16
Notkun
SKOL STOPP: Ef þetta er valið tæmist vatnið úr síðasta skoli ekki út til að koma í
veg fyrir að þvottur krumpist. Í lok þvottakerfis birtast
0 og táknið SKOL STOPP á
skjánum, táknið HURÐ (Dyr læstar) sést á skjánum, gaumljósið á hnappi
7 slokknar
og dyrnar geta ekki opnast til að sýna að tæma þarf vatnið úr vélinni.
NÆTURRÓ: Ef þetta er valið tæmist vatnið úr síðasta skoli ekki út til að koma í veg
fyrir að þvottur krumpist. Þetta þvottakerfi er mjög hljóðlátt, þar sem allri
þeytivindingu er haldið niðri, og er tilvalið að nóttu til eða þegar orkuverð er
hagkvæmara
. Sum þvottakerfi nota meira vatn til skolunar. Í lok þvottakerfis
birtast
0 og SKOL STOPP táknið á skjánum, táknið HURÐ sést áfram, gaumljósið á
hnappi
7 slokknar og dyrnar geta ekki opnast til að sýna að tæma þarf vatnið úr
vélinni.
Upplýsingar um hvernig á að tæma vatnið af vélinni eru í kaflanum «Í lok
þvottakerfisins»
Veljið aukaval með hnappi 4 og staðfestið valið með hnappi 5
Hægt er að blanda saman mismunandi aukavali eftir því hvaða þvottakerfi er valið.
Athugið: Sumir aukavalmöguleikar geta ekki verið í gangi saman. Tákn
aukavalsins, sem passar ekki saman, hverfa af skjánum.
Ef aukaval, sem er ekki mögulegt með stilltu þvottakerfi, er valið birtast skilaboðin
Err í nokkrar sekúndur og gula gaumljósið á hnappi
7 byrjar að blikka.
Slíkt aukaval verður að fara fram eftir að þvottakerfi hefur verið valið og áður en
þrýst er á hnapp
7. Þrýstið á hnapp 4: öll aukavalstákn birtast á skjánum.
Til að fletta í gegnum allt aukavalið, þrýstið á hnapp
4. Viðkomandi tákn birtist á
skjánum og byrjar að blikka.
Þrýstið á hnapp
5 til að virkja og staðfesta valið. Svart bandstrik birtist undir völdu
tákni til að staðfesta valið. Þrýstið á sama hnapp til að slökkva á aukavalinu.
Bíðið í nokkrar sekúndur eftir að aukavalið hefur verið valið þar til skjárinn fer í
upphafsstöðu. Aukavalið birtist á skjánum.
Upplýsingar um hvaða þvottakerfi býður upp á þetta aukaval er að finna í
kaflanum
«Þvottakerfi».
Aukavalið FORÞVOTTUR
Stillið þetta aukaval ef óskað er eftir forþvotti við 30°C á undan aðalþvotti.
Forþvotti lýkur með stuttri þeytivindingu í þvottakerfum fyrir BÓMULL og
STRAUFRÍTT, en í þvottakerfum fyrir VIÐKVÆM efni er vatnið einungis tæmt af
vélinni. Viðkomandi tákn birtist á skjánum.
132966610_IS.qxd 28/02/2008 9.59 Pagina 16