• Dragðu heimilistækið ekki á
handfanginu.
• Haltu lágmarksfjarlægð frá öðrum
heimilistækjum og einingum.
• Settu heimilistækið upp á öruggum og
hentugum stað sem uppfyllir
uppsetningarkröfur.
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Hætta á eldi og
raflosti.
• Allar rafmagnstengingar skulu
framkvæmdar af viðurkenndum rafvirkja.
• Heimilistækið verður að vera jarðtengt.
• Gakktu úr skugga um að færibreyturnar
á merkiplötunni séu samhæfar við
rafmagnsflokkun aðalæðar aflgjafa.
• Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
• Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Gakktu úr skugga um að rafmagnsklóin
og snúran verði ekki fyrir skemmdum. Ef
skipta þarf um rafmagnssnúru verður
viðurkennd þjónustumiðstöð okkar að sjá
um það.
• Ekki láta rafmagnssnúrurnar komast í
snertingu við hurð tækisins, einkum þegar
hurðin er heit.
• Vörn lifandi og einangraðra hluta gegn
raflosti verður að vera fest þannig að
ekki sé hægt að fjarlægja hana án
verkfæra.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga um
að rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
• Ef rafmagnsinnstungan er laus, skal ekki
tengja rafmagnsklóna.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
• Notaðu aðeins réttan
einangrunarbúnað:
Línuvarnarstraumloka, öryggi (öryggi
með skrúfgangi fjarlægð úr höldunni),
lekaliða og spólurofa.
• Rafmagnsuppsetningin verður að vera
með einangrunarbúnað sem leyfir þér að
aftengja tækið frá stofnæð á öllum
pólum. Einangrunarbúnaðurinn verður
að hafa að lágmarki 3 mm
snertiopnunarvídd.
• Þetta heimilistæki samræmist tilskipunum
EBE.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum,
bruna og raflosti eða sprengingu.
• Þetta heimilistæki er eingöngu ætlað til
heimilisnota.
• Breyttu ekki tæknilýsingu fyrir þetta
heimilistæki.
• Gættu þess að loftræstiop séu ekki
stífluð.
• Láttu heimilistækið ekki vera án eftirlits á
meðan það er í gangi.
• Slökktu á heimilistækinu eftir hverja
notkun.
• Farðu varlega þegar þú opnar hurð
heimilistækisins á meðan það er í gangi.
Heitt loft getur losnað út.
• Notaðu ekki heimilistækið með blautar
hendur eða þegar það er í snertingu við
vatn.
• Beittu ekki þrýstingi á opna hurð.
• Notaðu ekki heimilistækið sem
vinnusvæði eða geymslusvæði.
• Opnaðu hurð heimilistækisins varlega.
Notkun hráefna með alkóhóli getur
valdið blöndu alkóhóls og lofts.
• Láttu ekki neista eða opinn eld komast í
snertingu við heimilistækið þegar þú
opnar hurðina.
• Settu ekki eldfim efni eða hluti sem eru
blautir af eldfimum efnum í, nálægt eða
á heimilistækið.
AÐVÖRUN! Hætta á skemmdum
á heimilistækinu.
• Til að koma í veg fyrir skemmdir eða
aflitun á glerungnum:
– Settu ekki ofnáhöld eða aðra hluti í
heimilistækið beint á botninn.
ÍSLENSKA
6