IKEA FROSTKALL 20312755 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka

Táto príručka je tiež vhodná pre

FROSTKALL
IS
ÍSLENSKA
Á öftustu síðu þessarar handbók er skrá yfir alla veitendur
eftirsöluþjónustu sem útnefndir hafa verið af IKEA og viðeigandi
símanúmer í hverju landi.
ÍSLENSKA
4
Efnisyfirlit
Öryggisupplýsingar 4
Öryggisleiðbeiningar 5
Innsetning 7
Vörulýsing 9
Notkun 10
Dagleg notkun 14
Góð ráð 18
Umhirða og þrif 20
Bilanaleit 21
Tæknigögn 25
UMHVERFISMÁL 26
IKEA-ÁBYRGÐ 26
Með fyrirvara á breytingum.
Öryggisupplýsingar
Fyrir uppsetningu og notkun heimilistækisins skal lesa
meðfylgjandi leiðbeiningar vandlega. Framleiðandinn ber ekki
ábyrgð á neinum meiðslum eða skemmdum sem leiða af rangri
uppsetningu eða notkun. Geymdu alltaf leiðbeiningarnar á
öruggum stað þar sem auðvelt er að nálgast þær til síðari
notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra einstaklinga
Börn, 8 ára og eldri og fólk með minnkaða líkamlega-, skyn-
eða andlega getu, eða sem skortir reynslu og þekkingu,
mega nota þetta tæki, ef þau eru undir eftirliti eða hafa verið
veittar leiðbeiningar varðandi örugga notkun tækisins og ef
þau skilja hættuna sem því fylgir.
Leyfðu ekki börnum að leika sér með tækið.
Börn eiga ekki að hreinsa eða framkvæma notandaviðhald á
heimilistækinu án eftirlits.
Haltu öllum umbúðum frá börnum og fargaðu þeim á
viðeigandi hátt.
Almennt öryggi
Þetta heimilistæki er ætlað til notkunar á heimili og við
svipaðar aðstæður og:
ÍSLENSKA
4
Á bóndabýlum; starfsmannaeldhúsum í verslun, á
skrifstofum og á öðrum vinnustöðum
Af viðskiptavinum á hótelum, mótelum, gistiheimilum og á
öðrum íbúðarstöðum
Gættu þess að engar fyrirstöður séu í loftræstiopum, hvorki í
umlykju heimilistækisins né innbyggðum hlutum þess.
Ekki nota vélknúin búnað eða aðrar leiðir til þess að hraða
affrystingartímanum, önnur en þau sem framleiðandi mælir
með.
Ekki skadda kælirásina.
Ekki nota rafmagnstæki í matvælageymsluhólfi tækisins nema
framleiðandi mæli með slíkum gerðum.
Ekki nota vatnsúða og gufu til að hreinsa heimilistækið.
Þvoðu tækið með rökum og mjúkum klút. Notaðu aðeins mild
þvottaefni. Ekki nota rispandi efni, stálull, leysiefni eða
málmhluti.
Ekki geyma sprengifim efni, svo sem loftúðabrúsa með
eldfimum efnum í tækinu.
Ef rafmagnssnúran er skemmd, verður að fá nýja frá
framleiðanda, viðurkenndri þjónustumiðstöð eða svipað
hæfum aðila til þess að koma í veg fyrir hættu.
Öryggisleiðbeiningar
Uppsetning
AÐVÖRUN! Einungis til þess
hæfur aðili má setja upp þetta
heimilistæki.
Fjarlægðu allar umbúðir og
flutningsboltana.
Ekki setja upp eða nota skemmt
heimilistæki.
Fylgdu leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
Alltaf skal sýna aðgát þegar
heimilistækið er fært vegna þess að það
er þungt. Notaðu alltaf öryggishanska og
lokaðan skóbúnað.
Gakktu úr skugga um að loft geti leikið
um heimilistækið.
Við fyrstu uppsetningu eða eftir að
hurðinni hefur verið snúið skal bíða í að
minnsta kosti 4 klukkustundir áður en
heimilistækið er tengt við rafmagn. Þetta
er til að leyfa olíunni að renna aftur í
þjöppuna.
Áður en þú framkvæmir einhverjar
aðgerðir á heimilistækinu (t.d. snýrð við
hurðinni) skaltu taka klóna úr
rafmagnsinnstungunni.
Ekki setja heimilistækið upp nálægt
ofnum eða eldavélum, ofnum eða
helluborðum.
ÍSLENSKA 5
Ekki setja heimilistækið upp þar sem sól
skín beint á það.
Ekki setja þetta heimilistæki upp á
svæðum sem eru of rök eða köld, til
dæmis í byggingarviðbótum, bílskúrum
eða vínkjöllurum.
