FÓKUSSTILLINGARHNAPPUR (sjáðu mynd 1)
Ýttu á fókusstillingarhnappinn ⑩ til að nota þá aðgerð sem er verið að nota úr myndavélinni.
Sjáðu handbók myndavélarinnar til að fá frekari upplýsingar.
TENGIPORT (sjáðu mynd 1)
Hægt er að tengja linsur með tengiopi
⑬
við tölvu með TAMRON-kapli (seldur sérstaklega). Þá er hægt að nota forritið „TAMRON Lens
Utility
TM
“, til að uppfæra fastbúnaðinn og forrita aðgerðir fyrir sérrofann ⑫.
Sjáðu nethjálp fyrir „TAMRON Lens Utility“ með því að smella á neðangreindan hlekk til að fá frekari upplýsingar.
https://www.tamron.com/jp/consumer/support/help/lensutility/en/
• Ekki nota TAMRON-kapalinn (seldur sérstaklega) í neinum öðrum tilgangi en að tengja TAMRON-linsuna með tengiopi við tölvu.
• Tamron ber enga ábyrgð á neinu tjóni eða skemmdum á gögnum við notkun á TAMRON-kaplinum (seldur sérstaklega).
SÉRSTILLINGARROFI (sjáðu mynd 1)
Með sérrofanum ⑫, er hægt að skipta um aðgerðir sem forritaðar eru fyrir linsuna með „TAMRON Lens Utility“ forritinu.
AÐDRÁTTUR (sjáðu mynd 1)
Snúðu aðdráttarhringnum ⑦ til að stilla fókuslengdina (aðdráttarpunkt) á æskilega staðsetningu.
AÐDRÁTTARLÆSING (sjáðu myndir 1, 2, 3)
Þú getur læst aðdráttarhringnum ⑦ á 70mm fókuslengd til að koma í veg fyrir að hann snúist.
Stilling aðdráttarlæsingar (sjáðu mynd 2)
Láttu 70mm á fókuslengdarkvarðanum vera í flútti ⑧ við fókuslengdarmerkið ⑨.
Færðu rofann fyrir aðdráttarlæsingu ⑪ í átt að myndefninu.
Aðdráttarlæsing losuð (sjáðu mynd 3)
Færðu rofann fyrir aðdráttarlæsingu ⑪ í átt að myndavélinni.
• Fyrir aðdrátt skal losa læsinguna og snúa aðdráttarhringnum ⑦.
LINSUHLIF (sjáðu myndir 1, 4, 5)
Hettan ① getur útilokað óæskilegt ljós sem getur haft áhrif á myndina.
Linsuhettan notuð (sjáðu mynd 4)
Hafdu hettufestingarmerkid ② á hettunni í flútti við hettulosunarmerkid ⑤ á linsunni.
Snúðu hettunni ① í stefnu örvarinnar þar til hettulasingarmerkid ③ mætir hettulosunarmerkinu ⑤.
Gengið frá linsuhettunni (sjáðu mynd 5)
Festu hettuna ① með því að snúa henni í hina áttina þar til hún læsist.
• Athugaðu að jaðar myndarinnar getur orðið dökkur ef hettan ① er ekki réttilega fest.
VARÚÐARRÁÐSTAFANIR FYRIR NOTKUN
• Innra fókuskerfi (IF) er notað til að minnka lágmarks fókusfjarlægð. Þegar myndir eru teknar úr ákveðinni fjarlægð getur sjónarhornið
verið víðara en þegar linsur með öðrum fókuskerfum eru notaðar.
• Linsuhettan eða linsuhólkurinn getur veitt skjól gegn flassinu. Ráðlegt er að byrja á að taka prufumyndir.
• Mismunur á milli skjákerfa myndavéla getur valdið því að önnur gildi eru birt fyrir lágmarks og hámarks ljósopsgildi en þau sem eru
birt í tæknilýsingum. Þetta eru ekki villur.
• Ekki snerta tengifleti linsu og myndavélar ⑮ með fingrunum. Slíkt getur valdið bilunum.
• Ef hitastig breytist skyndilega getur myndast raki og það valdið bilunum.
• Framlinsan er hulin með blettavarinni húð. Eftir að ryk hefur verið fjarlægt af yfirborði linsunnar með blásara eða öðru, skal strjúka yfir
það með þurrum klút.
• Aldrei nota bensól, þynni eða önnur lífræn leysiefni til að þrífa linsuna.
• Geymdu linsuna á hreinum og vel loftræstum stað.
• Frekari upplýsingar um þrif og geymslu á linsunni, samhæfi við aðrar myndavélar og annað stuðningsefni má finna á vefsíðu okkar.
https://www.tamron.com/global/consumer/support/
Förgun á raf- og rafeindatækjum til heimilisnota. Förgun á notuðum raf- og rafeindatækjum (gildir í
Evrópusambandinu og öðrum Evrópulöndum með sérstök förgunarkerfi)
Þetta tákn merkir að ekki skal farga vörunni með heimilissorpi.
Þess í stað skal afhenda hana á endurvinnslustað fyrir raf- og rafeindatæki.
Ef nýjar vörur eru keyptar er hægt að afhenda þessa vöru dreifingaraðila eða til söfnunaraðila fyrir förgun á raf-
og rafeindatækjum.
Með því að tryggja að vörunni sé fargað á réttan hátt, hjálpar þú til við að koma í veg fyrir neikvæð áhrif á umhverfið og
heilsu manna, sem annars gæti valdið óviðeigandi úrgangsmeðhöndlun á þessari vöru eða íhlutum hennar.
Sé þessari vöru fargað ólöglega, getur það leitt af sér sektir. Nánari upplýsingar um endurvinnslu þessarar vöru færðu hjá
bæjaryfirvöldum á hverjum stað, sorphirðufyrirtækinu þínu eða sölustaðnum þar sem þú keyptir vöruna.