KitchenAid 5KHB3583BER Užívateľská príručka

Typ
Užívateľská príručka

Táto príručka je tiež vhodná pre

5KHB3583
W10532509A_01_EN_Final4.indd 1 12/11/12 1:34 PM
149
Íslenska
LEIÐBEININGAR UM TÖFRASPROTA
ÖRYGGI TÖFRASPROTA
Mikilvæg öryggisatriði ..................................................................................... 150
Kröfur um rafmagn ........................................................................................ 151
Förgun rafbúnaðarúrgangs .............................................................................. 151
Förgun KitchenAid litíum-jóna (Li-Ion) rafhlaða ............................................. 151
HLUTAR OG EIGINLEIKAR
Hlutar og eiginleikar ....................................................................................... 152
TÖFRASPROTINN NOTAÐUR
Fyrir fyrstu notkun: Rafhlaðan hlaðin .............................................................. 153
Töfrasprotinn settur saman ............................................................................ 154
Ljósdíóðuskjáborðið notað ............................................................................. 155
Blöndunararmurinn notaður ........................................................................... 156
RÁÐ TIL AÐ NÁ FRÁBÆRUM ÁRANGRI
Tækni fyrir betri blöndun og mulning ............................................................. 157
Ábendingar um notkun ................................................................................... 157
UMHIRÐA OG HREINSUN
Töfrasprotinn hreinsaður................................................................................ 158
ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA
Ábyrgð á KitchenAid töfrasprota .................................................................... 159
Þjónusta við viðskiptavini ................................................................................ 159
Efnisyfirlit
W10532509A_13_IS.indd 149 12/10/12 7:48 AM
150
ÖRYGGI TÖFRASPROTAÖRYGGI TÖFRASPROTA
MIKILVÆG ÖRYGGISATRIÐI
Við notkun raftækja þarf ávallt að fylgja grundvallaröryggisráðstöfunum, þar á meðal:
1. Lestu allar leiðbeiningar.
2. Til að verjast hættunni af raosti skal ekki setja mótorhús töfrasprota, rafhlöðu,
hleðslutæki, snúru hleðslutækis eða kló í vatn eða annan vökva.
3. Ekki er ætlast til að einstaklingar (þ.m.t. börn) sem hafa skerta líkamlega, skynjunarlega
eða andlega hæfni eða skortir reynslu og þekkingu noti þetta tæki – nema sá sem ber
ábyrgð á öryggi viðkomandi ha veitt manneskjunni sérstaka leiðsögn í notkun tækisins.
4. Hafa ætti eftirlit með börnum til að tryggja að þau leiki sér ekki með tækið.
5. Forðastu að snerta hluti sem hreyfast.
6. Ekki nota neitt heimilistæki eða hleðslutæki með skemmdri snúru eða kló, eða eftir að
það hefur bilað, eða dottið eða verið skemmt á einhvern hátt. Farðu með heimilistækið
eða hleðslutækið til næstu viðurkenndu þjónustustöðvar vegna skoðunar, viðgerðar eða
stillingar á raf- eða vélhlutum.
7. Notkun aukahluta sem KitchenAid hvorki mælir með né selur getur valdið eldsvoða,
raosti eða slysi.
8. Ekki láta rafmagnssnúru hanga fram af borði eða bekk. Umframsnúrulengd má vefja upp
undir hleðslutækinu.
9. Ekki láta rafmagnssnúru snerta heita eti, þar með talið eldavélina.
10. Þegar vökvar eru blandaðir, sérstaklega heitir vökvar, skal nota hátt ílát eða blanda lítið
magn í einu til að koma í veg fyrir að hellist niður.
11. Haltu höndum og áhöldum frá ílátinu á meðan blandað er til að koma í veg fyrir hættu
á alvarlegum meiðslum á fólki og skemmdum á einingunni. Nota má sköfu en aðeins
þegar einingin er ekki í gangi.