Þegar þú færir heimilistækið skaltu lyfta
því á brúninni að framan til þess að
forðast að rispa gólfið.
Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN! Eldhætta og hætta á
raflosti.
Heimilistækið verður að vera jarðtengt.
Gakktu úr skugga um að færibreyturnar
á merkiplötunni séu samhæfar við
rafmagnsflokkun aðalæðar aflgjafa.
Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
Gættu þess að valda ekki skaða á
rafmagnsíhlutum (t.d. rafmagnskló,
rafmagnssnúru, þjöppu). Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð eða
rafvirkja til þess að skipta um
rafmagnsíhluti.
Rafmagnssnúran þarf að vera fyrir
neðan rafmagnsklóna.
Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga um
að rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni,
raflosti eða bruna.
Breyttu ekki tæknilýsingu fyrir þetta
heimilistæki.
Ekki setja rafmagnstæki (t.d. ísvélar) í
tækið nema framleiðandi þeirra segi þau
henta til slíks.
Gætið þess að valda ekki skaða á
kælirásinni. Hún inniheldur ísóbútan
(R600a), náttúrulegt gas, sem er mjög
umhverfisvænt. Gasið er eldfimt.
Ef kælirásin skemmist skal gæta þess að
engir logar eða leiðir til kveikingar séu í
herberginu. Loftræstið herbergið.
Ekki láta heita hluti snerta plasthluti
tækisins.
Ekki setja gosdrykki í frystihólfið. Það
mun skapa þrýsting á drykkjarílátið.
Ekki geyma eldfimar gastegundir og
vökva í tækinu.
Ekki skal setja eldfimar vörur eða hluti
sem eru blautir af eldfimum vökva ofan á
eða nálægt heimilistækinu.
Ekki snerta þjöppuna eða þéttinn. Þau
eru heit.
Ekki fjarlægja eða snerta hluti úr
frystihólfinu er þú ert með blautar eða
rakar hendur.
Ekki frysta aftur matvæli sem hafa verið
affryst.
Fylgið geymsluleiðbeiningum á
umbúðum frystra matvæla.
Ofnljósið
Lampagerðin sem notuð er í þessu tæki
hentar ekki til upplýsingar á herbergjum
heimilisins
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða því að heimilistækið
skemmist.
Áður en viðhald fer fram á tækinu skal
slökkva á því og aftengja aðalklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
Þetta tæki inniheldur kolvatnsefni í
kælieiningunni. Aðeins hæfir aðilar mega
sinna viðhaldi og endurhleðslu á
einingunni.
Skoðið frárennsli tækisins reglulega og
hreinsið það ef þörf krefur. Ef frárennslið
er stíflað mun affryst vatn safnast fyrir í
botni heimilistækisins.
ÍSLENSKA
6
Förgun
AÐVÖRUN! Hætta á líkamstjóni
eða köfnun.
Aftengið heimilistækið frá
rafmagnsgjafanum.
Klippa rafmagnssnúruna af og fleygið
henni.
Fjarlægið hurðina til að koma í veg fyrir
að börn eða dýr geti lokast inni í tækinu.
Kælirásin og einangrunarefnið á tækinu
eru ósónvæn.
Einangrunarfroðan inniheldur eldfimar
lofttegundir. Hafið samband við
sveitarfélagið til að fá upplýsingar um
hvernig á að farga heimilistækinu á
réttan hátt.
Ekki valda skaða á hluta
kælieiningarinnar sem er nálægt
hitaskiptinum.
Innsetning
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Staðsetning
Komdu þessu heimilistæki fyrir á vel
loftræstum stað innandyra þar sem hitastig
umhverfisins samsvarar loftslagsflokknum
sem gefinn er upp á merkiplötu
heimilistækisins:
Loftslags-
flokkur
Umhverfishitastig
SN +10°C til + 32°C
N +16°C til + 32°C
ST +16°C til + 38°C
T +16°C til + 43°C
Vandamál varðandi virkni
búnaðarins geta komið upp hjá
sumum tegundum þegar verið er
vinna utan við þetta svið.
Einungis er hægt að tryggja rétta
virkni ef rétt hitastig er viðhaft. Ef
þú hefur einhverjar efasemdir
varðandi uppsetningu
heimilistækisins skaltu
vinsamlegast leita til söluaðilans,
til viðskiptavinaþjónustu okkar,
eða til næstu viðurkenndu
þjónustumiðstöðvar.
Location (Staðsetning)
Til að tryggja að heimilistækið starfi sem
best skal setja það upp í góðri fjarlægð frá
hitagjöfum eins og ofnum, vatnshiturum,
beinu sólarljósi o.s.frv. Gætið þess að loft
streymi greiðlega um bakhlið skápsins.
