5
IS
ÖRYGGISLEIÐBEININGAR
MIKILVÆGT AÐ LESA OG FARA
EFTIR
Áður en þvottavélin er
tekin í notkun skal lesa
öryggisleiðbeiningarnar.
Hafið leiðbeiningarnar tiltækar ef
leita þarf í þær í framtíðinni.
Þessi handbók og þvottavélin eru
með mikilvægar öryggisaðvaranir
sem þarf að lesa og fara eftir í
hvívetna.
Framleiðandi hafnar allri ábyrgð
ef ekki er farið eftir þessum
leiðbeiningum, þvottavélin er
ekki rétt notuð eða stilling á
stýringum er röng.
Fjarlægið flutningsfestingar.
Þvottavélin er búin þeim til að
forðast hugsanlegar skemmdir
á innvolsinu við flutninga. Afar
brýnt er að arlægja þessar
festingar áður en þvottavélin er
tekin í notkun. Þegar það hefur
verið gert skal loka götunum
með plasttöppum.
Aldrei skal þvinga lúguna til
að opnast né heldur nota sem
tröppu.
ÖRYGGISVIÐVARANIR
Ungabörnum (0-3 ára) og litlum
börnum (3-8 ára) skal haldið í
burtu frá þvottavélinni nema þau
séu undir stöðugu eftirliti.
Notkun þvottavélarinnar er ekki
leyfð fyrir börn sem eru 8 ára og
eldri eða fólk með takmarkaða
líkamlega eða andlega getu eða
takmarkaða reynslu og þekkingu
nema undir umsjá eða það hafi
fengið fyrirmæli um hvernig
nota eigi þvottavélina örugglega
og skilji hvaða hættur sé um
að ræða. Ekki má leyfa börnum
að leika sér að þvottavélinni.
Börn skulu ekki hreinsa eða
framkvæma viðhald nema undir
eftirliti.
LEYFILEG NOTKUN
VIÐVÖRUN: Þvottavélin er
ekki ætluð til notkunar með
utanáliggjandi tímastillingu eða
sérstakri arstýringu.
Þvottavélin er eingöngu til
heimilisnota, ekki til iðnaðarnota.
Ekki skal nota þvottavélina
utandyra.
Ekki skal geyma eldfim efni, s.s.
úðabrúsa og hvorki skal nota
bensín né önnur eldfim efni í
eða nálægt þvottavélinni: Eldur
getur brotist út ef óvart er kveikt
á raftækinu.
Þvottavélin er eingöngu ætluð til
að þvo þvott sem þolir vélarþvott
í magni sem eðlilegt er á heimili.
UPPSETNING
Tvær persónur þarf til að
handleika og setja upp
þvottavélina. Notaðu
hlífðarhanska við að arlægja
umbúðir utan af og setja upp
þvottavélina.
Allar raftengingar og viðhald
skulu framkvæmd af löggiltum
rafvirkja í samræmi við fyrirmæli
framleiðanda og gildandi
reglugerðir um öryggi. Gerið
ekki við eða skiptið um neinn
hlut í þessari þvottavél nema
það sé sérstaklega tilgreint í
notendahandbókinni.
Börn skulu ekki koma að
uppsetningu vélarinnar. Haldið
börnum frá við uppsetningu.
Geyma skal umbúðaefnin
(plastpoka, pólýstýren-brot
o.s.frv.) þar sem börn ná ekki til
fyrir og eftir uppsetningu.
Þegar umbúðir hafa verið
teknar utan af þvottavélinni
skal ganga úr skugga um að
hún hafi ekki skemmst við
flutningana. Ef vandamál koma
upp, hafið samband við næsta
þjónustuaðila.
Fyrir uppsetningu verður að taka
þvottavélina úr sambandi.
Við uppsetningu skal sjá til þess
að þvottavélin skemmi ekki
rafmagnssnúruna.
Ekki gangsetja þvottavélina fyrr
en uppsetningu er lokið.
Eftir uppsetningu
þvottavélarinnar skal bíða í
fáeinar klukkustundir áður en
hún er gangsett til að hún nái að
aðlagast umhverfisaðstæðum í
herberginu.
Ekki skal setja þvottavélina upp
þar sem eru slæm skilyrði svo
sem: Léleg loftræsting, hitastig
undir 5°C eða yfir 35°C.
Við uppsetningu á þvottavélinni
skal tryggja að fæturnir órir séu
stöðugir á gólfinu og stilla þá
eftir þörfum auk þess að kanna
hvort vélin er á láréttum fleti með
því að nota hallamál.
Ef um er að ræða trégólf eða
"fljótandi parket" skal staðsetja
þvottavélina á krossviðsplötu
sem er a.m.k. 60 x 60 cm breið/
löng og 3 cm þykk og festa við
gólfið.
Notið nýjar slöngur til að tengja
þvottavélina við vatn. Ekki má
endurnota gamlar slöngur,
heldur farga þeim.
Hreyfa skal þvottavélina með því
að halda utan um toppinn án
þess að lyfta henni.
Tengið vatnsslöngurnar við
vatn í samræmi við gildandi
reglugerðir.
Leiðbeiningar um heilsu og öryggi