hólfum og jafnframt er slökkt á gaumljósum
salts og gljáa.
Þegar stillt á ,,samsetta þvottaefnistöflu"
getur lengd þvottakerfa breyst.
Kveiktu/slökktu á stillingu fyrir samsetta
þvottaefnistöflu áður en þvottakerfið fer
í gang.
EKKI er hægt að breyta ,,stillingu fyrir
samsetta þvottaefnistöflu" eftir að
þvottakerfið er farið í gang. Ef þú vilt
slökkva á ,,stillingu fyrir samsetta þvott-
aefnistöflu" þarftu að hætta við þvotta-
kerfið sem stillt er á og gera stillingu fyr-
ir samsetta þvottaefnistöflu óvirka. Þá
þarftu að stilla aftur á þvottakerfi (og
valkosti sem óskað er eftir).
Kveikt/slökkt á stillingu fyrir samsetta
þvottaefnistöflu
Haltu samtímis niðri hnöppunum tveimur
fyrir stillingu með samsettri þvottaefnistöflu
(valhnöppum D og E) þar til gaumljós still-
ingar samsettrar þvottaefnistöflu kviknar.
Það þýðir að kveikt er á aukavalinu.
Til að taka aukavalið af ýtirðu aftur á sömu
hnappa þar til gaumljósið við stillingu sam-
settrar þvottaefnistöflu slökknar.
Ef vélin þurrkar ekki nógu vel skaltu
prófa að:
1. Setja gljáa í gljáahólfið.
2. Gera gljáaskammtarann virkan.
3. Stilla skammtastærð gljáa á 2.
• Aðeins er hægt að kveikja/slökkva á
gljáaskammtaranum þegar kveikt er
á stillingu fyrir samsetta þvottaefnis-
töflu.
Kveikt/slökkt á gljáaskammtaranum
1. Ýtið á kveikja/slökkva-hnappinn. Upp-
þvottavélin verður að vera núllstillt.
2. Haldið samtímis niðri valhnöppunum B
og C þar til ljósin í valhnöppum A, B og
C fara að blikka.
3. Ýtið á valhnappinn B, þá slökkna ljósin í
valhnöppum A og C en ljósið í valh-
nappi B blikkar áfram.
4. Til að kveikja á gljáaskammtaranum
ýtirðu aftur á valhnapp B, þá kviknar
gaumljósið End (enda-gaumljósið) sem
sýnir að kveikt er á gljáaskammtaran-
um.
5. Til að vista aðgerðina í minninu skaltu
slökkva á uppþvottavélinni með því að
ýta á kveikja/slökkva-hnappinn.
6. Til að slökkva aftur á gljáaskammtaran-
um fylgirðu leiðbeiningunum hér á und-
an þar til gaumljósið End (enda-gaumlj-
ósið) slökknar.
Ef þú vilt stilla aftur á venjulegt
þvottaefniskerfi mælum við með því
að:
1. Slökkva á stillingu fyrir samsetta
þvottaefnistöflu.
2. Fylla aftur á salthólfið og gljáask-
ammtarann.
3. Breyta stillingu á herslustigi vatns á
hæstu stillingu og keyra 1 venjulegt
þvottakerfi með vélina tóma.
4. Breyta stillingu á herslustigi vatns í
samræmi við herslustig vatnsins á
þínu svæði.
5. Aðlaga gljáaskammtinn.
VELJA OG HEFJA ÞVOTTAFERIL
Veljið þvottakerfi og tímaval með
dyrnar aðeins opnar. Kerfið fer ekki
í gang og niðurtalning á tímavali
hefst ekki fyrr en dyrunum er lokað.
Fram að því er hægt að breyta still-
ingunni
1. Gætið þess að rétt sé raðað í körfurnar
og vatnsarmarnir geti snúist óhindrað.
2. Gætið þess að skrúfað sé frá vatns-
krananum.
3. Ýtið á kveikja/slökkva-hnappinn. Upp-
þvottavélin verður að vera núllstillt.
4. Þrýstið á valhnappinn fyrir kerfið sem þú
ætlar að stilla á. Gaumljós valda kerfis-
ins kviknar. Sjá nánari upplýsingar í
„Þvottastillingar“.
Lokið hurð heimilistækisins, kerfið fer
þá sjálfkrafa í gang.
Kerfi stillt og sett í gang með tímavali
1. Eftir að búið er að stilla á þvottakerfið,
ýtið á tímavalshnappinn þar til gaumlj-
ósið, sem samsvarar klukkustundunum
sem valdar voru, blikkar (3 klst, 6 klst
eða 9 klst).
progress 13