VARÚÐ! Til þess að tryggja rétta
virkni í umhverfishitastigi yfir
38°C, er mælt með því að hafa
30mm bil á milli hliðanna á
búnaðinum og húsgagna við hlið
búnaðarins.
ÍSLENSKA 7
Rafmagnstenging
Áður en stungið er í samband þarf að
fullvissa sig um að rafspennan og raftíðnin
sem sýnd er á tegundarspjaldinu samræmist
aflgjafa heimilisins.
Heimilistækið þarf að vera jarðtengt. Þess
vegna er kló aflgjafasnúrunnar útbúin með
sérstöku tengi. Ef rafmagnsinnstungan á
heimilinu er ekki jarðtengd skal setja
heimilistækið í annað jarðsamband eftir
gildandi reglugerðum, í samráði við
löggiltan rafvirkja.
Framleiðandinn afsalar sig allri ábyrgð ef
ofangreindum öryggisleiðbeiningum er ekki
fylgt.
Þetta heimilistæki samræmist EBE-
tilskipunum.
ÍSLENSKA 8
Vörulýsing
Yfirlit yfir vöruna
101112
7 91 2
64 5
3 8
1
Grænmetisskúffa
2
Lághitahólf
3
Glerhillur
4
Kæling sem veldur ekki ísmyndun
5
Flöskurekki
6
Stjórnborð
7
Mjólkurvöruhólf með loki
8
Hurðarsvalir
9
Flöskusvalir
10
Frystiskúffa
11
Frystiskúffa
12
Frystiskúffa
ÍSLENSKA 9
Notkun
Stjórnborð
1
567 3 24
1
Skjár
2
ON/OFF-hnappur fyrir Flöskukælingu
og heimilistæki
3
Hnappur fyrir lægra hitastig
4
Hnappur fyrir hærra hitastig
5
Hnappur fyrir kælihólf
6
Hnappur fyrir frystihólf
7
Mode-hnappur
Hægt er að breyta forstilltum hljóðum
hnappa og hækka með því að ýta
saman á hnapp fyrir Stillingu og hnapp
fyrir lægra hitastig í um það bil 5
sekúndur. Breytinguna má afturkalla.
Skjár
A B C D E F G H I J
KLM
A. Hitastigsvísir kælis
B. OFF-stilling kælis
C. Sumarfrísstilling
D. Sparnaðarstilling kælis
E. Innkaupaaðgerð
F. Aðvörunarvísir
G. Sparnaðarstilling frystis
H. Hraðfrysting-aðgerð
I. Hitastigsvísir frystis
J. Súluvísar
K. Aðgerðin Flöskukæling
L. Aðgerð fyrir mikinn raka
M. Demo-stilling
ÍSLENSKA 10
Eftir val á kæli- eða frystihólfi
hefst kynningarmyndin
Eftir val á hitastigi leiftrar
kynningarmyndin í nokkrar
mínútur.
Súluvísar
Súlurnar leiðbeina notandanum þegar hann
á í samskiptum við eininguna og gefa til
kynna á hvaða stigi einingin er að starfa.
Súlurnar gefa til kynna :
hvaða hólf er stillt á (er virkt) þegar
hreyfimynd stöðvast
það hitastig sem óskað er eftir á
kvarðanum
hvort innstillt hitastig er hærra eða lægra
en fyrra hitastig (hreyfimynd með auknu
eða minnkandi)
Kveikt á
Tengdu klóna við rafmagnsinnstunguna
1. Ýttu á ON/OFF ef slökkt er á skjánum.
Hitavísarnir sýna sjálfgefið innstillt hitastig.
2. Aðvörunarhljóðmerki kann að hljóma
eftir nokkrar sekúndur.
Til að endurstilla aðvörunina sjá
„Aðvörun um hátt hitastig“.
Ef "DEMO" birtist á skjánum er
heimilistækið í kynningarstillingu. Sjá
„Bilanaleit...“.
Til að velja annað innstillt
hitastig, sjá „Hitastilling“.
Slökkt á
Ýttu á ON/OFF í 3 sekúndur.
Það slokknar á skjánum.
Heimilistækið er tekið úr sambandi með því
að taka klóna úr rafmagnsinnstungunni.
Að kveikja á kælinum
Til að kveikja á kælinum skal ýta á
hnappinn fyrir kælihólfið.
Vísir fyrir kæli OFF slokknar.
Til að velja annað innstillt
hitastig, sjá „Hitastilling“.
Að slökkva á kælinum
Til að slökkva á kælinum skal ýta á
hnappinn fyrir kælihólfið í nokkrar sekúndur.
Vísirinn OFF fyrir kælinn birtist.
Hitastilling
1. Veldu kælihólf eða frystihólf.
2. Ýttu á hitastigshnappinn til að stilla
hitastigið.
3. Stillt á sjálfgefna hitastillingu: +4°C fyrir
kælinn og -18°C fyrir frystinn.
