2. Ýttu ítrekað á tímavalshnappinn þar
gaumljósið fyrir þann tímafjölda, sem þú
ætlar að stilla á, blikkar. Hægt er að stilla
á 3, 6 eða 9 tíma.
3. Lokið hurð heimilistækisins. Niðurtalning
fer af stað.
• Tímavalsljósið hættir að blikka.
• Það slökknar á þvottagaumljósinu.
• Að niðurtalningu lokinni fer þvottaferillinn
sjálfkrafa í gang.
– Þá kviknar þvottagaumljósið.
– Það slökknar á gaumljósi tímavals.
Hægt er að stilla þvottaferilinn og tíma-
valið þó að hurð heimilistækisins sé lok-
uð. Í því ástandi hefurðu aðeins 3 sek-
úndur eftir hverja stillingu áður en heim-
ilistækið fer í gang.
Að opna hurðina á meðan heimilistækið
er í gangi
Ef þú opnar hurðina stöðvast heimilistækið.
Þegar þú lokar hurðinni heldur tækið áfram
frá þeim tímapunkti þar sem truflunin varð.
Hætt við tímaval
Haltu niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis
þar til slokknar á tímavalsljósinu og kviknar
á öllum kerfisljósunum.
Þegar þú afturkallar tímavalið fer heimil-
istækið aftur í stillingarham. Þá þarftu
að velja þvottaferilinn aftur.
Að hætta við þvottaferil
Haltu niðri valhnöppum (B) og (C) samtímis
þar til kviknar á öllum kerfisljósunum.
Passaðu að það sé þvottaefni í þvott-
aefnishólfinu áður en þú setur nýtt kerfi
í gang.
Við lok þvottaferils
Þegar þvottaferlinum er lokið kviknar enda-
ljósið og þvottagaumljósið slökknar.
1. Ýttu á hnappinn kveikja/slökkva til að
slökkva á heimilistækinu. Það slökknar á
kveikt-/slökkt-ljósinu.
2. Skrúfaðu fyrir kranann.
• Láttu leirtauið kólna áður en þú tekur
það úr vélinni. Heitt leirtau er brot-
hætt.
• Tæmdu neðri körfuna fyrst og svo þá
efri.
• Vatn getur hafa safnast í hliðar og á
hurð heimilistækisins. Ryðfrítt stál
kólnar fyrr en leirtau.
GÓÐ RÁÐ
Vatnsmýkingarefni
Hart vatn inniheldur mikið magn steinefna
sem getur valdið tjóni á tækinu og leitt til
slæmrar virkni tækisins. Vatnsmýkingarefnið
gerir þessi steinefni óvirk.
Saltið í uppþvottavélinni hjálpar við að halda
vatnsmýkingarefninu hreinu og í góðu ást-
andi. Það er mikilvægt að stilla rétt magn
vatnsmýkingarefnis. Þetta tryggir að vatns-
mýkingarefnið noti rétt magn af salti og
vatni.
Að raða í körfurnar.
Sjá meðfylgjandi bækling sem sýnir
dæmi um hvernig skal raða í körfur.
• Notaðu uppþvottavélina einungis til að
þvo hluti sem þvo má í slíkri vél.
• Ekki skal setja í vélinu hluti sem eru gerðir
úr tré, honri, áli, pjátri og kopar.
• Ekki setja hluti í tækið sem geta tekið í sig
vatn (svampa, viskustykki).
• Fjarlægja skal matarleifar af hlutunum.
• Til þess að fjarlægja brunnar matarleifar,
skal skola potta og pönnur í vatni áður en
þú setur þau í heimilistækið.
• Raðið hlutum sem eru holir að innan (þ.e..
bollum, glösum og pottum) í vélina þann-
ig að opið vísi niður.
• Passaðu að hnífapör og leirtau festist ekki
saman. Setið skeiðar með öðrum hnífap-
örum.
• Passið að glös snerti ekki önnur glös.
• Leggið smáa hluti í hnífaparakörfuna.
• Setjið létta hluti í efri körfuna. Passið að
hlutirnir hreyfist ekki til.
• Gætið þess að vatnsarmarnir geti hreyfst
óhindrað áður en kerfi er sett í gang.
Notkun salts, gljáa og þvottaefnis
• Einungis skal nota salt, gljáa og þvotta-
efni sem er ætlað fyrir uppþvottavélar.
Önnur efni geta valdið skemmdum á
heimilistækinu.
progress 9