12. Blöðin eru beitt. Farðu varlega.
13. Alltaf fjarlægja rafhlöðuna úr töfrasprotanum ef hann er skilinn eftir eftirlitslaus og áður
en hann er settur saman, tekinn sundur eða hreinsaður.
14. Þessi vara er eingöngu ætluð til heimilisnota.
GEYMDU ÞESSAR LEIÐBEININGAR
Öryggi þitt og öryggi annarra er mjög mikilvægt.
Við höfum sett mörg mikilvæg öryggisfyrirmæli í þessa handbók og á tækið þitt.
Áríðandi er að lesa öll öryggisfyrirmæli og fara eftir þeim.
Þetta er öryggisviðvörunartákn.
Þetta tákn varar þig við hugsanlegum hættum sem geta deytt eða
meitt þig og aðra.
Öllum öryggisviðvörunartáknum fylgja öryggisfyrirmæli og annaðhvort
orðið „HÆTTA“ eða „VIÐVÖRUN“. Þessi orð merkja:
Þú getur dáið eða slasast alvarlega ef
þú fylgir ekki leiðbeiningunum þegar í stað.
Þú getur dáið eða slasast alvarlega
ef þú fylgir ekki leiðbeiningum.
Öll öryggisfyrirmælin segja þér hver hugsanlega hættan er, segja þér hvernig draga
á úr hættu á meiðslum og segja þér hvað getur gerst ef leiðbeiningum er ekki fylgt.
HÆTTA
VIÐVÖRUN
W10532509A_13_IS.indd 150 12/10/12 7:48 AM
151
Íslenska
ÖRYGGI TÖFRASPROTA
Rafhlöðuspenna: 12 V Litíum-jóna (Li-ion) / 1,5 Ah / 16 Wh
Gerðarnúmer rafhlöðu: 5KCL12IBOB
Hleðslutæki
Inntak: 18 V / 660 mA
Úttak: 12 V / 550 mA
Gerðarnúmer hleðslutækis: 5KCL12CSOB
Millistykki hleðslutækis
Inntak: 220-240 V / 50/60 Hz / 18 W
Úttak: 18 V / 660 mA
Gerðarnúmer millistykkis hleðslutækis: W10533411
Kröfur um rafmagn
Förgun KitchenAid litíum-jóna (Li-Ion) rafhlaða
Fargaðu alltaf rafhlöðunni þinni í samræmi
við staðarreglugerðir. Hafðu samband við
endurvinnsluumboð á þínu svæði til að fá
að vita um endurvinnslustaði.
Jafnvel afhlaðnar rafhlöður innihalda
svolitla orku. Fyrir förgun skaltu nota
einangrunarlímband til að hylja skautin til að
koma í veg fyrir að rafhlaðan skammhlaupi,
sem gæti valdið eldsvoða eða sprengingu.
Förgun rafbúnaðarúrgangs
ÖRYGGI TÖFRASPROTA
Merkingar á þessu tæki eru í samræmi
við tilskipun Evrópuþingsins og
ráðsins 2002/96/EB um raf- og
rafeindabúnaðarúrgang (Waste Electrical
and Electronic Equipment (WEEE)).
Sé þess gætt að vörunni sé fargað á réttan
hátt er stuðlað að því að koma í veg fyrir
möguleg neikvæð áhrif á umhver og
lýðheilsu sem komið geta fram, sé vörunni
ekki fargað eins og til er ætlast.
Táknið
á vörunni, eða á skjölum sem
fylgja vörunni, gefur til kynna að ekki megi
meðhöndla þetta tæki sem heimilisúrgang.
Þess í stað skal afhenda hana á viðeigandi
stað þar sem raf- og rafeindabúnaði er safnað
saman til endurvinnslu.
Förgun verður að fara fram í samræmi
við umhversreglugerðir á staðnum um
förgun úrgangs.