Innstillt hitastig næst innan sólarhrings.
Vísar fyrir hitastig sýna innstillt hitastig.
Innstillt hitastig er vistað, jafnvel
þó það verði rafmagnslaust.
Aðvörun um háan hita
Hækkun á hitastigi í frystihólfinu (til dæmis
vegna þess að rafmagnið hefur farið af eða
ef dyr eru opnar) er gefin til kynna með því
að:
aðvörunin og vísar frystihitastigs leiftra;
hljóðmerki heyrist.
Til að endurstilla aðvörunina skaltu ýta á
einhvern hnapp.
Það slokknar á hljóðmerkinu.
Vísir frystihitastigs sýnir hæsta hitastigið sem
frystirinn fór í, í fáeinar sekúndur. Því næst
sýnir hann aftur stillta hitastigið.
Aðvörunarvísirinn heldur áfram að leiftra
þar til eðlilegu ástandi hefur verið komið á.
Þegar aðvörunarkerfið er aftur
komið á slokknar á
aðvörunarvísinum.
Aðvörun um opna hurð
Aðvörunarhljóðmerki heyrist ef hurðin er
skilin eftir opin í um 5 mínútur. Aðvörun um
að hurð sé opin er gefin til kynna með:
leiftrandi aðvörunarljósi;
hljóðgjafa.
ÍSLENSKA
11
Þegar eðlilegu ástandi hefur verið komið á
(hurðin lokuð), hættir aðvörunin. Meðan á
aðvöruninni stendur er hægt að slökkva á
hljóðgjafanum með því að ýta á hvaða
hnapp sem er.
Innkaupaaðgerð
Ef þú þarft að setja mikið magn af volgum
mat í kælinn, til dæmis eftir matarinnkaup,
mælum við með því að þú kveikir á
Innkaupaaðgerð til að kæla vörurnar
hraðar og hindra að maturinn sem fyrir er í
kæliskápnum hitni.
Innkaupaaðgerð slekkur sjálfkrafa á sér eftir
um það bil 6 klukkustundir.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu kælihólfið ef það hefur ekki
þegar verið valið.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísirinn Innkaupaaðgerð birtist.
2. Til að slökkva á aðgerðinni áður en hún
slokknar sjálfkrafa:
a. Veldu kælihólfið ef það hefur ekki
þegar verið valið.
b. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
ýta á Mode til að velja aðra aðgerð
eða þar til engar
aðgerðatáknmyndir eru sýnilegar á
skjánum.
Innkaupaaðgerð-vísirinn slokknar.
Aðgerðin slokknar þegar valið er
annað hitastig fyrir kælinn.
Hraðfrysting-aðgerð
Þessi aðgerð stöðvast sjálfkrafa eftir 52 klst.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu frystihólfið.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísirinn Hraðfrysting birtist.
2. Til að slökkva á aðgerðinni áður en hún
slokknar sjálfkrafa:
a. Veldu frystihólfið.
b. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
ýta á Mode til að velja aðra aðgerð
eða þar til engar
aðgerðatáknmyndir eru sýnilegar á
skjánum.
Hraðfrysting-vísirinn slokknar.
Þessa stilling fer af ef frystirinn er
stilltur á annað hitastig.
Sparnaðarstilling
Fyrir hagkvæmustu geymslu á matvælum
skal velja sparnaðarstillinguna.
1. Til að kveikja á aðgerðinni:
a. Veldu kæli-/frystihólf.
b. Ýttu á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Hitastigsvísir sýnir innstillt hitastig fyrir
kælinn: +4°C fyrir frystinn: -18°C.
Vísirinn fyrir sparnaðarstillingu er sýndur.
2. Til að slökkva á aðgerðinni:
a. Veldu kæli-/frystihólf.
b. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu
ýta á Mode til að velja aðra aðgerð
eða þar til engar
aðgerðatáknmyndir eru sýnilegar á
skjánum.
Vísirinn fyrir sparnaðarstillingu slokknar.
Það slokknar á aðgerðinni með
því að velja annað hitastig.
Aðgerð fyrir mikinn raka
Ef þú tekur eftir að matur sem geymdur er í
kælihólfinu þornar of hratt getur þú stöðvað
ferlið með því að auka rakann í skápnum
gegnum aðgerðina Mikill raki.
Mikill raki getur virkað samtímis
með Innkaupaaðgerð og
Sparnaðarstillingu.
1. Til að kveikja á þessari aðgerð skaltu
ýta á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísir fyrir mikinn raka kviknar.
2. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu ýta á
Mode til að velja aðra aðgerð eða þar
ÍSLENSKA
12
til engar aðgerðatáknmyndir eru
sýnilegar á skjánum.
Vísir fyrir mikinn raka slokknar.
