TÆKIÐ SETT Í SAMBAND - TEKIÐ Í NOTKUN
Við þökkum þér fyrir að hafa valið vöru frá okkur! Til að þú getir notað tækið á sem bestan hátt ættirðu að lesa leiðarvísinn vandlega:
EXPERT 130 og EXPERT 220 DV eru hefðbundið suðutæki til að sjóða pinnarafskaut (pinnasuðuvír) með jafnstraumi. Þau henta til að sjóða
rafskaut úr stáli, ryðfríu stáli eða steypujárni með rútil eða basískri kápu. Þau nota einfasa 230 V rafmagn; EXPERT 220 DV valkvætt einnig
tvífasa 400 V.
Tækin eru afhent með 16A tveggja pinna kló og þurfa 230V / 16A (50-60 Hz) rafmagn + varnarleiðara. Uppgefinn rekstrartími miðast við 16A
rafmagn með tregvari. Í sumum löndum þarf að breyta um var í rafkerfinu eða skipta yfir í betur varið rafkerfi með því að skipta um kló í því
skyni að fá hámarksafl. (Athugið: Aðeins viðurkenndur fagmaður má annast slíka framkvæmd!)
Til að stilla spennuna úr rafkerfinu færirðu rofann úr stöðunni „0“ í „I“, eða það spennugildi sem þú vilt.
Stingdu klóm jarðkapalsins og rafskautshöldunnar í suðutengið (1) og festu þær með því að snúa þeim réttsælis. Þá skaltu athuga hvaða
skautun er ráðlögð, en það kemur fram á umbúðum rafskautanna.
Þessi tæki í flokki A eru ekki ætluð til notkunar á íbúðarsvæðum með lágspenntu rafmagni. Það getur leitt til truflana bæði í leiðslum og
rafsegulsviðum.
Þessi tæki uppfylla staðalinn EN61000-3-11 ef ekki er farið fram úr leyfðu sýndarsamviðnámi rafkerfisins sem þau eru tengd við:
Þessi tæki samsvara ekki lengur viðmiðinu CEI 61000-3-12. Það er á ábyrgð notandans að athuga hvort rafmagnið þar sem á að setja þau í
samband henti fyrir tækin. Ef þú hefur spurningar, beindu þeim að viðkomandi rafmagnsveitu.
Notaðu tækið ekki í rýmum þar sem málmryk er á sveimi í loftinu.
1. Settu rafskauta- og jarðkaplana í samsvarandi tengi (1) og tækið í samband við innstungu. (Til að nota EXPERT 220 DV með 230V
rafmagni skaltu nota millistykkið sem fylgir).
2. Gakktu úr skugga um að jarðklemman sitji rétt í tenginu og hafðu jarðtöngina á vinnustykkinu sem allra næst suðustaðnum.
3. Stilltu tækið á lágmarksafl og kveiktu á því (rofi á ON á EXPERT 130 / snúningsrofi 230-0-400V á EXPERT 220 DV). Gaumljós sýnir
að kveikt er á tækinu.
4. Þá geturðu stillt suðuaflið með snúningsrofanum (2) eftir töflunni á tækinu, allt eftir rafskautaþvermáli og efnisstyrk.
- Til að auka aflið, snúðu snúningsrofanum til hægri.
- Til að minnka aflið, snúðu snúningsrofanum til vinstri.
5. Hitavörn: Eftir langa eða stranga suðuvinnu getur skeð að tækið ofhitni. Láttu það þá kólna meðan það er áfram í sambandi.
- Slökkt á appelsínugulu gaumljósi: Tilbúið fyrir suðuvinnu.
- Logar á appelsínugulu gaumljósi: Bíddu þar til tækið hefur kólnað.
6. Eftir notkun skaltu slökkva á tækinu með rofanum á EXPERT 130 eða snúningsrofanum á EXPERT 220 DV og taka það svo úr
sambandi.
Aðeins viðurkenndir aðilar mega framkvæma viðhaldsvinnu.
Við alla viðhaldsvinnu skaltu aðgæta að ekki sé spenna á tækinu. Taktu tækið úr sambandi og bíddu þar til viftan stöðvast.
Athugið: innan í tækinu er afar há spenna sem getur verið lífshættuleg.
Opnaðu húsið reglulega (tvisvar til þrisvar á ári) og fjarlægðu ryk og annað sem safnast hefur upp.
Kannaðu reglulega ástand rafmagnskapalsins! Ef kapallinn er skemmdur þarf að skipta um hann tafarlaust! Til að forðast hættu má aðeins
framleiðandinn eða viðurkenndir fagmenn framkvæma skiptin.
Athugaðu hvað stendur á umbúðum rafskautanna um suðustraum og skautun.
Eftir suðuvinnu, fjarlægðu rafskautið úr höldunni.
Framkvæmdu viðhaldsvinnu reglulega.
ÖRYGGI
Ljósbogasuða getur verið hættuleg og valdið alvarlegum meiðslum - jafnvel banvænum. Verndaðu því sjálfa(n) þig og aðra. Fylgdu
ávallt eftirfarandi öryggisábendingum: