Tenging við rafmagn
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
• Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
• Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar
á tegundarspjaldinu passi við aflgjafann.
Ef ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
• Ekki nota fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Gætið þess að rafmagnsklóin og snúran
verði ekki fyrir skemmdum. Ef skipta þarf
um rafmagnssnúru verður viðurkennt
þjónustuver okkar að sjá um það.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gætið þess að
rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
• Ekki snerta rafmagnssnúruna eða
rafmagnsklóna með blautum höndum.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Takið alltaf um klóna.
• Einungis fyrir Bretland og Írland: Tækið
er með 13 ampera rafmagnskló. Ef
nauðsynlegt er að skipta um öryggi í
rafmagnsklónni, skal nota 13 ampera
ASTA (BS1362) öryggi.
• Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
Tenging við vatn
• Passið að vatnsslöngurnar verði ekki fyrir
skemmdum.
• Áður en heimilistækið er tengt við nýjar
lagnir eða pípulagnir sem hafa ekki verið
notaðar í langan tíma, skal láta vatnið
renna þangað til það er hreint.
• Í fyrsta skipti sem heimilistækið er notað,
skal tryggja að enginn leki eigi sér stað.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
raflosti, eldi, brunasárum eða því
að heimilistækið skemmist.
• Einungis skal nota þetta heimilistæki
innan veggja heimilisins.
• Farðu eftir öryggisleiðbeiningunum á
umbúðum þvottaefnisins.
• Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
• Gættu þess að fjarlægja alla málmhluti
úr þvottinum.
• Ekki setja ílát til að safna hugsanlegum
vatnsleka undir tækið. Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð til að
ganga úr skugga um hvaða aukahluti má
nota.
• Ekki snerta glerið í hurðinni á meðan
þvottaferill er í gangi. Glerið getur verið
heitt.
Þjónusta
• Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið.
• Notaðu eingöngu upprunalega varahluti.
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
• Aftengja skal tækið frá
rafmagnsgjafanum.
• Klippa rafmagnssnúruna af og fleygja
henni.
• Fjarlægið dyraklemmuna til að koma í
veg fyrir að börn eða dýr geti lokast inni
í tækinu.
ÍSLENSKA
6