INNSETNING
Ađvörun Hvers kyns rafmagns- og/
eða pípulagningavinna sem þarf við
uppsetningu þessa heimilistækis
skal framkvæmd af rafvirkja og/eða
pípulagningamanni með viðeigandi
réttindi eða öðrum aðila sem hæfur
er til verksins.
Fjarlægið allar umbúðir áður en vélinni er
komið fyrir.
Komið vélinni fyrir hjá vatnskrana og niður-
falli ef hægt er.
Þessi uppþvottavél er gerð til þess að
standa undir eldhúsbekk eða vinnuborði.
Athugið! Fylgið vandlega leiðbeiningunum í
meðfylgjandi sniðmáti til þess að byggja
uppþvottavélina inn í innréttingu og festa
þilið á.
Engin frekari útræstiop þarf fyrir uppþvott-
avélina, aðeins þarf að vera pláss fyrir inn-
og útslönguna og rafmagnssnúruna.
Uppþvottavélin er með stillanlega fætur til
að hægt sé að stilla hæðina.
Fyrir hvers kyns vinnu þar sem þarf að kom-
ast að innri íhlutum uppþvottavélarinnar þarf
að taka uppþvottavélina úr sambandi.
Þegar vélinni er komið fyrir skal þess gætt
að inn- og útslangan og rafmagnssnúran
séu hvorki beyglaðar né klemmdar.
Vélin fest við einingarnar í kring
Uppþvottavélina þarf að festa tryggilega við
flísar.
Þess vegna þarf að gæta þess að borðflöt-
urinn sem hún er fest undir sé tryggilega fe-
stur við einhvern fastan hlut (aðliggjandi
skápa eldhúsinnréttingar, vegg).
Hallastilling
Vélin verður að vera rétt hallastillt svo að
hurðin lokist rétt og falli þétt að stöfum.
Þegar heimilistækið er rétt hallastillt rekst
hurðin ekki í hliðar eldhúsinnréttingarinnar.
Ef dyrnar lokast ekki rétt, losaðu þá eða
hertu stillanlegu fæturna þar til vélin er al-
gerlega lárétt.
TENGING VIÐ VATN
Tenging á vatnsinngangi
Hægt er að tengja heimilistækið við annað
hvort heitt (hám. 60°) eða kalt vatn.
Ef þú notar heitt vatn getur þú minnkað
orkunotkun vélarinnar talsvert. Þetta fer hins
vegar eftir hvernig heita vatnið er hitað. (Við
mælum með orkugjöfum sem eru vistvænir
eins og t.d. sólar- eða ljósspennuplötur
("sólarrafhlöður") og vindorka).
Tengt er með tengirónni sem er fest við inn-
slöngu vélarinnar og er gerð til að skrúfast
inn í 3/4" rörasnittisstút eða sérstakan hrað-
tengikrana eins og "Press-block".
Vatnsþrýstingurinn þarf að vera innan þeirra
marka sem gefin eru í "Tæknilegar upplýs-
ingar". Vatnsyfirvöld á staðnum geta ráðlagt
þér um meðalþrýsting vatnslagna á þínu
svæði.
Innslanga vatns má ekki vera beygluð,
klemmd eða flækt þegar hún er tengd.
Á vélinni eru inn- og útslöngur sem hægt er
að snúa annað hvort til vinstri eða hægri eft-
ir því sem hentar með lásrónni. Lásróin
þarf að vera rétt fest á til að hindra
vatnsleka.
Ef vélin er tengd við nýjar pípur eða pípur
sem hafa ekki verið notaðar í langan tíma,
ættirðu að láta vatnið renna í nokkrar mínút-
ur áður en þú tengir innslönguna.
EKKI nota tengislöngur sem hafa áður
verið notaðar á gamalli vél.
Þetta heimilistæki er með öryggisbúnað
sem hindrar að vatnið sem notað er í
heimilistækinu geti skilað sér aftur í
drykkjarvatn. Þetta heimilistæki sam-
ræmist gildandi reglugerðum um pípul-
agningar.
Innslanga með lekavörn
Eftir að innslangan, sem er með tvöfaldan
vegg, er tengd, er lekavörnin hjá krananum.
Þar af leiðandi er innslangan aðeins undir
þrýstingi á meðan vatnið rennur. Ef inn-
slangan byrjar að leka á meðan þessu
stendur, stöðvar lekavörnin vatnsrennslið.
Vinsamlegast gætið varúðar við uppsetn-
ingu innslöngunnar:
• Rafmagnssnúran fyrir lekavörnina er í
tvöfaldri innslöngunni. Sökkvið ekki inn-
slöngunni eða lekavörninni í vatn.
• Ef innslangan eða lekavörnin skemmist,
takið þá vélina strax úr sambandi við raf-
magn.
20 progress