Aðgerðin Flöskukæling
Aðgerðina Flöskukæling á að nota til þess
að stilla aðvörunarhljóðmerkið á þann tíma
sem óskað er, sem er til dæmis hentugt ef
uppskrift gerir ráð fyrir kælingu vökva í
ákveðinn tíma eða þegar minna þarf á
flöskur í hraðkælingu í frystinum svo þær
gleymist ekki.
1. Til að kveikja á aðgerðinni skal ýta á
Flöskukæling.
Vísir fyrir Flöskukælingu birtist.
Bíddu þar til tímastillirinn sýnir innstillt gildi
(30 mínútur).
2. Ýttu á hnappinn fyrir lægra hitastig og
hnappinn fyrir hærra hitastig til að
breyta gildi tímastillisins frá 1 til 90
mínútur.
Tímastillisvísirinn (min). birtist.
Þegar niðurtalningu lýkur leiftrar vísirinn
fyrir Flöskukælingu og hljóðmerki heyrist
3. Fjarlægðu allar flöskur sem geymdar eru
í frystihólfinu.
4. Ýttu á Flöskukæling til að slökkva á
hljóðmerkinu og hætta aðgerðinni.
Mögulegt er að slökkva á
aðgerðinni hvenær sem er
meðan á niðurtalningu
stendur með því að ýta á
Flöskukæling. Vísirinn fyrir
Flöskukælingu slokknar
Hægt er að breyta tímanum
meðan á niðurtalningu
stendur og í lokin með því að
ýta á hnappinn fyrir lægra
hitastig og hnappinn fyrir
hærra hitastig.
Aðgerð fyrir sumarfrí
Þessi aðgerð gerir þér kleift að halda
kæliskápnum lokuðum og tómum í löngum
sumarfríum án þess að slæmur fnykur
myndist.
Fjarlægðu öll matvæli úr
kælihólfinu áður en þú kveikir á
Aðgerð fyrir sumarfrí.
1. Til að kveikja á þessari aðgerð skaltu
ýta á Mode þar til samsvarandi
táknmynd birtist.
Vísir fyrir Sumarfrísaðgerð kviknar.
Hitavísir kælisins sýnir innstillt hitastig.
2. Til að slökkva á aðgerðinni skaltu ýta á
Mode til að velja aðra aðgerð eða þar
til engar aðgerðatáknmyndir eru
sýnilegar á skjánum.
Vísir fyrir Sumarfrísaðgerð kviknar.
Aðgerðin slokknar þegar valið er
annað hitastig fyrir kælinn.
ÍSLENSKA 13
Dagleg notkun
Frystingardagatal
3-6
1-2
10-12
3-4
10-12
3-6
10-12
3-6
10-12
3-6
Táknin sýna ýmsar gerðir frosinna matvæla.
Tölurnar sýna geymslutíma í mánuðum fyrir
viðeigandi gerðir frystivöru. Það fer eftir
gæðum matvörunnar og meðferð hennar
fyrir frystingu hvort lengra eða styttra
geymsluþolið sem gefið er upp er gildir.
Aukabúnaður
Eggjabakki
x1
Ísbakki
x1
Frystiblokkir
x2
Ísmolagerð
Með þessu heimilistæki fylgir bakki til
ísmolagerðar.
1. Fyllið bakkann af vatni.
2. Setjið bakkann í frystihólfið
VARÚÐ! Notið ekki málmverkfæri
til að fjarlæga bakkann úr
frystinum.
Frystihólfsblokkir
Tvær frystihólfsblokkir eru í frystinum. Þær
lengja tímann sem maturinn helst frosinn ef
rafmagnsleysi eða bilun á sér stað.
Frysting ferskra matvæla
Frystihólfið hentar til frystingar á ferskum
matvælum og geymslu á frosnum og
djúpfrystum mat í langan tíma.
Ekki er þörf á að breyta núverandi
stillingunni þegar frysta á lítið magn af
ferskum matvælum.
Áður en ferskur matur er frystur, stillið á
aukavalið Hraðfrysting minnst 24 tímum
áður en maturinn sem á að frysta er settur í
frystihólfið.
Setja skal ferska matinn sem á að frysta í í
efsta hólfið.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á 24 tímum er tilgreint á
tegundarspjaldinu, merkingu sem staðsett
er innan á heimilistækinu.
ÍSLENSKA
14
Frystingarferlið tekur 24 tíma: á þessu
tímabili má ekki bæta við öðrum mat sem á
að frysta.
Þegar frystingarferlinu er lokið, skal fara
aftur í það hitastig sem krafist er
(sjá ,,Hraðfrystingvirkni").
Í slíku ástandi gæti hitastig
kælihólfsins farið niður fyrir 0°C.
Ef það gerist þarf að stilla
hitastillinn aftur á hlýrri stillingu.
