17
ÞURRKUN
Þú getur notað hefðbundnar þurrkvörur til að þurrka
tækið eða Connexx Charging+ Station SR (valbúnaður).
Fáðu upplýsingar um ráðlagðar þurrkvörur og sérakar
leiðbeiningar um hvenær þú átt að þurrka tækið hjá
heyrnarsérfræðingnum.
GEYMSLA
■ Skammtímageymsla (í allt að nokkra daga):
Slökktu á tækinu með því að setja það í hleðslutækið.
Kveikt þarf að vera á hleðslutækinu. Ef ekki er kveikt
á hleðslutækinu og tækin eru sett í það slokknar ekki
á tækjunum. Athugaðu að þegar þú slekkur á CROS-
sendibúnaðinum með fjarýringu eða gegnum forritið
í snjallsímanum er ekki alveg slökkt á tækinu. Það er
þá í biðillingu og er enn að nota eitthvað af rafmagni.
■ Langtímageymsla (vikur, mánuðir ...):
Byrjaðu á því að fullhlaða CROS-sendibúnaðinn.
Hafðu hann í Connexx Slim-RIC Travel Charger 2 sem
á að vera lokað. Þegar tækið er fullhlaðið slokknar
sjálfkrafa á hleðslutækinu og CROS-sendibúnaðinum.
Ráðlagt er að nota þurrkvörur á meðan tækið
er í geymslu.
Á sex mánaða frei þarf að hlaða tækið til að forða
óendurkræfa afhleðslu litíum-jóna-hleðslurafhlöðunnar.
Ef rafhlöður afhlaða að fullu er ekki hægt að
endurhlaða þær og þá þarf að skipta um þær. Ráðlagt
er að endurhlaða rafhlöðurnar oftar en á sex mánaða
frei.