nota venjulegt þvottaefni (duft, gel, töflur
án aukalegrar virkni), gljáa og salt, hvert
fyrir sig, til að ná sem bestum árangri
með hreinsun og þurrkun.
• Að minnsta kosti einu sinni í mánuði skal
keyra heimilistækið með
heimilistækjahreinsi sem er sérstaklega
hentugur í þeim tilgangi.
• Þvottaefnistöflur leysast ekki að fullu upp
ef þvottakerfið er mjög stutt. Til að koma
í veg fyrir leifar þvottaefnis á borðbúnaði
mælum við með því að þú notir töflurnar
með lengri þvottakerfum.
• Ekki skal nota meira en rétt magn af
þvottaefni. Sjá leiðbeiningarnar á
umbúðum þvottaefnisins.
Hvað á að gera ef þú vilt hætta að nota
samsettar þvottaefnistöflur
Áður en þú notar þvottaefni, salt eða gljáa
út af fyrir sig skaltu fylgja eftirfarandi
verklagi.
1. Stilltu vatnsmýkingarbúnaðinn á hæsta
stig.
2. Gakktu úr skugga um að salthólfið og
hreinsiefnahólfið séu bæði full.
3. Kveiktu á stysta kerfinu með skolunaferli.
Ekki bæta við þvottaefni og ekki hlaða
neinu í grindurnar.
4. Þegar kerfinu er lokið, stilltu þá
vatnsmýkingarbúnaðinn í samræmi við
herslustig vatnsins á þínu svæði.
5. Stilltu losað magn gljáa.
6. Gerðu tilkynningu um tóman
gljáaskammtara virka.
Að raða í grindurnar
Sjá meðfylgjandi bækling sem
sýnir dæmi um hvernig skal raða
í körfur.
• Notaðu heimilistækið einungis til að þvo
hluti sem þvo má í uppþvottavél.
• Ekki skal setja í heimilistækið hluti sem
eru gerðir úr tré, horni, áli, pjátri og
kopar.
• Ekki skal setja hluti í heimilistækið sem
geta tekið í sig vatn (svampa,
diskaþurrkur).
• Fjarlægðu matarleifarnar af hlutunum.
• Rennbleyttu þá hluti sem eru með
brenndum matarleifum í vatni.
• Raðaðu hlutum sem eru holir að innan
(þ.e. bollum, glösum og pottum) þannig
að opið vísi niður.
• Gakktu úr skugga um að hnífapör og
diskar festist ekki saman. Settu skeiðar
með öðrum hnífapörum.
• Gakktu úr skugga um að glös snertist
ekki.
• Leggðu smáa hluti í hnífaparakörfuna.
• Settu létta hluti í efri grindina. Gakktu úr
skugga um að hlutirnir hreyfist ekki til.
• Gakktu úr skugga um að vatnsarmarnir
geti hreyfst óhindrað áður en kerfi er sett
í gang.
Áður en kerfi er sett af stað
Gangið úr skugga um að:
• Síurnar eru hreinar og rétt uppsettar.
• Lokið á salthólfinu þarf að vera þétt.
• Vatnsarmarnir eru ekki stíflaðir.
• Það sé salt og gljái til staðar (nema þú
notir samsettar þvottaefnistöflur).
• Staða hluta í körfunum sé rétt.
• Kerfið eigi við um þá tegund hleðslu og
þau óhreinindi sem í hlut eiga.
• Verið sé að nota rétt magn þvottaefnis.
Að taka úr grindunum.
Til að fá betri þurrkun skal hafa
hurð heimilistækisins í hálfa gátt í
nokkrar mínútur áður en þú
fjarlægir diskana.
1. Láttu diskana kólna áður en þeir eru
teknir úr heimilistækinu. Auðvelt er að
skemma heita diska.
2. Fyrst skaltu fjarlægja hluti úr neðri
grindinni, síðan efri grindinni.
ÍSLENSKA
19