Geymsla frystra matvæla
Þegar heimilistækið er sett í gang í fyrsta
sinn eða á ný eftir notkunarhlé í einhvern
tíma, þá skal láta það vera í gangi í að
lágmarki 2 klukkustundir á Hraðfrysting-
stillingu áður en matvælin eru sett í hólfið.
Frystiskúffurnar tryggj að það sé auðvelt og
fljótlegt að finna matarpakkann sem þig
vantar. Ef geyma á mikið magn af mat er
hægt að fjarlægja allar skúffurnar nema
neðstu skúffuna en hún þarf að vera í til
þess að halda góðu loftstreymi. Geymdu
matinn á öllum hillum ekki nær hurðinni en
15 mm.
AÐVÖRUN! Ef afþiðnun verður
fyrir slysni, til dæmis af því að
rafmagnið fer af, og
rafmagnsleysið hefur varað
lengur en gildið sem sýnt er í
tæknieiginleikatöflunni undir
„hækkunartími“, þarf að neyta
afþídda matarins fljótt eða elda
hann strax, kæla og frysta hann
svo aftur.
Afþíðing
Djúpfryst eða fryst matvara, fyrir notkun, er
hægt að afþíða í ísskápnum eða við
stofuhita, eftir því hversu fljótt matvaran
þarf að afþiðna.
Litla bita af mat má jafnvel sjóða þegar
þeir eru enn frosnir, beint úr frystinum. í
þessu tilviki tekur suðan lengri tíma.
Hurðasvalir staðsettar
Til að hægt sé að geyma matarumbúðir af
ýmsum stærðum er hægt að hafa
hurðasvalirnar í mismunandi hæð.
Hæð hillnanna er stillt svona: togið brúnina
upp þar til hún er laus og setjið hana í þá
stöðu sem óskað er.
Geymsla matvæla í kælihólfinu
Breiddu yfir eða pakkaðu inn matnum,
sérstaklega ef hann er bragðsterkur.
Staðsettu matinn þannig að loft geti leikið
óhindrað um hann.
ÍSLENSKA
15
Færanlegar hillur
Í hliðum ísskápsins eru margar höldur,
þannig að hægt er að koma hillunum, sem
eru úr öryggisgleri, fyrir hvar sem óskað er.
VARÚÐ! Ekki færa glerhilluna
fyrir ofan grænmetisskúffuna, svo
að rétt loftstreymi haldist í
ísskápnum.
Fjarlægðu frystikörfurnar úr frystinum.
1
2
Frystikörfurnar hafa stövðunarmark sem
kemur í veg fyrir að þær séu teknar út af
slysni eða detti út.
Á þeim tíma þegar verið er að fjarlægja
körfuna úr fyrstihólfinu, togaðu körfuna í
áttina til þín (1) og, þegar þú nærð
endapunkti, skaltu fjarlægja körfuna með
því að ýta framhliðinni upp (2).
Á þeim tíma er þú setur körfurnar aftur i,
hallaðu framhlið körfunnar til þess að setja
han inn í frystihólfið. Þegar þú ert kominn
yfir endamörkin, skaltu ýta körfunum aftur á
sinn stað.
Grænmetisskúffa
Skúffan er hentug til að geyma ávexti og
grænmeti.
Það er rimlagrind í botni skúffunnar til þess
að aðskilja ávexti og grænmeti frá raka
sem kann að myndast á botninum.
Lághitahólf
Skúffan hentar til að geyma í fersk matvæli
eins og fisk, kjöt, sjávarrétti, vegna þess að
hitastigið hér er lægra en annarsstaðar í
kælinum.
VARÚÐ! Áður en þú setur í eða
fjarlægir lághitahólfið í
heimilistækið skaltu taka út
grænmetisskúffuna og glerlokið.
Lághitahólfið er búið rennum. Til að
fjarlægja það úr kælishólfinu skaltu draga
ÍSLENSKA
16
skúffuna í áttina til þín og fjarlægja
eininguna með því að halla framenda
hennar niður á við.
Flöskurekki
Settu flöskurnar (með stútinn vísandi fram) í
forstillta flöskurekkann.
Ef rekkinn er í láréttri stöðu skal
aðeins setja lokaðar flöskur í
hann.
Hægt er að halla þessum flöskurekka til að
geyma óinnsiglaðar flöskur. Til að ná þeirri
niðurstöðu skal setja framkróka rekkans
einni stöðu hærra en afturkrókana.
Kæling sem veldur ekki ísmyndun
Kæling sem veldur ekki ísmyndun gerir kleift
að kæla matvæli hratt og heldur jafnara
hitastigi í heimilistækinu.
