• Notaðu ekki heimilistækið með blautar
hendur eða þegar það er í snertingu við
vatn.
• Beittu ekki þrýstingi á opna hurð.
• Notaðu ekki heimilistækið sem
vinnusvæði eða geymslusvæði.
• Opnaðu hurð heimilistækisins varlega.
Notkun hráefna með alkóhóli getur
valdið blöndu alkóhóls og lofts.
• Láttu ekki neista eða opinn eld komast í
snertingu við heimilistækið þegar þú
opnar hurðina.
• Settu ekki eldfim efni eða hluti sem eru
blautir af eldfimum efnum í, nálægt eða
á heimilistækið.
AÐVÖRUN! Hætta á skemmdum
á heimilistækinu.
• Til að koma í veg fyrir skemmdir eða
aflitun á glerungnum:
– Settu ekki ofnáhöld eða aðra hluti í
heimilistækið beint á botninn.
– Settu ekki álpappír beint í botninn á
rýminu í heimilistækinu.
– Settu ekki vatn beint inn í heitt
heimilistækið.
– Láttu ekki raka rétti og rök matvæli
vera inni í heimilistækinu eftir að
matreiðslu er lokið.
– Farðu varlega þegar þú fjarlægir
aukahluti eða setur þá upp.
• Aflitun á glerungnum eða ryðfríu stáli
hefur engin áhrif á getu eða frammistöðu
heimilistækisins.
• Notaðu djúpa skúffu fyrir rakar kökur.
Ávaxtasafi veldur blettum sem geta verið
varanlegir.
• Þetta heimilistæki er eingöngu til að
matreiða með. Ekk má nota það í öðrum
tilgangi, til dæmis að hita herbergi.
• Alltaf skal elda með ofnhurðina lokaða.
• Ef heimilistækið er sett upp á bak við
húsgagnaþil (t.d hurð) skaltu gæta þess
að hurðin sé aldrei lokuð þegar
heimilistækið er í notkun. Hiti og raki
geta byggst upp á bak við lokað
húsgagnaþil og valdið síðar skemmdum
á heimilistækinu, húseiningunni eða
gólfinu. Lokaðu ekki húsgagnaþilinu fyrr
en heimilistækið hefur kólnað til fulls eftir
notkun.
Umhirða og hreinsun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum,
eldsvoða eða skemmum á
heimilistækinu.
• Áður en viðhald fer fram skal slökkva á
heimilistækinu og aftengja
rafmagnsklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
• Gættu þess að heimilistækið sé kalt.
Hætta er á að glerplöturnar brotni.
• Endurnýjaðu glerplöturnar í ofnhurðinni
strax þegar þær skemmast. Hafðu
samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð.
• Vertu varkár þegar þú tekur hurðina af
heimilistækinu. Hurðin er þung!
• Hreinsaðu heimilistækið reglulega til að
yfirborðsefnin á því endist betur.
• Fitu- og matarleifar sem eftir eru í
heimilistækinu geta valdið eldsvoða.
• Ef þú notar ofnhreinsi skaltu hlýða
öryggisleiðbeiningunum á umbúðunum.
• Fjarlægðu ekki hnúðana af
heimilistækinu.
Innri lýsing
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
• Sú tegund ljósaperu eða halógenlampa
sem notuð er fyrir þetta tæki er aðeins
ætluð heimilistækjum. Ekki nota það sem
heimilisljós.
• Áður en ljósið er endurnýjað skal
aftengja heimilistækið frá
rafmagnsinntakinu.
• Einungis skal nota ljós með sömu
tæknilýsingu.
Þjónusta
• Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið.
ÍSLENSKA
7