Fyrir ítarlegri upplýsingar um meðhöndlun,
endurheimt og endurvinnslu þessarar
vöru skaltu vinsamlegast hafa samband við
bæjarstjórnarskrifstofur í þínum heimabæ,
heimilissorpförgunarþjónustu eða verslunina
þar sem þú keyptir vöruna.
W10532509B_13_IS.indd 151 1/10/13 1:59 PM
152
TÖFRASPROTINN NOTAÐURHLUTAR OG EIGINLEIKAR
Hlutar og eiginleikar
20 cm
Blöndunararmur
úr ryðfríu stáli
með S-hníf
Mótorhús
að framan
Staðsetning rafhlöðu
Aæsingarhnappur
Hraðastjórnhnappar
Púls-hnappur
Hnífahlíf
Skálarhlíf
Mótorhús að aftan
Losunarhandfang
rafhlöðu /
Upphengjulykkja
Grip
Hraðavalsvísir
með ljósdíóðuskjá
Vísir um endingu
rafhlöðu með
ljósdíóðuskjá
Rafhlaða
Undirstaða
hleðslutækis
Ljósdíóðu-
hleðsluvísir/
Losun loks
W10532509A_13_IS.indd 152 12/10/12 7:48 AM
153
Íslenska
TÖFRASPROTINN NOTAÐUR
Fyrir fyrstu notkun: Rafhlaðan hlaðin
1
Settu hleðslutækið í samband.
3
Renndu rafhlöðunni inn í hleðslutækið,
samstilltu flötu hlið rafhlöðunnar við
flötu hlið opsins og þrýstu niður til að
smella á sinn stað.
4
Ljósdíóðuvísirinn byrjar að leiftra hægt
og stöðugt á meðan það hleður. Þegar
rafhlaðan er fullhlaðin sýnir ljósdíóðan
stöðugt ljós.
ATH.: Ef hleðslutækið leiftrar hratt þrisvar
sinnum eftir að rafhlaðan er sett í er villa með
rafhlöðuna. Athugaðu rafhlaðan sé rétt sett
í hleðslutækið. Ef ljósið heldur áfram að leiftra
hratt kann rafhlaðan að vera sérstaklega köld,
heit, blaut, eða skemmd. Leyfðu rafhlöðunni
að kólna, hitna, eða þorna, settu hana síðan
aftur í. Ef vandamálið helst, sjá hlutann
„Ábyrgð og þjónusta“.
5
Hlaða skal rafhlöðuna eftir hverja
notkun, þegar vísiljós rafhlöðu sýnir
minna en 25% eftir af endingu hennar
(aðeins eitt ljós birtist á ljósdíóðu
vísis um rafhlöðuendingu), eða þegar
rafhlaðan er alveg tóm.
2
Ýttu á losunarhnapp loks til að opna lokið.
ATH.: Rafhlöður mynda ekki með sér
„minni“ þegar þær eru hlaðnar eftir aðeins
hlutfallslega afhleðslu. Það er ekki nauðsynlegt
að láta rafhlöðuna tæmast áður en hún er sett
í hleðslutækið.
HLUTAR OG EIGINLEIKAR
Undirstaða
hleðslutækis
W10532509A_13_IS.indd 153 12/10/12 7:48 AM
154
TÖFRASPROTINN NOTAÐURTÖFRASPROTINN NOTAÐUR
Fyrir fyrstu notkun
Áður en þú notar töfrasprotann í fyrsta
skipti skaltu þurrka mótorhúsið, blöndunar-
arminn með hnífnum og hlífarnar með
hreinum, rökum klút til að fjarlægja öll
óhreinindi eða ryk. Nota má mildan
uppþvottalög. Ekki nota hreinsiefni sem
geta rispað. Þurrkaðu vandlega með
mjúkum klút. Sjá hlutann „Umhirða og
hreinsun“ til að fá frekari upplýsingar.
VIÐVÖRUN
Hætta á að skerast
Farðu varlega með hnífana.
Misbrestur á að gera svo getur
valdið skurðum.