Hólf kæliskápsins er búið viftu sem fer
sjálfkrafa í gang þegar þörf krefur, til dæmis
þegar leiðrétta þarf hitastigið fljótt eftir að
hurðin er opnuð eða þegar
umhverfishitastig er hátt.
Viftan stöðvast þegar þú opnar
hurðina og fer samstundis af stað
aftur þegar þú lokar henni.
ÍSLENSKA 17
Kolefnisloftsía
Heimilistækið er búið kolefnisloftsíu sem
staðsett er í loftstöðuskúffu
kæliviftubúnaðarins. Sían hreinsar
óæskilega lykt úr loftinu, sem þýðir að
geymslugæði verða enn betri. Við
afhendingu er kolefnissían í plastpoka til að
viðhalda frammistöðu hennar. Setja ætti
síuna í loftjöfnunarskúffuna áður en kveikt er
á heimilistækinu. Til þess að sían virki sem
best ætti að endurnýja hana einu sinni á ári.
Til þess að nálgast upplýsingar um kaup á
nýrri síu skaltu hafa samband við
viðurkennda þjónustumiðstöð.
VARÚÐ! Gættu þess að
loftjöfnunarskúffan sé lokuð til að
ná almennilegri virkni.
Meðhöndlaðu síuna varlega
þannig að slitur losni ekki af
yfirborði hennar.
1. Opnaðu loftjöfnunarskúffuna.
2. Fjarlægðu síuna úr plastpokanum.
3. Settu síuna í skúffuna.
4. Lokaðu skúffunni.
Vísir fyrir hitastig
Þetta heimilistæki er selt í
Frakklandi.
Samkvæmt reglugerðum sem
gilda í þessu landi þarf að fylgja
með því sérstakur búnaður (sjá
mynd) sem koma á fyrir í neðra
hólfi kæliskápsins sem sýnir hvar
kaldasta svæði hans er.
Góð ráð
Eðlileg vinnsluhljóð
Eftirfarandi hljóð eru venjuleg við notkun:
Dauft gjálfandi og vellandi hljóð frá
spólunum heyrast þegar kæliefninu er
dælt.
Suðandi og titrandi hljóð frá þjöppunni
þegar kæliefninu er dælt.
Skyndilegt smelluhljóð innan úr tækinu af
völdum hitabólgnunar (eðlilegt og
hættulaust náttúrulegt fyrirbæri).
Dauft smelluhljóð frá hitastillingum þegar
kveiknar eða slökknar á þjöppunni.
ÍSLENSKA 18
Ábendingar um orkusparnað
Ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur.
Ef fyrirséð skal ekki fjarlægja kalda
geyma úr frystikörfunni.
Ábendingar um kælingu á ferskum
matvælum
Ísskápurinn starfar best ef:
ekki er geymdur heitur matur eða vökvar
sem uppgufun er af í ísskápnum
breitt er yfir matinn eða honum er
pakkað inn, einkum ef hann er
bragðsterkur
matnum er komið þannig fyrir að loft geti
leikið óhindrað um hann
Ábendingar um kælingu
Gagnlegar ábendingar:
Kjöt (allar gerðir) : Pakka inn í hentugar
umbúðir og setja á glerhilluna fyrir ofan
grænmetisskúffuna. Kjöt skal ekki geyma
lengur en 1-2 daga.
Eldaður matur, kaldir réttir: Breiða yfir og
setja í hillu.
Ávextir og grænmeti: Hreinsa vandlega
og setja í sérstaka skúffu. Banana,
kartöflur, lauk og hvítlauk má ekki geyma
í kæliskápnum án umbúða.
Smjör og ostur: Setja í sérstakar
loftþéttar umbúðir eða pakka inn í
álpappír eða pólýþen-poka til að útiloka
eins mikið loft og hægt er.
Flöskur: Loka með loki og setja í
flöskuhilluna í hurðinni, eða (ef til staðar)
í flöskurekkann.
Ábendingar varðandi frystingu
Nokkrar mikilvægar ábendingar til að
hjálpa þér að fá sem mest út úr frystingunni:
Hámarksmagn matar sem hægt er að
frysta á sólarhring er sýnt á
merkiplötunni;
frystingarferlið tekur sólarhring og á því
tímabili skal ekki bæta við neinum
matvælum sem þarf að frysta;
aðeins skal frysta hágæða matvæli, fersk
og vel hreinsuð;
undirbúa skal mat í litlum skömmtum til
að hann geti frosið hratt og alveg í gegn
og til þess að seinna sé hægt að afþíða
aðeins það magn sem þarf;
pakka skal matnum inn í álpappír eða
plast og gætið þess að pakkarnir séu
loftþéttir;
ekki láta ferskan, ófrosinn mat snerta mat
sem er þegar frosinn, til að forðast
hækkun hitastigs þess síðarnefnda;
magur matur geymist betur og lengur en
feitur; salt minnkar geymsluþol matar;
vatn frýs og ef þess er neytt strax eftir að
það er tekið úr frystinum kann það að
valda frostbruna á húð;
ráðlegt er að sýna frystidagsetninguna á
hverjum pakka sem settur er í frystinn til
að hægt sé að fylgjast með
geymslutímanum.
