnuna.
Settu lokið á og blandaðu á KREMJA ( )
í um 5 til 10 sekúndur. Harðan ost, eins og
Parmesan, skal hafa við stofuhita og blanda
síðan á KREMJA (
) í 10 til 15 sekúndur.
Gera haframjöl fyrir barn: Settu ósoðna
valsaða hafra í könnuna. Í PÚLS-ham (
)
skal blanda á BLANDA (
) þar til óskuðum
þéttleika er náð, um 5 púlsar, 2 til 3 sekúndur
hver púls. Eldað eins og venjulega.
Gera barnamat úr fullorðinsmat: Settu
tilbúinn fullorðinsmat í könnuna. Settu lokið á
og blandaðu á HRÆRA (
)
í um 10 sekúndur.
Blandaðu síðan á MAUKA (
) í um 10 til 30
sekúndur.
Skola blandarakönnuna: Fylltu könnuna
til hálfs af volgu vatni. Bættu við nokkrum
dropum af uppþvottalegi. Settu lokið á og
stilltu á HRÆRA (
)
þar til hliðarnar eru
hreinar, um 5 til 10 sekúndur. Skolaðu og
þurrkaðu. Fyrir fullkomna hreinsun er einnig
hægt að þrífa könnuna í uppþvottavél. Til
að ná sem bestum árangri er mælt með því
að þvo lokið, mælibikarinn, læsikragann,
hnífaamstæðuna og þéttihringinn í
höndunum. Sjá umhirða og hreinsun á
blaðsíðu 10.