VIÐVÖRUN
Hætta á að skerast
Farðu varlega með hnífana.
Misbrestur á að gera svo getur
valdið skurðum.
Töfrasprotinn settur saman
4
Smelltu skálarhlífinni á sinn stað með
jafnri niður-hreyfingu.
3
Ef skálarhlífin er notuð skal setja
hana á sléttan flöt og staðsetja með
festiklemmurnar á milli opanna á hnífnum.
1
Settu blöndunararminn inn í mótorhúsið
og snúðu þar til hann læsist á sínum stað.
Op
Festi-grip
ATH.: Notaðu
skálarhlífina til að
forðast skemmdir á
eldunaráhöldum á meðan
töfrasprotinn er notaður.
Notaðu hnífahlífina til
að forðast skemmdir
á hnífnum þegar
töfrasprotinn er
ekki í notkun.
Hnífahlíf
Skálarhlíf
2
Fjarlægðu hnífahlífina af hnífnum.
5
Renndu hlöðnu rafhlöðunni inn í efri
hluta mótorhúss töfrasprotans.
Gættu þess að hún smelli tryggilega.
W10532509A_13_IS.indd 154 12/10/12 7:48 AM
155
Íslenska
TÖFRASPROTINN NOTAÐUR
MIKILVÆGT: Ýta verður á aflæsingarhnappinn áður en töfrasprotinn fer í gang.
Púls-hnappur
Hraðastjórnhnappar
Hraðavalsvísir
Vísir um endingu
rafhlöðu
Aæsingarhnappur
Ljósdíóðuskjár
Ljósdíóðuskjáborðið notað
1
Þegar stjórntækin á töfrasprotanum
eru notuð skaltu alltaf gæta þess að
ljósdíóðuskjárinn snúi að þér. Gríptu
um handfangið með þumalinn aftan á
einingunni og fingurnar á stjórntækjunum
að framan, eins og sýnt er.
2
Neðri súlan á ljósdíóðuskjáborðinu
er vísir um endingu rafhlöðu. Haltu
töfrasprotanum þannig að þú sjáir
kvikna á ljósdíóðuskjánum þegar þú
ýtir á AFLÆSINGAR-hnappinn með
vísifingrinum.
3
Efri súlan á ljósdíóðuskjáborðinu
er hraðavalsvísirinn. Til að aðlaga
hraða skaltu beita örvarhnöppunum
með vísifingri, um leið og þú horfir
á hraðavísinn á ljósdíóðuskjánum.
Þegar ljósdíóðan snýr að þér eykur
hægri hnappurinn hraðann og vinstri
hnappurinn minnkar hraðann.
4
Þegar þú hefur valið óskaðan
hraða skaltu ýta á PÚLS-hnappinn
til að byrja að blanda. Sjá hlutann
„Blöndunararmurinn notaður“ til
að fá frekari upplýsingar.
ATH.: Töfrasprotinn slekkur sjálfvirkt á sér 60 sekúndum eftir að hætt er að nota hann eða honum
var aflæst handvirkt.
TÖFRASPROTINN NOTAÐUR
4
Smelltu skálarhlífinni á sinn stað með
jafnri niður-hreyfingu.
W10532509A_13_IS.indd 155 12/10/12 7:48 AM
156
RÁÐ TIL AÐ NÁ FRÁBÆRUM ÁRANGRI
Samskeyti
Púls-hnappur
Hraðastjórnhnappar
Hraðavalsvísir
Ljósdíóðuskjár
Aæsingarhnappur
TÖFRASPROTINN NOTAÐUR
Blöndunararmurinn notaður
ATH.: Upplagt er að nota töfrasprotann til að blanda, mylja, eða mauka. Best not eru fyrir hann við
súpur, eldað grænmeti, sósur, barnamat, smoothie-drykki, mjólkurhristinga, glassúr, eða mulinn ís.
