Fyrsta notkun
Áður en uppþvottavélin er notuð í fyrsta sinn:
• Tryggið að tengingar við rafmagn og vatn séu í samræmi við leiðbeiningar um uppsetn-
ingu
• Fjarlægið allar umbúðir innan úr vélinni
• Stillið vatnsmýkingartækið
• Hellið 1 lítra af vatni í salthólfið og fyllið það svo af uppþvottavélarsalti (á ekki við Ísland)
• Fyllið skolefnisskammtarann
Ef þú vilt nota blandaðar þvottaefnistöflur eins og: "3 í 1", "4 í 1", "5 í 1" o.s.frv. ... stillið á
aukavalið Multitab (sjá "aukavalið Multitab").
Stillið vatnsmýkingarbúnað
Uppþvottavélin er útbúin vatnsmýkingartæki sem sér um að fjarlægja steinefni og sölt úr
vatninu, en þau hafa slæm áhrif á starfsemi vélarinnar.
Því meira sem vatnið inniheldur af þessum steinefnum og söltum, því harðara er vatnið.
Vatnsharka er mæld með jafngildum mælikvörðum, þýskum gráðum (°dH), frönskum gráð-
um (°TH) og mmól/l (millimól í lítra - alþjóðlegri mælieiningu fyrir hörku vatns).
Vatnsmýkingartækið á að stilla eftir því hversu hart vatnið er þar sem þú býrð. Vatnsveitan
á staðnum getur veitt þér upplýsingar um hversu hart vatnið er þar sem þú býrð.
Vatnsmýkingartækið þarf að stilla á báða vegu: handvirkt með stilliskífu fyrir vatnshörku
og rafrænt.
Vatnsharka Vatnshörkustillingu breytt Notkun salts
°dH °TH mmól/l handvirkt rafrænt
51 - 70 91 - 125 9,1 - 12,5 2 10. stig já
43 - 50 76 - 90 7,6 - 8,9 2 9. stig já
37 - 42 65 - 75 6,5 - 7,5 2 8. stig já
29 - 36 51 - 64 5,1 - 6,4 2 7. stig já
23 - 28 40 - 50 4,0 - 5,0 2 6. stig já
19 - 22 33 - 39 3,3 - 3,9 2 5. stig já
15 - 18 26 - 32 2,6 - 3,2 1 4. stig já
11 - 14 19 - 25 1,9 - 2,5 1 3. stig já
4 - 10 7 - 18 0,7 - 1,8 1 2. stig já
<4 <7 <0,7 1 1. stig nei
Handvirk stilling
Uppþvottavélin kemur á stillingu 2 úr verksmiðjunni.
Fyrsta notkun
7