Förgun raf- og rafeindabúnaðar á heimilum. Förgun á notuðum raf- og rafeindabúnaði (gildir í Evrópusambandinu og öðrum
Evrópulöndum með aðskildum söfnunarkerfum)
Þetta tákn merkir að þessari vöru megi ekki farga með heimilissorpi.
Þess í stað skal skila henni til endurvinnslu á raf- og rafeindabúnaði.
Ef nýjar vörur eru keyptar, ætti að afhenda dreingaraðilanum vöruna eða skila henni í söfnunarker fyrir raf- og rafeindabúnað.
Með því að tryggja að vörunni sé rétt fargað, kemur þú í veg fyrir hugsanlegar neikvæðar aeiðingar fyrir umhver og heilsu manna, sem
annars kunna að hljótast af rangri förgun vörunnar eða íhlutum hennar.
Ef vörunni er fargað ólöglega, kann það að valda viðurlögum. Til að fá nánari upplýsingar um endurvinnslu vörunnar, skaltu hafa samband við yrvöld á
þínum stað, sorpförgunarþjónustuna eða verslunina þar sem þú keyptir vöruna.
Varúðarráðstafanir við notkun á þessari vöru
Til að tryggja langtíma ánægju
Fjarlægðu ryk og óhreinindi af linsunni með því að nota blásara eða mjúkan bursta. Ekki snerta linsuna með fingrunum.
Þegar fingraför eða olía hafa fest á linsunni, skaltu strjúka létt af henni með linsuhreinsipappír, bleyttu síðan vel þveginn bómullarklút
eða örtrefjaklút (hreinsiklút fyrir gleraugu o.s.frv.) í linsuhreinsi og þurrkaðu létt yfir yfirborð linsunnar frá miðju. Ekki nota sílíkonklút.
Hreinsaðu linsubolinn með því að nota sílíkonklút. Notaðu aldrei bensen, þynni eða önnur lífræn leysiefni.
Mygla er meiriháttar vandamál hvað varðar linsur. Geymdu linsuna á hreinum, köldum og þurrum stað. Þegar þú geymir linsuna í
linsuhulstri, skaltu geyma hana með þurrkefni og skipta af og til um þurrkefni.
Ekki snerta tengin á milli linsunnar og myndavélarinnar. Ef ryk eða blettir valda vandamálum hvað varðar tengingar, eru merkin ekki
send á réttan hátt milli linsu og myndavélar og bilanir geta komið fram.
Ef hitastig breytist skyndilega, getur raki myndast í myndavélinni og linsunni og valdið bilunum.
Til að koma í veg fyrir þetta, skaltu setja búnaðinn í plastpoka eða svipað ílát. Eftir að búnaðurinn hefur aðlagast umhverfishitanum,
skaltu fjarlægja hann úr pokanum og nota hann eins og venjulega.
Eftirfarandi linsu er hægt að festa við þessa vöru: SP 150-600mm F/5-6.3 Di VC USD G2 (Gerð A022) (frá september 2016).
Ekki festa aðrar linsur en þá sem passar við eininguna, annar gæti það leitt til bilunar eða óhapps.
Vinsamlegast skoðaðu seinasta verðlistann okkar eða vefsíðu fyrir nýjustu upplýsingar um myndavélar og linsur sem passa ásamt AF
virkni.
Vefsíða Tamron: http://www.tamron.com/
Ekki festa fleiri en einn TELE CONVERTER (þessa vöru eða aðrar af sömu gerð), þar sem það gæti leitt til bilunar eða óhapps.