ÁBENDING: Til að forðast skvettur skaltu
setja töfrasprotann niður í blönduna áður
en þú ýtir á púls-hnappinn og sleppa púls-
hnappinum áður en þú tekur töfrasprotann
upp úr blöndunni.
1
Ýttu á AFLÆSINGAR-hnappinn.
Ljósdíóðuskjárinn kviknar þegar
einingin er tilbúin.
2
Notaðu örvarhnappana til að aðlaga
hraðann og notaðu ljósdíóðuskjáinn
sem stýringu.
3
Settu töfrasprotann ofan í blönduna.
Ýttu síðan á PÚLS-hnappinn til að virkja.
ATH.: Ekki setja töfrasprotann dýpra niður
í vökva en að samskeytum fylgihlutarins.
Ekki kaffæra mótorhúsið í vökvum eða
öðrum blöndum.
4
Þegar blöndun er lokið skaltu sleppa
púls-hnappinum; síðan taka töfrasprotann
upp úr blöndunni.
5
Fjarlægðu rafhlöðuna með því að setja
fingurinn á losunarhandfang rafhlöðunnar
og toga það frá mótorhúsinu. Rafhlaðan
losnar frá efsta hluta einingarinnar.
MIKILVÆGT: Alltaf bíða með að setja
rafhlöðuna í töfrasprotann þar til fylgihlutir
hafa verið festir við. Eftir notkun skal alltaf
fjarlægja rafhlöðuna áður en töfrasprotinn
er tekinn í sundur.
W10532509A_13_IS.indd 156 12/10/12 7:49 AM
157
Íslenska
RÁÐ TIL AÐ NÁ FRÁBÆRUM ÁRANGRI
Dreginn upp
Úlnliðshreyngar
Tækni fyrir betri blöndun og mulning
Fyrir betri blöndun:Láttu töfrasprotann hvíla á botni ílátsins eitt augnablik og haltu honum
síðan á ská og dragðu hann hægt upp með hlið ílátsins með léttum hringlaga hreyfingum. Leyfðu
úlnliðshreyfingunni og þyngd töfrasprotans að vinna verkið. Þegar þú dregur upp töfrasprotann tekur
þú eftir að hráefnin af botni ílátsins lyftast upp. Þegar hráefnin rísa ekki lengur upp frá botninum
skaltu færa töfrasprotann niður á botn ílátsins og endurtaka þar til blandan er af óskuðum þéttleika.
Fyrir betri mulning: Settu töfrasprotann með
blöndunararminn áfestan niður í ílátið. Fyrir
harða, frosna ávexti eða ís skaltu bæta við
litlu magni vökva þar til S-hnífurinn er á kafi.
Mundu að stöðva töfrasprotann áður en þú
fjarlægir hann úr ílátinu til að forðast skvettur.
ÁBENDING: Til að koma í veg fyrir að
æði upp úr skaltu gera ráð fyrir plássi
í ílátinu fyrir lyftingu blöndunnar þegar
þú blandar.
Ábendingar um notkun
Ekki láta töfrasprotann liggja í heitum potti
á eldavélarhellunni þegar hann er ekki
í notkun.
Töfrasprotinn er búinn hitavörn gegn
miklum notkunarhita. Ef töfrasprotinn
stöðvast skyndilega við notkun skaltu ýta
einu sinni á AFLÆSINGAR-hnappinn og
síðan ýta á PÚLS-hnappinn. Ef einingin
gengur ekki en sýnir upplýsingar á vísisúlu
rafhlöðunnar skaltu gera ráð fyrir
10 mínútum á meðan tækið endurstillir
sig sjálfvirkt. Ef einingin sýnir engar
upplýsingar á vísisúlu rafhlöðu skaltu hlaða
rafhlöðuna. Ef rafhlaðan er þegar fullhlaðin
og einingin virkar ekki, sjá hlutann
„Ábyrgð og þjónusta“.
Þegar þú ert að blanda í skaftpotti eða
á eldavélahellu skaltu taka pottinn af
hitahellunni til að verja töfrasprotann
gegn ofhitnun.