Ráð varðandi geymslu frystra matvæla
Til þess að þetta heimilistæki starfi sem best,
skal:
gæta þess að frystivara úr búð hafi verið
geymd á fullnægjandi hátt í búðinni;
tryggja að frystivara sé flutt úr búðinni
og í frystinn á sem skemmstum tíma;
ekki opna dyrnar oft eða hafa þær
opnar lengur en brýn nauðsyn krefur;
eftir afþiðnun skemmist matur fljótt og
ekki er hægt að frysta hann aftur;
ekki geyma matvöru lengur en
framleiðandi vörunnar mælir með.
ÍSLENSKA
19
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Sjá kafla um
Öryggismál.
Almennar viðvaranir
VARÚÐ! Takið heimilistækið úr
sambandi áður en það gengst
undir viðhald.
Í kælieiningu þessa heimilistækis
eru vetniskolefni; því mega
aðeins löggildir tæknimenn
framkvæma viðhald og
endurhleðslu á því.
Aukahluti og íhluti
heimilistækisins er ekki hægt að
þvo í uppþvottavél.
Innra rýmið þrifið
Áður en heimilistækið er notað í fyrsta sinn
skal þvo innra rýmið og alla fylgihluti inni í
því með sápuvatni og mildri sápu til þess að
fjarlægja lyktina sem er alltaf af glænýrri
vöru, og þerra vandlega.
VARÚÐ! Ekki nota þvottaefni
eða slípiduft, þar sem það
skemmir yfirborðið.
Upphafsorka á
VARÚÐ! Áður en
rafmagnssúrunni er stungið í
samband og kveikt á skápnum í
fyrsta skipti, skal leyfa
búnaðinum að standa uppréttum
í a.m.k. 4 klst. Þetta tryggir að
olían hefur nægilegan tíma til að
fara aftur í þjöppuna. Að öðru
leyti getur þjappan eða
rafmagnsíhlutir orðið fyrir
skemmdum.
Regluleg hreinsun
VARÚÐ! Ekki toga í, færa til eða
skemma nein rör og/eða snúrur
inni í skápnum.
VARÚÐ! Ekki skemmaa
kælikerfið.
VARÚÐ! Þegar skápurinn er
færður til skal lyfta honum með
brúninni að framan til þess að
forðast að rispa gólfið.
Hreinsa þarf búnaðinn reglulega:
1. Hreinsaðu innra rýmið og fylgihlutina
með volgu vatni og mildri sápu.
2. Skoðaðu reglulega hurðarþéttingar og
strjúktu af þeim óhreinindi svo að þær
séu hreinar og lausar við smáagnir.
3. Skolaðu og þurrkaðu vandlega.
4. Ef hægt er, skal hreinsið þéttinn og
þjöppuna aftan á heimilistækinu með
bursta.
Sú aðgerð bætir afköst heimilistækisins
og sparar orkunotkun.
Lægstu hilluna, sem aðskilur kælihólfið frá
hinum hlutum skápsins, má aðeins fjarlæga
til að hreinsa. Dragðu hilluna beint út til að
fjarlægja hana. Hægt er að taka
hlífðarplöturnar fyrir ofan skúffurnar í hólfinu
út til að hreinsa þær.
Til þess að tryggja bestu
frammistöðu lághitahólfsins skal
setja lægstu hilluna og
hlífðarplötunar aftur í
upprunalega stöðu sína eftir
hreinsunina.
Tímabil þegar ekki í notkun
Gerðu eftirfarandi ráðstafanir þegar
heimilistækið er ekki í notkun um lengri tíma:
ÍSLENSKA
20
  • Page 1 1
  • Page 2 2
  • Page 3 3
  • Page 4 4
  • Page 5 5
  • Page 6 6
  • Page 7 7
  • Page 8 8
  • Page 9 9
  • Page 10 10
  • Page 11 11
  • Page 12 12
  • Page 13 13
  • Page 14 14
  • Page 15 15
  • Page 16 16
  • Page 17 17
  • Page 18 18
  • Page 19 19
  • Page 20 20
  • Page 21 21
  • Page 22 22
  • Page 23 23
  • Page 24 24
  • Page 25 25
  • Page 26 26
  • Page 27 27
  • Page 28 28
  • Page 29 29
  • Page 30 30
  • Page 31 31
  • Page 32 32

IKEA FROSTKALL 20312755 Používateľská príručka

Typ
Používateľská príručka
Táto príručka je tiež vhodná pre

V iných jazykoch