GÓÐ RÁÐ
Vatnsmýkingarefni
Hart vatn inniheldur mikið magn steinefna
sem getur valdið tjóni á tækinu og leitt til
slæmrar virkni tækisins. Vatnsmýkingarefnið
gerir þessi steinefni óvirk.
Saltið í uppþvottavélinni hjálpar við að halda
vatnsmýkingarefninu hreinu og í góðu ást-
andi. Það er mikilvægt að stilla rétt magn
vatnsmýkingarefnis. Þetta tryggir að vatns-
mýkingarefnið noti rétt magn af salti og
vatni.
Notkun salts, gljáa og þvottaefnis
• Einungis skal nota salt, gljáa og þvotta-
efni sem er ætlað fyrir uppþvottavélar.
Önnur efni geta valdið skemmdum á
heimilistækinu.
• Gljáinn aðstoðar á meðan á síðasta skol-
unarfasa stendur, við að þurrka diskana
án bletta eða ráka.
• Samsettar þvottaefnistöflur innihalda
þvottaefni, gljáa og önnur viðbætt efni.
Gættu þess að töflurnar eigi við um það
hörkustig vatns sem er á þínu svæði. Sjá
leiðbeiningar á umbúðum efnanna.
• Þvottaefnistöflur leysast ekki að fullu upp
ef þvottakerfið er mjög stutt. Til að koma í
veg fyrir leifar þvottaefnis á leirtaui, mæl-
um við með því að töflurnar séu einungis
notaður með lengri þvottakerfum.
Ekki skal nota meira en rétt magn af
þvottaefni. Farið eftir leiðbeiningunum á
umbúðum þvottaefnisins.
Að raða í körfurnar.
Sjá meðfylgjandi bækling sem sýnir
dæmi um hvernig skal raða í körfur.
• Notaðu uppþvottavélina einungis til að
þvo hluti sem þvo má í slíkri vél.
• Ekki skal setja í vélinu hluti sem eru gerðir
úr tré, honri, áli, pjátri og kopar.
• Ekki setja hluti í tækið sem geta tekið í sig
vatn (svampa, viskustykki).
• Fjarlægja skal matarleifar af hlutunum.
• Til þess að fjarlægja brunnar matarleifar,
skal skola potta og pönnur í vatni áður en
þú setur þau í heimilistækið.
• Raðið hlutum sem eru holir að innan (þ.e..
bollum, glösum og pottum) í vélina þann-
ig að opið vísi niður.
• Passaðu að hnífapör og leirtau festist ekki
saman. Setið skeiðar með öðrum hnífap-
örum.
• Passið að glös snerti ekki önnur glös.
• Leggið smáa hluti í hnífaparakörfuna.
• Setjið létta hluti í efri körfuna. Passið að
hlutirnir hreyfist ekki til.
• Gætið þess að vatnsarmarnir geti hreyfst
óhindrað áður en kerfi er sett í gang.
Áður en kerfi er sett af stað
Gættu þess að:
• Síurnar eru hreinar og rétt uppsettar.
• Vatnsarmarnir eru ekki stíflaðir.
• Staða hluta í körfunum sé rétt.
• Kerfið eigi við um þá tegund hleðslu og
þau óhreinindi sem í hlut eiga.
• Verið sé að nota rétt magn þvottaefnis.
• Það sé salt og gljái til staðar (nema þú
notir samsettar þvottaefnistöflur).
• Lokið á salthólfinu þarf að vera þétt.
MEÐFERÐ OG ÞRIF
Ađvörun Áður en viðhald fer fram á
tækinu skal slökkva á því og aftengja
aðalklóna frá rafmagnsinnstungunni.
Óhreinar síur og stíflaðir vatnsarmar
draga úr árangri þvottakerfisins.
Athugaðu þær regluglega og hreinsaðu
ef þörf krefur.
progress 9