Skerðu matvæli í föstu formi í lítil stykki
svo auðveldara að blanda.
Ekki nota töfrasprotann þinn til að vinna
kaffibaunir eða hörð krydd eins og
múskat. Vinnsla þessara matvæla gæti
skemmt blöðin í töfrasprotanum.
TÖFRASPROTINN NOTAÐUR
2
Notaðu örvarhnappana til að aðlaga
hraðann og notaðu ljósdíóðuskjáinn
sem stýringu.
W10532509A_13_IS.indd 157 12/10/12 7:49 AM
158
ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTAUMHIRÐA OG HREINSUN
Töfrasprotinn hreinsaður
1
Fjarlægðu blöndunararminn
(sjá hlutann „Töfrasprotinn notaður“).
2
Þvoðu blöndunararminn og hlífarnar
á efstu grind í uppþvottavél eða
í höndunum í heitu sápuvatni.
Þurrkaðu með mjúkum klút.
3
Þurrkaðu mótorhúsið með rökum
klút. Notaðu mildan uppþvottalög.
Ekki nota hreinsiefni sem geta rispað.
ATH.: Ekki kaffæra mótorhúsið í vatni.
ATH.:
Alltaf fjarlægja rafhlöðuna úr töfrasprotanum ef hann er skilinn eftir eftirlitslaus og áður
en hann er settur saman, tekinn sundur eða hreinsaður.
W10532509A_13_IS.indd 158 12/10/12 7:49 AM
159
Íslenska
ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA
Lengd ábyrgðar: KitchenAid greiðir fyrir: KitchenAid greiðir ekki fyrir:
Evrópa,
Mið-Austurlönd
og Afríka:
Fyrir Gerð
5KHB3583:
Full ábyrgð í þrjú
ár frá kaupdegi.
Varahluti og viðgerðar-
kostnað til að lagfæra
galla í efni eða handverki.
Þjónustan skal veitt af
viðurkenndum KitchenAid
þjónustuaðila.
A. Viðgerðir þegar töfrasprotinn
er notaður til annarrar
vinnslu en venjulegrar
heimilismatreiðslu.
B. Skemmdir sem verða fyrir
slysni, vegna breytinga,
misnotkunar, ofnotkunar,
eða uppsetningar/notkunar
sem ekki er í samræmi við
raforkulög í landinu.
KITCHENAID TEKUR ENGA ÁBYRGÐ Á ÓBEINUM SKEMMDUM.
Ábyrgð á KitchenAid töfrasprota
UMHIRÐA OG HREINSUN
Þjónustumiðstöðvar
Þjónusta við viðskiptavini
Öll þjónusta á hverjum stað skal veitt af
viðurkenndum KitchenAid þjónustuaðila.
Hafðu samband við þann söluaðila sem
tækið var keypt af til að fá nafnið á næsta
viðurkennda KitchenAid þjónustuaðila.
EINAR FARESTVEIT & CO.HF
Borgartúni 28
125 REYKJAVIK
ISLAND
Sími: 520 7900
Fax: 520 7910
ef@ef.is
www.kitchenaid.is
www.ef.is
EINAR FARESTVEIT & CO.HF
Borgartúni 28
125 REYKJAVIK
ISLAND
Sími: 520 7900
Fax: 520 7910
ef@ef.is
www.kitchenaid.is
www.ef.is
© 2012 KitchenAid. Öll réttindi áskilin.
Lýsingar geta breyst án fyrirvara.
W10532509A_13_IS.indd 159 12/10/12 7:49 AM
W10532509B 01/13
© 2013. All rights reserved.
Specications subject to change without notice.
W10532509B_18_BackCover.indd 212 1/10/13 10:56 AM
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13

KitchenAid 5KHB3583BER Užívateľská príručka

Typ
Užívateľská príručka
Táto príručka je tiež vhodná pre

V iných jazykoch