EFNISYFIRLIT
Öryggisupplýsingar 2
Vörulýsing 4
Stjórnborð 4
Þvottastillingar 5
Valkostir 5
Fyrir fyrstu notkun 6
Dagleg notkun 7
Góð ráð 8
Meðferð og þrif 9
Bilanaleit 10
Tæknilegar upplýsingar 11
Umhverfisábendingar 12
Með fyrirvara á breytingum.
ÖRYGGISUPPLÝSINGAR
Fyrir uppsetningu og notkun heimilistækis-
ins, skal lesa meðfylgjandi leiðbeiningar
vandlega. Framleiðandinn er ekki ábyrgur
fyrir tjóni ef röng uppsetning eða notkun
veldur líkamstjóni eða skemmdum. Alltaf
skal geyma leiðbeiningarnar með tækinu til
síðari notkunar.
Öryggi barna og viðkvæmra
einstaklinga
Ađvörun Hætta á köfnun, líkamstjóni
eða varanlegri örorku.
• Látið ekki fólk, þar með talin börn, sem
hefur skerta líkamlega skynjun, skert and-
legt atgervi eða sem skortir reynslu og
þekkingu, nota heimilistækið. Þau verða
að hafa fengið kennslu eða tilsögn í not-
kun heimilistækisins hjá einstaklingi sem
er ábyrgur fyrir öryggi þeirra. Leyfið ekki
börnum að leika sér með tækið.
• Haldið öllum umbúðum frá börnum.
• Haldið öllum þvottaefnum frá börnum.
• Haldið börnum og gæludýrum frá hurð-
inni á heimilistækinu þegar hún er opin
Uppsetning
• Fjarlægið allar umbúðir.
• Ekki setja upp skemmt heimilistæki eða
nota slíkt tæki.
• Ekki koma heimilistækinu fyrir þar sem
hitastigið er lægra en 0 °C.
• Fylgja skal leiðbeiningum um uppsetningu
sem fylgja með heimilistækinu.
• Gætið þess að heimilistækinu sé komið
fyrir undir og við hliðina á traustum og
stöðugum hlutum.
Tenging við vatn
• Passið að vatnsslöngurnar verði ekki fyrir
skemmdum.
• Áður en heimilistækið er tengt við nýjar
pípur eða pípur sem hafa ekki verið not-
aðar í langan tíma, skal láta vatnið renna
þangað til það er hreint.
• Í fyrsta skipti sem heimilistækið er notað,
skal tryggja að enginn leki eigi sér stað.
• Vatnsinntaksslangan er með öryggisloka
og slíður með innri rafmagnssnúru.
Ađvörun Hættuleg rafspenna.
• Ef innslangan eða öryggislokinn skemm-
ast skal strax aftengja klóna frá rafman-
gsinnstungunni. Hafðu samband við
þjónustu til að fá nýja innslöngu.
Tenging við rafmagn
Ađvörun Eldhætta og hætta á raflosti.
• Heimilistækið þarf að vera jarðtengt.
• Gætið þess að rafmagnsupplýsingarnar á
tegundarspjaldinu passi við aflgjafann. Ef
ekki, skal hafa samband við rafvirkja.
• Alltaf nota rétt uppsetta innstungu sem
gefur ekki raflost.
• Ekki nota fjöltengi eða framlengingarsnúr-
ur.
• Gætið þess að rafmagnsklóin og snúran
verði ekki fyrir skemmdum. Hafið sam-
band við þjónustuna eða við rafvirkja til
að skipta um skemmda rafmagnssnúru.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við raf-
magnsinnstunguna í lok uppsetningarinn-
ar. Gætið þess að rafmagnsklóin sé að-
gengileg eftir uppsetningu.
2 progress