18
Notkun
● Dyrnar eru læstar í gegnum allan seinkunartímann. Til að opna dyrnar þarf fyrst að
stilla þvottavélina á HLÉ með því að þrýsta á hnapp
8. Eftir að dyrunum er lokað,
þrýstið á hnapp
8 aftur.
Ekki er hægt að velja hnapp
9 með kerfinu VATNSLOSUN
.
Veljið aukaskolun
Þetta heimilistæki er hannað til að spara vatn. Hins vegar, fyrir fólk með viðkvæma
húð (ofnæmi fyrir þvottaefnum), getur verið nauðsynlegt að skola þvottinn með
aukaskammti af vatni (aukaskolun).
Þrýstið samtímis á hnappa
2 og 3 í nokkrar sekúndur: Gaumljós 10.3 kviknar.
Til að afturkalla það, þrýstið á sömu hnappa aftur þar til gaumljós
10.3 slokknar.
Breyta valkosti eða byrja þvottakerfi
Hægt er að breyta öllu aukavali áður en þvottakerfi setur það í gang. Áður en nokkur
slík breyting er framkvæmd verður að gera hlé á þvottinum með því að þrýsta á
hnapp
8. Einungis er hægt að breyta þvottakerfi sem er í gangi með því að byrja
það upp á nýtt. Snúið þvottakerfisskífunni á
O
og síðan á nýtt þvottakerfi. Setjið
nýja þvottakerfið af stað með því að þrýsta aftur á hnapp
8. Þvottavatnið í vélinni er
ekki tæmt.
Rjúfa þvottakerfi
Til að rjúfa þvottakerfi sem er í gangi, þrýstið á hnapp 8, viðkomandi ljós byrjar að
blikka. Þrýstið aftur á hnappinn til að hefja þvott að nýju.
Aflýsa þvottakerfi
Snúið þvottakerfisskífunni á
O
til að aflýsa þvottakerfi sem er í gangi. Nú er hægt að
velja nýtt þvottakerfi.
Opna dyrnar eftir að þvottakerfi byrjar
Stillið þvottavélina fyrst á START/STOPP með því að þrýsta á hnapp 8.
Ef ljós 10.2 slokknar er hægt að opna dyrnar.
Ef DYR aflæsast ekki er gaumljós
10.2 kveikt og það þýðir að vélin sé byrjuð að hita
sig og að vatnsborðið sé komið upp fyrir dyrakarminn. Þá er ekki hægt að opna
dyrnar. Ef ekki er hægt að opna dyrnar þegar það er nauðsynlegt, verður að slökkva á
vélinni með því að snúa þvottakerfisskífunni á
O
. Eftir nokkrar mínútur er hægt að
opna dyrnar (fylgist með vatnsborði og hitastigi!).
Eftir að dyrunum er lokað þarf svo að velja þvottakerfi á ný og þrýsta á hnapp
8.
132966590_IS.qxd 20/03/2008 9.53 Page 18