Öryggisleiðbeiningar
Uppsetning
•
Fjarlægðu umbúðirnar og
flutningsboltana.
• Geymdu flutningsboltana. Þegar þú flytur
heimilistækið aftur verður þú að koma í
veg fyrir að tromlan hreyfist.
• Farðu alltaf varlega þegar þú hreyfir
tækið af því að það er þungt. Alltaf skal
nota öryggishanska.
• Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
• Fylgja skal uppsetningarleiðbeiningum
sem fylgja með tækinu.
• Gættu þess að gólfið þar sem tækið er
sett upp sé slétt, stöðugt, hitaþolið og
hreint.
• Ekki setja upp heimilistækið þar sem ekki
er hægt að opna hurðina til fulls.
• Færðu heimilistækið alltaf lóðrétt.
• Setja verður bakhlið tækisins upp við
vegginn.
• Gættu þess að það sé gott loftflæði á
milli heimilistækisins og gólfsins.
• Stilltu fæturna af svo að nauðsynlegt bil
sé á milli heimilistækisins og teppisins.
• Þegar tækið er sett á sinn endanlega
stað skal athuga hvort að það sé alveg
lárétt með hjálp hallamælis. Ef svo er ekki
er, skal stilla fæturna þangað til tækið er
alveg lárétt.
Rafmagnstenging
AÐVÖRUN! Eldhætta og hætta á
raflosti.
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
•
Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
• Ekki nota fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Takið alltaf um klóna.
• Ekki snerta rafmagnssnúruna eða
rafmagnsklóna með blautum höndum.
• Einungis fyrir Bretland og Írland: Tækið
er með 13 ampera rafmagnskló. Ef
nauðsynlegt er að skipta um öryggi í
rafmagnsklónni skal nota 13 ampera
ASTA (BS1362) öryggi.
•
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
Tenging við vatn
• Passið að vatnsslöngurnar verði ekki fyrir
skemmdum.
• Áður en heimilistækið er tengt við nýjar
lagnir eða pípulagnir sem hafa ekki verið
notaðar í langan tíma, skal láta vatnið
renna þangað til það er hreint.
• Í fyrsta skipti sem heimilistækið er notað,
skal tryggja að enginn leki eigi sér stað.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
raflosti, eldi, brunasárum eða því
að heimilistækið skemmist.
• Einungis skal nota þetta heimilistæki
innan veggja heimilisins.
•
Ekki skal breyta sérhæfingu þessa tækis.
• Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
• Ekki snerta glerið í hurðinni á meðan
þvottakerfi er í gangi. Glerið getur verið
heitt.
• Ekki þurrka skemmdan fatnað sem er
fóðraður eða fylltur.
• Ef þú hefur þvegið þvottinn þinn með
blettahreinsi skaltu þvo auka skolhring
áður en þú byrjar þurrkunarhringrás.
• Gættu þess að fjarlægja alla málmhluti
úr þvottinum.
• Einungis skal þurrka efni sem er leyfilegt
að þurrka í þvottavél-þurrkara. Fylgið
leiðbeiningum á þvottamiða fatnaðarins.
• Plasthlutir eru ekki hitaþolnir.
– Ef þú notar þvottakúlu, fjarlægðu
hana áður en þú stillir á þurrkkerfi.
ÍSLENSKA 7