Þakka þér fyrir að kaupa þessa Tamron-linsu. Áður en þú notar nýju linsuna þína skaltu vinsamlegast lesa þessa eigendahandbók til að
tryggja rétta notkun á linsunni. Einnig er mikilvægt að þú lesir handbókina sem fylgir myndavélinni sem þú ætlar að nota linsuna með.
Eftir að þú hefur lesið eigendahandbókina skaltu geyma hana á öruggum stað.
Vinsamlegast lestu einnig skjalið „Varúðarreglur fyrir örugga notkun á Tamron-linsum“ sem fylgir linsunni en þar er að finna ítarlegar
varúðarreglur sem skal virða þegar Tamron-linsur eru notaðar.
• Útskýrir varúðarreglur sem hjálpa til við að koma í veg fyrir vandamál.
• Útskýrir atriði sem þú þarft að vita til viðbótar við grunnaðgerðir.
HEITI ÍHLUTA (Sjá mynd 1)
① Linsuhlíf ② Sleppihnappur fyrir linsuhettu
③ Samstillingarmerki fyrir áfestingu hlífar ④ Læsingarmerki fyrir hlíf
⑤ Síuhringur ⑥ Losunarmerki fyrir hlíf
⑦ Fókushringur* ⑧ Brennivíddarkvarði
⑨ Brennivíddarmerki ⑩ Fókusstillingarhnappur
⑪ AF/MF rofi ⑫ Sérstillingarrofi
⑬ Aðdráttarhringur ⑭ Læsingarrofi fyrir aðdrátt
⑮ Tengiport ⑯ Merki fyrir linsufestingu
⑰ Tengi á milli linsu og myndavélar
* Samsvarar stýrihringnum á Nikon Z festingum.
HELSTU FORSKRIFTIR
Gerð A058
Brennivídd 35 - 150 mm
Hámarksljósop F/2-2,8
Sýnilegt horn (horn í horn) 63°26' - 16°25'
Optísk uppbygging 15/21
Lágmarks fókusfjarlægð 0,33 m (13") (vítt) / 0,85 m (33,5") (fjær)
Hámarksstækkunarhlutfall 1:5,7 (vítt MOD) /1:5,9 (fjær MOD)
Síustærð ø 82 mm
Lengd 158 mm (6,2") / Sony E, 160,1 mm (6,3") / Nikon Z
Hámarksþvermál ø 89,2 mm
Þyngd 1.165 g (41,1 oz) / Sony E, 1.190 g (42,0 oz) / Nikon Z
Linsuhlíf HA058
Tegund tengis USB C-týpa
• Lengd : Frá framenda linsu til festingarflatar.
• Tæknilýsingar, útlit, virkni o.s.frv. geta breyst án fyrirvara.
LINSAN FEST VIÐ OG FJARLÆGÐ
Fjarlægðu aftari hettuna af linsunni. Hafðu linsufestingarmerkið ⑯ og ásetningarmerkið á myndavélinni í flútti og settu linsuna svo í.
Snúðu linsunni réttsælis fyrir ásetningu á Sony E og rangsælis fyrir ásetningu á Nikon Z þar til hún læsist í.
Til að fjarlægja linsuna skal snúa linsunni í gagnstæða átt og á sama tíma þrýsta á sleppihnappinn á myndavélinni.
• Slökktu á myndavélinni áður en linsan er sett á eða fjarlægð.
• Vinsamlegast lestu leiðbeiningarnar fyrir myndavélina til að fá frekari upplýsingar.
SKIPT UM FÓKUSSTILLINGU (sjáðu myndir 1, 2)
Skipt á milli AF/MF (sjáðu myndir 1, 2)
Til að taka myndir með sjálfvirkum fókus (AF) skal stilla bæði myndavélina og AF/MF rofann ⑪ á linsunni á „AF“. (Sjáðu mynd 2)
(Ef linsan er stillt á „MF“, notar hún ekki sjálfvirkan fókus.)
Til að taka myndir með handvirkum fókus (MF), skal stilla myndavélina og/eða AF/MF rofann á linsunni ⑪ á „MF“. Fyrir handvirkan
fókus skal snúa fókushringnum ⑦ til að ná fókus. (Sjáðu myndir 1, 2)
• Í AF-stillingu getur verið erfitt að ná sjálfvirkum fókus, en það fer eftir myndefninu.
• Þegar um er að ræða Sony E og myndavélin er búin AF/MF stýrihnappi, er hægt að skipta tímabundið úr AF í MF, með því að
þrýsta á AF/MF stýrihnappinn. Þegar linsan er stillt á „AF“ og myndavélin á „MF“ er hægt að setja fókusinn tímabundið á AF
með því að ýta á AF/MF stýrihnappinn.
• Þegar um er að ræða Nikon Z, er hægt að beita aðgerðum úr myndavélinni á fókushringinn ⑦. (í fókusstillingu/ AF)
• Vinsamlegast lestu leiðbeiningarnar fyrir myndavélina til að fá frekari upplýsingar.
FÓKUSSTILLINGARHNAPPUR (sjáðu mynd 1)
Ýttu á fókusstillingarhnappinn ⑩ til að nota þá aðgerð sem er verið að nota úr myndavélinni.
Sjáðu handbók myndavélarinnar til að fá frekari upplýsingar.
TENGIPORT (sjáðu mynd 1)
Hægt er að tengja linsur með tengiopi ⑮ við tölvu með TAMRON-kapli (seldur sérstaklega). Þá er hægt að nota forritið „TAMRON Lens
Utility
TM
“, til að uppfæra fastbúnaðinn og forrita aðgerðir fyrir sérrofann ⑫.
Sjáðu nethjálp fyrir „TAMRON Lens Utility“ með því að smella á neðangreindan hlekk til að fá frekari upplýsingar.
https://www.tamron.com/jp/consumer/support/help/lensutility/en/
• Ekki nota TAMRON-kapalinn (seldur sérstaklega) í neinum öðrum tilgangi en að tengja TAMRON-linsuna með tengiopi við tölvu.
• Tamron ber enga ábyrgð á neinu tjóni eða skemmdum á gögnum við notkun á TAMRON-kaplinum (seldur sérstaklega).